Íslendingur


Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 1

Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 1
33. TÖLUBLAÐ . Gö. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 2. OKTÓBEIÍ 1975 Veitingastaður í KAUPANGI? — Jú, það er rétt, að þess hcfur vcrið farið á Ieit við okkur að við hönnuðum innréttingar í nýjan veitingastað, sem ætlunin er að opnaður verði uppi á annari hæð í verslunarmiðstöðinni Kaupangi á Akureyri. Þctta sagði Ásmundur Jóhannsson hjá teiknistofunni ARKO þegar blaðið hafði samband við liann vcgna orðróms scm gengur á Akurcyri um opnun nýs veitinga- staðar í Kaupangi. Tengibygging Fjórðungssjúkrahússins Ásmundur sagði að fulltrúi frá ARKO hefði farið norður í síðustu viku og skoðað hús- næðið og litisr þannig á það að hann teldi að þar mætti gera góðan veitingastað. Ás- mundur sagði ennfremur að málið væri allt enn á umræðu stigi og ættu framkvæmda- aðilarnir á Akureyri eftir að ganga frá ýmsum formsatrið- um áður en gengið yrði frá samningum við teiknistofuna. En strax að samningagerð lok inni færu starfsmenn stofunn- ar að gera frumdrög að nýja veitingastaðnum. Á teiknistofunni ARKO starfa auk Ásmundar þeir Ró- bert Karlsson og Jón Kaldal. Teiknistofan hefur hannað marga af veitingastöðum Reykjavíkur, þar má t. d. nefna Glaumbæ, sem nú er að vísu horfinn af sjónarsviðinu, Klúbbinn, Óðal og Sesar svo eitthvað sé nefnt. FYRSTA FRUMSYIMING LA Á SUNNUDAGINN Á sunnudaginn verður frumsýnt hjá LA leikritið Tangó eftir Slavomir Mrozck. Þýðinguna gerði Þrándur Thoroddsen og Briet Héðinsdóttir, cn leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Leik- mynd er cftir Stcinþór Sigurðsson. Tangó er fyrsta frumsýning LA á þessu starfsári. Loks er búið að ganga frá því hvaða verktakar eiga að vinna einstaka verkþætti við innréttingu tengiáhnu sjúkrahússins. Mynd þessi var tekin af sjúkrahúsinu og nýju tengiálmunni sl. laugard. Tilboðum 7 aðila tekið Innkaupastofnun ríkisins hefur tekið tilboði sjö aðila um framkvæmdit á cinstökum verk- þáttum innanhúss í nýju tengiálmu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Samanlögð tilboð þess- ara aðila hljóða upp á kr. 33 milljónir og 270 þúsund, en upphafleg kostnaðaráætlun Inn- kaupastofnunar liljóðar upp á kr. 32 mill. 409 þús. Verktakarnir sem Innkaupastofnun vill semja við eru þessir: Aðalgeir og Viðar h.f,, Akureyri, Magnús Gíslason, Akureyri, Fjalar h.f. Húsavík, Ó. M.-Þjónustan, Reykjavík, Loki s.f., Akureyri, Raforka h.f., Akureyri, og Rásverk s.f. í Hafnarfirði. Aðalgeir og Viðar munu sjá um tréverk innanhúss og máln ingu, en tilboð þeirra hljóðar upp á 6 millj. 092 þús. kr., Tangó var fyrst sýndur hér á landi fyrir tólf árum, hjá Leikfélagi Reykjavíkur. í þeirri sýningu fór Arnar Jóns son með sitt fyrsta mikils hátt ar hlutverk hjá L. R., hlutverk Arthurs, sem Aðalsteinn Berg- dal leikur í þetta sinn. Júlíus Oddsson mun leika hlutverk Stómilo, Sigurveig Jónsdóttir Elinoru, Gestur E. Jónasson Edda, Saga Jónsdóttir Öllu, Árni Valur Viggósson Efgení- us frænda og Kristjana Jóns- dóttir leikur ömmunh. Miðasala fyrir frumsýning- una hefst á íimmtudaginn kl. 4 og verður haldið áfram næstu daga milli kl. 4 og 6. Þrír sækja um fræðslustjóra- starfið Umsóknarfrcstur um fræðslu- stjóraembættið í Norðurlands- umdæmi eystra rann út 30. scpt. Umsækjendur eru þrír. Þeir sem sóttu um embættið eru: Valgarður Haraldsson námsstj. Norðurlands, Nanna Úlfsdóttir en hún hefur kenn- arapróf og B. A. sosiol frá Há- skóla íslands og Þormóður Svavarsson Fil cand. Þormóð- ur starfar nú á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Umsóknirnar verða nú send ar til viðkomandi fræðsluráðs til umsagnar og að fengnum til lögum frá því verður starfið veitt. Magnús Gíslason mun annast múrverk, en tilboð hans hljóð ar upp á 6 milljónir og 580 þúsund, Fjalar h.f. fær smíði á hurðum og innréttingu en tilboð fyrirtækisins er upp á 11 millj. 095 þús. kr., Ó. M,- Þjónustan mun sjá um frágang á gólfum, þ. e. dúklagnir og flísar, og er tilboð þeirra upp á 2 millj. 415 þús., Loki s.f. mun annast hita-, vatns- og hreinlætislagnir, en tilboð fyr irtækisins er upp á 3 millj. 387 þúsund, Raforka h.f. fær raf- lagnir, en ,tilboð er upp á 2 millj. 759 þúsund og loks fær Rásverk s.f. loftræstilagnir, en tilboð í það verk hljóðaði upp á 942 þúsund. Innkaupastofnunin tilkynnti viðkomandi aðilum ákvörðun sína sl. þriðjudag og eru þrír aðilar þegar byrjaðir á fram- kvæmdum. Eru það Magnús Gíslason, Loki og Raforka. Hinir einstöku verktakar fá mismunandi langan frest til þess að skila verkunum af sér, en áætlað er að þeir síðustu skili ekki seinna en 21. maí nk., þannig að hægt verði að taka tengiálmuna í notkun í byrjun júní. Ekki er enn búið að taka ákvörðun um það hvort ráðist verður í að vinna við grunn þjónustubyggingar Fjórðungs- sjúkrahússins á þessu ári. Fá eitt númer nú og annað árið 77 Vegna tafa sem hafa orðið á framkvæmdum við stækkun sjálf- Virku stöðvarinnar á Akureyri verður hluti af gömlu stöðinni scttur í gagnið á ný. Flestir sem eru að fá síma í fyrsta sinn fá því númer sem eru tengd inn á þessa stöð og byrja þau öll á tölustafnum 1. Ráðgert er að nota stöðina næstu tvö árin og þá fá viðkomandi símnotcndur ný símanúmer tengd í nýjum áfanga í nýju stöðinni. Hvar er það nú, sólskinið, sem sunnlendingar hafa öfund- að okkur svo mikið af í sumar? Myndin var tekin í Hafn- arstrætinu á Akureyri um helgina og talar liún sínu máli um veðurlagið á Norðurlandi um þessar mundir. — Ef tímaáætlanir vegna stækkunar sjálfvirku stöðvar- innar á Akureyri hefðu stað- ist hefði ekki þurft að grípa til þessara ráðstafana, sagði Þorvarður Jónsson yfirverk- fræðingur hjá Pósti og síma í viðtali við íslending. Hann sagði að ef búið hefði verið að flytja gömlu stöðina burt eins og ráðgert hafði verið, þá hefðu þeir sem nú eru að fá síma þurft að bíða eftir þeim í tvö ár í viðbót. — Ætlunin er að skipta út eldri stöðinni á Akureyri og er það verk unnið í áföngum. Við vorum búnir að flytja öll númerin úr henni yfir í nýju stöðina þar sem númerin byrja á tölustafnum 2. Vegna áður- nefndra tafa verðunv við nú að taka gömlu stöðina í gagn- ið á ný. Þegar tengingum inn á hana lýkur snúum við okk- Framhald á bls. 6.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.