Íslendingur


Íslendingur - 27.08.1968, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.08.1968, Blaðsíða 1
I ÞVÍ ERU ÞAÐ ORÐIN EIN? A næstunni hcfja skólar starf- semi sína á ný eftir sumarieyfi. 1 vetur verða um 1350 nemend- ur í þrem barnaskólum á Akur- eyri og um 750 nenicndur í Gagnfræðaskólanum. Allir barna- skólamir eru fullsetnir og meira en þaó, með tvísetningu, og nem- endafjöldi Gagnfræðaskólans er kominn talsvert yfir viðráðan- lega stærð. Boilaleggingar eru uppi innan bæjarstjórnar um byggingu nýrra skóia, en ákvarð- anir hafa cngar verið teknar. Er nú óumflýjanlegt að ákveða framkvæmdir innan skamms. Aðstæður í barnaskólunum eru svipaðar og í fyrravetur, nema hvað gerðar hafa verið miklar endurbætur á Barnaskóla Akur- eyrar. Gert er ráð fyrir nokkrum breytingum á kennsluháttum og munar þar mestu, að tekin verð- ur upp í einhvcrjum mæli dönskukennsla I elztu bekkjum barnaskólanna. 1 næsta niánuði verður haldið að Laugalandi námskeið fyrir kennara f starfs- fræðslu og má þvf búast við að á hana verði lögð aukin áherzla. Þá mun dr. Matthías Jónasson sálfræðingur annast" verkefni á vegunt skólanna einhvern tíma i vetur. — Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri Barnaskóla Akureyr- ar verður í orlofi í vetur og er Páll Gunnarsson settur í hans stað. Þrengslin 1 Gagnfræðaskólan- um eru orðin gifurleg, enda er nemendafjöldinn kominn tals- vert yfir viðráðanlega stærð, sem er talin 500—600 nemendur. E.t.v. verður tekið á leigu hús- næði fyrir -kólann úti f bæ, til þess að ekki þurfi að draga skólatímann um of á langinn dag hvern. Gert er ráð fyrir, að nokkrar breytingar verði á tungumálakennslu og að tal- kennsla verði aukin. Malhikuu Þórunnaistrætis upp að Þingvallastræti er nú rúnilega hálfnuð. (Isl.m.: — herþ.) NÝ BREIÐ- GATA Undanfariö hefur Þórunnar- stræti á Akureyri vei;ið að breyta um útlit. Búið er að malbika hluta þess, en f sumar á að malbika það upp að Þingvalla- stræti. Með þessum frágangi vcrður Þórunnarstrætið breið- gata, 14 m á hreidd, og aðalum- ferðaræðin milli Brekkunnar og Eyrinnar. — Ekki er um að ræða aðra ný-malbikun í ár, en talsvert hefur verið tcppalagt af eldri malbikuðum götum. 1 malbikunarmálum mun næst á dagskrá Hörgárbraut frá Gler- árbrú að Höfðahlfð. Og vonandi verður unntr að taka fleiri götur fyrir á næsta sumri, enda er gerð varanlegra gatna eitt af mikii- vægustu framfaramálunum í bænum. • Einræðisstjórn kommún- ista í Sovétríkjunum og lepp- ar þeirra í 4 öðrum löndum Austur-Evrópu hafa ráðizt inn í Tékkóslóvakíu og tekið þjóðina kverkatökum. Þannig er farið að til að fyrirbyggja hugsanafrelsi .hjá bandalags- þjóð. Hvernig yrði farið með landstæðinga, ef tækifæri gæf- ist? er algerlega óverjandi, sví virðilegt brot á öllum mann réttindum meðal siðaðra þjóða, jafnt skráðum og ó- skráðum. Hvarvetna um heim- inn hefur henni verið harð- iega mótmælt. En hvað duga þessi mót- mæli? Hvað duga orðin ein? Þvf miður hrökkva þau Framh. á bls. 6. Þessa dagana er lögregian á Akureyri að flytja starfsemi sina í nýja lögreglustöðvarhúsið við Þórunnarstræti, seni verið hefur í byggingu undanfarin ár. Húsnæði lögreglunnar, svo og fangageymslur, húsnæði bifreiða- eftirlits og veðurstofu er fyrir nokkru tilbúið, en eftir er að ganga frá stórum hluta efri hæð- ar aðalhú^sins og öllu húsinu að utan. í húsinu fullgerðu verður allsherjar löggæziu- og umferð- areftirlitsmiðstöð fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsýslu, auk veður- athugunardeildar. 1 28 ár hefur lögreglan á Ak- ureyri liaft aðsetur í litlu húsi á horni Geisiagötu og Glerár- götu, þar sem aðstaða hefur lengst af verið ákaflega bágbor- in. Þá hefur umferðarmálafull- trúi haft aðsetur á bæjarfógeta- skrifstofunum. Bifreiðaeftirlitið liefur verið i litlu leiguhúsnæði. Nú kemur öll starfsemi þessara aðila saman á einn stað. SKÓLAR Tildrög og framkvæmd þessarar herleiðingar Tékkó- slóvaka er einn allsherjar viðbjóður í augum hins frjáisa hcims og jafnvel.einn- ig f augum nær allra komm- únistaleiðtoga utan þessara 5 landa — jafnvel einræðis- stjórnar kommúnista i Rauða- Kina. Innrásin í Tékkóslóvakíu 1350 nemendur verða í barnaskólunum á Akureyri í vetur, 750 í Gagnfræðaskólanum: YFIRFULLIR er Lögreglustöövarhúsið við Þórunnarstræti, lögrcglustöðin cr á neðri liæðinni til vinslri, en bifreiðaeftirlitið til hægri. Löggæzlu- og umferðareftirlitsmiðstöð tekin í notkun á Akureyri: Lögreglan er flutt í nýju stöðina Frá Húsavík: Nýr íþrótta- völlur 1 sumar er unnið að því, að gera fyrsta áfanga nýs í- þróttavallar í Ilúsavik not- hæfan, en • það er malar- knattspyrnuvöllur. Á veilin- um verður annars í framtið- inni aihiiða aðstaða. Fyrir nokkru var steyptur kafli af Garðarsbraut, en und- irbúningur að þeirri fram- kvæmd hófst i fyrrasumar. Er þetta fyrsta varanlega gatnagerðin í Húsavfk. Stöðugt er unni við nýja Sjúkrahúsið, sem stefnt er að að taka í notkun að nokkru ' leyti á næsta ári.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.