Íslendingur


Íslendingur - 27.11.1975, Blaðsíða 6

Íslendingur - 27.11.1975, Blaðsíða 6
MESSUR Messað verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Altarisganga í upphafi að- ventu. Sálmar: 7, 59, 69, 234, 241, 56. Safnaðarfólk, búið ykkur undir komu jólanna með því að fjölmenna í mess- urnar. — B. S. Messað í Grímsey á sunnudag- inn kl. 2 e. h. Jólafastan byrj- ar. Sálmar (nýja bókin): 4, 507, 73, 96, 82. — Sóknar- prestur. Orð dagsins sími 2-18-40. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 2 - 157 112 88 Vz - E. T. 2 Frá Tónlistarfélagi Akureyrar. Cellótónleikar Kvalbeins og Bratlies, sem vera áttu á sunnudaginn, féllu niður vegna þess að ekki var flug- veður að sunnan. Seldir miðar verða endurgreiddir í Bóka- búðixmi Huld. Frá N.L.F.A. Almennur félags fundur verður haldinn fimmtu daginn 27. nóv. kL 8.30 síð- degis í Amaró, 6. hæð. Fundar efni: Fjáröflunarnefndir skýra frá störfum sínum. Fréttir af landsþingi N.L.F.Í. 4. okt. í haust, og fléiri mál. Æskilegt að félagsmenn mæti vel og stundvíslega. — Stjórnin. Konur í Styrktarfél. vangef- inna. Munið jólafundinn á Sól borg miðvikudaginn 3. des. kl. 8.30. Mætið stundvíslega. Slysavarnafélagskonur Akur- eyri. Munið basarinn 30. nóv. Vinsamlega skihð munum í versl. Markaðinn eða í Barna- skóla Akureyrar kl. 2—4 laugardaginn 29. nóv. og kök- um í Hótel KEA kl. 1 á sunnu- daginn. — Nefndin. Basar. Kvennadeild Slysa- varnafélagsins verður með köku- og munabasar í Hótel KEA sunnudaginn 30. nóv. kl. 3. Ymsir skemmtilegir munir til jólagjafa. — Nefnd- in. Samhjálp, félag sykursjúkra, heldur fund að Hótel KEA sunnudaginn 30. nóvember n.k. kl. 3% e. h. — Magnús Ásmundsson, læknir, mætir á fundinum og svarar fyrir- spurnum. Nýir félagar vel- komnir. — Stjómin. AA-samtökin Símsvari A-A samtakanna er 2-23-73. I kvöid fimmtudagskvöld sýn- ir Nýja bíó kvikmyndina „Þrettándi maðurinn“, en myndin fjallar um baráttu frönsku andspyrnuhreyfingar- innar við Þjóðverja í síðari heimsstyrj öldinni. Á sunnudag verður sýnd Tarsan kl. 3, klukkan 5 verður sýnd mynd- in „Adios Sabata“ með Yul Brynner í aðalhlutverki. Klukkan 9 verður sýnd mynd- ina Cisco Pike. Borgarbíó er nú að ljúka sýningum á ensku Áframmynd inni: Áfram stúlkur, en nsésta mypd er bandaríska stórmýnd in Sviðsljós. Höfundur, fram- leiðandi og leikstjóri er meist arinn Charhe Chaplin, en hann fer einnig með aðalhlut- verk inyndarinnar. Myndin fjallar um heim sviðsljósanna þar seih elhn verður að þoka fyrir æskunni. Hún fjallar um unga dansmey og aldraðan trúð. Myndin gerist í Lundún- um árið 1914. Þetta er mynd sem óhætt er að mæla með. Kiwanisklúbb- urinn Kaldbakur. Fundur að Hótel KEA fimmtudag- inn 27. nóv. kl. 19.15. Barnaverndarfélagið heldur al mennan fund á Lögreglustöð- inni (uppi) laugardaginn 29. nóv. kl. 4. Fundarefni: Hegð- unarvandkvæði barna og skóla dagheimili. Köku- og munabasar i Hótel Varðborg laugardaginn 29. þ. m., kl. 3' e. h. Friðbjamarhúsnefnd. Garðyrkjufélag Akureyrar. — Reynir Vilhjálmsson garðarki tekt heldur erindi um skipu- lag skrúðgarða og sýnir mynd ir að Hótel Varðborg í kvöld fimmtudaginn 27. nóv. kl. 8.30 e. h. Félagar og annað áhuga- fólk er hvatt til að mæta vel og stundvíslega. — Stjórnin. Basar. Það verður haldinn bas ar í sal Hjálpræðishersins laugardaginn 29. nóv. kl. 4 e. h. Margt góðra muna, einn- ig nokkur pottablóm og kök- ur. Verið þið öll velkomin. — II j álpr æðisherinn. SAMKOMUR Kristniboðshúsið Zíon: Sunnu daginn 30. nóv. Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Öll börn vel- komin. Fundin: í Kristniboðs- félagi kvenna kl. 4 e. h. Allar konur hjartanlega velkomnar. Samkoma kl. 8.30 e. h. Ræðu- maður séra Þórhallur Hösk- uldsson. Allir hjartanlega vel- komnir. Byggðasjóður Franihald af forsíðu. þyrfti sérstakar ráðstafanir fyrir þær jarðir, sem nú fá hita til upphitunar húsa frá heitu vatni að Laugalandi, ef borunin hefði það í för með sér að tæki fyrir vatnsrennsli úr núverandi holum. Taldi hann að ekki þyrfti að gera sérstak- ar ráðstafanir nema fyrir jörð ina Hól og ef til vill Syðra- Laugaland, ef til kæmi, þar sem upphitun þar er eingöngu með jarðvarma. Verður þá gripið til rafmagnshitunar á þessum bæjum. noíio JENDURSKINS WIERKI Q „ ! \ X- •> 7 \)\ i í\ /Lmh, i Aa .1) ;; ; Á Akureyri fást endur- skinsmerkin í útibúum Kaupfélags- ins og í Mark aðnum. Selja Ijósaperur Á laugardaginn 29. nóvember munu félagar úr Lionsklúbbn- um Huginn fara um bæinn og selja jóladagatöl og ljósaper- ur til fjáröflunar fyrir starf- semi klúbbsins. Hagnaður af sölunni gengur óskiptur til Verkefna á sviði líknarmála. Huginsmenn vænta þess að bæjarbúar taki þeim vel nú sem áður og veiti þeim stuðn- ing í starfi. SMÁBÁT AEIGENDUR! Til sölu ónotuð Mini-kraft blokk, Hydema IÍB-02-ER með línuskífu. Tilvalin til grásleppu- og þorskanetaveiða á smábát um. Uppl, í síma (96) 6-11-33. IMauðungar uppboð Eftir lcröfu tollheimtu ríkissjóðs og samkvæmt heimild í 54. gr. laga nr. 59, 1969 um tollheimtu og tolleftirlit verður ýmis lconar ótollafgreiddur varningur seldur á nauðungaruppboði: til lúkn- ingar aðflutningsgjöldum. Uppboðið fer frám föstudaginn 5. desember 1975 í húsi tollgæslunnar við Sjávargötu á Akureyri og hefst kl. 14.00. Meðal þess sem selja á eru tvær fólksbifreiðar og ein steypubifreið. Greiðsla fari fram við hamarshögg. UPPBOÐSHALDARINN Á AKUREYRI. Illil iíli íbúðir til sölu I fjölbýlishúsinu Tjarnarlundi 8 og 10 eru til sölu eftirtaldar íbúðir: Ein 3ja herb. íbúð; ,kr. 3.245:000, tilb. undir tré- verk; kr. 3.665.000, með tréverki. Tvær 4ra herb. íb.; kr. 3.860.000, tilb. undir tré- verk; kr. 4.320.000, með tréverki Beðið eftir hluta Húsnæðisláns. Teikningar og upplýsingar á skrifstofunni. SIVlARI hf. Furuvöllum 3. — Sími: 2-12-34. Frá Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar Af gefnu tilefni er hér með vakin athygli á breyt- ingu á lögum um atvinnuleysistryggingar frá 3. maí 1974, en þar segir í annarri grein: „Til þess að öðlast bótarétt verður umsækjandi að láta skrá sig daglega hjá vinnumiðlun." Ennfremur: „Óheimilt er að greiða bætur fyrir tímabil sem ekki hefur verið skráð hjá vinnu- miðlun lögum samkvæmt.“ Greiðsla á ollustyrk á Akureyri fyrir mánuðina júní — ágúst 1975 hefst á bæjar- skrifstofunni, Geislagötu 9, fimmtudaginn 4. des- ember næstkomandi. Olíustyrkur fyrir ofangreint tímabil er kr. 2.000,00 á hvern íbúa, sem býr við olíuupphitun. Styrkurinn greiðist hverjum framteljanda til slcatts og einnig vegna maka og barna sem eru á framfæri hans eigi eru sjálfstæðir framteljendur. Þó skulu líf- eyrisþegar, sem njóta bóta samkv. 19. gr. laga um almannatryggingar (hafa tekjutryggingu) og aðrir lífeyrisþegar, sem hafa svipaðar heildartekjur, fá greiddan styrk, sem nemur IV2 styrk einstaklings vegna þeirra sjálfra. Miðað er við, að sá sem styrks nýtur, hafi verið búsettur í sveitarfélaginu meiri hluta tímabilsins. Á bæjarskrifstofunni verða fáanleg eyðublöð, sem ber að útfylla um leið og olíustyrks er vitjað. Fyrstu útborgunardagana verður greiðslum á olíu- styrk hagað þannig: Fimmtudaginn 4. desember og föstudaginn 5. des- A-E (Aðalstræti - Espilundur). ember til íbúa við götur er byrja á bókstöfunum Mánudaginn 8. desember og þriðjudaginn 9. des- ember: Götur frá F-K (Fjólugata - Kvistagerði). Miðvikudaginn 10. desember og fimmtudaginn 11. desember: Götur frá L-R (Langahlíð - Reynivellir). Föstudaginn 12. desember: Götur frá S-Æ (Skarðs hlíð - Ægisgata) og býlin. Greiðsla olíustyrks fyrir ofangreint tímabil lýkur að fullu 19. desember. Athugið að bæjarskrifstofan er öpin virka daga frá kl. 8,30-12,00 og 13,00-16,00. Akureyri, 25. nóvember 1975, BÆJARRITARI. « — ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.