Íslendingur


Íslendingur - 01.05.1975, Qupperneq 5

Íslendingur - 01.05.1975, Qupperneq 5
í Flugfélagi IMorðurlands s.ff. Flugfélag Islands mun sjá um ýmsa rekstrarliði, svo sem vöru- móttöku og farþegaafgreiðslu. I £ / I .. • bæoi telogm ietri þ jónustu isson, framkvæmdastjóri i/æmdastjóri Flugfélags Norðurl. við munum í þess stað annast áætlunarflug fjórum sinnum í viku til þessara staða, sagði Sigurður. Næst inntum við fram- kvæmdastjórann eftir því hvort það væri raunhæft að halda uppi svona mörgum ferðum í viku til þessara síð- astnefndu staða. — Við erum búnir að sjá að það þýðir elcki að ætla sér að geyma farþega. Fólk fer Ieið ar sinnar á þeim degi sem það ætlar sér með því farartæki sem það nær til, en bíður ekki eftir áætlunarflugi dögum sam an. Við teljum því að fjölgun flugferða verði til þess að auka áhugann fyrir flugleið- inni og skapa þá um leið grundvöll fyrir svo örum ferð- um, sagði Sigurður. Að svo mæltu vék hann að öðrum flugleiðum sem Flugfé- lag Norðurlands ferðast á. Hann sagði að mjög mikið væri flogið til Grímseyjar, ekki síst yfir sumartímann. Þá er verið að gera lilraun með á- ætlunarflug til Sauðárkróks og hefur það gengið vel og einnig er í sigti að hefja áætlunarflug til Blönduóss og Siglufjarðar ef leyfi samgöngumálaráðu- neytisins fæst til þess. Sjúkra- og leiguflug hefur alltaf verið stór þáttur í dag- legum rekstri félagsins og þá kemur sér vel hversu fjölbreytt ur vélakostur fyrirtækisins er. — Við getum notað litla vél þegar fáir farþegar eru en gripið til stærri véla þegar eft- irspurnin er meiri. Þetta gerir það að verkum að góð nýting fæst á vélunum og það gerir svo aftur rekstrargrundvöll fyr irtækisins tryggari en ella, sagði Sigurður. — Miðað við ástandið í dag þá tel ég að við megum vera mjög ánægðir með útkomuna hjá fyrirtækinu það sem af er og kemur það sér vel þar sem við verðum nauðsynlega að endurnýja véla kost fyrirtækisins sem allra fyrst. Það er ætlunin að kaupa tveggja hreyfla vél til viðbótar við þær vélar sem viö höfum áður en langt um líður. Á undanförnum árum hafa oft orðið slys í sambandi við flug á lillum vélum á íslandi. Við báðum því Sigurð að lok- um að segja sína skoðun á ferðalögum á litlum vélum. — Ég verð að byrja á þvi að skipta litlum vélurn í tvo hópa. Annars vegar eru eins hreyfils vélar og hins vegar eru tveggja hreyfla vélar. Þær fyrrnefndu eru notaðar í sjón- flug og oftast af einkaflug- mönnum, en hinar eru búnar blindflugstækjum og er flogið af atvinnumönnum. Ef slysa- tíðni er borin saman hjá þess- um flokkum þá er hún mun hærri í flokki eins hreyfils véla og má oft benda á reynsluleysi flugmanna í þeim tilfellum. Ég tel að eins hreyfils flugvél- ar séu ekki hcppilegar til far- þegaflugs. Hlutir geta alltaf bilað og gildir það einnig um flugvélahreyfla og. má því segja að það sé lágmarkskrafa farþega að ferðast aðeins í tveggja hreyfla flugvélum, því þótt annar hreyfillinn bili þá geta þær samt sem áður kom- ist leiðar sinnar. 2 búnt dild (fersk) eða 3 matskeiðar duft, 1 tesk. saltpétur. Laxinn er framreiddur með ristuðu brauði, smjöri og sinnepsósu, sem löguð er þannig: 250 g mayonese, 1 matsk. sinnep, 1 matsk. hunang, 1 tesk. dild, >**•❖❖❖❖❖❖❖❖*♦♦❖❖*••❖❖♦••❖♦♦♦❖❖❖❖❖ ❖❖❖❖❖❖❖❖•:•♦:•❖❖•:•❖❖❖•:•❖❖❖❖❖❖• salt og pipar, brúnn matarlitur. Öllu hrært saman. Einnig er gott að nota krydd löginn af laxinum saman við sósuna. Að lokum skora hjónin á þau Ásu Ingólfsdóttur og Magnús Gíslason að koma með næstu uppskrift. ❖❖❖❖❖❖❖❖❖•:•❖•:•❖❖❖❖❖❖❖❖:•❖❖❖ UR BORG I BÆ Stórvirkjanamál á Norður- landi eru nú meira rædd en nokkru sinni fyrr. Má búast við, að ekki líði mörg ár þang- að til hafist verður handa í þessum efnum. Vegna smæð- ar raforkumarkaðarins hér á landi, geta stórvirkjanir ekki orðið hagkvæmar nema orku- frekur iðnaður fylgi í kjölfar- ið. Slíkan iðnað er hægt að byggja upp allvíða, en á Norð- urlandi er miðbik Eyjafjarðar langlíklegasti staðurinn. Þar er þéttbýli og þjónustuaðstaða, sem auðvelt er að bæta við. Nauðsynlegt er að fara að koma upp stóriðju annars stað ar en á Faxaflóasvæðinu, til þéss að hún auki ekki enn frekara andstæður í byggða- málum. Lengi er búið að bíða eftir aðstöðu utan Suðvesturlands, sem gæti dregið til sín fólk þaðan, og þarna gæti einmitt komið hið stóra tækifæri Ak- ureyrar. Talið er að Norðmenn muni hafa áhuga á, að koma upp álverksmiðju á Hörgár- eyrum. Með þessu móti gætum við hjálpað frændum okkar til að koma nokkru af pen- ingum sínum fyrir, og tekið upp raunhæfa norræna sam- vinnu í orkumálum. Við get- um lagt til vatnsafl og jarð- varma, en þeir olíu. Hluta af hagnaðinum af olíunni gætu þeir svo lagt hér fyrir í formi stóriðjuvera, eins eða fleiri. Mætti búa svo um hnútana, að verksmiðjurnar yrðu okkar eign, að meira eða minna leyti, eftir samningsbundinn tíma, en þetta er aðferð, sem Norð- menn sjálfir hafa viðhaft í nokkrum tilfellum. Jafnframt gætu þeir hugsanlega lánað okkur hluta af byggingarkostn aði raforkuveranna. Akureyringum hefur fjölg- að nokkuð að undanförnu og er gert ráð fyrir, að um fimm þúsundir muni bætast við til aldamóta. Þessi fjölgun mun þó ekki duga til að ná stærðar hagkvæmni á mörgum svið- um. Bærinn er orðinn það stór, og auk þess í reynd næst- stærsti sjálfstæði bær lands- ins, að til hans eru oft gerðar kröfur eins og til lítillar borg- ar, en ekki er alltaf auðvelt að verða við þeim. Stórt fyrirtæki í nágrenninu mundi leiða til nokkur þúsund manna viðbótaraukningar í bænum, þegar fjölskyldur og aukin þjónustustarfsemi er tal in með. Þetta mundi aftur létta róðurinn til að fá stofn- anir eða útibú þeirra og nýja skóla staðsetta í bænum. Af- leiðingin yrði væntanlega sú, að Akureyringar yrðu 25—30 þúsund um næstu aldamót, og þar með væri komin önnur borg í landinu. Engum þarf að blöskra þessi stærð. Reykvíkingar voru orðnir nær 30 þúsund þegar árið 1930, og Akureyri ætti að geta haldið öllum núver- andi tengslum sínum með þeim íbúafjölda; þar á meðal nánum tengslum við náttúr- una. Varðandi frekari stækk- un á næstu öld, ætti fólk ekki að þurfa að hafa áhyggjur. Til dæmis bendir ýmislegt til, að verulega dragi úr fjölgun landsmanria, þegar unglingarn ir í dag verða komnir á miðj- an aldur. Einnig af þeim á- stæðum skiptir miklu máli, að tækifæri næsta aldarfjórðungs verði notuð til „borgarmynd- unar“ norðanlands, sem ella mundi væntanlega aðeins tákna enn eitt úthverfið við Reykjavík. Margt gott getur leitt af svona stækkun. Fólkið mimdi miklu frekar halda uppkomn- um börnum sínum í nágrenn- inu og ýmsir brottfluttir Akur eyringar kæmu til baka, vegna fjölbreyttara og traustara at- vinnulífs. Margvísleg þjónusta mundi taka stakkaskiptum og ýmsum menningarsviðum mætti skapa miklu betri skil- yrði. Menningarmiðstöð hefur til dæmis verið ætlaður stað- ur í skipulaginu, en þá væri hægt að hefjast handa og byggja yfir tónlistina, mynd- listina og margt fleira. Meir en tvöföldun fólksfjöld ans á 25 árum (að vísu er þetta ekki meiri fólksfjölgun en varð í Reykjavík á 20 ár- um, frá 1910—1930) krefst mikils fjármagns, en há gatna gerðargjöld létta róðurinn, miklar launatekjur hækka út- svörin og gjöld af stórfyrir- tækinu, sem að hluta rynnu til bæjarfélagsins (sbr. Hafnar- fjörð) mundu stórbæta fjár- hagsstöðuna. Önnur bæjarfé- lög á Norðurlandi gætu einnig notið góðs af þessu skattgjaldi. Nú þarf að fara að hugsa alvarlega um þessi mál, þar sem ekki er mjög langur tími til stefnu. Stórvirkjun á Norð urlandi gæti orðið að veru- leika á árunum 1980—1983 og á sama tíma þyrfti verksmiðj- an að rísa. Auðvitað þarf margs að gæta varðandi stórmál af þessu tagi. Þar sem Eyjafjörður er mikið landbúnaðarhérað, umlukt há- um fjöllum, verður grundvall- arforsendan að vera sú, að engin mengun berist frá verk- smiðjunni er skaðað geti gróð ur og dýralíf héraðsins. í ann- an stað þarf að búa byggðina undir þessa miklu breytingu með verulegum íbúðarbygging um strax samfara stórfram- kvæmdunum til þess að halda fólki, sem ella flytti í burtu, og þó einkum til að draga nýtt fólk að og stækka þar með vinnumarkaðinn. En gera þyrfti ráðstafanir til þess, að það fólk kæmi einkum af Suð- vesturlandi. Úrtölumenn verða sjálfsagt ýmsir, en þó verða þeir fyrst og fremst háværir. Hinir eru áreiðanlega miklu fleiri, sem vilja byggja þá litlu, skemmti- legu borg, sem Akureyri get- ur orðið um aldamót. Nú er komið að meirihlutanum að fá að ráða þróun mála á Norður- landi, öllu landinu til heilla. Valdimar Kristinsson. ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.