Íslendingur


Íslendingur - 31.10.1974, Page 5

Íslendingur - 31.10.1974, Page 5
Útgefandi: íslendingur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Auglýsingastjóri: Gísli Sigurgeirsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Áskriftargjald: Kr. 1200 á ári. Verð í lausasölu: Kr. 35 eintakið. Orkuskorfurinn og Norðurland Nú, eftir að farið er að hægjast um, eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar, og vetur er genginn í garð, verður ábyrgum mönnum á Norðurlandi æ tíð- ræddara um orkuskortinn, sem nú þrengir að öllum byggðum í þeim fjórðungi. í stuttu máli er ástandið þannig, að frekari upphitun húsa með rafmagni, er ekki leyfð. Kröfur um nýjar díselrafstöðvar berast frá mörgum byggðum og olíukostnaðurinn við raf- orkuframleiðsluna er að verða svo gífurlegur, að við liggur, að rekstrargrundvellinum hafi verið kippt undan Laxárvirkjun. Enn hefur þó ekki komið til þess, að takmarka hafi þurft notkun raf- magns til iðnaðar. Vegna skilningsleysis og aðgerðarleysis fyrrver- andi ríkisstjórnar, er nú sýnt, að gufuaflsvirkjun við Kröflu eða Námafjall verður ekki tekin í notkun fyrr, en í fyrsta lagi árið 1978. Hlutur Magnúsar Kjartanssonar, fyrrverandi orkumálaráðherra, í því máli, er sannarlega' ekki fagur. Ár eftir ár var synjað um fé á fjárlögum til nauðsynlegra virkj- unarrannsókna við Kröflu, og á þessu ári fékk til- laga Sjálfstæðismanna, um kaup á jarðbor, vegna virkjunar Kröflu ekki afgreiðslu á Alþingi. Lá þó fyrir, að slík kaup voru nauðsynleg, til þess, að fullur hraði gæti orðið á virkjunarframkvæmdum. Af þessum sökum, og vegna þess, að frekari virkjun Laxár kemur ekki til álita, verður ekki hjá því komizt, að leggja byggðalínuna margfrægu, til þess, að bjarga því, sem bjargað verður. Sú lausn er að sjálfsögðu mjög dýr, og er ekki fjarri lagi, að reikna með, að kostnaðurinn geti orðið eitthvað á annan milljarð króna. Þótt slíkri línulögn yrði hraðað eftir föngum, er fyrirsjáanlegt, að hún mun ekki koma Norðausturlandi að gagni, fyrr en síðari hluta árs 1976, í fyrsta lagi. Við horfum því fram á sama öryggisleysið í orkumálum í a. m. k. tvo vetur enn. Ekki verður hjá því komizt, að átelja harðlega þau vinnubrögð, sem fyrrverandi orkumálaráðherra viðhafði, í sambandi við byggðalínuna. Þannig lýsti hann því yfir á sl. ári, að hafizt yrði handa um gerð hennar í ársbyrjun 1974. Síðan lýsti hann því yfir, að framkvæmdir hæfust sl. vor. Og loks var því lýst yfir, að þær hæfust með haustinu. Allt var þetta svikið og síðast svo kyrfilega, að lagning byggðalín- unnar var meðal þeirra framkvæmda, sem fyrrver- andi ríkisstjón skar niður á þessu ári. Fyrrverandi ríkisstjórn og stuðningsmenn henn- ar geta ekki skotið sér undan pólitískri ábyrgð á því ástandi, sem nú er í orkumálum Norðlendinga. Eins og rakið hefur verið var það ýmist að vinstri stjórnin stóð gegn nauðsynlegum rannsóknum og framkvæmdum eða þvældist fyrir eða skaut mál- inu á frest með margvíslegum loforðum og fyrir- heitum, sem aldrei var gerð nein tilraun til þess að standa við. Það er að vísu rétt, að Norðlendingar stóðu ekki nógu vel saman um lausn orkuvandans. En í raun komu málin aldrei undir þeirra gerð. Vinstri stjórnin hafnaði samvinnu og samráði við þá og samtök þeirra. Hennar er því ábyrgðin og sökin á því, hvernig komið er. H. 61. 4 - ÍSLENDINGUR Bjartmar Guðmundsson: Byggðasjóður og nýi sáttmáli Byggðasjóður, hvað er það? Atvinnubótasjóður hét hann áður, ef ég man rétt, Atvinnu- jöfnunarsjóður svo og nú þetta. Hlutverk þeirra, sem honum stjórna, er að styðja atvinnu- rekstur þeirra, sem búa við lak- ari aðstöðu í strjálbýli en aðrir í þéttbýli og hlynna að nýjum atvinnurekstri út um hinar clreifðu byggðir, sem svo eru nefndar. Skal þetta gert með hagstæðari lánveitingum en al- mennt gerast og ef til vill ein- hverjum styrkjum. Nýja sátt- mála má nú nefna einn þátt í spánýjum ríkisstjórnarsamningi, sem fjallar um það að Byggða- sjóði skuli ætluð 2% árlega af Ríkissjóðstekjum. Það ætti að geta orðið talsverð fúlga, þegar fjárlögin verða komin upp í 50 milljarða, eins og nú lítur út fyrir að fljótlega verði, þó gildi krónunnar okkar sé ekki orðið neitt ýkjamyndarlegt. Vel er það að þetta verði fúlga. Og ekki síður hitt að þessi árin eru samtök ungra manna í báðum höfuðflokkun- um, sjálfum stjórnarflokkunum, farin að gera það að stefnumál- um sínum að stuðla að sem mestu jafnvægi í byggð lands- ins og vaxa af. Ungdómurinn hefur fundið sér verðugt verk- efni ofar flokkadrætti að mestu. Sama er að segja um landshluta samtökin. Nú blæs því ekki eins óbyrlega fyrir þeim, sem skiln- ing hafa á gildi strjálbýlis, eins og t. d. meðan miklir skýrslu- raenn og hugsuðir voru að reikna út óhagvöxtinn fyrir fá- um árum og varla sást Alþýðu- blað öðru vísi en grátandi yfir því hvað strjála byggðin væri orðin mikill baggi á öðrum byggðarlögum. Kannske hefur klifan sú bara haft öfug áhrif og er gott að hún skyldi þó ekki drepa alveg bæði blað og flokk eins og nærri sýndist liggja fyr- ir skemmstu í kosningum. Þá var ekki nógu mikið á þá hlustað, sem sögðu að telja yrði til alvarlegrar óþróunar að fólki fækkaði á öllu íslandi nema á tilteknu svæði við Faxaflóa, en þar fjölgaði aftur um of, báðum hópunum til skaða og sumum byggðarlögum til stórvandræða. Sem dæmi um vandamál Stór- Reykjavíkur af of hraðfara fjölgun eru þrengsli í skólum, íbúðaskortur og uppsprengt verð á húsum. Sem dæmi um staði sem fækkunin hefur verst leikið má nefna Vestfirði alla, Austfirði mestalla og mikinn hluta Norðurlands. Nú er aftur farið að bera þó nokkuð á að útstreymi frá lands byggðinni, sem svo er nefnt, hafi heldur minnkað eða snúist við á einstaka stað, og inn- streymið á höfuðborgarsvæðið minnkað að sama skapi. Senni- lega má rekja þetta eitthvað til hugarfarsbreytinga ungra ís- lendinga og uppvaxandi, sem meta meira manndóm og skikk- Bjartmar Guðmundsson. anlega áreynslu en að liggja í traföskjum. Einnig til áhrifa Atvinnujöfnunarsjóðs eða Byggðasjóðs, sem nú heitir svo, og að síðustu en ekki síst til skuttogaranna nýju. Allt sýnir þetta að á þessu sviði er ekki við óviðráðanleg vandamál að elja. En viðfangsefnið er stórt og margþætt. Það er svovstórt, að flest styður þá skoðun, að velferð alþjóðar geti oltið mjög á því, hvernig til tekst, ekki síð- ur en velferð einstakra byggðar- laga. Mannlífið er nú einu sinní þannig, að maður verður að styðja mann og byggðarlag ann- að byggðarlag. Ekki getur al- þjóð misst eitt einasta byggðar- lag að ósekju. Allir vita hversu útgerðarmenn á Vestfjörðum eru fengsælir, og sömu sögu er að segja kringum allt land, að Heimaey ógleymdri. Meginhlut- ann af efnahagslegri velmegun þjóðarinnar má rekja til sjávar- aflans og sjávarplássin styðjast mjög við næslu sveitir og þær aftur við þua. Þannig tvinnast all.t saman. Hvar væri til dæmis Patreksfjörður staddur, ef ekki væri Rauðasandshreppur, Þing- eyri ef ekki væri Dýrafjörður og Flateyri án Önundarfjarðar? Hvar væri Þórshöfn, ef ekki væri Þistilfjörður og Bakkafjörður, eða Raufarhöfn án sveitanna þar í kring? Hvernig væri Húsavík, ef ekki væru dalirnir og fjalla- drottningin? Hvað væri Reykja- vík, án landsbyggðarinnar, og landsbyggðin án hennar? Hvernig gæti landbúnaðurinn þrifist án þéttbýlis? Sveitirnar styðja útgerðina og útgerðin þær. Þegar lilið er á heildina, er þetta lals staðar svona. Það er margur ríkari en hann hyggur, og sumir máske fátækari ‘en> þeir halda. Við vonum og höldum að bráðum komist land- helgin út fyrir alla anga land- grunnsins og hólminn taki þar með út vöxt sinn 200 mílur vestur fyrir Látrabjarg og jafn- langt norður fyrir Langanes. Þá verður ísland orðið stórt og landshornin verðmikil, hvernig svo sein komandi tími kann að líta á þau sem búsetulönd. Senni-, lega þó með ágirndaraugum. Bjarni Ásgeirsson sagði ein- „Vertíðinni64 lokið hjá Amboðaverksmiðjunni Smíða eina hrífu fyrir hvern bónda Hlutverk gömlu amboðanna verður æ ininna við heyskap á Is- landi cg nú er svo komið að aðalframleiðendur amboða hér- lend s sniíða aðeins rúmlega eina hrífu á hvern bónda á ári, þ. e. a. s. um 6000 hrífur. Þá frainleiða þeir aðeins 200 orf á ári cg fulinægja með því eftirspurninni á öllu landinu. Kom þetía frnm í viðtali við Hannes Arason í Ámboðaverksmiðjunni 18;u við Kaldbaksgötu á Akureyri, en Iðja er eina fyrirtækið á land nu, scm frainleiðir þessi vcrkfæri svo nokkru nemi. — Framleiðsla á amboðum hefur dregist gifurlega saman frá því ^em áður var, en nú tel ég að markðaurinn dragist ekki meira saman úr þessu. Reynsla síðustu 7 ára sannar þetla. Við seljum nú sama magn af hrífum og orfum á hverju ári og skapar það tveimur mönnum næga at- vinnu árið um kring, sagði Hannes. Hannes sagði að aðalanna- tíminn liæfist um miðjan júní og stæði fram á haustið, en yfir vetrarmánuðina er rólegra á verkstæðinu. Þá er reynt að safna nægilegum birgðum fyrir vertíðina, eins og Iðjumennirn- ir kalla heyskapartíðina. Á Iðju eru framleiddar hríf- ur af ýmsum gerðum. Þar er um að ræða hrífur úr áli eingöngu; hrífur með álskafti og tréhaus og loks hrífur úr tré eingöngu. Tréð sem notað er í sköftin er pantað inn af fyrirtækinu sjálfu frá Finnlandi, en álið panta þeir frá Englandi, svo og vír í tind- ana. Hannes sagði að í seinni líð framleiddi fyrirtækið meira og meira af hrífum, sem eru með þriðjungi fleiri tindum, en jiað sem áður tíðkaðist. Eru hrífur þessar sérstaklega ætlað- ar til að raka gras, slegið af garðsláttuvélum. Þá eru fram- leiddar garðhrífur í mismun- andi stærðum. — Annars eru hrífur og orf verkfæri sem ekki breytast mik- ið. Við getum því óhræddir framleitt amboðin fyrirfram. Tískusveiflur gera þau ekki ósöluhæf. Hitt er svo annað mál að alltaf verður að hafa í huga að ný efni koma stöðugt á mark- aðinn og ef þau virðast lienta vel í verkfærin okkar, þá verð- um við að gera tilraunir með þau, sagði Hannes. Amboðaverksmiðjan Iðja tók til starfa árið 1930 og þá kost- Hannes útbýr hrífuskaft. aði ein álhrífa 9 krónur í smá- sölu, að sögn Hannesar, en í dag kostar hrífa 964 krónur. Ef tek- ið er lillit lil launa eru hrífurn- ar í dag því talsvert ódýrari mið að við það sem þær voru áður, enda farið að nota miklu meira vélarafl við frameliðslu þeirra. 1 viðtalinu við Hannes Ara- son í Iðju kom einnig fram að fyrirtækið hefur verið að velta fyrir sér útflutningi á hrífum til Grænlands og Færeyja. íslensk- ar hrífur henta vel fyrir hið fín- Þeir geta óhræddir framleitt amboðin fyrirfram, því tískusveifl- ur gera þau ekki ósöluhæf. gerða gras sem vex á þessum vegna þeirrar óvissu sem stöð- stöðum og hafa verið send sýn- ugt ríkir um verðlag hverju ishorn til þessara landa, sem sinni. hafa líkað vel. Enn hefur þó Hannes og Eyþór Gestsson ekki orðið neitt af útflutningin- eru eigendur Amboðaverksmiðj um og er það fyrst og fremst unnar Iðju. Heilgómar eru þrautarlending 8. þáttur Ótrúlega mikill fjöldi ungs fólks hér á landi er með falsk- ar tennur. Ástæðurnar fyrir því eru margar, m. a. óhollt mataræði, léleg tannhirða og léleg tannviðgerðarþjónusta. En oft er ástæðan hrcinlega hverntíma í þingræðu eða blaði, að vegalengdir milli bæja og byggðarlaga yrðu síður en svo galli, eftir að síminn væri kom- inn til sögunnar; rafmagnið, vegirnir, flugvélin og þráðlausar • sendingar á orði og myndum. Það er ekki langt síðan að blátt vatnið var talið einskis virði, nema sem uppeldisvatn fyrir fisk. Nú er það að verða mun- aðarvara og heilsulind og verð- ur, svo lengi sem það er blátt og hreint. Hreint loft stígur í mati og strjála byggðin, sem uppalandi vaskra manna og batnandi. Óskemmd náttúrugæði láðs og lagar og lofts í köldum löndum og strjálbýlum, eru að verða einhver mestu hlunnindi, sýðan jarðarherrann eitraði út frá sér með sóðaskap á flestum þeim stöðum, sem áður þóttu álitlegastir til búsetu. En svo að aftur sé vikið að hundraðshlutunum tveim, pró- senlunum öðru nafni: Fyllilega er það þess vert, að fagna nýja- sú, að fólk hefur ekki gert sér grein fyrir því, að það er hægt að gera mikið fyrir lélegar tennur annað en að draga þær allar út og setja heila góma í þeirra stað. Að vísu er oft ódýrasta leiðin að setja falska góma, en aðrar lausnir bjóða aftur á móti upp á ánægjulegri árangur, þar sem sáltmála. Og vænta skulum við þess í bláustu alvöru, að hann verði miklú haldbetri en Gamli- sáttmáli forðum tíð, sem reynd- ist hið mesta snuð. Ofan frá má þó enginn vænta allra hluta. Heimamenn í héruð- um þurfa ætíð að hafa sitt frum- kvæði að leggja óskir og til- lögur á borðið og hafa þá í huga uin leið, að þótt sjórinn sé góð- ur og verði vonandi gjöfull alla líma, er liann hvergi einhlítur. Og í sveitunum er hjarðmennsk- an og inatjurtagarðurinn ein saman orðin úrelt þing. Fleira verður til að koma sem atvinnu- greinar. Að þess konar fjöl- breytni á Byggðasjóðurinn að stuðla meðal annars, til þess að draga fólk að byggðarlögum, sem of fámenn eru. Vonum svo, að guðir Byggða- sjóðs samkvæmt iiýj asáttmála, bjálpi strjálbýlinu vel, og að það reynist fyllilega þess um- komið að hjálpa sér líka sjálft. allar nothæfar tennur eru nýtt ar, en gerfitönnum bætt við þar sem tennur vantar. f mörgum tilfellum er hægt að hjálpa sjúklingi mikið með því að setja í hann svokallaðar brýr. En brú er fest milli tveggja tanna, sem útbúnar eru með gullkrónum og tennurnar sem vantar þá lóðaðar við þær og síðan límdar fastar, þannig að brúin er sem líkust að vera eigin tennur, þar eð ekki er hægt að taka þær út úr munn- inum eftir límingu. Brú krefst þess að tennur séu báðum meg- in við tannlausa hlutann. Þegar alla jaxla vantar t. d. þá er ekki hægt að notast við brú, en þá má búa til gómpart í staðinn. Gómpartar eru festir með krókum utan um tennur, sem eftir eru í tanngörðunum eða eru festir með sérstökum smellum, sem faldar eru inn í gómunum, þannig að þær sjást ekki. Kostir þessara gómparta fram yfir heilgóma, eða svokall- Framhald á bls. 7. Brú er fest milli tveggja tanna, sem útbúnar eru með gullkrónum ‘♦HXM«H«**«***MX'*XHXHXH*MX**»MX**X**«*,X****4»**»***H******X**»*,**,*,'X,,*********«M«**íMt*,X,*«*'^*t**tMtM! I I Y t y y y y 4 | t 4 4 4 y y 4 4 i x I 1 t t t y 1 | 'i t t y t t x t t t t t y | 4 4 t t t t y t y i i t t 4 4 y 4 t 4 4 I I y y y y y 4 4 4 y I I I I Gott í gráum hvers- dagsleik- Að áskorun Ásgerðar Snorra- dóttur og Ingva Þórðarsonar koma hjónin Guðbjörg Bald- ursdóttir og Sveinbjörn Vig- fússon hér með uppskrift vik- unnar. Filet Maxim Nautabuff m/kryddsósu 4 þykkar sneiðar af nautakjöti. Smjör eða smjörlíki, salt og pipar. 2 teskeiðar fínt saxaður laukur. 200 gr. sveppir. 1 dl. rauðvín eða portvín. 1 Vz dl. rjómi. - 2 dl. sterkt soð eða teningasoð. matskeið hveiti. 1 dós grænar baunir. 1 dós aspargus. Berjið sneiðarnar lítið eitt. Steikið sneiðarnar nokkrar mín- útur á báðum hliðum. Kryddið með salti og pipar. Brúnið svepp ina og laukinn örlítið. Hellið soði og víni yfir. Jafnið sósuna með hveitinu. Hellið sósunni yfir og berið fram með baunum og aspargus, ásamt steiktum kartöflum. Nougatfromage Brúnið 125 gr. sykur og 125 gr. saxaðar möndlur á pönnu Hellið á smurða plötu og mylj ið, þegar það hefur kólnað Hrærið saman fjórar eggjarauð ur, Yi I. rjóma og Vi I. mjólk Bætið 10 bl. af hræddu matar lími út í, og hrærið vel. Því næst tveim vel þeyttum eggja- hvítum og 4 dl. af þeyttum rjóma. Að lokum er nougat hrært út í. Hellið ekki fromage í ábætisglös fyrr en það er byrj- að að stífna. Ábætinn má skreyta og bragðbæta með nið- ursoðnum perum, ferskjum eða jarðarberjum. Að lokum skora þau á hjónin Aðalbjörgu Jónsdóttur og Tryggva Pálsson að koma með næstu uppskrift. y i t i i ! ! 4 I 4 l I y y I y X fSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.