Íslendingur - 06.04.1967, Blaðsíða 4
Vikublað, gefið út á Akureyri. - Útgefandi: KJÖRDÆMISRÁÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKS-
INS í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA. - Ritstjóri: HERBERT GUÐMUNDSSON
(ábm.), sími 21354. - Auglýsinga- og afgreiðslustjóri: ÁRNI BÖÐVARSSON, sími
12182. — Aðsetur: HAFNARSTRÆTI 107 (útvegsbankahúsið). III, hæð. sími 11354.
Opið kl. 10-12 og 13,30-17,30 virka daga, nema laugardaga kl. 10-12. — Prentun POB.
ALMATTUGUR!?
• ORÐAFX.AUMURINN streymir enn úr Tímanum og Degi um
hina „nýju umbótastefnu“ Framsóknarflokksins. Dýrðin eykst dag
frá degi. Skortir nú ekki verulega á, að þessi blöð fari að tala um
hina almáttugu stefnu Framsóknar!
En einhvem veginn hefur það samt farið fyrir ofan garð og neð-
an hjá öllum almenningi, hvað er hér á sciði.
Hvað er það þá? Jú, svarið er tiltölulega auðfundið, þegar dregn
ar eru saman meginlínur þessarar langorðu og loðnu „nýju um-
bótastefnu“. Framsóknarflokkurinn hefur komið sér upp álíka
svikamyllu og fyrir kosningamar 1956 sællar minningar.
Þá var svikamyllan að vísu reist á „breiðari gmndvelli", sam-
starf haft við Alþýðuflokkinn rnn að hagnýta úrelta kjördæma-
skipan og vamarmálunum gerð skýrari skil. Allt um það, þá hefur
Framsóknarflokkurinn nú opnað hliðstæðar gáttir til svokallaðs
vinstra samstarfs. Það má heita öll dýrðin!
Hin „nýja umbótastefna“ Framsóknarflokksins er því ekki ann-
að en nýtt moldrok út af gömlu tilefni. Flokksbroddunum hefur
enn á ný stigið valdaþráin til höfuðs. Það er allt og sumt.
VINSTRA VÍTIÐ
Um næstu lielgi
• Á LAUGARDAG og
sunnudag fer fram fyrri
hluti Norðurlandsmótsins í
handknattleik. Það hefst á
laugardag kl. 15 og leika þá:
4. fl. ÞÓR og KA, 2. fl. KA
og ÍMA, 2. fl. kvenna ÞÓR
og KA og meistarafl. ÞÓR
og ÍMA. Á sunnudag kl. 14
verður haldið áfram og þá
leika: 3. fl. ÞÓR og KA, 2. fl.
ÞÓR og ÍMA, meistarafl.
kvenna ÞÓR og KA og
meistarafl. karla ÍMA og
KA. Mótið fer fram í íþrótta
skemmunni á Gleráreyrum.
• Á sunnudaginn'fer fram
í Hlíðarfjalli svokallað Tog-
brautarmót. Það hefst kl. 11
með keppni 10—12 ára
stúlkna, kl. 12 verður keppni
12—15 ára stúlkna og 11—12
ára pilta, en kl. 14 hefst
keppni unglinga og fullorð-
Frá ársþingi ÍBA:
Nýr formaSur, breyfingar
á stjórnum sérráða
SEINNI HLUTI ársþings ÍBA
var haldinn í síðustu viku. Þar
fór m. a. fram kosning for-
manns, upplýst var um tilnefn-
ingar félaga í stjórn ÍBA og
kynntar voru stjómir sérráð-
anna. Ársþingið samþykkti m.
a. að taka inn nýstofnað Skot-
félag Akureyrar og vinna að
stoínun skautaráðs. Samþykkta
þingsins verður getið síðar, en
hér á cftir fer skrá yfir stjóm
IBA og stjómir sérráðanna.
Stjórn ÍBA
Hermann Stefánsson, formað
ur, Leifur Tómasson KA, Jónas
Jónsson ÞÓR, Halldór Helga-
Hermann Stefánsson.
son GA, Snæbjöm Þórðarson
Óðinn, Gísli Lórenzsson Róðr-
arklúbbur ÆFAK, Kristján
Ármannsson Skautafélag Akur
(Framhald á blaðsíðu 6)
• í FRAMHALDI af þessu rifjast það upp, hvemig forsaga og
saga vinstri stjómarinnar sálugu enduðu með skelfingu. Það var
1955 sem hinir svokölluðu vinstri flokkar slógu skjaldborg um
samrunahugsjón sína, með því að efna til allsherjarverkfalls og
eyðileggingar á því trausta efnahagskerfi, sem byggt hafði verið
upp árin á undan og Sjálfstæðisflokkurinn hafði átt allt frum-
kvæði að. Þessi aðgerð bar tilætlaðan árangur, en samrunaliug-
sjóninni var síðan gefinn byr undir báða vængi, þegar vinstri flokk
amir samþykktu í einu hljóði á Alþingi, að segja upp vamarsamn-
ingum við Bandaríki Norður-Ameríku. Það var 28. marz 1956. Þá
vom kosningar framundan.
Að öruggri valdatöku vinstri flokkanna var síðan unnið með
meiri fláttskap en dæmi era til um fyrr eða síðar í íslenzkum
stjómmálum. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn mynd-
uðu með sér algert kosningabandalag, hræðslubandalagið, til þess
að nýta út í æsar úrelta kjördæmaskipan. Báðir þessir flokkar
marglýstu því yfir, að „ekkert samstarf yrði haft við bandalag
kommúnista“ (Tíminn á kjördag 1956), enda þótt að því væri
beinlínis stefnt frá upphafi.
Upp úr þessu var svo vinstri stjómin mynduð. Flokkamir höfðu
jafna aðstöðu í ríkisstjórninni. Framsóknarflokkurinn styrkti sig
með yfirráðiun yfir SÍS og peningavaldinu, og kommúnistar höfðu
lykilaðstöðu með áfrýjunarrétti til verkalýðssamtakanna, eins og
síðar kom í ljós. Alþýðuflokknum nægði hins vegar nokkur bitl-
þigabein.
Stjómarflokkamir gáfu hátíðleg loforð um allt það, sem nú
skyldi gert. I sjálfum stjómarsáttmálanum var mörgu heitið og
enn fleiru í málgögnum stjómarflokkanna. Sjálfsagt hefur ætlun-
in verið að efna sumt það, sem heitið var, enda gat það yfirleitt
með frjálslegri skýringu samrýmst tilganginum um „sterka stjóm“.
En því er skemmst frá að segja, að jafnvel það sem efna átti, vaB
svikið. Til samstarfsins hafði verið stofnað með prettum og svik-
lun. Framhaldið varð á sömu lund.
M. a. má nefna, að loforðin um „15 nýja togara til atvinnujöfn-
Unar“ var svikið. Enginn þeirra var smíðaður, það var ekki samið
mn smíði neins þeirra — og enginn svo mikið sem teiknaður. Fjór-
um mánuðum eftir stjómarmyndunina var samþykktin um brott-
för varnarliðsins svikin og um leið fengið einskonar framhaldslán
úr sjóði, sem eingöngu var notaður til að styrkja öryggi Banda-
ríkjanna. MikiII samdráttur varð í íbúðarhúsabyggingum, þvert
ofan í gefin Ioforð. Húsnæðislán rikisins lækkuðu úr 55 þús. kr. á
íbúð í 36 þús. kr. á íbúð, en byggingarkostnaður hækkaði gífur-
lega. Ráðherra fyrirskipaði minni framkvæmdir í raforkumálum,
þrátt fyrir loforð mn að „rafvæðingu landsins yrði hraðað“. —
Þannig var allt á sömu bókina lært.
Endalokin urðu svo þau, að í fyrsta sinn, sem vinstri stjómin
leitaði raunverulega samstarfs við launþega, lýsti Alþýðusambands
þing vantrausti á vinnubrögðum stjórnarinnar — og hún varð að
segja af sér. Dánartilkynningin hljóðaði m. a. svo: „Ný verðbólga
er skollin yfir....í ríkisstjóminni er ekki samstaða um neint
úrræði.“ (Forsætisráðherra á Alþingi, þegar hann baðst lausnar
fyrir ríkisstjómina.) Vinstri stjómin hljóp frá borði á stjómar-
skútunni, eftir 2JA árs siglingu. Framundan blasti við hrun efna-
hagskerfis þjóðarinnar. „Við erum að ganga fram af brúninni“,
sagði helzti efnahagsráðunautur stjómarinnar. Og samstaða var
nú ekki lengur lun neitt annað en hlaupast á brott frá öllu saman.
Er það ekki fullstór bón af hálfu Framsóknarflokksins að fá nú
á ný tækifæri til að framkvæma vinstri strandsiglingu?
Sigurlið ÞÓRS. Fremri röð f. v.: Guðni Jónsson, Bjami Jónasson, Jón Friðriksson, Ævar Jónsson.
Aftari röð f. v.: Pétur Sigurðsson, Ingólfur Hermannsson, Anton Sölvason og Magnús Jónatansson.
ÞÓR11. DEILDIKÖRFUKNATTLEIK
- vann Skarphéðinn með 63 stigum gegn 60 í tvísýnum leik
ÍÞRÓTTAFÉLAGH) ÞÓR á
Akureyri vann Héraðssamband
ið Skarphéðinn í Ámessýslu í
n. deild Körfuknattleiksmóts
íslands og tryggði sér þar með
sigur í deildinni og setu í I.
deild næsta ár.
Leikurinn fór fram á Akur-
eyri á laugardaginn var og lauk
honum með litlum mun, 63 stig
um gegn 60 ÞÓR í vil, eftir
framlengdan leik.
FramanEif var þessi leikur
fremur daufur. Skarphéðinn
var heldur skæðari og hafði
lengi um 10 stig yfir. Baráttan
harðnaði undir lokin og dró nú
saman, svo að leikurinn varð
mjög tvísýnn. Að venjulegum
leiktíma lokniun reyndist hafa
orðið jafntefli, 56 stig gegn 56.
Var leikurinn þá framlengdur í
5 mínútur og náði ÞÓR þá yfir-
höndinni. Eins og fyrr segir,
varð lokastaðan 63 stig gegn 60.
ÞÓR fær nú að spreyta sig í
I. deild Körfuknattleiksmótsins
á næsta ári. Er það út af fyrir
sig ánægjulegt og verður efa-
I A LAUGARDAGINN var
I fór fram svigkeppni Her-
, mannsmótsins I Hlíðarfjalli.
Lauk mótinu þar með að
þcssu sinni og var ívar Sig
^ mundsson efstur í svigi og
I stórsvigi samanlögðum, en
| fyrir þann árangur hlaut
I hann Hermannsbikarinn í
■. annað sinn í röð og raunar
annað skiptið sem keppt er
1 um bikarinn.
Úrslit í sviginu urðu þessi:
í kvennaflokki luku ekki
aðrir keppni en Karólína
Guðmundsdóttir KA, sem
fékk tímann 85.0. — Brautin
laust til eflingar körfuknatt-
leiksiðkun hér á Akureyri.
var 290 m. löng, hæðarmis-
munur 120 m. og hlið 37.
í karlaflokki sigraði ívar
Sigumundsson KA, fékk tím
ann 103.5, annar varð Reyn-
ir Brynjólfsson ÞÓR, 104.9,
og þriðji Magnús Ingólfsson
KA, 105.7.
í Alpatvíkeppni varð efst-
ur ívar Sigmundsson KA,
eins og fyrr segir,. með 2.94
stig og hlaut Hei-mannsbik-
arinn. Annar vaið IVJagnús
Ingólfsson KA með 11.20
stig, þriðji Reynir Brynjólfs-
son ÞÓR með 13.11 stig. /
ívar vann Hermannsbikarinn
tSLENDINGUR 4