Íslendingur - 26.03.1968, Blaðsíða 5
I
ftætt við feðgana Sævar
og Vigfús Jónsson, sem
reka Dúkaverksmiðjuna
hf. á Akureyri, einu verk-
smiðjuna sinnar tegundar
í landinu. Þar eru miklir
framleiðslumöguleikar lítt
nýttir, einkum vegna rót-
leysis í tollamálum.
Q Við tæra Glerá standa
mörg atvinnufyrirtæki, stór og
smá. Þar slær sú lffæð Akureyr-
ar, sem margar helztu vonir um
viðgang og vöxt bæjarins eru
tengdar við. Eðlilega búa þessi
fyrirtæki við misjöfn kjör, eins
og bæjarbúar sjálfir. Þau eru
ennþá lík unglingum á gelgju-
skeiði.
Verksmiðjuhús Dúkaverksmiðjunnar hf. Gólfflötur þess er 1300 ferm. Verksmiðjan er nú í hálfu húsinu, en hinn helminginn er
verið að fullgera. í húsinu verður reksturinn endurskipulagður og aukinn og loks opnuð verzlun, #em mun selja bæði í heildsölu
og smásölu. (Isl.myndir: — herb.)
„Það er von? en ennþá aðeins von44
Bæjarlífið á Akureyri er svona
1 öllum sínum myndum, og þann-
ig er lífið á íslandi nútímans,
sem er nýtt líf án undanfarandi
þróunar, án festu í þekkingu og
vinnubrögðum, nema það sem
finnst í sveitum landsins og
hugmenningu þjóðarinnar.
Sem sé — þessir vaxtarverkir
nýgræðingsins setja svip sinn á
atvinnufyrirtækin við Glerá. En
sem betur fer hafa þau flest
dafnað að einhverju marki,
sannað tilverurétt sinn, og eiga
von um bjartari framtíð sjálfum
sér og bæjarfélaginu til gagns
og örfunar.
Q Þama, skammt vestan við
nýju brúna, á suðurbakkanum,
stendur grátt stórhýsi, sem
lengi hefur verið 1 byggingu og
er enn ólokið yið. Þar er þó unn-
ið að lokaframkvæmdum að
sinni.
Þetta er hús Dúkaverksmiðj-
unnar hf., sem nú er á 22. ald-
ursári og er eina verksmiðjan
sinnar tegundar í landinu. Þar
eru unnir dúkar úr baðmull og
ýmsum gerfiefnum, sem liklega
flestir Islendingar hafa einhvern
tíma komizt í snertingu við,
hafi þeir á annað borð ekki ver-
ið haldnir óumbreytanlegum for-
dómum um íslenzka framleiðslu.
Það er liklega ekki arðbær
atvinnuvegur, a.m.k. ekki sér-
lega arðbær, að gera á Islandi
utan um svæfla Islendinga, verð-
ur manni þó á að hugsa, þegar
það kemur á daginn, hve lengi
nýbygging fyrirtækisins hefur
verið í burðarliðnum. Og þó —
þetta eru jú, allt í allt, allmarg-
ir svæflar. Er þá e.t.v. eitthvað
annað, sem tefur? Málið vand-
ast, og ég sný mér þvi til stjórn-
enda fyrirtækisins. Svarið er í
minum augum — og ég geri ráð
fyrir fleiri — mikilvægt, því, ef
þessi atvinnurekstur býr yfir
þeim möguleikum, sem búast má
við að öllu eðlilegu, þá hlýtur
hann að vera undirstaða atvinnu
fyrir tugi, jafnvel hundruð
handa.
Og það kemur úr kafinu, að
hér er fyrirtæki, sem mjög hef-
ur verið vanmetið i umræðupi
manna um atvinnulegar úrbæt-
ur og uppbyggingu á Akureyri.
Það skýrist betur hér á eftir.
□ Það var Vigfús Þ. Jónsson,
sem stofnaði Dúkaverksmiðjuna
hf. árið 1946. Hann stjórnaði
henni sjálfur til 1965, en þá tók
Sævar, sonur hans, við stjórn-
inni, eftir að hafa numið fagið 1
þýzkum tækniskólá. Er hann
eini Islendingurinn, sem er sér-
menntaður í dúkavefnaði og
rekstri sliks fyrirtækis.
Hvað kom þér á sporið, Vig-
fús?
— Það var mikilí skortur á
vefnaðarvöru á þessum árum,
svo sem efnum í sængurfatnað.
þegar í upphafi, en jafnframt
voru keyptar notaðar vélar frá
Danmörku og hráefni utanlands
frá.
Og þetta gekk?
— Já, starfsemin gaf góða
raun framan af. Og á árunum
1953—1957 keypti ég nýjar vél-
Feðgarnir Sævar og Vigfús í nýrri hclmingi vcrksmiðjuhússins
skyrtur, náttföt, haldklæði, fóð-
urefnum o.m.fl. Þessi efni var
auðvelt að framleiða hérlendis,
ef vélar yrðu keyptar. Og grund-
völlur virtist að öðru leyti vera
fyrir hendi, sbr. ullarverksmiöj-
urnar, sem teknar voru að spjara
sig.
En'nú kunnir þú ekki fagið?
— Nei, auðvitað var það galli.
Ég hafði þó alizt upp við venju-
legan handvefnað og þekkti hann
út og inn. Það hjálpaði mikiö.
Og vitanlega fékk ég ýmsar leið-
beiningar að.
Hvernig var svo byrjunin?
— Ég byggði yfir starfsemina
---------------------i------------
ar. Fyrir þann tíma var starfs-
fólkið 10—12 manns, en fækkaði
í 8—9, án þess aö framleiðslu-
lyagniö minnkaði, enda voru
þessar nýju vélar sjálfvirkar að
verulegu leyti. Á þessum árum
var bætt við ífingarvél, vegna
framleiðslu á loðdúkum í vinnu-
vettlinga, og hefur sú fram-
leiðsla verið stór þáttur í rekstr-
inum síðan.
Þetta hefur kannski verið
dans á rósum?
— 0, ekki var það beint. Það
herjuðu ýmsir kvillar. En verst
var.þó að búa undir háum tolli
á hráéfni. Það olli vaxandi erfið
leikum. Mér tókst að halda 1
horfinu lengst af, þrátt fyrir
þetta, og ég held ég megi full-
yrða, að fyrirtækinu hafi tek-
izt á þessu tímabili að sanna
tilverurétt sinn. Árið 1959 létti
svo þáverandi ríkisstjórn öllum
tollum af hráefni verksmiðjunn-
ar. Ég tók það sem viðurkenn-
ingu á gildi þessarar starfsemi.
Og vissulega varð þá bjart fram-
undan.
— í kjölfarið hóf ég svo að
heita má enduruppbyggingu fyr-
irtækisins, átak i byggingarmál-
um og endurnýjun véla, enda
er það ör þróun f þessum iðn-
aði, að vélar verða úreltar á
5—10 árum. En Adam var ekki
lengi í Paradís, þvi 1963 gerðist
þ3ð uridur, að þáverandi toll-
skrárnefnd, sem hafði það verk-
efni að umbylta tollalöggjöfinni
til bóta, kom inn i hana ákvæð-
um um 30% toll á hráefni okk-
ar. Þessi tollur fékkst að vísu
lækkaður í 15% aftur, fyrir
milligöngu fjármálaráðuneytis-
ins, en þrátt fyrir það varð þessi
ákvörðun til mikilla vandræða.
Um svipað leyti varð ég einnig
fyrir miklum vonbrigðum i lána-
málum, þegar Iðnlánasjóði
reyndist um megn, að standa við
lánsloforð. Eina fjárfestingar-
lánið, sem ég fékk, var frá
Framkvæmdabankanum, en ég
hafði einnig reiknað með lán-
inu frá Iðnlánasjóði. Nýbygging-
in stöðvaðist þvi alveg.
— Nú hefur það nýlega gerzt,
að tollurinn var lækkaður niður
í 5% á baðmull, sem er um
50% af hráefninu, og 10% á
annað hráefni. Þá veitti Iðn-
lánasjóður einnig nokkra úr-
lausn, en ekki svo að dugi til að
fullgera nýbygginguna.
Svo að þið sjáið ekki enn fram
úr vandanum?
— Það er von, en ennþá að-
eins von. Við sóttum um lán úr
Atvinnujöfnunaþsjóði, til þess
að ljúka nýbyggingunni, og mun-
um sækja um lán úr Iðnlána-
sjóði til að auka nýtingu vél-
anna qg gera framleiðsluna fjöl-
breyttari Við hö^um fengið góð-
ar undirtektir og ég býst fast-
lega við frekari árang'ri alveg á
næstunni. Um frekari úrbætur í
tollamálum veit ég ekki, en hitt
veit ég, að hinir erlendu keppi-
nautar okkar búa ekki við tolla-
höft.
Hvað segir þú svo um fram-
leiðslumöguleikana í dag, Sæ-
var. Er hægt að gera sér vonir
■ um, að þið verðið samkeppnis-
færir við erlenda framleiðslu?
— Gæðin hafa alltaf verið
samkeppnisfær, og það sannaðist
á velgengnisárum verksmiðjunn-
ar, þegar hún naut eðlilegs að-
búnaðar frá hinu opinbera, að
verðið var mjög hagstætt í okk-
ar gæðaflokki. Ef þær umbætur,
sem nú eru nauðsynlegar, ná
fram að ganga, þarf ekki að ef-
ast um að framleiðslan verði
fyllilega samkeppnisfær.
Hvernig er fyrirhugað að
reksturinn verði?
— Það er gert ráð fyrír, að
við höldum áfram þeirri dúka-
gerð, sem við höfum unnið að,
og að bætt verði við næst
frottiervefstól t»l framleiðslu á
frottierhandklæðum, en allar
hjálparvélar eru fyrir hendi. 1
verksmiðjuhúsinu fullbyggðu er
gert ráð fyrir að unnt verði að
hagræða rekstrinum verulega.
Þá verður sett upp verzlun.
Hvað verður starfsliðið þá
margt?
— Það verður ekki nema um
15 manns, enda eru þessar vél-
ar orðnar mjög fullkomnar og
þurfa litla umönnun. Þar með
er þó ekki öll sagan sögð, þvi að
við sjálfa dúkagerðina bætist
margvisleg framleiðsla á full-
unnum vörum úr dúkunum. Má
þá m.a. nefna vinnuvettlinga-
gerð, en þegar við gerðum at-
hugun á því hve margt fólk
ynni við framleiðslu á vinnu-
vettlingum úr dúk frá okkur, þá
kom i ljós, að það eru um 50
manns. Allt í allt gætu því starf-
að í verksmiðjunni og tengslum
við hana nokkrir tugir fólks og
mjög sennilega á annað hundr-
að, ef allt væri fullnýtt.
Nú ert þú búinn að mennta
þig sérstaklega til þess að reka
þessa verksmiðju og nýlega tek-
inn við stjórninni. Hver er fram-
tfðardraumurinn?
— Að fá tækifæri til þess að
reka vefksmiðjuna á jafnréttis-
grundvelli á við erlenda keppi-
nauta og að keppa þannig við
þá um markaðinn. Vinnuaflið
hér er nokkuð dýrt, en þar sem
það er tiltölulega lítill hluti af
framleiðslukostnaðinum, þá
skiptir mestu máli, að afstaða
hins opinbera í lána-, tolla- og
skattamálum verði sambærileg
við það, sem annars staðar ger-
ist. Á þeim grundvelli hef ég
bjargfasta trú á, að þessi at-
vinnugrein yrði stór vinnuveit-
andi, einkum óbeint, og á allan
hátt mjög hagkvæm fyrir þjóð-
félagið í heild.
5 ISLENDINGUR