Íslendingur


Íslendingur - 31.10.1974, Page 1

Íslendingur - 31.10.1974, Page 1
Mynd þessi sýnir nokkuð af þeim skemmdum, sem urðu á kirkjunni þegar. hún fauk af grunni sínum fyrir tæpum tveimur árum síðan. Möðruvallakirkja - EIMIM UTAIM VIÐ GRUIMIM SIIMIM Hvað verður um Möðruvallakirkju í Eyjafirði? Kirkjan, sem var smíðuð árið 1848, fauk af grunni sínum fyrir tæpum tveimur árum síðan og fluttist til um 3 metra. Við raskið skckktist neðri hluti kirkjunnar og einn veggur hennar rifnaði að hluta frá. Gólfið gekk víða upp, altari skemmdist mikið og festing ræðustólsins raskaðist. Tjónið var metið á 1.2 milljónir kr. — Strax eftir skaðann skoðaði þjóðminjavörður kirkjuna og mælti eindregið með því að við- gerð færi fram á henni og bauðst jafnvel til að taka kirkjuna inn á fornleifaskrá. Það felur í sér, að Þjóðminjasafnið tæki kirkjuna að sér og sæi um viðgerð og viðhald hennar. En þrátt fyrir þetta stendur kirkjan enn utan við grunn sinn, óviðgerð. skömmu og innti hann eftir ástæðunni fyrir seinagangi máls Möðruvallakirkja í Eyjafirði er bændakirkja og er í eign Mar teins bónda Jónssonar á Möðru- völlum og systkina hans. íslend- ingur hafði tal af Marteini fyrir Efni í blaðinu í dag: Þau æfa eftir norsku landsliðskerfi Grein eftir Bjartmar Guðmundsson Hvað er um að vera í Ólafsfirði? Fastir miðsíðuþættir o. fl. ins. Marteinn sagði að forsagan væri í raun og veru sú að löngu áður en kirkjan á Möðruvöllum fank hefði verið farið að tala um það í Saurbæjarhreppi að byggja sameiginlega kirkju fyr- ir þá 3 söfnuði, sem eru í hreppn um, þ. e. a. s. Hólssöfnuð, Saur- bæjarsöfnuð og Möðruvallasöfn uð. En meiri hluti í tveimur sóknum er hlynntur hyggingu nýrrar kirkju, þar sem þeir telja gömlu kirkjurnar ekki nægilega stórar. Hefur þurft að leita til Grundarkirkju, t. d. við ferm- — Þegar Möðruvallakirkja fauk þótti ýmsum alveg tilvalið að reisa nýju kirkjuna á staðn- um. Það var svo í janúar að Þjóðminjavörður, Þór Magnús- son, kom hingað norður og liéit fund með heimamönnum og hauðst til að sjá um viðgerð á kirkjunni. Og ég tel að hug- mynd hans hafi verið sú að hér yrði messað áfram, sagði Mar- teinn. — Ut af þessu boði spunn ust deilur milli þeirra sem vildu fá nýja kirkju á Möðruvöllum og þeirra sem vildu láta gera við gömlu kirkjuna. — Hálfu ári seinna lningdi ég í þjóðminja- vörð og tilkynnti honum fyrir hönd sóknarnefndar Möðruvalla sóknar að við óskuðum eftir að taka boði hans um aðstoð við lagfæringu. Þjóðminjavörður sagði að of áliðið væri sumars til þess að hægt væri að hefiast handa á því ári, en lofaði að láta heyra frá sér fljótlega. Síð- an höfum við ekki heyrt naitt frá honum, en ég hef heyrt utan að mér að hann teldi sig ekki hafa fengið fullnægjandi svar frá okkur. Persónulega er ég því hlynntur að gert verði við kirkj- una og tel að viðgerðin eigi eWc erl skylt við byggingu nýrrar kirkju. Verði ákveðið að reisa nýju kirkjuna á Möðruvöllum mætti flytja þá gömlu á heppi- legan stað, en verði nýju kirkj- unni valinn annar staður vil ég að gamla kirkjan standi hér Ö áfram, í framhaldi af þessu samtali hafði Islendingur samband við Framhald á bls. 6. Hitaveita á Akureyri: Hveravellir heppi- legir til virkjunar Bcruiuim á jarðhitasvæði Suður-Þingeyjarsýslu með tilliti til h taveitu á Akureyri er lokið og í nýútkominni skýrslu frá Orkusícfnun segir, að ýmislegt bendi til þess að Hveravellir céu heppiíegasti staðurinn til hitaveitu fyrir Akureyri. Á Hvera- völlum fannst gnægð af góðu vatni, sem ætti að nægja bæði fyr r Húsavík og Akureyri. Þörf Akureyrar er sexföld á við þörf Húsavíkur. í skýrslunni, sem samin er af jarðhitadeild Orkustofnunar, segir að á Hveravöllum sé sjálf- rennsli úr hveruln 52 sekúndu- lítrar af 100 gráðu heitu vatni, en úr 480 metra djúpri holu, sem þar var boruð í haust, fékkst viðbót, sem nam 42 sek- úndulítrum án þess að vart yrði minnkunar í rennsli hveranna. Hiti í holunni hefur mælst tæp 126 stig. Þá segir ennfremur að næstum öruggt sé að þarna megi fá vatnsmagn, sem nægja mundi til hitaveitu fyrir Akureyri, jafn framt Húsavík og byggð á staðn um, en gera þarf ráð fyrir að bora þurfi 1000—2000 metra djúpar vinnsluholur. I viðtali við Karl Ragnars, annan af tveimur höfundum skýrslunnar kom fram að þrír staðir koma til greina til hita- veitu fyrir Akureyri. Það eru Laugar í Reykjadal, Hveravellir og loks er mögulegt að nota af- fallsvatn Kröflu. — Að óathuguðu máli virð- ast Hveravellir henta hest, en þar er vitað að nóg fæst af góðu vatni. En áður en að hægt verð- ur að velja endanlega milli þess- ara staða þarf að gera verk- fræðilega úttekt á legu staðanna borið saman við hvern annan, sagði Karl. — Það þarf að meta livað leiðslurnar verða langar og dýrar og eins þarf að kanna hve hátt staðirnir standa í lands- laginu. Eftir því sem staðurinn er lægri í landslaginu, því meiri verður dælingin að vera. Síðan sagði Karl að úttekt þessi ætti að geta verið afstaðin um jól og teljist hitaveitan hag- kvæm væri ekkert því til fyrir- stöðu að hefja borun í vor. Bæjarstjórn Akureyrar hefur falið sérstakri hitaveitunefnd undirbúningsframkvæmd máls- ins frá bæjarins hálfu. Formað- ur hitaveitunefndar er Ingólfur Árnason. f viðtali við hann kom fram að ríkið á hugsanlegt hitaveitusvæði við Kröflu, og verður því auðvelt að fá leyfi til framkvæmda á þeim stað, þ. e. a. s. verði ákveðið að staðsetja hitaveituna þar. Hins vegar eru það ábúendur í nágrenni Lauga, sem eiga umrætt svæði í Reykja dal og Hveravellir eru einnig í eigu ábúenda i nágrenni þeirra og Garðræktarfélags Reykhverf- inga. Umræður eru þegar hafn- ar við þessa aðila þar sem rétt þykir að kanna afstöðu þeirra á þessu stigi málsins. Ingólfur sagði að umræðurnar hefðu far- ið vinsamlega fram og allt benti til þess að samningar tækjust. Er þá ekkert því til fyrirstöðu að hefja boranir í vor eða næsta sumar. Að lokum sagði formaður hitaveitunefndar, að verði hita- veitunni ákveðinn staður á HveravöIIum mun vatnsleiðslan liggja yfir Aðaldal og í gegnum Gönguskarð milli Köldukinnar og Fnjóskadals og síðan gegn- um Víkurskarð milli Fnjóska- dals og Eyjafjarðar. Síðan Verð- ur leiðslan lögð inn Svalbarðs- strönd og til Akureyrar. Er hugsanlegt að taka út úr leiðsl- unni vatn á leiðinni, þannig að byggðin austan Eyjafjarðar njóti einnig góðs af hitaveit- unni. Símnotendur — kastið aukaskránni i i x x X x X X Iílukkan átta á mánudags- morguninn verða 1000 ný símanúmcr tengd inn á sjálfvirku símstöðina og geta þá Akureyringar loks- ins kastað litlu sérsíma- skránni með gömlu númer- unum. Stækkun sjálfvirku símstöðvarinnar er lokið og hefur verkið tekið rúmt ár. I viðtali við Maríus Hclgason umdæmisstjóra Landssímans kom fram, að allmiklar tafir hafa orðið á verkinu, m. a. vegna efnis- skorts. Upphaflega var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið um mánaðamótin júlí-ágúst. koma í þeirra stað tölustaf- irnir 23. Þannig verður síma númerið 11500 t. d. 23500, og 12499 verður 23499. fyrir sveitabæina í an Gömlu númerin sem nú verða lögð niður byrjuðu öll á tölustöfunum 11 eða 12, en frá og með mánudeginum »:♦ »:»*:**:**:**:**v*:* *:**:—:—:* •** **• *.* *.* •♦**.* •♦♦*** *.**:♦*•*♦:* ♦:* •♦•*.**♦**♦—:*^**:**.** Li»-Í ná- Y grenninu breytist úr 12100 í *»* 23100. — Frá og með mánu- *»* deginum verða aðeins 500 ? númer eftir á Akureyri, sem | byrja á 1 og er ætlunin að þau hverfi einnig í framtíð- inni.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.