Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1966, Blaðsíða 7

Íslendingur - 23.06.1966, Blaðsíða 7
5% afslátfur af útsvörum - Góður árangur á námskeiði almanna (Framhald af blaðsíðu 1.) lok, persónufrádráttur skv. lög um. Við ákvörðun eigna til út- svars var gildandi fasteignamat þrefaldað. Útsvör 1.500.00 kr. og lægri voru felld niður skv. lögum. Þegar útsvörunum hafði þannig verið jafnað niður, voru þau öll lækkuð um 5%, en í fyrra þurfti að hækka þau um 15%. Er því um að ræða veru- legar hagsbætur fyrir útsvars- greiðendur á Akureyri að þessu sinni frá fyrra ári. Hér á eftir fer skrá yfir þá, sem bera hæst útsvör á Akur- eyri í ár: Eftirtaldir aðilar bera útsvör yfir kr. 100.000.00. EINSTAKLINGAR: 1. Leó F. Sigurðsson kr. 443.700.00 2. Alfreð Finnbogason kr. 266.800.00 3. Baldvin Þorsteinsson kr. 253.700.00 4. Trausti Gestsson kr. 197.700.00 5. Jóhann Hauksson kr. 163.400.00 6. Valtýr Þorsteinsson kr. 153.800.00 7. Gunnar Þorsteinsson kr. 147.700.00 8. Steindór Kr. Jónsson kr. 139.300.00 9. Jóhannes Baldvinsson kr. 133.100.00 10. Ólafur Jónsson kr. 123.500.00 11. Eggert Ólafsson kr. 120.800.00 Peningakassar margar stærðir. Járn- og glervörudeild 12. Brynjólfur Kristinsson kr. 114.900.00 13. Oddur Carl Thorarensen kr. 104.500.00 14. Jónas Traustason kr. 104.300.00 15. Baldur Ingimarsson kr. 104.200.00 16. Árni Magnús Ingólfsson kr. 103.500.00 17. Magnús Þorsteinsson kr. 101.800.00 18. Ragnar Malmquist kr. 100.400.00 FÉLÖG: 1. Slippstöðin h.f. kr. 692.000.00 2. Útgerðarfélag KEA h.f. kr. 477.100.00 3. Kaupfélag Eyfirðinga kr. 399.400.00 4. Brjótur s.f. kr. 205.800.00 5. Súlur h.f. ki;. 194.600.00 6. Amaro h.f. kr. 175.200.00 7. Möl og sandur h.f. kr. 159.200.00 8. Plasteinangrun h.f. kr. 122.000.00 9. Bólstruð Húsgögn h.f. kr. 100.300.00 - TIL ÁSKRIFENDA (Framhald af blaðsíðu 8). íslendingur vill af þessu til- efni benda velunnurum blaðs- ins á, að fjárhagsleg efling þess á hverjum tíma er grundvöllur traustrar og fjölbreyttrar út- gáfu. Áskriftagjöldin eru annar megin tekjuliður blaðsins. Áskrifstargjaldið í ár er 200 krónur. Hins vegar væri mikill hagur í því, að þeir sem vilja og geta, greiddu hærri upphæð. Slík framlög stuðla beint að vandaðra og efnismeira blaði. GOLPKEPPNI LAUGARDAGINN 25. júní verður háð hin svonefnda Micky’s Cup golfkeppni, og hefst keppnin kl. 1.30 e. h. Leiknar verða 18 holur með % forgjöf. Útdráttur fer fram 5 mínútum fyrir auglýstan tíma og eru keppendur hvattir til að mæta í síðasta lagi þá. Kappleikjanefnd G. A. ORÐSENDING TIL BIFREIÐAEIGENDA Hér með tilkynnist háttvirtum viðskiptavinum vor- uni, að frá og með 1. júlí 1966 verður tekin upp algjör staðgréiðsla á vinnu- og varahlutasölu á verkstæðum vorum. B.S.A. VERKSTÆDI H.F. - BAUGUR H.F. JÓHANNES KRISTJÁNSSON H.F. LÚÐVÍK JÓNSSON & CO. - ÞÓRSHAMAR H.F. Systir mín, margrét jónsdóttir, sem andaðist að Kristneshæli 18. jt. m., verður jarð- sungin Irá Akureyrarkirkju laugardaginn 25. Jt. m. kl. 1.30 e. h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. ' Ingileif Jónsdóttir. varna (Framhald af blaðsíðu 5.) þjálfari hjá lögreglunni í Reykjavík, Sigurður E. Ágústsson fulltrúi hjá Slysa- varnafélagi íslands, Bjarni Bjarnason brunavörður frá Slökkviliði Reykjavíkur, en hann starfar einnig á vegum Almannavarnanefndar Reykja víkur, og lögreglumennimir Jónas Bjarnason og Tómas Hjaltason frá lögreglunni í Reykjavík. Leiðbeinandi á námskeiðinu var hr. Hans Jacobsen svæðisstjóri dönsku almannavarnanna á Borgund arhólmi og fv. skólastjóri al- mannavarnaskólans í Tinglev ! á Jótlandi, sem áður var nefndur. Námskeiðið hófst 6. þ. mán. og hefur þannig staðið í 9 daga. Kennt var daglega fíá kl. 9 að morgni til kl. 5 síð- degis. Námsefni, sem tekið var til meðferðar, var í stór- um dráttum þetta: 1. Slysa- hjálp, sjálfshjálp og sjúkra- flutningar. 2. Brunavarnir og slökkvitækni. 3. Árásarvopn og áhrif þeirra. 4. Geislavirkni og kjarneðlisfræði. 5. Tækni og stjórn björgunarstarfa. 6. Hlutverk björkunarsveita. 7. Kennslutækni og skipulag þjálfunar. 8. Erindi: Lög um almannavarnir, sem lögreglu stjórinn í Reykjavík flutti. Skipulag danskra almanna- varna, sem hr. H. Jacobsen flutti, auk þriggja annarra er- inda, sem hann flutti, sem kennsluþátt á námskeiðinu. Kennsla fór fyrst og fremst fram með munnlegum flutn- ingi efnis, með myndaskýr- ingum og sýningu kvikmynda. Verklegum æfingum og sýni- kennslu var beitt, þar sem því i var við komið, sérstaklega á sviði slysahjálpar og við slökkvistörf. .. . Til námskeiðsins er stofnað I samræmi við ákvæði laga um almannavarnir frá 29. des. 1962, að Skrifstofa Almanna- vama skuli annast kennslu yfirmanna og leiðbeinenda. Námskeiðið er því liugsað sem námskeið fyrir kennara. . . . Uppbygging almannavarna hér á landi er enn á frumstigi, og við erum i öllum þáttum þessara mála að vissu leyti byrjendur. Við vitum eigi liver viðliorf manna eru til al- mannavarna innan ramma þeirra laga, sem um þæil gilda. Uppbyggingin hlýtur að byggjast á þátttöku sem flestra og starfið vcrður að ná til þjóðarinnar allrar. Nám- skeið sem þetta er liður í kynningarstarfi, jafnframt því megin markmiði að þjálfa menn til ákveðinna starfa. Við vitum ekki hvert framliald verður á starfi okkar. Við vit- úm hins vegar að þessum mál um verður að sinna fyrr eða síðar, vegna þess að þau fela í sér öryggisþörf, hliðstæða fjölmörgum þáttum félags- og öryggismála, sem nútima þjóð félag telur mikilvæga og nauðsynlega... . “ Auglýsið í íslendingi Auglýsingasíminn er 1-13-54 Einhuga samstaða um kjaramálin (Framhald af blaðsíðu 1). „Sameiginlegur fundur hér aðsnefnda bænda, haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík 20. júní 1966, telur, að bænda- stéttin eigi skýlausan rétt til að fá fullt grundvallarverð fyr ir afurðir sínar, samkvæmt lögum um Framleiðsluráð og fleira. Fundurinn skorar á stjóm Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráð, að gera þær kröfur til ríkisvaldsins, að það tryggi bændum þennan rétt. Fundurinn lítur svo á, að innvigtunargjald það, sem lagt hefur verið á ,mjólk, sé svo tilfinnaplégt, ‘að báehda- stéttin geti ekki undir því ris- ið, og gerir því þær kröfur, að gjald þetta verði fellt piður', Hins vegar verði verðjöfnun- arsjóði tryggðar nægilegar tekjur til útjöfnunar. Bendir fundurinn á eftirfarandi leið— ir: 1. Útsöluverð á nýmjólk verði hækkað til þess að 'mæta verðlækkun á smjöri. 2. Afurðalán úr Seðlabank- anum og viðbótarlán úr við- skiptabönkunum verði aukin í samræmi við afurðalán sjáv- arútvegsins. 3. Unnið verði að því, að fá útfltningsuppbæturnar hækk- aðar. 4. Landbúnaðurinn fái hag- ræðingarfé, til þess að skipu- leggja framleiðslu sína á sem hagkvæmastan hátt. Ákveður fundurinn að kjósa sex manna nefnd, til þess að leita samninga við rík isstjórnina um lausn málsins ásamt stjórn Stéttarsambands ins og Framleiðsluráði. Fáist ekki viðhlítandi niður staða þessara mála við stjórn- arvöldin, skorar fundurinn á VOGUE RAFFINERAD STRUMPELEGANS NYLONSOKKAR sænsk gæðavara — fást í VERZLUNIN SKEMMAN Sími 1-15-04 stjórn Stéttarsambandsins, að boða til sérstaks fulltrúafund- ar samtakanna, til þess að taka ákvörðun um sölustöðv- un landbúnaðarvara eða aðrar aðgerðir." i NEFNDARKOSNING. Að loknum fundi með Fram leiðsluráðinu kaus héraðs- nefndafundurinn nefnd þá, sem gert var ráð fyrir í álykt- uninni. Er hún þannig skipuð: Af Suðurlandi þeir Ölver Karlsson á Þjórsártúni, Sig- urður Sigurðsson á Syðra- Langholti, af Vesturlandi Guð mundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli, af Norðurlandi vestra Pálmi Jónsson á Akri, af Norðurlandi eystra Stefán Valgeirsson í Auðbrekku, af Austurlandi Friðrik Sigurjóns son í Ytri-Hlíð í Vopnafirði. Jafn margir varamenn voru kosnir. BLAÐAMANNAFUNDUR. Héraðsnefndirnar héldu blaðamannafund í gær, þar sem ofangreindar og ýmsar fleiri upplýsingar komu fram um málnefni bænda og funda höldin. Þar höfðu orð fyrir bændum þeir Stefán Jasonar- son í Vorsabæ, Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkju- bóli og Hermóður Guðmunds son í Nesi. Talsmennirnir sögðu, að enginn fjöldafundur hefði ver ið haldinn meðal bænda í land inu, þar sem jafn sterk sam- staða hafi verið og á þessum fundum. Skýrðu þeir frá því, að yfirleitt væru bændur ugg andi um að ef innvigtunar- gjaldið héldist, mundi það valda mjólkurskorti innan tíð ar, því kýr yrðu þá skornar niður í haust í stórinn stíl. Til þess mætti ekki koma, enda væru slikar sveiflur öllum aðilum til skaða. Því yrði að leysa málið með samvinnu og skilningi. SKRÁ um vinninga í Ilappdrátti Há- skóla íslands í 6. ílokki 1966: 10.000.00 kr. vinningar: 7050, 12057,12097,13913, 31599, 31690. 5.000.00 kr. vinningar: 1625, 4329, 10137, 10203, 13781, 13788, 14043, 24905, 33193, 33199, 43090, 43906, 44821, 44828, 48277, 48857, 52129. 1.500.00 kr. vinningar: 208, 537, 3368, 3838, 4336, 5010, 5215, 5385, 5662, 5928, 6566, 6885, 7254, 8244, 8520, 9199, 11878, 11881, 11899, 13254, 13388, 13633, 13647, 14257, 14389, 14391, 15228, 15563,16100, 16912, 17317, 18216, 19052, 19591, 19910,19911, 20502, 21946, 22078, 22131, 23016, 23020, 23552, 23556, 23569, 24004, 24014, 25945, 27219, 29040, 30537, 31148, 31561, 33158, 40591, 41787, 41791, 43312, 43322, 43921, 44736, 44742, 44886, 46817, 47473, 48263, 48274, 48298, 49099, 49275, 51728, 52588, 53240, 53818, 53934, 53970, 54733, 57903, 59563. Birt án ábyrgðar. 7 ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.