Íslendingur - 29.12.1966, Síða 6
Lögð lokahönd að söfnun
örnefna í Eyjafjarðarsýslu
UNGMENNASAMBAND Eyja
fjarðar sendir nú út fjölritað
handrit ömefna, sem komið
hefur til tals að gefa út í bók-
arformi. Handritið er sent á
alla bæi í sýslunni, eða á aðra
staði, þar sem vænta má leið-
réttinga og viðbóta. Er þetta
lokaátak við ömefnasöfnunina,
sem á sér langa sögu.
Þetta handrit nær ekki til
Akureyrar, Ólafsfjarðar, Gríms
eyjar, Saurbæjarhrepps og Héð
insfjarðar, en safn örnefna frá
þessum slóðum er þó fyrir
hendi, ýmist í frumdrögum eða
fullgert, þar af eitt útgefið.
Það er fyrst og fremst fyrir
einstæðan áhuga Jóhannesar
Óla Sæmundssonar fv. náms-
stjóra, að þessi örnefnasöfnun
er svo vel á veg komin. Þó
hafa að sjálfsögðu ýmsir fleiri
lagt meira eða minna að mörk-
um.
Jóhannes Óli mun hafa áfram
með höndum þessa söfnun, og
ber þeim sem vilja leggja söfn-
uninni lið, að hafa samband við
hann. Heimilisfang hans er
Langahlíð 2, Akureyri. Sími
12331.
Mikilsvert er að Eyfirðingar
sinni þessu merka máli, svo að
örnefnasafnið verði sem allra
bezt úr garði gert, þegar og ef
það verður gefið út í heild, sem
vonandi verður í náinni fram-
tíð.
Núshyggjendur afhugiö!
Afgreiðum spónlagðar INNI- og ÚTIHURÐIR með
stuttum fyrirvara. Kaupið liurðimar þar sem þær eru
ódýrastar.
TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI
KRISTJÁNS HALLDÓRSSONAR
Strandgötu 59 — Sími 2-12-98
UMBOÐSMENN Á AKUREYRI:
Kr. P. Guðmundsson Jón Guðmundsson
Geislagötu 5
Símar: 1-10-80 - 1-29-10
og 1-29-12
Geislagötu 10
Símar: I -13-36 og
1-10-46
Frá Raufarhöfn.
- Mikil nauðsyn að dýpka
höfnina á Raufarhöfn
(Framhald af blaðsíðu 1)
hins vegar ekki við máttarvöld-
in í dag. Það snjóaði svo í nótt
og morgun, að nú er komið um
30 cm. lag af snjó á flugvöllinn
og hann því ófær. Enn verr lík-
ar okkur þó við Vegagerðina,
sem ekki hefur nein tæki stað-
sett hér. Eina tækið frá Vega-
gerðinni staðsett í sýslunni er
veghefill, sem nú er innilokaður
á Þórshöfn.
Iceland Review kynnir
Indriða G. Þorsíeinsson
JÓLA- og nýárshefti Iceland
Review er nýlega komið í bóka
búðif og er það fjölbreytt að
efni og vandað að frágangi sem
fyrr.
Af efni þess ber fyrst að
nefna grein um jól á íslandi að
fornu og nýju eftir Sigurð
Hreiðar, blaðamann, en mynd-
skreytingar eru eftir Friðriku
Geirsdóttur. Vestur-lslending-
um eru gerð góð skil í þessu
hefti Iceland Review með grein
og fjölmörgum myndum af ís-
lendingum í Kanada. Vestur-
íslenzka blaðakonan Caroline
Gunnarsson er höfundur þeirr-
ar greinar og segir hún þar frá
ýmsum nafntoguðum mönnum
af íslenzkum ættum og bregður
upp svipmyndum af landnem-
unum og afkomendum þeirra.
Ennfremur er viðtal „ við
kanadíska sendiherrann á ís-
. landi, John P. Sigvaldason, sem
er af íslenzkum ættum eins og
kunnugt er. Er þar einnig fjall-
að um Vestur-íslendingána svo
og samskipti íslands og Kanada
á öðrum sviðum.
í þessu nýja hefti er enn-
fremur löng grein um íslenzka
mynt frá öndverðu, skrifuð af
sænskum myntfræðingi, Staffan
Björkman. Hluti af ræðu utan-
ríkisráðherra, Emils Jónssonar,
á Allsherjarþinginu í haust svo
og myndir af íslenzku fulltrú-
unum. Grein um samgöngur á
íslandi með fjölmörgum mynd-
um — eftir annan ritstjóra Ice-
land Review og ennfremur má
nefna smásöguna „Á friðartím-
um“ éftir Indriða G. Þorsteins-
son með myndum eftir Baltasar.
Er þetta fyrsta smásagan, sem
ritið birtir í enskri þýðingu,
liður í kynningu þess á bók-
menntum íslendinga.
Af öðru efni má nefna Hótel
Sögu — í máli og myndum —
(Framhald á blaðsíðu 7)
— Ljósm.: SEin.
Bertel Gripenberg:
UH
Sorg fylgir heiðrinum, dýrustu fórninni að deyja,
djarfasta taflið í þjónustu lífsins að heyja,
— falla sjálfur, að fögnuðu vinir þar
frelsinu, við þann kyndil sem hetjan bar.
Harmasagan er, að einungis gleymast, gleymast,
gengmn úr leik, þegar nýjustu vonimar dreymast,
að hvíla dáinn, er leið sína lífið fer
létt eins og blær yfir duft þess sem fallinn er.
Hetjunnar líkn er að lifa í sólstöfum dáða,
Ijósinu skila til vegar og stefnunni ráða,
þrátt fyrir dauðann og gleymskuna gerast þess rót,
sem gefur vegferð aldanna svip og mót.
Um verð sinnar fómar enginn má sjálfan sig inna,
sem áfram vill komast og fremstur að sigrinum vinna.
Sá einn verður hetja, sem ekki af dauðanum veit,
aidrei lítur til baka, ei tefja nein fyrirheit.
Sig. Drauniland íslenzkaði.
Athugasemd: Bertel Gripenberg var af sænsk-finnskum
herforingja-ættum. Hann fæddist á rússneskri grund, í Pét-
ursborg 10. sept. 1878. Mjög snemma hóf hann að yrkja form-
fögur ljóð og hélt því áfram til dauðadags, 6. maí 1947.
Kvæðasöfn hans eru átján að tölu, auk vandaðs úrvals með
ritgerð eftir John Landquist, sænskan bókmenntafræðing.
Bertel Gripenberg ritaði einnig minningar sínar, er út komu
1943, og hann þýddi af snilld á sænsku, t. d. Fangelsisóðinn
eftir Oscar Wilde og Spoon River eftir Edgar Lee Masters.
Gripenberg var skjótt talinn meðal fremstu skálda á
sænska tungu. Fyrri hluta ævi sinnar bjó hann inni í vatna-
skógum Finnlahds og frá því umhverfi stafa æskuljóð hans,
þrungin fögnuði og lotningu. Einnig tók hann þátt í stríði við
Rússland, lifði líka tvær heimsstyrjaldir, sem orkuðu þung-
lega á hug haþs. Orti hann mikið um líf sitt og félaga sinna
í herförum fyrri ára, og óf inn í ljóðin hugsýnir og tilfinn-
ingar útaf styrjaldarástandi heimsins, eins og það var á hans
seinni árum. Eftir alla þá reynslu, líkamlega og andlega, fór
að bera á veiklun hjá honum. Siðustu árin gekk hann hvergi
nærri hqill til skógar í ljóðheimum sínum. Talað var um of-
næmi og ofskynjanir, en traust og fágað form gaf öllum þess-
um fíngerðu og sjúku ljóðum þá töfravængi, sem báru þau
yfir allar hindranir, og erú þau almennt viðurkennd sem
fullkomnasta lyrik á.sænska tungu. Er næstum því ómögu-
legt að ná flestum þeirra yfir á önnur mál, án þess að fiðr-
ildavængirnir skemmist. Má því télja að jafnan, séu þýðingar
á ljóðum Gripenbergs tilraunir einar. (s. d.)
Bifreið til söli
Tilboð óskast í lögreglubifreiðina A—400, Ford, árg.
1960. Tilboð skulu hafa borizt fyrir 12. janúai n.k.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 20. desember 1966.
MAGNÚS E. GUÐJÓNSSon.
ÍSLENDINGUR U