Íslendingur


Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 8

Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 8
E\NANGRUNARglER ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 Agnete Munkesjö (til vinstri) á fundi með heyrnarlausri stúlku frá AKUREYRI. Að skrúfa hljóðið niður í sjónvarpinu eykur skilning á lifi hins heyrnarlausa Um helgina efndi danski heyrnleysingjafélagsráðgjafinn Agnete Munkesjö til fundar með heyrnarlausu fólki á Akureyri og foreldrum heyrnarskertra barna. Á fundinum gerði hún grein fyrir rannsókn sem hún vinnur að hér á landi í samvinnu við Félag lieyrnarlausra og foreldrafélagið. Tilgangur rannsóknarinnar er að finna út hverjir möguleikar heyrnar- lausra eru samanborið við aðra í þjóðfélaginu. Þá er einnig ætlunin með rannsókninni að bera saman hag heyrnarlausra hér á landi og stöðu þeirra í nágrannalöndunum og hvort ekki sé þörf á að heyrnarlausir fái sinn sérstaka félagsráðgjafa. f Danmörku eru starf- andi 12 félagsráðgjafar fyrir heyrnarlausa og auk þess starfa sérstakir túlkar sem að- stoða fólk er vill fara í framhaldsnám eftir að það er brautskráð úr heyrnleysingjaskólum. Á fundinum kom Agnete einnig inn á táknmálið, sem er stöðugt meira og meira notað meðal heyrnarlausra og fjölskyldna þeirra erlend- is. Hér hefur táknmálið lítið verið notað, en nú er unnið að útgáfu á bók með táknun- um og verður hún komin á markaðinn innan skamms. Að sögn Agnete er það til mikils hagræðis fyrir heyrn- arlaust fólk að sem flestir kunni táknmálið. Varalestur er mjög þreytandi fyrir hinn heyrnarlausa og alltaf hætta móðurmál á að meira fari fram hjá við ans. komandi, en ef táknmál er Um 150- heyrnleysingj - -200 heyrnleys- notað samhliða varalestri. ingjar eru á íslandi, þar af Benti hún fólki á að skrúfa eru 11 búsettir á Akureyri niður hljóðið í sjónvarpinu og í nágrenninu. Sagðist og horfa á myndina um Agnete telja að þetta fólk stund. Það hjálpaði manni til ætti langt í land með að búa að skilja aðstöðu þess heyrn við sömu aðstæður og heyrn arlausa, og yrði kannske til arlausir t. d. í Danmörku. þess að ýta undir að aðstand Þar væru möguleikar þess , , til að lifa sjálfstæðu lífi endur heyrnarlausra legðu ... . . , , , . ° miklu mem en her, og staf- það á sig að tileinka sér tákn ag[ þag fyrst og fremst af málið, sem mætti líkja við Framhald á bls. 7. lm 300 nemendur I Tonfistarskólanium í vetur Tónlislarskóli Akureyrar verður settur í dag kl. 18.00, cn í vetur eru skráðir um 300 nemend- ur til náms við skólann. Er það töluverð nemendaaukning frá því í fyrra. • Mil ■ Aðalfundur norðlenskra presta á Akureyri Aðalfundur Prestafélags Hóla stiftis verður haldinn á Akur- eyri nú um helgina og hefst fundurinn með athöfn í gömlu kirkjunni við Minjasafnið. Aðalfundirnir eru haldnir ann að hvert ár, en alls 28 prestar eru í félaginu. Á fundinum verður rætt um starfshætti kirkjunnar og framsöguerindi flytja sr. Þórhallur Höskulds- son á Möðruvöllum og sr. Tóm as Sveinsson á Sauðárkróki. Á sunnudaginn munu prest- arnir dreifa sér niður á hinar ýmsu kirkjur í Eyjafirði og messa þar síðdegis. Prestafélag Hólastiftis eru elstu samtök presta á íslandi en félagið var stofnað á Sauð- árkróki árið 1898. Fyrsti fund urinn á Akureyri var haldinn árið 1899. Stjórn Prestafélags Hólastiftis er skipuð próföst- um á Norðurlandi og vígslu- biskup. Bjarg fær frost- þolnara plast Plastverksmiðjan Bjarg er að scnda á markaðinn rafmagns- dósir framleiddar úr nýrri teg und af plasti. Hér er um sér- blandaða plasttegund að ræða, sem er mýkri og frostþolnari en plastið sem verksmiðjan hefur notað til þessa í fram- leiðsluvörur sínar. Plastið er keypt inn frá Þýskalandi. Enn sem komið er hefur plastið aðeins verið reynt í rafmagnsdósir, en ætlunin er að nota það í allar sprautu- steyptar framleiðsluvörur verksmiðjunnar. Að sögn Gunnars Helgasonar, forstjóra Bjargs, hefur mjúka plastið rutt sér mikið til rúms erlend- is að undanförnu og reynslan af því t. d. í Svíþjóð er mjög góð. Á þessu hausti ganga í gildi ný lög um greiðslur frá ríki og sveitarfélögum til tónlistar- skólanna. Að sögn Jóns Hlöð- vers Áskelssonar, skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar, munu nýju lögin hafa það í för með sér að fjárhagur skól- ans verður nokkuð rýmri en verið hefur. Bæjarsjóður mun annast allar launagreiðslur til starfsfólks skólans, en annar kostnaður verður greiddur með framlagi ríkisins og skóla gjöldum. Skólagjöld á kom- andi vetri verða 18.500 krón- ur fyrir fullt nám, þ. e. tvo tíma í hljóðfæraleik á viku auk tíma í tónfræði. Hálft nám, þ. e. einn tími í hljóð- færaleik auk tónfræði í viku kostar yfir veturinn 12.500. Gjöld fyrir börn í forskóla verða 9000 krónur yfir vetur- inn og gjöld fyrir meðlimi í lúðrasveit og fiðlusveit skól- ans verða 9000 krónur, en þar er innifalin leiga á hljóðfæri sem er 3000 krónur. í framhaldi af þessu sagði Jón Hlöðver að hin nýju lög hefðu það í för með sér að semja þarf nýja reglugerð fyr ir skólann, þar sem meðal ann ars er kveðið á um það hver er eignaraðili skólans, en upp- haflega voru það ýmis tónlist- arfélög í bænum sem stofn- uðu skólann. Fyrir skömmu gengu í gildi nýjar reglur um verðmerking ar á vörum. Nú ber kaupmönn um skylda til að verðmerkja vörur í sýningargluggum, en eins og flestum neytendum er kunnugt um hefur það verið heldur fátítt að hægt væri að komast að verði vöru í búðar- gluggum nema með því móti að fara inn í viðkomandi versl un og spyrja. Hvernig hafa kaupmenn á Akureyri brugð- ist við hinum nýju ákvæðum um verðmerkingu? Níels Halldórsson hjá V erðlagsef tirlitinu svarar: — Mér þykja viðbrögð kaup manna hafa verið mjög já- kvæð og þegar gengið er út eftir Hafnarstræti á Akureyri má sjá að svo til allir versl- unareigendur eru nú búnir að verðmerkja vörur í gluggum sínum. Lögin gengu í gildi 15. sept. sl. og var kaupmönnum veittur viku aðlögunartími. Síðan heimsótti ég þær versl- anir er ekki voru búnar að verðmerkja að þeim tíma liðnum og minnti á nýju lög- in. Fengu kaupmenn síðan 3—4 daga frest og hótun um Framhald á bls. 2. Reykinga- námskeið Dagana 5.—9. okt. n.k. verð- ur lialdið námskeið á Dalvík fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Námskeiðið fer fram í Dalvíkurskóla og hefst kl. 20.30 á sunnudagskvöldið. All ir, unglingar og fullorðnir, geta tckið þátt í námskciðinu. Fundir verða á hverju kvöld þessa 5 daga, en þar verða flutt fróðleg erindi og sýndar kvikmyndir. Eini kostn aðurinn sem þátttakendur þurfa að bera er kaup á hand bók, sem kostar kr. 500.00 Jón H. Jónsson verður leið- beinandi á námskeiðinu, en með honum verður Eggert Briem, héraðslæknir á Dalvík. AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR! Ódýrar Lundúnaferðir. Ferðaskrifstofa Akureyrar HÚSBYGGJENDUR! Timbur í úrvali. — HAGSTÆTT VERÐ. BYGGINGAVÖRUVERSLUN TÓMASAR BJÖRNSSONAR H.F. Glerárgötu 34. — Sími 2-39-60.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.