Íslendingur


Íslendingur - 02.02.1967, Blaðsíða 1

Íslendingur - 02.02.1967, Blaðsíða 1
ÍÞRÓTT AFRÉTTIR — bls. 4 og 5. VIÐTAL VIÐ PHILJP JENKINS - bls. 5. ÖRÐASKIPTI VIÐ SETTAN SKÓLA- MEISTARA - bls. 6. AKUREYRI, fimmtudagur 2. febr. 1967. 53. ÁRG. — 4. TBL. Philip Jenkins við flygilinn. (Ljósm.: —herb.) ----------------> Píanótónleikar á Akur- eyri á þriðjudaginn PYRSTU tónleikar Tónlistar félags Akureyrar á þessu starfsári verða n.k. þriðju- dagskvöld. Þar kemur fram Philip Jenkins, einn af efni- legustu píanóleikurum Breta, en hann er í vetur kennari við Tónlistarskóla Akureyrar. Á 5. síðu blaðsins er við- tal við Philip Jenkins. íþróttaskemman vígð HIN NÝJA íþróttaskemma Ak- ureyringa á Gleráreyruni var vígð nieð pompi og pragt á laug ardaginn var. Var þar saman- koinið mikið fjöimenni, á 6. liundrað manns, og þar á meðal margt stórmenna. Vígsluræðuna hélt formaður byggingarnefndar, Stefán Stef- ánsson bæjarverkfræðingur. Lýsti hann skemmunni, bygg- ingu hennar og tilgangi, og af- henti hana síðan til notkunar. Einnig fluttu ávörp þeir Jens Sumarliðason, formaður íþrótta ráðs Akureyrar, og ísak J. Guð mann, formaður ÍBA. íþróttaskemman bætir úr mikilli þörf íþróttafólks á Akur eyri og raunar fleiri aðila fyrir aðstöðu til innanhússæfinga og keppni. Sézt það bezt á því, að nú þegar eru allir æfingatímar í húsinu fráteknir og þýðir það, að salarkynnin eru strax í upp- hafi fullnýtt. Aukafundur Kjördæmisráðs AUKAFUNDUR Kjördæmis- Norðurlandi eystra verður hald eyri (uppi) föstudaginn 10. ráðs Sjálfstæðisflokksins á inn í Sjálfstæðishúsinu á Akur febrúar n.k. og hefst kl. 8.00 -----------------------———------ eftir hádegi. Dagskrá: 1. Tekin ákvörðun um framboð flokksins við Alþingiskosn- ingarnar í vor. Kjörnefnd skilar áliti. Framsögumaður Asgrímur Ilartmannsson bæj arstjóri. 2. Almennar umræður um stjórnmál og héraðsmál. — Framsögumaður Jónas G. Rafnar alþingismaður. 3. Önnur mál. Öll félög og fulltrúaráð flokks ins í kjördæminu eru livött til að senda fulltrúa svo sem þau framast liafa rétt til. íþróttaskemman á Gleráreyrum. (Ljósm.: —lierb.) Stjórnin. FÉLAGSVIST Á SUNNUD. Á SUNNUDAGKVÖLDIÐ kem ur vei’ður spiluð félagsvist í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Byrjað verður kl. 20.30. Vinn- endur hljóta góð verðlaun, að verðmæti samtals 4 þús. kr. Ávarp flytur Maríus Helga- son umdæmisstjóri. Þá verður væntanlega skemmtiatriði. Á eftir verður dansað til kl. 1 e.m. Forsala aðgöngumiða verður á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarstræti 101 sama dag kl. 14—15, sími 11578. Framkvæmdaáætlun Akur- eyrarbæjar 1967 - 10.5 mdlj. kr. til nýbygginga, 10.5 millj. kr. til gatnagerðar Á FUNDI bæjarstjórnar Akur eyrar í fyrradag var samþykkt áætlun bæjarverkfræðings um gatnagerðarframkvæmdir á árinu 1967. Liggur þá fyrir hverjar muni verða helztu framkvæmdir bæjarins á ár- inu, að frátöldiun framkvæmd um bæjarfyrirtækja. Hér á eftir verður þeirra getið í stuttu máli. NÝBYGGINGAR Til nýbygginga er áætlað að verja alls kr. 10.455.000.00. Þar af til slökkvistöðvar- og skrif stofuhúss kr. 2.055.000.00, til viðbyggingar við Gagnfræða- skólann kr. 1.000.000.00, til Skíðahótelsins kr. 400.000.00, til Amtsbókasafnsins kr. 1.000.000.00, til fangageymslu (með skilyrðum um að gerður verði sameignarsamningur við ríkið um bygginguna) kr. 700.000.00, til Systrasels kr. 300.000.00, til íþróttaskemm- unnar kr. 2.000.000.00, til Iðn- skólans kr. 1.500.000.00, til þvottahúss við Fjórðungs- sjúkrahúsið kr. 1.500.000.00. GATNAGERÐ Á fjárhagsáætlun er áætlað að verja kr. 10.500.000.00 til gatnagerðar á árinu. Við þá upphæð bætist andvirði efnis- birgða kr. 1.600.000.00, en frá dregst greiðsla vegna húsa- kaupa við Glerárgötu kr. 1.000.000.00. Verða þá til ráð- stöfunar kr. 11.100.000.00. í stórum dráttum er gert ráð fyrir að verja þessu fé þannig: Til malbikunar og (Framhald á blaðsíðu 6).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.