Íslendingur - 11.09.1975, Page 1
❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖•❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖’
♦♦♦ v V V V ^
I
X
$
*
1
!
*
y
Þeir eru að vonum ánægðir, þessir þrír Þórsarar. Myndin var tekin eftir sigur Þórs í 3.
deild sl. finuntudag, en á henni eru Aðalsteinn Sigurgeirsson, fyrirliði, Haraldur Helga-
son, formaður Þórs, og Samúel Jóhannsson, markvörður Þórs.
I
!
i
|
I
Vilja að stofnað verði
orkuöflunarfyrirtæki
Á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga í síðustu viku hafði Lárus Jónsson alþm. formað-
ur samstarfsncfndar um orkumál á Norðurlandi framsögu um störf nefndarinnar, en henni er
fyrst og fremst falið að kanna viðhorf sveitarfélaga og eigenda virkjana á Norðurlandi um
stofnun sameiginlegs orkuöflunarfyrirtækis fyrir allan Norðlendingafjórðung. Lárus skýrði frá
því að nefndin væri fyrir sitt leyti komin að niðurstöðu um frumhugmynd að umræðugrund-
velli, sem hún teldi að leggja ætti til grundvallar frekari umræðum milli ðaila um stofnun
Norðurlandsvirkjunar. Meginatriði hugmynda nefndarinnar væru að stofnað yrði orkuöflunar-
fyrirtæki, sem ætti og ræki öll stærri orkuver í f jórðungnum ásamt a. m. k. stofnlínu frá Hrúta-
firði að Kröflu. Fyrirtækið yrði að meirihluta i eigu kaupstaða og sýslna á Norðurlandi og eign-
araðild heimaaðila skiptist að mestu í milli þeirra eftir íbúatölu.
Skýrari sjónvarpsmynd
bætt símasamband 09
betri útvarpssendingar
vegna örbylgjukerfisins
í lok þessa árs mega Norðlendingar eiga von á því að það
hætti að snjóa á sjónvarpsskermunum þeirra og erlendar
sjónvarpsstöðvar trufli ckki lcngur útsendingar íslenska
sjónvarpsins. Jafnhliða þessu eiga gæði útsendinga hljóð-
varpsins að batna. Það er nýtt örbylgjukerfi (mikro-
bylgjukerfi) sem Landsíminn er að koma upp sem gerir
þetta mögulegt.
Þegar er búið að ganga
frá örbylgjukerfinu milli
Blönduóss og Akureyrar
og var það tekið í gagnið
um sl. áramót, en nú er
unnið að frágangi á kerfinu
milli Blönduóss og Reykja-
víkur. Kostnaður við kerf-
ið milli Blönduóss og Akur
_ eyrar var um 70 milljónir
og má gera ráð fyrir að
kostnaður við seinni hlut-
ann verði svipaður. Kostn-
aður við uppsetningu ör-
bylgjukerfisins deilist nið-
ur á milli Ríkisútvarpsins
og Pósts og síma.
Að sögn Gústavs Arnar,
deildarverkfræðings hjá
Pósti og síma, á nýja ör-
bylgj ukerfið að geta flutt
960 símarásir og á það að
duga um langa framtíð. Á
rásunum sem síminn hefur
afnot af er um að ræða tvö
falda leið, en á línum sjón-
c
varpsins verður einföld
leið, þ. e. aðeins verður
hægt að senda eftir kerfinu
frá Reykjavík norður.
Gústav sagði að örbylgju-
kerfið myndi draga stór-
lega úr truflana- og bilun-
arhættu á útsendingarkerfi
sjónvarpsins, og væri þess
að vænta að sjónvarpsmót-
tökuskilyrðin bötnuðu ekki
aðeins á Norðurlandi held-
ur einnig á austur- og vest-
urhlutum landsins. Þá ger-
ir nýja örbylgjukerfið hljóð
varpinu einnig kleift að
senda út í „stereo“ til Norð
urlands.
íslendingur ræddi við Lárus
Jónsson og innti hann m. a.
eftir því hvernig framhaldi
nefndarstarfanna yrði háttað.
Hann sagði að nefndin hefði
þegar sett saman frumdrög að
frumvarpi til laga um Norður
landsvirkjun, sem hún væri
sammála um að leggja til
grundvallar í frekari viðræð-
um milli aðila. Þessi drög
hefðu verið kynnt fyrir eig-
endum virkjana á Norður-
landi m. a. bæjarráði Akur-
eyrar og ítarlega rædd í iðn-
aðarráðuneytinu. Hugmynd-
um nefndarinnar hefði verið
vel tekið sem frumhugmynd-
um að nýrri lausn á uppbygg-
ingu Norðurlandsvirkjunar.
Iðnaðarráðuneytið væri nú
með í athugun hugmyndir mn
stofnun fleiri slíkra lands-
hlutavirkjana og samræmingu
á framkvæmdaratriðum varð-
andi þessi fyrirtæki að hálfu
ríkisvaldsins. Hann kvaðst
vona að niðurstöður ráðuneyt-
isins um þessi efni lægju fyrir
síðar í haust og þá myndi tími
til komiim að kynna þetta mál
ennþá nánar fyrir einstökum
sveitarstjórnum á Norður-
landi í framhaldi af umræðu
um þessi mál á fjórðungsþingi.
Ýmsar athuganir væru einnig
í gangi varðandi málið á veg-
um nefndarinnar og stefndi
hún að því að unnt yrði að
leggja álit hennar fyrir næsta
vetur.
68 í öldungadeild l\IA:
— Hlutfallslega
meiri þátttaka
en í Hamrahlíð
Menntaskolinn á Akureyri starfrækir í fyrsta skipti í vetur
öldungadcild og cru hvorki mcira né minna en 68 nemendur
innritaðir í deildina. Flestir þeirra sem hefja nám í haust eru
á þrítugsaldri og eru konur þar í meirihluta, eða alls 40. Kennt
verður í máladeild og náttúrufræðideild og fer kennslan fram
4 kvöld í viku og síðdegis á laugardögum. Námsefni og náms-
kröfur í öldungadcildinni eru- liinar sömu og í öðrum mennta-
skólum.
Að sögn Tryggva Gíslason-
ar, skólameistara, eru skráðir
nemendur í öldungadeildinni
orðnir fleiri en gert var ráð
fyrir í upphafi og ef miðað er
við íbúafjölda í Reykjavík og
Akureyri, þá eru nemendur
öldungadeildar MA hlutfalls-
lega fleiri en nemendur í öld-
ungadeild Hamrahlíðarskólans
í Reykjavík. í vetur verður
kennd íslenska, enska, þýska,
franska, stærðfræði, saga og
náttúrufræði og geta nemend-
ur valið sér fög með tilliti til
hvaða deild þeir hafa valið. Er
gert ráð fyrir að þeir ljúki
stúdentsprófi á 3—5 árum, en
alls þurfa þeir að taka 132
námseiningar. Námstímanum
er skipt niður í annir og ekki
er hægt að taka færri en 14
námseiningar á önn til þess að
fá námið viðurkennt.
Langflestir þeirra sem eru
innritaðir í öldungadeildina
eru frá Akureyri og nágranna
sveitunum. Sagði Tryggvi að
sér litist mjög vel á hópinn og
starfræksla nýju deildarinnar
legðist vel í sig, enda sýndi
reynslan úr Hamrahlíðarskól-
anum að það væri yfirleitt dug
Frh. á bls. 7.
Stöðumæla-
gjöld hækka
Ákveðið hefur verið að
hækka stöðumælagjald á
Akureyri. Eftir hækkun
verður almennt gjald fyr-
ir allt að % klst. stöðu við
stöðumæla 10 krónur, en
þó verður gjald fyrir 15
minútna stöðu á stöðu-
mælareitum við Hafnar-
stræti norðan Kaupvangs
strætis 10 krónur og 20
krónur fyrir 30 mínútna
stöðu.
Hækkunin gengur í
gildi smám saman, eða
eftir því sem hægt verður
að gera nauðsynlegar
breytingar á mælunum
sem fyrir eru. Þá þarf að
panta nýja stöðumæla
með tvískiptum tímamæli
sem verða settir upp í
Hafnarstrætinu. Er verið
að panta þá um þessar
mundir og er þess að
vænta að þeir verði komn
ir í gagnið næsta vor.
Sérkennsludeild við
Barnaskóla Ak.
A þcssu hausti tekur til starfa á Akureyri sérstök deild fyrir
börn scm þurfa á sérkcnnslu að halda. Hólmfríður Guðmunds-
dóttir sérkennari og Valdís Jónsdóttir talkennari munu annast
kennsluna sein fer fram í Barnaskóla Akureyrar. Samkvæmt
athugunum, sem hafa verið gerðar á tornæmum börnum, má
gera ráð fyrir að allt að 14 hörn verði í deildinni.
Valgarður Haraldsson náms
stjóri, sagði í viðtali við blað-
ið að fram hafi komið tillög-
ur um að skipta börnunum
niður í tvo hópa og mundi
annar hópurinn njóta athvarfs
kennslu á meðan hinn er í sér
kennslunni innan veggja skól-
ans.
Athvarfskennslan miðar að
því að hjálpa börnunum til
aukins þroska og veita þeim
þjálfun í ýmsum atriðum sem
eðlilega greind börn læra yfir-
leitt af sjálfsdáðum.
Valgarður sagðist vonast til
að athvarfið gæti komist í
gagnið um áramótin, en uppi
eru hugmyndir um að það
verði til húsa á sama stað og
fjölskylduheimili Sólborgar í
Oddeyrargötu.
Þá kom einnig fram að ætl-
unin væri að láta börnin í sér-
kennsludeildinni fá aðgang að
kennslu í leikfimi, handavinnu
og fl. fögum með öðrum bekkj
um skólans.