Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1968, Blaðsíða 4

Íslendingur - 26.03.1968, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR Vikublað, gefift út á Akureyri. — Útgefandi: KJORDÆMISRAÐ SJALFSTÆÐISFLOKKS- INS f NORÐURLANDSKJORDÆMI EYSTRA. - Ritstjórh HERBERT GUÐMUNDSSON (ábm.), sími 21354. — Aðserur: HAFNARSTRÆTl 107 (Útvegsbankahúsið), III. hæö, sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-.7.30 virko d«co. nema laugard. kl 10-12. Prentun: Edda EITT ALLSHERJAR TJÓN # „Litlu verður Vöggur feginn", varð mönnum að orði, þegar Eðvarð Sigurðsson alþm., form. Dagsbrúnar og Verka- mannasambands íslands, lýsti þeirri skoðun sinni í hljóð- varpinu, að niðurstaða verkfallanna væri „sigur" fyrir verka- lýðssamtökin. Enda er þetta einstakt lítillæti. Það gefur á að Iíta: 1) Atvinnuvegirnir og þjóðarbúið töp- uðu nokkur hundruð milljónum. Það tap bætist ofan á allt það tjón, sem fyrr var orðið. 2) Þeir launþegar, sem annars eiga að fá kjarabætur skv. samningum, geta ekki átt von á þeim fyrr en eftir eitt til þrjú ár. Og þá því aðeins, að samn- ingarnir valdi ekki verðhækkunum. Á bak við sigurfögnuð Eðvarðs er því ekki einasta eitt allsherjar tjón um sinn, heldur einnig mjög veik von um ó- verulegan hagnað þeirra lægst launuðu eftir svo og svo mörg misseri. Það er von að maðurinn sé sigurglaður. VON UM KJARABÆTUR # Hitt er svo annað mál, að launþegar eiga aðra von um kjarabætur en þá, sem sundraðir og deilandi forystu- menn þeirra hafa skapað jafn dýru verði og raun ber vitni. Sú vðn er fólgin í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðkall- andi úrlausnarefni í atvinnumálum, þar sem stefnt er að mjög viðamiklum ráðstöfunum til að efla atvinnuvegina og bæta rekstursskilyrði þeirra. Þar er hinum nýju og erfiðu við- horfum hjá atvinnuvegunum og þjóðarbúinu mætt þannig, að óhætt er að gera sér umtalsverðar hugmyndir um kjara- bætur til handa launþegum. Með þessari yfirlýsingu og væntanlegum framkvæmdum í framhcldi af henni nú á næstunni, hefur ríkisstjórnin í senn gert þær ráðstafanir, sem henni ber á tímum, eins og nú ganga yfir, og tekið í sínar hendur forystu í raunhæfri kjara- baráttu, þar sem verkalýðsforingjarnir hafa brugðizt. UTANVELTUFLOKKURINN # Þeir eru fleiri en Eðvarð og aðrir postular Alþýðu- bandalagsins, sem gera sig að viðundrum þessa dagana. Framsóknarmenn halda áfram að snúast eins og snarkringl- ur í kring um allt og alla. Þeir eru alls staðar utanveltu og kunna ekki að þegja yfir því, enda þótt þeim færi það öllu betur. Fyrir og í verkföllunum héldu Framsóknarmenn í skottið á kommúnistum. En nú, eftir að samningar hafa tekizt, eru j þeir greinilega búnir að missa takið á þessu haldreipi um stundarsakir og hamra enn á kröfunum, sem búið er að falla frá. Það veit víst enginn hvað þeim gengur til, fremur en fyrri daginn, annað en illgirni í garð ríkisstjórnarinnar. En þá er þe^ta svo gersamlega út í bláinn, að engu tali tekur. j íslandsmeistarar Fram boðnir til Akureyrar UM næstu helgi koma Is- landsmeistarar Fram í hand- knattleik karia til Akureyrar og leika við heimamenn í íþróttaskemmunni á Glerár- eyrum. Koma þeir í boði Ak- ureyringa. Er þetta að sjálf- sögðu merkur viðburður, þar sesm handknattleikurinn hér er enn í barnsskónum. Verð- ur fróðlegt að fá samanburð við Islandsmeistarana, en ætla má, að hann verði ekki hróplega óhagstæður, ef dæma má af frammistöðu Akureyringa í II. deild Hand- knattlciksmótsins, Körfuknattleiksmótinu í I. deild iokið: KR ÍSLANDSMEISTARI, ÞÓR í ÞRIÐJA SÆTI I. DEILDARKEPPNI Körfuknattleiksmóts Isiands lauk um næst- liðna helgi með tveim leikjum ÞÓRS, sem hafði verið frestað, vegna veðurs og samgöngutruflana. KR sigraði í fjórða sinn í röð, IR varð í öðru sæti, en nýliðar ÞÓRS urðu í þriðja sæti. Er það óneitanlega giæsileg frammistaða. lKF féll niður í II. deild. Lokastaðan varð þannig: KR 10 10 0 730:539 20 ÍR 10 8 2 645:558 16 ÞÓR 10 4 6 545:551 8 ÁRM. 10 3 7 530:558 6 KFR 10 3 7 563:662 6 iKF 10 2 8 460:605 4 Stigahæstu einstaklingar urðu Þórir Magnússon KFR með 237 stig, Einar Bollason ÞÓR 192, Kolbeinn Pálsson KR 146, Birgir Jakobsson ÍR 144 og Guttormur Ólafsson KR með 136 stig. Eins og fyrr segir, er það Sex lið tóku þátt í mótinu. Keppnin var útsláttarkeppni. iMA vann ÞÓR C 8:7, KA A vann ÞÓR B 9:3, ÞÓR A vann KA B 6:2, ÞÓR A vann iMA 10:3 og ioks vann ÞÓR A KA A 7:6. Úrslitin urðu nokkuð ó- vænt en verðskulduð. A lið KA leit óneitaniega út fyrir að vera sterkasta liðið, með þeim Jóni Stefánssyni, Kára Árnasyni, Skúla Ágústssyni og Þormóði glæsileg frammistaða hjá liði ÞÓRS, að ná þriðja sæti í fyrsta sinn, sem það tekur þátt i I. deildarkeppninni. En það er ekki aðeins sætið, sem skiptir máli, heldur frammistaðan 1 hverjum einstökum leik. Og yf- irleitt var hún góð, ekki sízt á móti sterkustu liöunum. En herzlumuninn gerði enn ónóg þekking á útfærzlu leikaðferða. Úr þvl verður aðeins bætt með aukinni þjálfun og meiri leik- reynslu Auðvitað á ÞÓR gengi sitt Einarssyni. En sem sé — A lið ÞÓRS reyndist þeim sterkara að þessu sinni, en það skipuðu þeir Guðni Jónsson, Gunnar Aust- fjörð, Steingrímur Björnsson og Valsteinn Jónsson. Vonandi verjiur annað mót haldið fljótlega, og þá betur undirbúið og fjölbreyttara. Er sjálfsagt, að sýna til bragðbæt- is t.d. „gullaldarlið“, knatt- spyrnuráð eða jafnvel blaða- menn — í grinleik. mest að þakka Einari Bollasyni, sem tók við þjálfun liðsins i haust og hefur leikið með þvl. Hann hefur stýrt 'Jiðinu með á- gætum og skoraði að auki þriðj- ung stiga liðsins í keppninni. I liðinu eru fleiri ágætir leik- menn, en þeir eru þó ekki enn nógu sjálfstæðir og sterkir til þess að mega við þvi að missa kjölfestu þá, sem Éinar hefur skapað. Verður þvi að vona, að hann fáist til að starfa áfram um sinn með ÞÓR á þessum vett- vangi. Handknattl. II. deild: Þrjú lið eiga enn sigurvon UM sl. helgi voru leiknir 2 leikir í II. deild Handknatt- I leiksmótsins. Ármann vann Þrótt 17:13, og ÍBA vann ÍR, 29:26. Stendur dæmið nú þannig, að þrjú lið, ÍR, ÍBA og Ármann eiga enn sigur- von. Leikur iBA og ÍR var jafn og skemmtilegur. Lengst af var barizt um eitt eða tvö mörk, en undir lokin breikk- j aði bilið ÍBA í hag. Munaði I þar mest um batnandi mark- vörzlu, en í seinni hálfleik var Hannes Óskarsson i marki IBA. Annars voru bezt- ir í liði iBA þeir Aðalsteinn Sigurgeirsson, Halldór Rafns- ! son og Matthías Ásgeirsson. j Staðan er þannig. (tBV hætti I þátttöku): j ír 7 5 0 2 10 181:151 j • ÞR 8 4 0 4 8 175:168 tBA 6 3 0 3 6 141:134 j ÁRM. 5 2 1 2 5 99:106 I ÍBK 6 1 1 4 3 126:191 Fyrsta innanhússmótið í knattspyrnu í íþróttaskemmunni: ÞÓR A sigraði KA A 7:6 ^ ' • ■ ■ ; -V Fyrir skömmu var haldið fyrsta innanhússmótið í knatt- spyrnu í íþróttaskemmunni ó Gleróreyrum. Mótið var aug- lýst með skömmum fyrirvara og þar var ekkert sérstakt gert til skemmtunar og voru óhorfendur því miklum mun færri, en búast hefði mótt við. EFLUM ÍSLENZKAN IÐNAÐ # Eitl höfuðoHðið í stefnu og störfum núverandi ríkis- stjónjiar er að efla íslenzkan iðnað. Að þessu hefur verið unnið á margan hátt, eins og kunnugt er, m.a. með stór- éflingu Iðnlánasjóðs og útvegun fjármagns til ýmissa sér- verkefna. Nú á að gera nýtt átak í þessum efnum og skera af öll tvímæli um, að þjóðhagslega samkeppnisfær íslenzk- ur iðnaður eigi að hafa forgang fyrir erlendum iðnaði. En ásamt þessu átaki á að hefja nýja könnun á mögu- leikum stórvirkjunar og stóriðju á Norðurlandi. Þar er um að ræða algert úrslitamál í atvinnulífi Norðlendinga og framgangi nýrrar byggðastefnu. Skíðamót- íslands á Akureyri SKÍÐAMÓT ISLANDS verður haidið á Akureyri í ár, dagana 10.—15. apríl, eða m.ö.o. um páskana. Samkvæmt upplýsing- um mótsstjórnar er búizt við mjög góðri þátttöku víðs vcgar að af landinu. Mótsstjórn er skipuð þeim Hermanni Stefánssyni, Haraldi M. Sigurðssyni og Jens Sumar- liða'syni. Hefur stjórnin • skrif- stofu að Hafnarstræti 100 og er síminn þar 12722. Yfirdómari mótsins verður Guðmundur Arnason, Siglufirði, en fulltrúi SKl verður Þórarinn Guðmundsson, Akureyri. / Undirbúningur er vel á ‘veg kominn, búið er að ákveða dag- skrána og ráða starfsmenn, svo og að skipuleggja ýmis atriði í sambandi við mótið. ÁRSÞING ÍBA ÁRSÞING Iþróttabandaiags Akureyrar verður haldið i Sjálfstæðishúsinu, uppi, mið- vikudaginn 27. marz n.k. og hefst það kl. 20.30 ÍSLENDINGUR 4

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.