Íslendingur


Íslendingur - 23.11.1967, Blaðsíða 5

Íslendingur - 23.11.1967, Blaðsíða 5
/ ÞAÐ VAR NÚ Á DÖGUNUM, að ég hitti Skarphéðin í Amaro, þar sem, hann var að dytta að ýmsu I nýjasta hluta verzlunar sinnar. Mig fýsti að fræðast nokkuð um þetta fyrir- tæki, sem ókunnugum finnst eiginlega hálfgert furðufyrir- tæki. Ég var sjálfur ekki laus við þá hugmynd. Á fáum árum má segja, að Amoraverzlanirnar hafi verið byggðar upp frá grunni og aðeins litill hluti af stofninum stendur nú eftir. Fyr- ir aðeins örfáum vikum var nýj- asti hluti verzlunarhúsnæðisins tekinn í notkun. Menn velta vöngum: „Hvernig fer maður- inn að þessu?“ Skarphéðinn féllst á að ræða við mig. En ég var öldungis ó- viss um það, hvort honum þótti nokkuð til þess koma eða hvort hann einungis aumkaði sig yfir blaðasnápinn. Ég kærði mig raunar kollóttann, fyrst erindið bar árangur. Ég vissi, að Skarp- héðinn í Amáro fjasar ekki um smámuni og framkvæmdir og uppbygging eru daglegt brauð f hans augum. LOKIÐ BYGGINGU AMARO-HÚSSINS, VERZLUNARGÓLF ORÐIÐ 1600 FERM. — Mér lízt vel á verzlunarreksturinn á ineðan viðskipta- frelsið og gjaldeyrisaðstaðan haldast, segir Skarphéðinn Asgeirsson forstjári. Á ÖRSKOTSSTUNI) var ég leiddur 1 gégn um smásöluverzl- un, hefldverzlun, vörugeymslur og inn í skrifstofur fyrirtækisins. I>að var stutt ævintýri. En á bak víð það rann upp fyrir mér skýr- ingin á þvi, sem mér fannst furðulegt. Það eru fyrirhyggja og alúð, sem blasa við augum, þegar að er gáð. Þarna er jú risastórt hús á okkar mæli- kvarða og hver hæðin af ann- arri hlaðin ókjörum af varningi. En uppbygging rekstursins er einfóld, þrátt fyrir umfangið, og valinn' maður við hvert starf. Þarna er ekkert fát né fum, hvaðeina rennur sinn farveg. SVO TYLLUM VIÐ OKKUR niður við forstjóraskrifborðið og Skarphéðinn býður vindil. hvern ég auðvitað þigg. Og hvað er nú Amarohúsið orðið stórt, Skarphéðinn? — Það er orðið eitthvað á 15. þúsund rúnimetrar. Með bygg- ingunni, sem tekin var i notkun nú síðast, höfum við fullnýtt lóðina, sem er 1000 fermetrar. Þetta hafið þið mest byggt síöustu árin? — Já, það sem eftir er af eldri byggingum, er einungis tæpir 3 þúsund rúmmetrar. Að- alhúsið var reist 1960 og síðan höfum við verið að mjaka þessu upp stig af stigi. Hvað er verzlunargólfflötur- inn stór? — Rúmir 1600 fermetrar sam- anlagt það sem Amaro hefur og svo Bólstruð húsgögn. En mest allt húsið nýtið þið sjálf? — Mest allt, já, en á tveim hæðum byggingarinnarN eru leigjendur. ■ trtstillingar í Amarogluggunum eru eins og bczt gerist i stórverzlunum ytra. Og nú er þetta orðið nógu stórt? — Ef ekki of stórt, segir Skarphéðinn og brosir við. Mér sýndist allar vistarverur nýttar. — Já, þær eru það. Að vlsu er lítill verzlunarsalur ekki full- búinn enn. Við höfðum þar skyndisölu fyrir skömmu. Það er ekki endanlega ákveðið, hvernig hann verður nýdtur. Hvernig má svo f stórum dráttum flokka þær vörur, sem seldar eru í verzluninni? — Það eru vefnaðarvörur. til- búinn fatnaður fyrir alla, utan jakkaföt karlmanna, snyrtivör- ur, búsáhöld og smávegis af heimilistækjum, útvarpsviðtæki og segulbandstæki, leikföng, gjafavörur og sælgæti. Og þið flytjið eitthvað af þessu inn sjálf? — Meirihlutann. Og sömu vörur seljum við einnig f heild- sölu um allt land, einkum á að- almarkaðssvæðinu syðra. Hafið þið þá útibú þar? — Nei, en við sendum sölu- mann um landið og svo hafa stóraukist komur viðskiptavina hingað, þar sem við erum með mikið af vörum, sem ekki fást annars staðar. Hvernig hefur verzlunin geng- ið í ár? — Hún gekk mjög vel fyrri hluta ársins, líklega betur en nokkru sinni áður, en undan- farið hefur þetta snúizt við. Það gera þessir almennu erfiðleikar, og mér finnst fólk vera gætnara nú. Enda var þetta ekki orðið heilbrigt, hvernig fólk sóaði pen- ingum hugsunarlítið. Það hlaut að koma að því, að það ræki sig á. En svo við förum út í aðra sálma. Þið hafið rekið iðnað. — Já, framleitt nærfatnað, en sá rekstur er að hætta. Við höf- um dregið hann saman sniátt og smátt að undanförnu og hætt- um f þessum mánuði. Hefur framleiðslan ekki selzt? — Hún seldist vel, jú. En það er vonlaust að halda iðnaði, eins og þessum, uppi hér 1 sam- keppni við erlenda framleið- endur, sem búa við þróaða og eðlilega iðnmenningu og mark- aði fyrir fjöldaframleiðslu. Við komumst ekki í þeirra hóp á meðan kaupgjaldinu eru engar skorður settar og vinnusemin er almennt ekki meira metin en raun ber vitni. ' Er ekki sárt, að verða að hætta þessu? — Auðvitað er það ekkert gamanmál. Við eigum beztu vél- ár og höfum góða aðstöðu hér í húsinu. En tíminn býður ekki upp á annað. Eins og ýmsir aðr- ir, vil ég fremur hætta þessum atvinnurekstri en að honum verði haldið uppi með þvi að taka á ný upp höft og skömmt- un. Á meðan svo er ástatt um þau atriði, sem ég nefndi áðan í þessu sambandi, þá er ekki hægt að halda ýmsum greinum iðnað- ar uppi hér nema I skjóli ein- hvers konar hafta. Þau eru ekki lengur fyrir hendi. Og hvemig lízt þér svo á framtíð íslertzkrar verzlunar? — Mér lfzt vel á hana á með- an viðskiptafrelsið og gjaldeyr- isaðstaðan haldast. Viðskipta- frelsið er ómetanlegt, ekki þó sérstaklega fyrir verzlunina, sem slíka, heldur allan almenning, sem nýtur stórum bættra kjara með valfrelsi og samkeppni á heilbrigðum grundvefli. Án þess getum við ekki staðið jafnfætis þeim þjóðum, sem búa við bezt lffskjör. Vitanlega getur frelsið orðið taumlaust, en ég sé engin merki um hættu í þeim efnum. ÞAR MEÐ LÝKUR ÞESSUM skyndispjalli við Skarphéðin Ásgeirsson í Amaro og ég óska honum og hans fólki til ham- ingju með þessa glæsilegustu verzlun landsins, sem Amaro er. — herb. 5 ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.