Íslendingur


Íslendingur - 31.10.1974, Page 8

Íslendingur - 31.10.1974, Page 8
rngur Ferðamálaráð- stefna IMorðurlands Laugardaginn 9. nóv. n.k. verð- ur haldin ferðamálaráðstefna fyrir NorSurland í Félagsheimil- inu á Húsavík. RáSstefnan verS- ur haldin á vegum FjórSungs- sambands NorSurlands, en hún er ætluS öllum þeim, sem hafa áhuga á ferSamálum á NorSur- landi. RáSstefnan hefst kl. 10 f. h. og lýkur samdægurs. Framsöguerindi verSa flutt af LúSvík Hjálmtýssyni, fram- kvæmdastjóra FerSamálaráSs, Dr. Vilhjálmi LúSvíkssyni verk fræSingi, Ragnari Ragnarssyni hótelstjóra, Tómasi Zöega ferSa skrifstofustjóra. AS .erindunum loknum verSa flúttar greinar- gerSir um ástand ferSamála á NorSurlandi, en loks verSa frjálsar umræSur. I\ly stjórn Á fundi Kennarasambands NorS urlands eystra, sem haldinn var 11.—13. okt. sl. var kjörin ný stjórn sambandsins. Hana skipa eftirtaldir: Ingvar Ingvarsson, Lundarskóla, Akureyri, Trausti Þorsteinsson, Húsabakkaskóla SvarfaSardal, Jóhanna Skafta- dóttir, Barnaskóla Árskógs- strandar, Sigmar Ólafsson, Barnaskóla Akureyrar, og Viktor GuSlaugsson, Stórutjarn- arskóla. Á fundinum voru mættir rúm lega 90 kennarar frá flestum skólum á NorSurlandi eystra. Mjólkurfernur I stað mjólkurpoka Húsavik. — í þessari viku verS- ur hafin framleiSsla á mjólk í fernum í Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík, en fram til þessa hefur samlagiS sent frá sér mjólk í plastpokum. Mj ólkursamlagiS hefur keypt fernuvélar frá Tetrapak í Sví- þjóS og undanfarna daga hafa tveir menn frá fyrirtækinu unn- iS viS uppsetningu vélanna. Af- köst fernuvélanna eru 900 fern- ur á klukkustund. SamlagiS er nýlega byrjað að framleiða ÓSalsost og er ostur- inn fyrst og fremst ætlaður fyrir Ameríkumarkað. Afli triilubátanna hefur vcrið injög rýr í haust. Er dragnótaveiði að drepa trilluút- gerð á Akureyri? Afli trillubáta frá Akureyri hefur verið mjög rýr í haust og undanfar- in haust, en á þessum árstíma sækja bátarnir mest á miðin við Arnar- nesvík, Hjalteyri og inni á Skjaldarvíkum. Áður fyrr komu góðar ýsu- og þorskgöngur inn á f jörðinn á þessum árstíma og þá voru haustin besti aflatími ársins. Trillubátaeige ndur kenna sívaxandi dragnótaveiði við Hrísey um aflabrestinn, en báðum megin eyjarinnar leggja nætur sínar bátar frá Hauganesi, Árskógsströnd, Dalvík og víðar. Bátar þessir eru frá 15—30 tonn að stærð. Trillubátaeigendur innar í firðinum eru mjög óánægðir með þessa veiði, og telja liana eyðileggja grundvöllinn fyrir allri línuveiði smærri báta innar í firðinum. Vilja þeir, að dragnótaveiðin verði bönnuð á svæðinu. Fyrir tveimur árum skrifaði Smá- hátafélagið Vörður á Akur- eyri Sjávarútvegsráðuneyt- inu bréf, þar sem það fór fram á bann við veiðunum, en aldrei barst svar við bréfi þessu. Islendingur hafði tal af tveimur trillueigendum ný- lega, og voru þeir báðir mjög óánægðir með núverandi reglur, sem gilda um veiði innan fjarða. Bergsteinn Garðarsson, sem hefur atvinnu af trillu- útgerð, sagði að um leið og veður versnuðu á haustin og dragnótabátarnir leituðu inn á fjörðinn, hyrfi öll veiði hjá línubátunum. — ÁSur fyrr voru haustin hesti veiðitíminn hér á Eyja- firði. Undanfarin ár hefur alll útlit verið fyrir góða ýsu- og þorskgöngu, en þrátt fyrir það bregst veiðin. Fyrir nokkrum árum fékk ég yfir- leitt 5—7 tonn á hverjum haustmánuði, en nú kalla ég það gott, ef ég slepp yfir 2 lonn. Ef ekki verður eitthvað að gert, munu núverandi reglur um veiðar á fjörðum, drepa niður alla trilluútgerð á Eyjafirði, sagði Bergsteinn og bætti síðan við: Ég tel, að eðlilegri þróun hefði verið sú, að dragnótaveiðin hefði verið bönnuð. Dragnótaveiði á fullan rétt á sér utan fjarð- ar, en innan fjarðar er um hreinræktaða rányrkju að ræða. Inni á fjörðum eru lín- ur og færi réttu veiðarfærin. Pétur Bjarnason, hafnar- stj óri Akureyrarbæj ar, og trillukarl í frístundum, sagði í viðtali, að illmögulegt væri orðið, að fara á handfæri vegna netalagnanna. — Um leið og vart verður fiskjar, fyllist fjörðurinn af dragnótum. Við Hrísey er al-' veg þvergirt með dragnótum og dragnæturnar eru lagðar alveg inn að Oddeyrartanga. Bátarnir láta sig engu skipta línudufl, og leggja þvert yfir línurnar, og valda oft tjóni á þeim, auk sem þeir hreinsa upp allan aflann. TrilluveiS- ar eru aðalatvinnuvegur dá- góðs hóps manna og frí- stundagaman enn fleiri og ég tel því, að reglur um veiðar inni á fjörðum þurfi að end- urskoða sem fyrst, eða áður en trilluveiðarnar verða al- veg drepnar niður, sagði Pét- ur. Trillubátum á Akureyri hefur fjölgað mjög á síðustu árum og eftir að smábátahöfnin við Slippinn gat ekki tekið á móti fleiri bátum, var aðstaða í Sandgerðisbótinni í Glerár- hverfi bætt og 40. trillubátum úthlutað legufærum þar. — Aldrei var fullgengið frá þess- ari höfn ,og það sem verra var, þá komust framkvæmdir aldr- ei svo langt að vatn væri leitt að verbúðunum. Eins og fram hefur komið við rannsóknir, er sjór í Akureyrarhöfn ónot- hæfur til þrifa á fisklestum vegna coligerla af saurupp- runa. Þetta hefur í för með sér, að bátaeigendur verða að leita inn á Oddeyrartanga eða í smábátahöfnina í Slippnum til þess að þrífa báta sína. Eru bátaeigendur í Sandgerðisbót mjög óánægðir með þetta á- stand. Er ætlunin að láta hér við sitja, eða mega bátaeigend- urnir eiga von á vatni á næst- unni? Pétur Bjarnason, hafn- arstjóri Akureyrarbæj- ar, svarar: Vatn væri löngu komið í Sand gerðisbót, ef þarna væri um jafn einfalt mál og það virðist vera fljótt á litið. Við vitum að trillueigendurnir eru mjög óánægðir með vatnsleysið og vissulega skapar það þeim bein óþægindi. Höfuðástæðurnar fyr ir því að ekki er komið vatn eru þær að mjög langt er í næstu stofnæð og í öðru lagi er um all kostnaðarsamt fyrirtæki að ræða. En hitt er svo annað mál að vatnið verða þeir að fá. En Framhald á bls. 6. Heimahjúkrun að hef jast Heimahjúkrun á vegum Heilsuverndarstöðvarinnar er að hefj- ast á Akureyri þessa dagana. Til að byrja með mun Hulda Baldursdóttir hjúkrunarkona sjá um þjónustuna. Heimahjúkrun felur í sér almenna umönnun á sjúklingum, böðun, umbúða- skipti á sárum, lyfjagjafir o. fl., en heimahjúkrun er einungis veitt eftir tilvísun frá heiinilislæknum. Heimahjúkrun á Akur- eyri verður rekin í sama formi og heimahjúkrun á vegum Reykjavíkurborgar og Kópavogs. AKUREYRINGAR - N ORÐLENDIN G AR! Kanaríeyjaferðir vikulega. Ferðaskrifstofa Akureyrar fCUDO- GLERHF.I AKUREYRt SÍMI96-21127 Hjúkrunarfélagið á Akureyri átti frumkvæðið að því að koma þessari jrjónustu í skipulegt form. í viðtali við Guðfinnu Thorlacius hjúkrunarkonu, sem átti sæti í undirbúningsnefnd- inni, kom fram að alltaf hefur verið leitað meira og minna til hjúkrunarkvenna um aðstoð við sjúklinga í heimahúsum. Var því ákveðið að reyna að skiþuleggja jijónustuna. Sagði Guðfinna að til að byrja með yrði aðeins um hálft starf að ræða, en ætlunin væri að auka Jrjónustuna eftir því sem þörf krefur. Verður bænum skipt niður í hverfi og hvert hverfi falið einni hjúkrun- arkonu til umsjónar. Heimahjúkrunin er sjúkling- unum kostnaðarlaus.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.