Íslendingur - 01.05.1975, Page 4
Dtgetaudi: Isíemiingur hf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún Stefánsdótln.
Auglýsingastjóri: Gísli Sigurgeirsson.
Dreifingarstjóri: Drífa Gunnarsdóttir.
Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500.
Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar.
Áskriftargjald: Kr. 1200 á ári.
Verð í lausasölu: Kr. 35 eintakið.
Atvinnuöryggi
framar öilu
Atvinnuöryggi er það, sem ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar hefur að höfuðmarkmiði í efnahags-
málum. Því hefur tekist að halda í krafti þeirrar
efnahagsstefnu, sem rekin hefur verið. Það hefur að
vísu kostað nýja gengisfellingu og áframhaldandi
verðbólgu hennar vegna. Á hinn bóginn er enginn
vafi á því, að launafólk er sammála þessari stefnu,
að umfram allt beri að forðast atvinnuleysi. í þeim
efnum viljum við ekki vera í sporum grannþjóða
okkar svo sem Þjóðverja, Englendinga og Dana, en
þær eiga allar við verulegt atvinnuleysi að stríða.
Á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, er ástæða til
að árétta þetta markmið: atvinnu öllum til handa.
Á erfiðleikatímum eins og nú er þýðingarmikið, að
allri kröfugerð sé haldið í því horfi, að ekki sé misst
sjónar af þessu höfuðmarkmiði. Jafnframt ber að
stuðla að sanngjörnum launajöfnuði og í þeim efn-
um hefur verulegt áunnist síðustu mánuði. Við
næstu samningagerð ber áfram að hafa þetta í huga
að þeir lægst launuðu bæti kjör sín hlutfallslega. í
þeim efnum hvílir þung skylda á verkalýðssamtök-
unum, sem þau geta ekki skotið sér undan.
Það er mikill persónulegur sigur fyrir Geir Hall-
grímsson forsætisráðherra, að það skuli hafa tekist
að koma í veg fyrir verkföll að mestu leyti. Að vísu
renna samningar út nú 1. júní n.k., en fram til þess
tíma gefst þýðingarmikið svigrúm til nýrrar samn-
ingsgerðar og til þess að gera nýja úttekt á þjóðar-
búinu. Þó hefur komið til verkfalls á stóru togurun-
um. Það er sannarlega mikið áhyggjuefni, ekki síst
hér á Akureyri, hvernig það kann að leysast og hvort
það leysist í náinni framtíð. Það tjón, sem verkfall-
ið bakar Akureyringum á hverjum degi, er ómælt,
en þar er um ótrúlegar fjárhæðir að ræða. Þannig
vinna nær 500 manns hjá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga h.f. auk þess sem fjöldi manns í þjónustugrein-
um hefur beint og óbeint atvinnu sína af togaraút-
gerðinni, enda hefur hún um árabil verið ein af meg-
instoðunum í atvinnuuppbyggnigu bæjarins. Óhjá-
kvæmilegt er að hér komi til kasta rikisvaldsins til
þess að brúa bilið með einhverjum hætti. Stóru tog-
ararnir eru of þýðingarmikil framleiðslutæki til
þess að þau megi liggja bundin við bryggju um
lengri tíma.
Ákveðinn hefur verið nokkur niðurskurður á op-
inberum framkvæmdum. Þýðingarmikið er, að í
því sambandi verði höfð hliðsjon af atvinnuastandi
á hverjum stað. Jafnframt ber ríkisvaldinu að
fylgja þeirri meginreglu að heimaverktakar séu
látnir sitja fyrir framkvæmdum og viðskiptum eft-
ir því sem hægt er. Með þeim hætti kemur nýtt f jár-
magn inn í byggðirnar, styrkir þær og byggir upp
atvinnufyrirtækin.
Halldór Blöndal.
*
Flugfélag Islands kaupir 35^0
Flugfélag Norðurlands flýgur með póst, farþega og fragt á ýmsastaði norðaustanlands.
Norðurflug hf. skipti um eig-
endur 1. nóv. sl. á fimmtán
ára afmæli félagsins. Tryggvi
Helgason dró sig í hlé frá
rekstrinum en sex ungir menn
tóku við. Allt eru það fyrrver-
andi starfsmenn hjá Tryggva
og héldu þeir starfseminni á-
fram í svipaðri mynd og verið
hafði, en nú fljúga þeir undir
nafninu Flugfélag Norður-
lands. Þeir fljúga með pósí,
fragt og farþega tvisvar í viku
til ýmissa staða á norðaustur
landi og annast einnig sjúkra-
ffug og leiguflug um allt land.
Reksíurinn hefur gengið vel
og nú eru á döfinni ýmsar nýj-
ungar hjá þeim félögum. —
Af því tilefni heimsótti íslend-
ingur fyrirtækið þar sem það
hefur aðstöðu á Akureyrarflug
velli og Sigurður Aðalsteins-
son framkvæmdastjóri Flugfé-
lags Norðurlands varð fyrir
svörum.
Hann sagði að þeir félagar
hefðu keypt fyrirtækið fyrir 15
milljónir króna, en því fylgdu
3 gamlar Beach-Craft-vélar og
nýleg sjúkraflugvél af gerðinni
Piper Aztec. Þrír af eigendun-
um eru flugmenn, en það eru
Jóhannes Fossdal, Torfi Gunn
laugsson og Sigurður. Hinir
þrír af eigendunum eru Jón
Karlsson, Níls Gíslason og
Skarphéðinn Magnússon og
eru þeir allir flugvirkjar. Ann-
ast eigendurnir allt flug og við
hald á vélunum sjálfir.
í fyrradag var gengið frá því
að Flugfélag íslands keypti
hlut í Flugfélagi Norðurlands
og spurðum við Sigurð um á-
stæðuna fyrir því.
— Það hefur lengi staðið ti!
að við seldum F. í. hluta í fyr-
irtækinu og nú er málið komið
á lokastig, sagði Sigurður. —
Kaupin efla i
og stuðla að b
— segir Sigurður Aðalsteii
F. í. kaupir 35% hlutafjár og
með þessu telja báðir aðilar aö
hægt verði að veita íbúum á
norður- og austurlandi betri
þjónustu en ella og jafnframt
að þetta verði til þcss að efla
bæði félögin. Nú þegar F. I.
er orðið aðili að félaginu þá
mun það sjá um ýmsa þætti
rekstursins, svo sem farþega-
afgreiðslu, símavörslu og vöru
móttöku. í okkar hlut kemur
hins vegar að fljúga oftar frá
Akureyri á þá staði sem við
höfum flogið á fyrir austan.
Til þessa höfum við flogið til
Kópaskers, Raufarhafnar,
Þórshafnar og Vopnafjarðar í
einni og sömu ferðinni, en nú
verður breyting á þessu þann-
ig að við fljúgum aldrei á fleiri
cn 2 staði í einu og oft beint
á þá hvern fyrir sig og fríum
þannig farþegana við leiðin-
legum millilendingum og ger-
um þeim kleift að komast
ferða sinna á styttri tíma. Við
höfum yfirleitt flogið fyrst á
Kópasker, síðan á Raufarhöfn,
þá á Þórshöfn og loks á Vopna
fjörð og þaðan til Akureyrar.
Hafa farþegar sem lcoma í vél-
ina á Kópaskeri því orðið að
þvælast til allra hinna stað-
anna áður en þeir komust til
Akureyrar.
Sigurður Aðalsteinsson, framki
— Við teljum að hið nýja
fyrirkomulag verði til þess að
gera flugsamgöngurnar áhuga-
verðari og auki eftirspurn eftir
ferðum hjá okkur. — Til þessa
hefur F. í. haldið uppi flugi
til Raufarhafnar og Þórshafn-
ar, en því verður nú hætt og
Y
Gott í
gráum
hvers-
dagsleik-
anum
AS áskorun Dóru Ágústsdótt-
ur og Hauks Haraldssonar
koma hjónin Hciða Þórðardótt
ir og Jón Geir Ágústsson hér
með uppskrift vikunnar:
Graflax
Laxinn er flakaður, þveg-
inn og þurrkaður. Flökin lögð
á bakka, roðið niður. Krydd-
inu er stráð yfir flökin, 1 bolli
á hvort. Nú er annað flakið
lagt ofan á hitt og sárin látin
snúa saman. Gott er að setja
farg á flökin, sem látin eru
liggja í kæli í 14—15 klst. og
þeim snúið einu sinni.
Kryudið er lagað þannig:
4 matskeiðar salt,
1 matskeið laukur,
Vz matskeið pipar,
1 matsk. þriðja kryddið,
1 teskeið fennikel,
4 - ISLENDINGUR