Íslendingur


Íslendingur - 27.08.1968, Blaðsíða 5

Íslendingur - 27.08.1968, Blaðsíða 5
i wi 11 ii 1111 h 1111111111 ■ 111 í ei 111111111111111111111111111111111111111! 11111 m 1111 800 farþegar hafa nú þegar farið um Gríms- eyjarfkigvöti á árinu, heimskautsbaugurinn og fugiamergðin draga ferðamenn út í eyna. ItHHHHIRtHHHttllttlllllllttlUlllltlllllllllMlllllilllllllllllllllllllllllllllllllllll • Um miðjan ágústmánuð, eða nú fyrir fáum dögum, höfðu mn 800 farþegar fariö um Gríms- eyjarflugvöll, en það er álíka mikill f jöldl og fór um völlinn allt síðasta ár. Vaxandi áhugi er- lendra ferðamanna á Grímsey á þama mikinn hlut að máli og veðrið hefnr verið þeim hliðhollt f sumar. Heimskautsbaugurinn og fuglamergðin draga þetta fólk á sumrin“, sagði Amgrímur. „Það verður að hræða fuglana upp um leið og lent er.“ Og hann lét hreyflana vinna það verk. Fuglamir þustu upp og flugvélin lenti undir breiðurnar. Það var austan kaldi en sól- skin í eynni. Frakkamir stigu út úr flugvélinni, þau voru vopn- uð ljósmyndavélum. Örskammt frá bænum á Bástrm, norður Hann svaf fyrír norSan, hún fyrír sunnan út í eyna. Og vist er um það, að flestir eða allir fara ánægðir til baka, hvorugt aðdráttaraflið svfkur og móttökur á Básum, nyrsta bænum í Grímsey, reka skemmtilegan endahnút á skoð- unarferðiraar. • Um árabi'l hefur Norður- ftag annast fastar flugferðir til Grímseyjar og nú f sumar hefur Flugfélagið Freyr tekið upp sér- stakar skoðtmarferðir þangað út. Fueyr hefur unnið nokkuð að því nú þegar, að kynna þessar ferðír hjá þeim áðilum, sem flytja til landsins erlenda ferða- menn. Árangurinn er nú að koma f Ijós, þótt búast megi vlð, að hann verði meiri, þegar tfmar Ifða. Fyrir réttri viku þáði ég boð Freys um að fara með flugvél félagsins til Grímseyjar, en þangað fór hún með franskt par. Það var Amgrímur Jóhannsson flugmaður og einn af eigendum Freys, sem ílaug vélinni og var leiðsögumaður Frakkanna. Til að sjá út af Þorgeirsfirði reis Grimsey úr hafinu. Fáeinir skýjahnoðrar héngu I nánd við eyna, annars var bjart út af Eyjafirði og Skjálfanda. Úr fjarlægð virtist flugbraut- in í Grlmsey hvítmáluð, eins og stofuþil. Þama sáju fuglar i þéttum heðum, hundruð eða þúsundir. „Það þarf að nota sér- stakar aðferðir til að lenda hér undir enda flugbrautarinnar, era tveir búkkar, gulmálaðir. Þvi sem næst þar er norður-heim- skautsbaugurinn. Það var engin viðhöfn, þegar gengið var yfir bauginn í þetta sinn, aðeins stutt viðdvöl og Amgrimur skýrði frá þvl, hvar við værum stödd. Stundum eru útlendingamir full- ir lotningar fyrir þessum stór- merkjum og draga skó af fótum sér á meðan gengið er yfir baug- inn, og oftast fá þeir að heyra ■söguna frá því að gamli Bása- bærinn var og hét, þar sem baug- urinn lá f gégn um svefnstofu prestshjónanna — og það í gegn um sjálft hjónarúmið, hann svaf fyrir norðan \bauginn, fen hún fyrir sunnan. En nýi bærinn stendur ömgglega allpr sunnan við bauginn, þár er öllum hlýtt, heimafólki og gestum þeirra, all- an ársins hring. Það var ekki til neins að leggja út í þessar flóknu skýringar 1 þetta sinn. þvl Frakkarnif skildu sáralítið í enskri tungu, sem er alþjóða- mál Freysmanna í Grimseyjar- ferðum. Fuglabjörgin em mest norðan við bauginn. Það kólnaði til muna, en samt var haldið að björgunum. Og þar gaf á að líta, þótt varptlminn væri liðinn og flestir ungar orðnir fleygir. Ur- mullinn var óskaplegur. Þegar við komum á bjargbrúnina flugu fuglar úr holum og af sillum, loftið varð eins og þar væri skæðadrífa. Fáeinir ungar treystu sér ekki til að yfirgefa æskustöðvamar. Það mátti næst- um teygja sig til þeirra. Fugla- hljóð, björt og dimm, sjávarnið- ur, bátshljóð, annars ósnortinn náttúran og óravítt hafið. Eftir hálftíma skothríð af myndavélum var haldið heim að Básum í kaffi. Þar ræður ríkjum Alfreð Jónsson oddviti, sem er innfiuttur, en unir sér vel. Sem oddviti er Alfreð sveitarstjóri og hann annast einnig alla flug- umsjón og greiðasölu fyrir gesti Grímseyinga, auk þess sem hann rekur búskap. Það era veizluföng á borðum, eins og alltaf á Básum. Franska parið ræðir sín á niilli, Guð veit hvað. Við Arngrímur ræðum við Alfreð og snáðann Alfreð yngri, sem er aðeins tveggja ára gam- all, en veit það og margt fleira. Að svo húnu er stigið um borð i flugvélina. Svona einfalt var það. En á Akureyrarflugvelli steig franska parið ánægt frá borði, eitt sól- skinsbros. Merci. Merci. Ég notaði að sjálfsögðu tæki- færið og innti Alfreð á Básum frétta. Hann kvað hafa sæmi- lega fiskazt í sumar, einkum þar sem gæftir hefðu verið góðar. Stigið frá borði á Grímseyjarflugvelli, skammt frá Básum og norð- ur-heimskautsbaugnum. Franska parið og Arngrímur Jóhannsson flugmaður. Heyskapur væri hins vegar lítill enn, enda ekkert sprottið. Hafnarframkvæmdum, sem stóð til að ráðast í á árinu, var frestað til næsta árs, en þá á að gera verulegt átak í hafnarbót- um, enda er höfnin lffæð Gríms- eyinga, eins og geta má nærri, og á þeim er ekkert fararsnið. Ibúunum hefur fjölgað á und- anförnum árum. Þeir eru nú 94 talsins og Grimseyingar stefna að því, að þeir verði orðnir 100 árið 1970. „Það er þegnskylda, að standa við það“, segir Al- freð. Og hvers vegna skyldi það ekki geta staðizt, verður manni á að hugsa. Grlmsey er orðin í þjóðbraut, vegna flugsins, á 7 og hálfum mánuði hafa farið 800 farþegar um flugvöllinn þeirra, eða sem svarar þvl, að hver Grímseyingur hafi farið rúmlega 9 sinnum um flugvöllinn. Og svo er sjónvarpið á næsta leiti. En fiskimiðin umhverfis Grímsey eru gullkista þeirra og höfnin lifæð. Hana á að bæta á næsta ári. — herb. AUGLÝSINGIN ER LEIÐ NÚTÍMANS TIL AÐ VEKJA ATHYGLI NEYTENDANNA — AUGLÝSINGSMI ÍSLENDINGS 11354 5 ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.