Íslendingur


Íslendingur - 29.12.1966, Blaðsíða 8

Íslendingur - 29.12.1966, Blaðsíða 8
BJARNI JONSSON úrsmiður 4 KULM JÓN BJARNASON úrsmiður ÍSLENDINGUR BLAl) SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA 52. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2Í). DESEMBER 1966 50. TBL FRAMKOLLUN KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri Á ÞRIÐJUDAGINN hafði blaðið samband við nokkra Húnvetninga heima og lieiman, til J»ess að afla frétta úr Húnaþingi nú í árslokin. Upplýsingarnar, sem blaðið fékk, fara hér á eftir samandregnar. Árferði hefur verið gott til landsins almennt fram að þessu, en að undanförnu hafa þó verið miklir umhleypingar, svo að sums staðar er að verða mjög hart á jörð og erfið hrossabeit. Til sjávar hefur aftur á móti verið eindæma stirð tíð, og í einu verstöðinni, Skagaströnd, hafa bátar mátt liggja við lang- tímum saman það sem af er þessum vetri. Afli hefur verið með betra móti, þá sjaldan að gefið hefur að nokkru gagni. Síðustu dagana hefur snjóað Frá Blönduósi. IHÚNAWNGIHEFUR ÁRAÐ VEL TIL LANDSINS - unnið er að nokkrum meirihátlar framkvæmdum, mikiil áhugi ríkir á framgangi Norðurlandsáætlunarinnar töluvert og á þriðjudaginn var stórhríð. Snjóalög eru ekki mjög veruleg, en svell og harð- fenni mikið, vegna umhleyp- inganna. Á vegum hafa víða því sums staðar fljótt, þegar skefur. Unnið et- að ýmsum fram- kvæmdum í Húnavatnssýslun- um báðum, smáum og stórum. þeirra meiriháttar fram- kvæmda, sem staðið hafa yfir eða eru á prjónunum. í haust var tekin í notkun ný heimavist í Reykjaskóla í Hrúta upp byggðasafni þar á staðn- um fyrir Húnavatnssýslumar báðar og Strandasýslu. Því verki er að Ijúka og verður safn ið væntanlega opnað næsta vor. myndazt traðir og teppast þeir Verður hér getið nokkurra firði. Unnið er að því að koma (Framhald á blaðsíðu 3) Snjóbíll Mývefninga KÞ Vogum 29. 12. 66 ÞAÐ ER að verða alófært hér um slóðir, enda hefur snjóað mikið. Veður hefur þó ekki ver ið vont síðan á jóladag, stillt og frostlítið, en svo að segja stöðug snjókoma. Póstur kemur vanalega með mjólkurbíl frá Húsavík, en nú er orðið ófært fyrir hann. Hér er til snjóbíll, sem er í ólagi þessa stundina, en verður vonandi komið í gang, þar sem ekki er sjáanlegt annað en hann verði eina tækið sem komizt getur um, ef áfram snjóar. Annars tel ég, að unnt væri að halda einhverri umferð, ef snjór á vegum væri troðinn með jarðýtum. Mokstur er tilgangs- laus á meðan ekki styttir upp. Nokkuð er hér af fólki, sem kom heim um jólin, en þarf að komast burt aftur nú eftir há- tíðir. Er það vandamál eins og er. Getur verið að flugvöllur- inn verði ruddur í því sam- bandi. SVEIIHALLÐÓRS HELGASONAR í FORYSTU EFTIR 4 UMFERDIR NÚ HAFA verið spilaðar fjórar umferðir í sveitakeppni Bridge félags Akureyrar. Sveit Hall- dórs Helgasonar heldur foryst- imni með 21 stig, en næstar koma sveitir Knúts Otterstedt mflð 18 stig og Soffíu Guð- mundsdóttur með 17 stig. Úrslit í 4. umferð urðu þessi: Sveit Halldórs Helgasonar vann sveit Óla Þorbergssonar 6:0, sveit Mikaels Jónssonar vann sveit Baldvins Ólafssonar 6:0, sveit Knúts Otterstedt vann sveit Óðins Árnasonar 6:0, og sveit Soffíu Guðmundsdóttur vann sveit Stefáns Gunnlaugs- sonar 6:0. • Ekki var spilað í 1. flokki, þar sem nokkrir þátttakenda voru fjarverandi úr bænum. Næst: verður spilað í sveita- keppninni þann 10. janúar n. k. YMIST OF EÐA VAN Lifa menn ýmist of eða van. Of feitir margir gerast. Oflæti getur ofhraðan akstur skapað og vitlausan. Of margar fréttir oss um það berast. Vanþróuð lönd eru víða enn, vanræktar konur — og fleira, vanþroska börn og vangefnir menn, viljið þið meira heyra? Vanefndir koma víða í ljós á víxlagreiðslum hjá fleiri en einum, vansvefta menn og vanhyggð fjós og vanafesta í mörgum greinum. Vanborguð laun og vanhaldin tryggð, vansetnar margar jarðir, vanpúkkuð gata í Vanabyggð, vannærðar meralijarðir. Vansköpuð er okkar velln'ka þjóð. Vanhugsað þetta dæglirljóð. P.S.: (Vangáður spyr ég vansæla menn; er vanfenginn bæjarstjóri enn?). Peli. Sami. Jólapósturinn í Oxarfjörð barst ekki fyrr en í gær S Sandfellshaga 29. 12. 66 HÉR ER orðið samgöngulaust að kalla, vegna snjóa. Veðurfar hefur verið hvikult og erfitt. í gær kom snjóbíll frá Kópa- skeri, sem flytur okkur póst nú í ófærðinni. Að þessu sinni kom með honum meu.-ið af jóla póstinum. Búskapurinn gengur vel, enda þótt jarðlaust sé ''g fé á húsi. Á þessum árstíma hafa venju lega verið einhverjar skemmt- anir, einkum hjónaböll, en ólíklegt er að af þeim verði að þessu sinni, nema veðurfar breytist að ráði. RÓLEGT UM JÚLIN Á AKUREYRI - nema hvað nær 40 bílar skemmdust í árekstrum RÓLEGT var um jólin á Akur- eyri, samkvæmt upplýsingum Gísla Ólafssonar yfirlögreglu- þjóns. Þó urðu allt að 20 bíla- .árekstrar frá því á Þor'áks- messu og þar til í gær. Þ?r af urðu tveir harðir árekstrar, annar í Brekkugötu, . hinn skammt innan við Gróðrarstöð- ina, og slasaðist fólk lítilsháttar í þeim báðum. Þessir árekstrar hafa flestir orðið vegna slæmra aksturs- (Framhald á blaðsiðu 7) RÁTAUF ATÍIVIV f IIlili'V Hálíðisdagana liggur bátaflotinn í liöfn, en leggur sennilega á 11 1 ’ miðin strax eftir áratnót. í Akureyrarhöfn liggja bátar frá Akur- eyri, Dalvík og Ólafsfirði, — og kannski víðar áð. Myndin er af nokkrum bátanna.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.