Íslendingur


Íslendingur - 17.12.1967, Page 1

Íslendingur - 17.12.1967, Page 1
SLENDINGUR 32 SÍÐUR TVÖBLÖÐ AKUREYRI, sunnudagur 17. des. 1967. 53. ÁRG. — 36. TBL. VERDUR SLIPPSTÖÐINNI LOKAÐ UM ÁRAMÓT - EÐA FÆR HÚN VERKEFNI? — bankarnir hafa tilkynnt stöðvun á viðskiptum við fyrirtækið, hafi það ekki fengið verkefni þó ^ Stóm spumingin um það, hvernig atvinnumálum á Akureyri reiðir af næstu mán- uðina, brennur æ heitar á vörum fólksins hér nyrðra. Þótt nú horfi mun befur hjá sumum stærstu aðilunum, er allt óráðið enn hjá öðrum, þ.á.m. helzta framtíðarfyrirtækinu, Slippstöðinni hf. Viðskiptabankar fyrirtækisins hafa tilkynnt því stöðvun á öllum banka- viðskiptum um áramótin, hafi það ekki fengið verkefni þá. Það er því skammt i það, að örlög stálskipasmíða á Akureyri verði ráðin. En hver verða þau? -Ar Það eina, sem kemur til greina í því sambandi, að Slippstöðin hf. fái verkefni fyrir áramót, er smíði sfrand- ferðaskipanna fyrir Skipaút- gerð ríkisins. Það er því ekki einasta mikil ábyrgð fyrir ríkisvaldið og embættismenn þess, að taka ákvörðun um framtið Skipaútgerðarinnar, heldur bætist sú ábyrgð á þá, að ákveða örlög stál- skipasmiðanna á Akureyri, vegna þess, að ríkisvaldið hefur stutt uppbygginguna hér til þessa, og þá ekki síð- ur vegna hins, að tilboð Slippstöðvarinnar er að- gengilegt. Óhætt er að fullyrða, að ekki einungis á annað hundrað starfsmenn Slipp- stöðvarinnar hf. bíða í of- væni úrslita þessa máls, heldur allir Akureyringar og Norðlendingar. Með þeim verkefnum, sem Skipaútgerð ríkisins ráðstafar innan tíð- ar, yrði miklu fargi létt af Akureyri og öðrum norð- lenzkum byggðum, — ef Slippsföðinni hf. yrðu feng- in þessi verkefni, og ekki einungis fargi, heldur upp- lausn og afturför í atvinnu- Framh. ú bls. 15. „Haföminn" í olniflutningum til Noriurlands og Austfjarða — fer að líkindum í síldarflutninga eftir áramót JÓLAPÓSTURINN PÓSTSTOFAN á Akureyri er op- in á venjulegum tímum nú fyrir jólin, en miðvikudaginn 20. des- ember verður hún þó opin til kl. 22. Þá verða síðustu forvöð að skila á pósthúsið jólapósti f bæinn, en frestur til að skila utanbæjarjólapósti rann út f gær. 11111111111111111111111111111111111111111 ■ 11111 ■ 111111111111111111111111111111111 ■ 11111111111111111 (1111111 i 1111111111) EI (II111111111111111IJJ f Verða settar á Akureyri reglur f | um notkun sjónvarpsloftneta? | — tillaga í bæjarstjórn, ýmsar leiðir hugsanlegar S StLDARFLUTNlNGASKIPIÐ „Haföminn", sem Sfldarverk- smiðjur rikisins gera út frá Siglufirði og flutt hefur þangað mikla björg í bú, hefur nú verið sendur til Belgíu eftir oliu, scm skipa á upp í Siglufirði og á Ak- ureyri. Gert er ráð fyrir, að skipið fari aðra ferð eftir olíu, og skipi þá upp á Austfjarðahöfnum. Olíuflutningar þessir munu vera á vegum olíufélaganna, en NÝTT fiskiskip, 430 tonna, var væntanlegt til Akureyrar I gær- kvöld. Það er Leó Sigurðsson útgerðarmaður, sem á þetta skip, en það heitir SÚLAN EA 300. Þessi nýja Súla er norsk. Sovétmenn munu ekki hafa get- að staðið við samninga um flutn- ing á þess olíumagni. Lfkur eru á þvi, að „Haförn- inn“ fari í lýsisflutninga eftir áramót, ef lýsið selzt á annað borð. Þessi margþætta notkun á skipinu kostar talsverðar breyt- ingar i hvert sinn, sem skipt er um farm, milli síldar og vökva. Mun þurfa að hreinsa allar leiðslui o.fl. Er það 2—3 vikna verk. Leó gekk inn i kaupsamning og kemur skipið beint frá skipa- smiðastöðinni. Er skipið útbúið til síldveiða og togveiða. Gömlu Súluna seldi Leó ný- lega útgerðarfyrirtækinu Smára hf.' = Á SÍÐASTA bæjarstjórnar- E fundi var hreyft máli, sem Is- = lendingur hefur ítrekað vikið = að, takmörkun á uppsetningu = sjónvarpsloftncta á Akureyri. = Árni Jónsson bæjarfulltrúi E Sjálfstæðisflokksins fiutti til- = lögu þess efnis, aö sérstakar E reglur um þetta yröu settar = inn i Byggingarsamþykkt Ak- = ureyrarbæjar. Tillögunni var = vísað til bæjarráðs tii frekari = athugunar, að tilmælum flutn- E ingsmanns. = Þessi tillaga Árna miðar að E því, að ekki. verði leyft nema eitt sjónvarpsloftnet á hverju húsi. Einnig að því, að bæjar- stjórn beini tilmælum til for- ráðamanna sjónvarpsins um að útsending miðist við sem minnst útiloftnet fyrir sjón- varpstækin. Blaðið ræddi þetta mál við Sigurð Þorkelsson hjá Lands- símanum Kvað hann ýmsa möguleika fyrir hendi í þessu sambandi, en á þessu stigi málsins væri ekki unnt að meta það, hvaða kostir yrðu heppilegastir Hugsanlegt væri, að sums staðar í bænum nægðu inniloftnet og einnig væri = hugsanlegt, að setja mætti upp = magnara fyrir einstök svæði E og nægðu þá einnig inniloft- = net. Sigurður kvað inniloftnet- E in þó næmari fyrir truflunum, = þar sem hætta væri á þeim. E Þá staðfesti hann, að hægt E væri að setja upp eitt loftnet = fyrir heilu bæjarhverfin með E jarðlögnum, en sagði það vera = kostnaðarsamt fyrirtæki. E Loks sagði Sigurður, að alla = ga þyrfti ekki háar loftnets- = stengur, en að líkindum stór = „element" á þær, ef útiloftnet = yrðu sett upp á húsin. Illllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll NÝ SÚLA, 430 LESTIR — var væntanleg til Akureyrar í gærkvöld

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.