Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1966, Blaðsíða 5

Íslendingur - 23.06.1966, Blaðsíða 5
Nýstúdentar frá MA í Lystigarðinum á Akureyri. „ . . . hvert viðfangsefni færir ykkur að jafnaði yarla annað en það, seni þið gefið því sjálf .. . - sagði Þórarinn Björnsson skóiameistari við skólaslit Menntaskólans á Akureyri ÁRDEGIS á þjóðhátíðardaginn var Mcnntaskólanum á Akur- eyri slitið með hátíðlegri athöfn í Akureyrarkirkju, Mikið fjöl- menni var sarnan koinið í kirkj unni, svo að hún rúmaði ekki fleiri. 'Vórarinn Björnsson skóla- meistari sleit skólanum með ræðu. Minntist liann í upphafi Kristins Ármannssonar fyrrver andi rektors Menntaskólans í Reykjavík, sem lézt nýlega. Bauð hann síðan gesti vel- komna til skólaslitanna. Því næst vék skólameistari að húsnæði Menataskólans, sem hann kvað orðið þröngt. Hins vegar váeri'nú gert ráð fyrir úr bótum, þar sem fjárveiting til skólans hefði verið tekin upp í fjárlög ríkisins fyrir yfirstand- NÁMSKEIÐ í almanna- vörnum var haldið hér á Akureyri nú nýlega, eins og skýrt liefur verið frá í blaðinu. I»ví var slitið hinn 15. þ. mán. og flutti þá Jóhann Jakobsson forstöðu maður almannavama ríkis ins ræðu, sem vitnað verð- ur til hér á eftir. „Þátttakendur námskeiðsins urðu alls 17 menn frá þessum stöðum: Akureyri 12, Húsa- vík 2, Ólafsfirði 1, Blönduósi 1 og Höfn í Hornafirði 1. Þátt- takendur voru tilnefndir af bæjarfógetum og sýslumönn- um í samráði við bæjar- og Sveitarstjórnir. Á Akureyri var auk þess haft sérstakt sam ráð við slökkviliðsstjórann, þar sem í Ijós kom, að unnt var að nota þetta námskeið til sérstakrar þjálfunar fyrir slökkviliðið hér, en námskeið fyrir slökkviliðsmennina hafði verið fyrirhugað. Þátttakan á Akureyri var af þessum sök- andi ár. Byggt yrði nýtt hús á næstunni, þar sem komið yrði fyrir kennslu í raungreinum. Sú bygging væri skólanum lífs nauðsynleg, og vonaði hann að byggingin gæti hafizt á næsta ári. Þá lýsti Þórarinn Björnsson skólameistari starfi skólans á liðnum vetri og úrslitum prófa. í vetur voru í skólanum 474 nemendur í 18 bekkjardeildum, 159 stúlkur og 315 piltar. 211 voru í máladeild og 140 í stærð fræðideild. Nemendur voru víðs vegar að af landinu, en flestir úr Norðlendingafjórðungi, eða 249, þar af 111 frá Akureyri. 215 nemendur bjuggu í heima- vistinni og í mötuneyti voru 330 nemendm-. Var fæðiskostn- aður 18 þús. kr. yfir veturinn um sérlega góð og er það mik ið gleðiefni, að hér hafa svo margir getað tekið þátt í nám skeiðinu. Hér hefur þegar fengizt hópur manna, sem ég vona að eigi eftir að hafa víð- fyrir pilta en 16 þús. kr. fyrir stúlkur. Félagslíf var gott. Málfunda- félag, íþróttafélag og leikfélag höfðu mikið starf, einnig ýmsir klúbbar. Farin var leikför til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og 5. bekkur fór í skólaferðalag til Noregs. Fastir kennarar við skólann voru 16, en 8 stundakennarar. í vor brautskráðust 108 stúd- entar, 73 úr máladeild og 35 úr stærðfræðideild. Tveir stúdent- ar hlutu ágætiseinkunn, 43 I. einkunn, 54 II. einkunn og 9 III. einkunn. Hæstir urðu í máladeild þeir Höskuldur Þrá- insson úr Mývatnssveit með I. ág. 9,35, Guðrún Antonsdóttir frá Dalvík með I. 8,78 og Karl Helgason frá Blönduósi með I. tæk áhrif á uppbyggingu al- mannavama á þessu svæði. Það, að unnt er að tengja saman okkar námskeið og sér þjálfun slökkviliðsins, segir einnig aðra sögu. Þetta sýnir ef til vill betur en langar lýs- ingar og skýringar, að al- mannavarnir eru ekki aðeins tengdar liættum af hernaðar- átökum eða atomsprengjum, heldur einnig, að okkar skiln ingi, uppbyggingu og skipu- 8,52. Hæstir úr stærðfræðideild urðu Ríkharður Kristjánsson úr Bíldudal með I. ág. 9,36, Árni Konráðsson einnig úr Bíldudal með I. 8,33 og Stefán Eggertsson frá Reykjavík með I. 8,68. Mörgum stúdentanna voru veitt verðlaun fyrir góða frammistöðu og störf í skólan- um. Þá bárust skólanum ýmsar góðar gjafir við skólaslitin. 25 ára stúdentar gáfu 117 bindi handbóka í íslenzkum fræðum, sem dr. Halldór Halldórsson hafði valið. Gjöfina afhenti sr. Jóhann Hlíðar. 10 ára stúdentar gáfu 4 högg- myndir eftir Ásmund Sveins- son, sem nefnast Vetur, Sumar, Vor og Haust. Jósef Þorgeirs- lagningu hvers konar björg- unar- og hjálparstarfsemi, ef vá ber að höndum. Kennarar á námskeiðinu voru þeir menn, sem sótt liafa námskeið dönsku almanna- varnaskólanna í Tinglev á Jót landi og Snækkersten á Sjá- landi. Þeir Garðar Pálsson skipherra frá Lándhelgisgæzl unni, Sigurður M. Þorsteins- son yfirlögregluþjónn og aðal (Framliald á blaðsíðu 7) son lögfræðingur afhenti þá gjöf. Dætur Jóns heitins Sveins- sonar gáfu 5.500.00 kr. í Minn- ingarsjóð Stefáns Stefánssonar heitins skólameistara. í lok skólaslitaathafnarinnar ávarpaði skólameistari nýstúd- enta. Sagði hann m. a.: „ ... En eitt skuluð þið muna, að livert viðfengsefni, hvort heldur er nám eða annað, færir ykkur að jafnaði varla annað en það, sem þið gefið því sjálf, livorki meira né minna. Það fer eftir örlæti ykkar sjálfra, liversu viðfengsefnin reynast ykkur frjó. Þið getið liaft fyrir satt, sem þið hafið eflaust reynt í náminu, mörg ykkar, að það nám eitt, sem við leggjum sál okkar í, færir okk- ur ánægju og ávöxt. í hverju starfi eru það fyrst og fremst við sjálf, sem við fyrirhittum. Þess vegna er það ekki megin- atriði, hvert starfið er, heldur hitt, hvemig það er rækt. ... “ Og ávarpi sínu til stúdent- anna lauk skólameistari á þessa leið: „ ... Vegur erfiðleikanna, í margvíslegu gerfi þeirra, er veg ur þroskans, hefur löngum ver- ið sagt, en þó því aðeins, að menn eigi þrekið til að takast á við vandann. Áður var vandi fs lendinga sá, „að láta ekki basl- ið smækka sig“, eins og Stefán kvað. Nú er vandinn hinn, að láta ekki velsældina gera okk- ur litla. Fyrri raunina stóðst þjóðin. Það hefur hún sýnt með bjartsýni og framtaki síðustu áratuga. Síðari raunina óttast ég meira. Hættur allsnægtanna eru viðsjálli en hættur vöntun- arinnar. Þær læðast að okkur, oft í glæstu gervi. En vöntunin skapar draummn, og draumur- inn er efniviður allra framtíðar dáða. Þar sem draumurinn hverfur og eltingaleikur við stundargaman og stundarþæg- indi kemur í staðinn, er fram- tíðin í hættu. Það er stærsta von mín til ykkar, ungu stúd- entar, að þið eigið öll svo mátt- uga drauma, að þeir endist ykk ur til dáða um ævina, sjálfum ykkur til þroska og landi og þjóð til farsældar. Farið heilir út í sólskinið.“ GÖÐUR ÁRANGUR Á NÁM SKESÐS ÁLMANNÁVARNÁ 5 ÍSLENDINGUR ,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.