Íslendingur


Íslendingur - 23.11.1967, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.11.1967, Blaðsíða 1
ISLEN DINGUR Lelðari um efnahagsaðgerðir og vanlíðan Dags — bls. 4. Viðtal við Skarphéðin í Amaro bls. 5. AKUREYRI, fimmtudagur 23. nóv. 1967. 53. ÁRG. — 34. TBL. Þjóðhagsleg nauðsyn: íslenzk ríkisskip í síðusfu viku voru opn- uð tilboð í smíði tveggja 1000 lesta strandferða- skipa fyrir Skipaútgerð rtkisins. 23 tilboð bórust, þar af 3 fró íslenzkum skipasmíðastöðvum. — Stendur nú yfir saman- burður og maf á tilboð- unum. Erlendu tilboðin bárust frá fyrirtækjum í 10 lóndum. Lægst þeirra var 71.4 millj. kr. fyrir bæði skipin með af- grciðslufresti 12 og 15 mán- uðum. Lægsta íslenzka tilboð- ið var 95.8 ntillj. kr. með af- grelðslufresti 16 og 28 mán- uðtim, en það var frá Slipp- stöðinni hf. á Akurcyri. Hin íslenzku tiiboðin voru frá Stálvík hf. í Garðahreppi og Þorgeir og Ellert hf. á Akra- nesi (99.5 millj. afh. 14—16 mán.) og Stálsniiðjunni hf. í Reykjavík (106 ntillj. afh. 24 og 42 mán.). Hæsta erlenda tilboðið var rúmar 127 millj kr. með afgreiðslufrcsti 16 og 19 mánuðum. Tilhoð íslcnzku skipasmíða stöðvanna reyndust þannig samkeppnisfær og nú er ijóst, að þjóðhagsleg nauðsyn knýr á að þær hijóti vcrkcfnin. Má í því sambandi cinfald- lega yísa til röksemdafærslu fyrir álbræðslunni í Straunts- vik, en sama rökscntdafærsla glldir f þessu tilfelli í höf- uðatriðum, hvað snertir lægstbjóðanda af innlendum áðilum. Ný viðhorf í efnahagsmálunum, eftir gengisfellingu sterlingspundsins Verður gengið fellt m 25-30%: ? Umræðurnar um efna- hagsmálin og sérstakar að- gerðir í þeim málum, sem staðið hafa um mánaðar- skeið, tóku skyndilega nýja stefnu um síðustu helgi, þeg- ar Bretar felldu gengi sterl- ingspundsins um rúm 14% og margar aðrar þjóðir brugðu á svipuð ráð. ★ Gjaldeyrisviðskipti og tollafgreiðslur voru stöðvað- ar og víðtækar athuganir hófust á viðhorfunum eftir þessa viðburði. Síðan hafa þær athuganir haldið áfram og viðræður farið fram milli ríkisstjórnarinnar og stjórn- arandstöðunnar og stéttar- samtakanna. Má nú búast við, að ákvarðanir séu á næstu grösum, enda óger- legt að bíða öllu lengur með afgreiðslu á gjaldeyri og^ tollvörum. -jAr Á þessu st'igi málsins hefur ékkert um það spurzt, til hverra ráða verði gripið. En af máli manna má geta þess til, að gengi íslenzku krónunnar verði fellt. Um það virðist vera samstaða milli stéttarsamtakanna, en deilt mun vera um hve mik- ið eigi að fella það. ★ Við fljótlega athugun á afstöðu hinna fjölmörgu að- ila í þjóðfélaginu til þessa máls, er ekki ótrúlegt, að gengið verði fellt um 25— 30%. Flestir virðast búast við því. En málið skýrist væntanlega undir eða um helgina. Frumsýning í Sjálfstæðishúsinu nk. fimmtudag: Allra meina bót l // FORRÁÐAMENN Sjálfsiæðis- hússins á Akurcyri hafa nú tek- ið upp nýjan þátt í starfsemi hússins og er ætlunin að hann verði á dagskrá öðru hvoru framvcgis. Hér er um að ræða sýningar á gaman- og söngleikj- tim. Fruntsýning á fyrsta lcikn- um vcrður nk. fimtmudags- kvöld, en fyrir valinu varð „Allra ntcina bót“ cftir Fatrek og Pál. Iæikstjóri er Ágúst Kvaran, sá landskunni leikhúss- maðttr. Með aðalhlutvcrk fara þau /lelcna Eyjólfsdóttir, Þorvaldut Halldórsson, .Tóhann Konráðs- son, Emil Andersen og Þráinn Karlsson. NONNAHÚS 10 ÁRA — milli 20 og 30 þúsund gestir hafa heimsótt það # Þann 16. þ.ni. voru liðin 10 ár sfðan Nonnasafnið á Akur- eyri var opnað til sýnis, en þá voru jafnframt liðin 110 ár frá fæðingardegi Jóns Sveinssonar. Gestir safnsins munu vera orðn- ir nokkuð á 3. tug þúsunda tals- ins, þar af mjög margir útlend- ‘ ingar og suntir þeirra hafa bein- lfnis gert sér ferð hingað til lands vegna safnsins og heim- kynna Jóns Sveinssonar. • Zontaklúbburinn á Akur- eyri, sent kom safninu á fót og rekur það, hefur staðið mjög myndarlega að málefnum Nonnahússins og safnsins og tryggt því varanlegan sess f bæj- arlífinu. Við starf sitt i þessum efnum hefur klúbburinn notið aðstoðar margra góðra manna og kvenna. Safnvörður er nú frú Slefanía Ármannsdóttir. H-DAGURINN 26. 5. 1968: Séð frá Sögu við Skipagötu í átlina að Glerárgötu (hægra megin við staurinn). Þarna verður tengd á milli aðalumferðaræðin um miðbæinn. (tsl.mynd: — herb.) Miklar breytingar á miðbæjarumferð Akureyrar undirbiíningsframkvæmdir hefjast um næstu mánaðamót ^ Um síðustu helgi komu fulltrúar H-nefndaþnnar hing- að til Akureyrar og héldu nokkra fundi með ýmsum aðilum til undirbúnings framkvæmdum í sambandi við breytinguna tíl hægri-handar-aksturs á vori komanda. M.a. var stofnuð fyrsta af fjölmörgum umferðaröryggisnefndum, sem munu annast skipulagningu og framkvæmd á fræðslu- og upp- lýsingastarfsemi í samræmi við áætlanir H-nefndarinnarv Alls verða fjórar slíkar nefndir í Eyjafirði og Ólafsfirði. Á blaöamannafundi með jjfcim mannj Upplýsingamiðstöðvar H- Pétri Sveinbjarnarsyni forstöðu- nefndarinnar, Kára Jónassyni upplýsingafulltrúa og Hannesi Hafstein fulltrúa hjá SVFÍ, kom m.a. íram, hvað miðar undirbún- ingi að breytingunni hér á Ak- ureyri og í næstu byggðarlög- um. Færsla umferðarmerkja liefst urn næstu mánaðamót, en um- ferðarmerkjakerfið veröur allt endurskipulagt. Þá liefst senn þjálfun aðstoðarfólks, sem starfa á að breytingunni. Stræt- isvagnar Akureyrar hafa þegar fengið tvo nýja vagna. En einna umfangsmestu framkvæmdirnar á Akureyri verða breytingar á miðbæjarumferðinni. Blaðið aflaði sér upplýsinga hjá Stefáni Stefánssyni bæjar- verkfræðingi um þann þátt málsins. Kvað hann megin breyt- ingarnar að líkindum verða þær, að Glerárgata og Skipagata yrðu tengdar sanian um hafnarbakk- ann og Skipagata síðan lögð áfram norður fyrir POB á Kosningaveginn svokallaða. Þá verður tengingu Geislagötu og Glerárgötu lokað. Skipagatan i framhaldi af Glerárgötu og svo Hafnarstrætið í innbænum verða tvlstefnuakstursgötur, en um- ferðin í Hafnarstrætinu í mið- bænum snýst til íuðurs. 1 nágrannabyggðunum mun einnig fara fram allvíðtæk end- urskipulagning umferðarinnar og umferðarmerkjanna.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.