Íslendingur - 06.04.1967, Blaðsíða 1
ISIENDINGUR
„A UTLEIГ
- bls. 3.
ÖXARFJÖRÐUR
— bls. 5.
AKUREYRI,
fimmtudagur 6. apríl 1967.
53. ÁRG. - 13. TBL.
Útgerðarfélag Akureyriiiga sækir um að fá
einn tilraunatogaraima
- togarar félagsins senn lagðir til hliðar einn af öðrum vegna aldurs
ER VORIÐ KOMIÐ?i
7 GÓUSKRUGGURNAR virð *
J ast nú gengnar yfir'' enda I
1 tekið að líða nær vordögum. |
1 Blíðviðri hefur nú staðið svo |
til óslitið í vikutíma og i
menn vona að verstu vetrar- .
veðrin séu um garð gengin •
fyrir fullt og allt að þessu ‘
sinni. I
Unnið hefur verið að |
hreinsun gatna og vega, en |
það er mikið verkefni, því ,
snjókoman á dögunum var
með mesta móti í manna-
minnum á þessari öld.
Vetrarmyndin hér að ofan l
er frá Ólafsfirði, tekin frá
höfninni. (Isl.mynd: Br. Sv.)
ÚTGERÐARFÉLAG AK-
UREYRINGA H.F. hefuí
nú óskað eftir því við ríkis-
stjórnina, að fá að fylgjast
með athugunum þeim, sem
verið er að gera varðandi
kaup á fjórum togurum af
mismunandi stærðum og
gerðum til þess að kanna
hvað bezt muni henta við
endurnýjun togaraflota
landsmanna. Jafnframt hef-
ur félagið óskað eftir að fá
einn þessara togara.
Frá þessu skýrði Gísli Kon
ráðsson framkvæmdastjóri í
stuttu símtali við blaðið.
Gísli sagði, að þessi umleit-
un ÚA byggðist auðvitað á
því, að viðráðanlegt vrði fyr-
ir félagið að taka þátt í þess-
um fyrirhugaða tilrauna-
rekstri. Annars yrði nú senn
annað hvort að hrökkva eða
stökkva í sambandi við tog-
araútgerð félagsins. Togar-
arnir næðu nú 20 ára aldri
hver af öðrum, Sléttbakur
fyrstur á þessu ári, og væri
þá naumast fyrirsjáanlegur
grundvölhir fyrir að reka þá
lengur.
ræðufundar um
utanríkismál
FÉLAGSVfST
ASUNNUDAG
, A SUNNUDAGINN kl. 20.30
hefst næsta spilakvöld Sjálf-
stæftisfélaganna í Sjálfstæð-
1 ishúsinu. Spiluð verður fé-
I lagsvist. Sigurvegarar hljóta
i góð verðlaun. Stjómandi:
I Sigurbjöm Bjarnason skrif-
, stofustjóri.
Ávarp flytur Ingibjörg
1 Magnúsdóttir forstöðukona.
Dansað verður til kl. 01.
Hljómsveit Ingimars Eydals,
borvaldur og Helena leika
i off syngja.
Forsala aðgöngumiða verð
ur sama dag í skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins, Hafnar
stræti 101, kl. 14—15, sími
111578. Aðgöngumiðasalan í
Sjálfstæðishúsinu verður
opnuð kl. 19.
Vörður og FUF
efna til kapp-
• FYRIR nokkru skoraði Vörð
ur, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akureyri, á Félag
ungra Framsóknarmanna á Ak
ureyri til kappræðna um utan-
ríkismál. Nú hefUr verið ákveð
ið að halda fund þessara aðila
n.k. þriðjudag í Sjálfstæðishús-
inu og hefst hann kl. 20.30.
• Tveir fundarstjórar verða
tilnefndir, sinn frá hvoru félagi.
Frummælendur verða einnig
einn frá hvorum aðila, Halldór
Blöndal frá Vei'ði og Ingólfur
Sverrisson frá FUF. Á eftir
veitða frjálsar umræður milli
meðlima félaganna tveggja.
IÐJA HF. HEFUR FJOLD AFRAMLEIÐSLU
Á EINBÝLISHÚSUM ÚR TIMBRI
- bvggii' í sumar 10 hús við Mývatn fyrir Kísiliðjuna h.f.
EINS OG skýrt var frá stutt-
lega í síðasta blaði, hefur verið
ákveðið að fela Trésmíðaverk-
stæðinu Iðju h.f. á Akureyri að
byggja í sumar við Mývatn 10
einhýlishús úr timbri fyrir Kísil
iðjuna h.f., sem ætluð eru starfs
mönnum verksmiðjunnar. Þetta
má heita vísir að fjöldafram-
leiðslu á einbýlishúsum úr
tiinbri, og sagði Ármann Þor-
grímsson framkvæmdastjóri
Iðju h.f. í viðtali við blaðið, að
hann teldi þetta merka tilraun,
enda þótt hana bæri að með
helzt til litlum fyrirvara.
Blaðið hefur safnað sér
nokkrum upplýsingum um þess
ar byggingarframkvæmdir og
fara þær hér á eftir:
Gert er ráð fyrir að Kísiliðj-
an h.f. hefji starfrækslu verk-
smiðju sinnar við Mývatn seint
á þessu ári. Við verksmiðjima
munu fyrst um sinn vinna 22—
25 menn, en síðar alls um 35
menn. Timburhúsin 10, sem
byggja á í sumar, eru ætluð
þeim, sem hefja störf hjá verk-
smiðjunni í haust.
Húsin verða reist innan
ramma skipulagsuppdráttar,
sem búið er að gera af þorpi
við vatnið. Þau eru teiknuð af
Bárði Daníelssyni verkfræð-
ingi fyrir Kísiliðjuna h.f. Hvert
húsanna verður 83 ferm., stofa,
3 svefnherbergi og eldhús. Kísil
iðjan h.f. sér um gerð grunna,
en Iðja h.f. um byggingu hús-
anna. Áætlað er að vinna á
staðnum byrji um miðjan maí
og húsin verði fullgerð með öllu
tilheyrandi þann 1. október.
Samanlegt kostnaðarverð hús-
anna fyrir utan grunna er áætl-
að kr. 6.680.000.00.
í sambandi við byggingar-
framkvæmdirnar mun Skútu-
staðahreppur leggja vatns-
leiðslur og frárennslisleiðslur.
Er áætlað að kostnaður við það
verði 1—IV2 millj. kr., en Kísil-
iðjan h.f. mun aðstoða hrepps-
nefndina við þessar fram-
kvæmdir.
Ármann Þorgrímsson sagði
blaðinu, að hjá Iðju h.f. væri
þegar byrjað að undirbúa bygg
ingarframkvæmdirnar af henn-
ar hálfu. Á verkstæðinu yrði
unnin öll vélavinna, en húsin
yrðu síðan sett saman á staðn-
um. Þá sagði Ármann, að þegar
hefði verið bætt við tveim starfs
mönnum vegna þessa verkefnis
og væru þeir nú 16 alls, en gert
væri ráð fyrir að þeir yrðu allt
að 30 yfir aðal framkvæmda-
timann.
Þetta er stærsta verkefni,
sem Iðja h.f. hefur tekið að sér
til þessa, en að undanförnu hef
ur verkstæðið annast almennar
byggingai'framlívæmdir í sívax
andi mæli. Áður var Iðja h.f.
amboðaverkstæði, allt frá stofn
un árið 1932, og enn er unnið
að þeirri grein á verkstæðinu.
Eins og fyrr sagði er Ármann
Þorgrímsson framkvæmdastjóri
Iðju h.f., en aðrir í stjóm eru
þeir Magnús Guðmundsson og
Hannes Arason, sem er stjómar
formaður. Verkstjórar við smíði
húsanna við Mývatn verða þeir
Þorsteinn Williamsson og Einar
Eggertsson.
Kvöldverðarfundur Varðar
VÖRÐUR FUS heldur kvöld- Bjarnason verkfræðingur um
verðarfund n.k. föstudag í Sjálf byggingu dráttarbrautar Akur-
stæðishúsinu, uppi, og hefst eyrarhafnar og svarar fyrir-
liann kl. 19.30. spurnum.
Á fundinum ræðir Pétur