Íslendingur


Íslendingur - 23.11.1967, Blaðsíða 4

Íslendingur - 23.11.1967, Blaðsíða 4
SIENMNGUR bækur Karl Friöriksson: ViltubloS, gefiS út ó Akureyri. — Úigefondii KJORDÆMISRAÐ SJÁLFSTÆ.ÐISFLOKKS- INS I NORÐURLANDSKJORDÆMI EYSTRA — Rilstjórii HERBERT GUÐMUND5SON ilmi 21354. - ASsetur: HAFNARSTRÆTI 107 (Útvegsbonkohúsið], III hæ». slin, 1354. Opift kl. 10-12 og 13.30-17.30 virka daga, nema laugad. kl. 10-12. Pentun: Hdda. EFNAHAGSADGERÐIR 9 Efnahagsmólin og frumvarp ríkisstjórnarinnar um sér- stakar aðgerðir í þeim mdlum hafa nú verið aðal-þrætuepli þjóðarinnar um mónaðarslceið. Það verður þó að segja eins og er, að meira hefur borið ó deilum um þessi mdl en efni standa til. Almenningur hefur ekki haft svo mjög sundurleitar skoðanir á þessum mdlum, nema sd hluti hans, sem fyrirfram hefur dæmt ríkisstjórnina „óvinveitta þjóðinni". Það er fd- mennur hópur stjórnarandstöðubroddanna, sem hefur heiðrað skynsemi fslendinga með einhverjum falskasta lúðrablæstri í manna minnum og framleitt einhvern óvand- aðasta konsert sinn til þessa. Það er þessi fdmenni hópur, sem hefur afskræmt vandmdlin og úrræðin og slegið upp d pappírum einum allsherjar Hrunadansi. En við hverju var að búast, þegar fortiðin er skoðuð? Varla öðru en þessu, eins og þjóðin hefur metið í tveim almennum þing- kosningum. í öllu fjaðrafo,kinu um þessi mdl hefur fdtt nýtt komið fram allt fram d síðustu daga, og alls ekkert raunhæft nema tillögur ríkisstjórnarinnar um sérstakar úrbætur fyrir hina verst settu. Nú nefur hins vegar skyndilega og óvænt skipazt veður í lofti. Bretar felldu sterlingspundið um rúm 14% og ýmsar aðrar þjóðir hafa gripið til sams konar rdðstafana. Með þessum atburðum um síðustu helgi brann gamla púðrið upp. Enn ný viðhorf kalla d enn önnur viðbrögð og athug- un d þeim hefuj staðið yfir það sem af er vikunni. Og nú duga ekki mdlalengingar, þar sem gjaldeyrisviðskipti þjóð- arinnar varð að stöðva við þessi tíðindi. Rdðstafanir verð- ur að gera fyrir vikulokin og búist er við þeim í dag eða d morgun. Orugglega er úr vöndu að rdða. En jafn öruggt er, að öll skynsemi mælir með því, að rdðstafanir þær, sem gerðar verða af þessu tilefni, spanni yfir heildarvandamdlið, eins og það blasir við nú. I höfuðdráttum er almennur skilning- ur fyrir hendi á því, að það verði gert, og er þess því að vænta, að um það geti náðst samstaða milli hinna mörgu og mislitu hagsmunahópa í þjóðfélaginu. VANLÍÐAN DAGS 9 Það er nú orðið æði langt síðan Dagur gekk heill til skógar í pólitíkinni. Og lengi getur vont versnað, ef dæma md af hugleiðingum hans nýverið um landsbyggðadætlanir Efnahagsmálastofnunarinnar. Þar er það talið sáluhjdlpar- atriði fyrir þjóðina, að Framsóknarmenn haldi um stjórn- völinn og þd helzt-Áskell sjúkrahússráðsmaður í Húsavík, en „annarleg sjónarmið", ef Sjálfstæc-ismaður yrði fyrir valinu, enda skipti þá engu máli, þótt sá hinn sami hefði sérmenntun til starfans. Og ekki bæta úr skák efasemdir Dags um réttmæti þess, að Efnahagsstofnunin staðsetji umrædda deild hér á Akur- eyri. Raunar spegla þær fáfræði blaðsins um þessi mál öll, en eru fyrst og fremst til tjóns fyrir málefnið. Og ekki nóg með það. Þær eru,bezta lýsingin á einlægni Framsóknar- manna í landsbyggðarmálunum. Við þá lýsingu hnýtir Dagur svo draugasögu Framsóknar- manna um hvarf Vestfjarðaáætlunarinnar. Trúi Dagur í raun og veru enn þessari Framsóknardraugasögu, má benda hon- um á, að hann á heimangengt til þess manns, sem ekki hvað sízt vann að gerð Vestfjarðaáætlunarinnar. Og ef hann man ekki í svip eftir þessum manni, þá getur hann flett upp á blaðsíðu 111 í 4. hefti Sveitarstjórnarmála 1967, en þar hefst einmitt grein eftir þennan mann um þessi mál, þar sem sér- stakur kafli er einmitt helgaður Vestfjarðaáætlun og annar Norðurlandsáætlun. Og varla fer hann að rengja bæjar- stjórann á Akureyri um helberan uppspuna um sín eigin verkefni, sem m.a. voru talin honum til fcérstaks framdráttar, þegar hann var valinn í núverandi starf sitt fyrir forgöngu Framsóknarmanna. LAUSAVÍSUR AÐ ÁEGGJAN ættingja og vina hefur Karl Friðriksson yfirverk- stjóri nýlega gefið út sýnishorn af stökum sínum, sem margar eru lamlfleygar, og færir í for- mála þá skýringu eða „afsökun“ á framtakinu, að liann heyri oft vísur rangfeðraðar og rangt með farnar, bæði hans eigin vfsur og annarra hagyrðinga. Hefur hann þar á rcttu að stancia, og er fátt óhugnanlegra en heyra snjailar vísur afskræmdar í munni fólks, sem þekkir ekki lögmál ríms og stuðla, og að rangfeðra þær er litlu skárra en rangfeðra höm. Kverið er alls 116 bls., en far- ið hefði betur á að hafa það 20 bls. styttra með því að færa tvær vísur, sem saman eiga, af tveim síðum á eina (bls. 38 og 39) og tæta ekki sundur Ijóðið um tamda svaninn á svo smekklít- inn hátt, sem gert er. Bar þar að hafa 4 erindi á bls. 67 og hið sfðasta á bls. 68. Slæmt er að þola prentvillu í einni snjöll- ustu vísunni: Hornaskvaldur hressir drótt, sem f engu breytir efni hennar en misþyrmir form- fegurð hennar. Ekki verður rúm til að birta hér sýnishorn úr bókinni, — utan eina stöku, er margir mundu vilja kveðið hafa. Hún er rituð 1 vísnabók stúlku, ,,sem ætlaði til Vesturheims og vænti sér mikils af“: Þótt þú gistir hærri höll en hugann náir dreyma, bíða þín hvergi blárri fjöil né bjartari nótt en heima. I\arl hefur valið sér „veginn um veldi ferskeytlunnar", nær þar oft góðu spori, svo að stök- ur hans fá fætur og jafnvel vængi til flugs landshornanna milli. „Lausavísur" hans eiga því erindi f skáp þeirra, sem enr. halda ti*yggð við rím og stuðla f ljóði og yndi hafa af haglcgri hnyttni í stökunni okk- ar. J. Ó. I*. Axel Thorsteinsson: BÖRN DALANNA og aðrar ÉG var enn ungur, þegar fyrstu bækur Axels Thorsteinssonar komu á hókamarkaðinn: Nýir tfmar, Útlagaljóð, Sex sögur og skáldsagan Böm dalanna, sem ég æ sfðan hef haldið til liaga'í hillum mínum og tel eftirminni- legasta af öllum vcrkum höfund- arins, og eru þau þó orðin all- mikil að vöxtum. Sagan fjallar um systkinaást- ir, sem rétt feðrun unglinga hefði getað komið í veg fyrir, eða a.m.k., ef börnunum hefði veriö skýrt frá sínu rétta fað- erni, áður en þau voru komin á kynþroskaaldur. Nokkrir höf- undar hafa sfðar sótt söguefni f þetta vandamál allra alda, en ekki minnist ég þess, að aðrir sveu jogur. , hafi farið þar um mýkrí hönd- um en Axel. 1 þessari síðari útgáfu eru einnig aðrar sögur, er höfundur gaf út fyrir 25—30 árum, svo sem Hannibal og Dúna, Fólkið á Læk og Dokað við f Ilrauna- hreppi. Eru sveitalffssögur Ax- els margar hugþekkur lestur, þótt höfundurinn hafi lengst ævi sinnar búið í höfuðstaðn- um og um árabil f annarri heimsálfu. Sögur hans eru bæti- efni í kaldrænar bókmenntir nútfmahöfunda, sem margar spegla lífsleiða, mannhatur og mannfyrirlitningu. Þær máttu því gjarna koma i nýrri útgáfu. J. Ó. P. Drengjasaga eftir Hannes J. Magnússon: Ævintýri Óttars OFT HEFUR Barnablaðið Æsk- an sent frá scr úrvals hækur, sem voru kærkomnar jafnt ung- um sem öldniim. Margar voru þessar bækur svo skcmmtilegar aflestrar, að crfitt var að slíta sig frá þeim fyrr en Icstri síð- ustu blaðsíðu var lokið. Yfirleitl áttu þær það sameiginlegt, að flytja hollan og þroskandi boð- skap. Það er þv ínokkur trygg- ing þess, að bók sé góð, þcgar Æskan scndir hana frá scr. Nú er nýlega komin út. ein slik bók, og höfundurinn, Hann- es J. Magnússon, öllum Akur- eyringum að góðu kunnur og landsþekktur fyrir ritverk sín. Þessi saga hans fjallar um fá- tækan sveitadreng á fermingar- aldri, sem á þá ósk heitastg, að fara í skóla og læra. Sagan leið- ir lesendur sína nokkra áratugi aftur f tfmann og kynnir þcim þjóðlíf, sem er að verða hinum ungu framandi. En hollt hygg ég öllum að komast í kynni við fortfðina, bæði til þess, aö læra af henni fornar dyggðir og vekja verðugt þakklæti fyrir það, sem áunnizt hefir. Ég ætla ckki að endursegja sögu Óttars, en óhætt er að full- yrða, að fjölmörg æyintýri rat- ar hann f. Haþ/i vinnur m.a. Framh. á bls. 7. Nýjar Æsku- bækur I BÓKAÚTGÁFA Æskunnar j ; hefur sent frá sér 9 bækur, | ; þar af 7 fyrir böm og ungl- I inga. Hér á eftir verður drep- I ið á þessar hækur. Í ævintýri æskunnar. 1 þessari bók eru 30 heims-! i fræg ævintýri frá 17 lönd- J ; um. Bókin er 140 blaðsíður 1J stóru broti, prýdd yfir 150! ! litmyndum. ÆVINTÝRI ÓTTARS. Þetta er drengjasaga eftir f Hannes J. Magnússon rithöf- und, sú nýjasta af mörgum; barnabókum eftir hann. — J lÍBókin er 159 blaðsfður. Ikubbur OG STUBBUR. Þessi bók eftir Þóri S. < i Guðbergsson er samin eftir j [ samnefndu bamaleikriti, sem ] | sýnt var hjá LR í fyrra. Hún J !er öll myndskreytt af böm-1 i um. ÍKIBBA KIÐLINfilHt, Þetta er falleg og skemmti- ! leg bók fyrir yngstu börain, j ; sem hefur verið gefin út oft ] ! áður og ávallt hefur stízt! ! upp. Þýðingu annaðist Hörð-! ! ur Gunnarsson kennari. Ígusi GRÍSAKÓNGUR. Heimsfrægt Disney-ævin- ; týri, sem ófáanlegt hefnr j í verið hér á landi 1 mörg ár. ] ! Bókina þýddi Guðjón Guð-! ! jónsson skólastjóri. í ÖRKIN HANS NÓA. Þetta er líka Disney-saga,! ! ekki minna fræg. Hún hefur ; ! margoft verið gefin út áðnr.; Ílaufsögun I. Þriðja bókin í föndur- ; flokknum, sem Æskan gefur J ! út. Nafnið skýrir efnið, en í ] ! bókinni eru 24 verkefni.! • Gauti Hannesson kennari tók; ! saman. Idæmisögur esóps. Þetta er þriðja bókin i Af- ! mælisbókaflokki Æskunnar. ! Dæmisögurnar eru í ljóðum ] ! eftir séra Guðmund Erlends- son á Felli í Sléttuhlíð, en út- ! gáfuna annaðist Grímur M. Helgason magister. í SKAHAVEÐUR 1891—1896. Þriðja bókin i þessum ! bókaflokki kemur nú út. Er þar m.a. sagt frá október- ; bylnum mikla í Skriðdal. ! Halldór Pálsson safnaði efn- inu, en Grimur M. Helgason ! magister sá um útgáfuna. 2 ■>rvrrsrNrryr»r5rsrrr\rvrsr'r\rsr'rsryrrsrNrvryrr og rit ÍSLENDINGUR 4 /

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.