Íslendingur


Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 2
LIÐ KA í HANDKNATTLEIK Hörður hefur leikið í þrjú ár með KA-liðinu, en áður hafði hann leikið 15 leiki með Val. Þá hefur hann leikið knatt- spyrnu með Val í fimm ár og á að baki sex landsleiki. í samtali sem við áttum við liann um síðastliðna helgi sagði hann m. a.: — Ég vona að KA-liðið verði það gott að ekki komi til þess að ég þurfi mikið að leika með því í vetur. Auðvit- að verð ég líka leikmaður, en það eru vissir annmarkar á að þjálfa og leika einnig með liðinu. Aðspurður um keppnina í 2. deildinni í vetur sagði Hörð ur: — Þetta verður erfiður vetur, bæði vegna þess að lið- in eru nú með betri þjálfara en oft áður og eins vegna þess að þau hafa byrjað mun fyrr æfingar en áður. Ég held að það verði einkum þrjú lið sem koma til með að bítast um Þjálfari KA-liðsins er nú Hörð ur Hilmarsson, 22 ára kennari. KYNNT Hörður Hilmars son þjálfar KA Meistaraflokkur KA í handknattleik 1975—1976: Aftari röð frá vinstri: Bjarni Ingvason, Sigurður Jónsson, Hermann Haralds- son, Halldór Rafnsson, Jóhann Einarsson, Páll Kristjánsson, Haraldur Haraldsson, Sigurður Sigurðsson, Ævar Stefánsson, Þor- leifur Ananíasson og Jón Hensley aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Jón Emil, Sverrir Meldal, Jóhann Jakobsson, Ólafur Haraldsson, Magnús Gauti, Guðmundur Lárusson, Stefán Arnaldsson og Magnús Þorvaldsson. Ljósm.: Jón Einar. f dag kynnir fslendingur lið Knattspyrnufélags Akureyrar í handknattleik. Á síðasta keppnistímabili náði liðið mjög góðum árangri er það hafnaði í öðru sæti 2. deildar. Liðið hefur búið sig vel undir komandi keppnistímabil, en róðurinn verður eflaust þung- ur. Lið Þórs verður kynnt á sama hátt í næstu viku. Hér fara á eftir nöfn leik- manna og upplýsingar um þá: Magnús Gauti Gautason, markmaður, 25 ára rekstrar- hagfræðingúr. Hefur leikið með meistarafl. í þrjú ár en sex ár með öðrum aldursflokk um. Ólafur Haraldsson, mark- maður, 18 ára nemi. Er nú að byrja með meistarafl. Lék síð- astliðið sumar með 2. fl. KA í knattspyrnu. Ármann Sverrisson, 19 ára menntaskólanemi. Hann er á sínu fyrsta ári með meistarafl. Lék síðasta sumar með meist- arafl. KA í knattspyrnu og gat sér góðan orðstír. Bjarni Ingvason, 22 ára mat sveinn. Hann er á fyrsta ári í meistaraflokki. Guðmundur E. Lárusson, 26 ára bankagjaldkeri. Hann hef- ur leikið í fjögur ár með meist araflokki. Halldór Rafnsson, 26 ára tré smiður. Hann hefur leikið 10- ár með KA og þjálfaði hann liðið síðasta keppnistímabil. Þá lék hann með Haukum eitt ár og einnig með ÍBA-liðinu á sínum tíma. Tvö sumur lék hann knattspyrnu. Halldór varð íslandsmeistari í golfi I. flokki árið 1970. Haraldur Haraldsson, 19 ára verkamaður. Hefur leikið með meistarafl'. í þ'rjú ár. Haraldur hefur einnig leikið þrjú ár með meistarafl. KA í knattsp. Haraldur Haraldsson, 20 ára menntaskólanemi. Hann er á fyrsta ári með meistarafl. Hcrmann Haraldsson, 23 ára bankastarfsmaður, hefur leik- ið í sex ár með meistarafl. Akureyrarmeistari í borðtenn is. Leikið knattsp. og íshokki til skamms tíma. Hörður Hilmarsson (sjá ann Texti og myndir: JON EINAK ars staðar á síðunni). Jóhann Einarsson, 23 ára stýrimaður, hefur spilað með meistarafl. í þrjú ár. Jóhann Jakobsson „Donni“, 23 ára rafvirkjanemi. Hann hefur keppt fjögur ár með meistarafl. Hann er vel þekkt- ur úr knattspyrnunni en þar hefur hann leikið í fimm ár ýmist með ÍBA eða KA. Jón Emil Ágústsson, 20 ára bankastarfsmaður, hefur leik- ið í eitt ár með KA, en þar áð- ur með Dalvíkingum í þrjú ár. Jón hlaut siifurverðlaun með liði F. H. 2. flokki. Magnús Þorvaldsson, 17 ára nemi, er á fyrsta ári með meistarafl. Á síðastl. sumri keppti hann með meistarafl. og 2. fl. KA í knattspyrnu. Páll Kristjánsson, 18 ára vélskólanemi, er á fyrsta ári með meistarafl. Sigurður Sigurðsson, 23 ára húsasm.nemi, er á fyrsta ári með KA. Sigurður hefur spil- að í sex ár m. a. með Ólafs- firðingum og Völsungum. Stefán Arnaldsson, 17 ára nemi, er á fyrsta ári í meist- arafl. Lék á síðasta sumri með fyrsta og öðrum flokki KA í knattspyrnu. Sverrir Mcldal, 18 ára tré- ■ sm.nemi, hefur leikið í tvö ár með meistarafl. Sigurður Jónsson, 18 ára verkamaður, er á fyrsta ári með meistarafl. Lék með 2. fl. KA í knattspyrnu. Þorleifur Ananíass. „Leibbi“ 26 ára skrifstofumaður. Hann er leikreyndasti maður KA. Hann byrjaði 15 ára, þá fyrst með ÍBA-liðinu en síðan með KA. Leibbi varð annar markhæsti leikmaður 2. deild- ar á síðasta keppnistímabili, sem er mjög góður árangur hjá línumanni. Ævar Stefánsson, 19 ára verkamaður, er á sínu fyrsta ári í meistarafl. Hann hefur varið mark KA í meistara, fyrsta og öðrum flokki í knatt spyrnu á síðastliðnu sumri. Hörður Hilmarsson. fyrstu deildar sætið ÍR, KA og KR. Ef til vill munu svo Þórs- arar blanda sér inn í barátt- una líka. Spurning vikunnar Framhald af baksíðu. kæru ef verðmerkingar yrðu ekki komnar að þeim fresti liðnum. Enn sem komið er hefur enginn fengið kæru. Þeir fáu sem enn eiga eftir að verðmerkja hafa fengið okkar samþykki og er ástæðan þá sú að þeir eru að fara að skipta um gluggaskreytingu og þykir þá ekki taka því að merkja vörurnar sem á að fara að táka úr gluggunum. Ég vil nota þetta tækifæri til að lýsa ánægju minni yfir viðbrögðum kaupmanna og f jölmiðla sem hafa kynnt nýju lögin rækilega fyrir neytend- um. Hitt er svo annað mál að mér finnst vanta ákvæði um það hve stórir verðmiðarnir eiga að vera. Ef örlítill miði er settur á vöru í verslunar- glugga eru margir sem alls ekki geta lesið á þá. Þetta er galli sem mætti leiðrétta með því að setja föst ákvæði um hvernig merkimiðarnir eiga að vera. Frá Lífeyrissjóðnum Sameiningu Sjóðsfélagar, það er í nóvember n. k., sem næst verður úthlutað lánum. Þeir sjóðsfélagar, sem hug hafa á lánum, þurfa að sækja um þau fyrir 31. október n. k. og skila tilskyldum gögnum fyrir sama tíma. LÍFEYRISSJÖÐURINN SAMEINING. Akureyringar — Eyfirðingar Höfum opnað SÖLUOP við verslun vora, þar sem seldar verða allar vörur verslunarinnar. Opið kl. 18,00 til 23,30, mánudaga til föstudaga. Laugardaga kl. 12,00 til 23,30. Sunnudaga kl. 10,00 til 23,30. Kaupið allt á sama stað Sævar og Bjarni hf. KAUPVANGI V/MÝRARVEG. - SÍMI: 2-38-02. 2 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.