Íslendingur


Íslendingur - 27.11.1975, Blaðsíða 2

Íslendingur - 27.11.1975, Blaðsíða 2
Valsarar í heimsókn til Akureyrar um sl. helgi 1. deildarlið Vals í handbolta kom í heimsókn til Akureyrar um sl. helgi og lék við heimaliðin, KA og Þór. Sigruðu Valsarar KA á föstudaginn 32-23, Þór á sunnudaginn 27-23 og á sunnu- daginn urðu þeir sigurvegarar í hraðkeppni þessara þriggja liða. Leikur KA og Vals á föstu- dagskvöldið var nokkuð jafn til að byrja með, en fljótlega fóru Valsarar fram úr og í hálfleik var staðan 15-10, Val í vil. Sá markamunur hélst fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik, en um miðjan hálf- leikinn tókst KA að minnka muninn 1 3 mörk, 21-18. Eftir það tóku Valsarar leikinn í sín ar hendur og skoruðu 11 mörk á móti 5 það sem eftir var leiksins. Á laugardaginn léku Þórs- arar við Val. Höfðu Þórsarar yfir mestan hluta leiksins, mest 5 mörk. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálf leik sem Völsurum tókst að jafna og komast yfir. Lauk léiknum með öruggum sigri Valsara 27-23. Á sunnudaginn fór síðan fram hraðmót með þátttöku þessara þriggja liða. Fyrst léku Valur og Þór og sigruðu Valsarar 17-11, en staðan í hálfleik var 14-3 þeim í vil. í þessum leik notuðu Þórsarar tækifærið til að þjálfa upp nýja menn, sem koma til með að vera uppistaðan í liðinu í framtíðinni og er það vel. Næst léku heimaliðin KA og Þór og sigraði KA örugg- lega 21-14, eftir að hafa haft yfir allan leikinn. Úrslitaleik- urinn varð því milli KA og Vals. Var leikurinn jafn allt þar til á síðustu mínútunum, en þá skoruðu Valsarar 6 mörk á móti 1 marki KA. Lauk leiknum því með sigri Vals 21-15 og unnu þeir þar með hraðmótið. g. s. r Og enn aukum við úrvalið. Nú sýnum við hverju sinni um 60 stórar tepparúllur — og ekki nóg með það — þér getið þar fyrir utan ■' i- valið úr yfir 100 sýnishornum af hinum þekktu dönsku WESTON teppum, sem við útvegum með tveggja til fjögurra vikna f yrirvara. — Við bjóðum einnig skozkar ryamottur og indverskar, kínverskar og tékk- neskar alullarmottur. Við sjáum um máltöku og ásetningu. Teppadeild • Hringbraut 121 • Simi 10-603 Leikfangamarkaðurinn auglýsir! Vörumerki sem tryggja gæðin. Airfix flugvéla- og skipamódel. Amt bílamódel. Brio tréleikföng. Britains traktorar og landbúnaðartæki. Casdon búðarkassar, ísskápar, þvottavélar. Corgi smábílar (Range Rover) ofl. Dinki smábílar. Fischer Price vönduð leikföng fyrir þau yngstu. Galanite mjúkir plastbílar (vegheflar). Hammarplast snjóþotur. Heljan húsamódel. Heros tréleikföng. High-rev bílabrautir. Humbrol föndur- og módellitir. Jumbo leikspil. Lego kubbar. Majorette smábílar Matchbox smábílar, dúkkur o. fl. Mattel Barby dúkkur og föt. Marttoys bílar (Range Rover, Fiat 127). Marxtoys Lone Ranger, Tonto, Hertar. Pedigree smábarnaleikföng. Polytoys bílar og mótorhjól. Revell plastmódel. Scalextric bílabrautir, straumbreytar. Tomte mjúkir plastbílar. Voodoo joe tröll og forynjur. X-acto föndurverkfæri. Úrvalið og verðið er best að hver sjái' fyrir sig. VERIÐ VELKOMIN! Leikfangamarkaðurinn Tékkneski kristallinn margeftirspurði er kominn Pantanir óskast sóttar strax -M» i ■■■— - ■ CABER CABER-skíðaskórnir eru komnir! Einnig skíði, stafir, bindingar. Skautar, hvítir og svartir, allar stærðir og hlífðar- buxur, 4 litir. ADIDAS-æfingaskórnir eru komnir. Allar stærðir — 3 gerðir. HENSON-bolir, buxur, æfingabúningar og sokkar. SPEEDO-sundfatnaður og gleraugu. Stórkostlegt úrval af nýjum plötum. — Og auð- vitað litla platan um ALI! PÖSTSENDUM! SPORT - og hljóðfæraversluviin Sími 23510 2 - ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.