Íslendingur - 27.11.1975, Blaðsíða 5
LAXAMÝRI SPYR:
UDU
VIÐ?
Þeir sem komnir eru til full-
orðins ára og vel það hafa oft
horft upp á gengisfall íslensku
krónunnar, sem auðvitað er
ekkert gleðiefni. Hitt er þó
ennþá alvarlegra, ef fólk þarf
að horfa upp á siðferðislegt
gengisfall, löghlýðni og þjóð-
hollustu íslensku þjóðarinnar.
★
Og nú kann einhver að
spyrja við hvað sé átt.
Ég vil minna á það, að vald
íslenskra ríkisstjórna hefur
aldrei verið stutt af her heldur
fyrst og fremst af löghlýðni
l borgaranna.
[ En það skeði á sl. vori þeg-
i ar verksmiðjuverkföllin ógn-
, uðu afkomu og jafnvel tilveru
sjálfs landbúnaðarins, að lög-
; leg og sterk meirihluta ríkis-
l stjórn setti bráðabirgðalög til
varnar ófarnaðinum. Þá risu
upp menn og það meir að segja
mjög ábyrgir menn og beittu
sér fyrir því, að þessi lög yrðu
brotin á bak aftur. Þennan at-
burð tel ég einn þann alvar-
legasta, sem skeð hefur það ég
man, enda mæltist hann illa
fyrir því betur. Síðan hefur
það skeð að fjölmennir og fá-
mennir hagsmunahópar og
samtök hafa látið í það skína,
að þeir muni fótum troða lög
og rétt nái þeirra kröfur ekki
fram að ganga. Eftirlætisbörn-
in okkar, námsmennirnir,
fylgja nú fast fram háværum
kröfum á hendur þjóðfélaginu,
en það er því miður óvit-
að, hvaða kröfur þeir gera til
sjálfs sín.
★
Ég leyfi mér að spyrja það
fólk, sem hótar að fótumtroða
lög og rétt. Hvað vill það fá í
staðinn? Því eitthvað hlýtur
þess í stað að koma.
Við þekkjum raunasögu er-
lendra lýðræðisþjóða, sem í
andvaraleysi hafa látið tiltölu
lega fáa öfgamenn, oft með
tilstyrk erlendra aðila, bylta
stjórnarformi sínu með þeim
árangri, að þær hafa upp skor-
ið ófrelsi, hnefarétt, ríkisauð-
vald og andlega kúgun. Við
skulum vera þess vel minnug,
að ef við misnotum frelsið þá
erum við að bjóða ófrelsinu
heim.
Ég veit að íslenska þjóðin er
yfir höfuð vel gefin, vel upp-
lýst, dugandi og hjartagóð
þjóð, þess vegna hef ég bjart-
sýni til að ætla það, að hún
beri nú gæfu til að velja rétta
veginn eins og svo oft áður,
þegar vanda ber að höndum.
Ég bið alla lýðræðissinnaða
Vigfús B. Jónsson
menn og konur hvar í flokki
sem staðið er, að standa fast
saman gegn þeim, sem vilja
sundra samstöðu þjóðarinnar,
því takist okkur að standa sam
an, þá tekst okkur líka að
leysa efnahagsvandann. og
leiða landhelgismálið til sig-
urs.
Og e. t. v. væri það okkur
öllum hollt að hugsa heldur
minna um það, hvað stjórn-
málamenn séu ómögulegir en
því meir um, hvar við sjálf
stöndum og hvernig við eigum
að vera svo vel megi fara.
Laxamýri 14/11 ’75.
Vigfús B. Jónsson.
ftir greindarstigi
námshæfni, læra vart að forð-
ast einföldustu hættur, halda
sér ekki hreinum eða þurrum
og matast naumast sjálfir. All-
ir eru þeir ótalandi.
Þjálfunarhæf vangefin börn
hafa grv. 25—50. í þeim hópi
insson skrifar
vangefinna
eru flestir vistmanna á Sól-
borg. Þau hafa litla sem enga
getu til bóklegs náms, en með
vel skipulagðri og markvissri
þjálfun mun þó sumum þeirra
unnt að læra að þekkja tölu-
stafi og talnagildi, þekkja ein-
stök orð, s. s. heiti daga og
mánaða og sitt eigið nafn.
Mjög fá, og þá einUngis þau
sem hafa grv. um 50, geta lært
að lesa. Þjálfun þeirra er því
fyrst og fremst í því fólgin að
kenna þeim einföld störf, sem
að gagni gæti komið á heimil-
um eða stofnun.
Flest barna í þessum hópi
eru tiltölulega þægileg í um-
gengni og aðlagast að vissu
marki heimilisfólki og ná-
grönnum.
Þriðji hópur vangefinna
barna með grv. 50—75 hefur
ekki gagn af kennslu í venju-
legum skólum, en með sérhæfð
um kennsluaðferðum og
kennslugögnum ná þau lág-
marks árangri í bóklegum
greinum.
Á fullorðinsárum geta þau
flest séð sjálfum sér farborða
og orðið óháðir þjóðfélags-
þegnar.
Ég mun í næsta blaði drepa
á nokkra þætti er varða
kennslu, þjálfun og uppeldi
þessara barna að örvitum und
anskildum. Aðallega verður
fjallað um atriði, sem sameig-
inleg eru síðasttöldu hópunum
báðum, forsendur þess að ár-
angur náist og nauðsyn vel
skipulagðrar kennslu er tillit
tekur til sérþarfa og einkenna
hvers einstaklings.
vVVV'i
I
I
|
Y
l
I
Y
I
I
Y
Y
I
Y
Y
Y
Y
§
§
f
Y
Y
Y
Y
Y
X
Y
Y
Y
Y
Y
Y
Y
Y
Hver sér um eftirlit á
hundahaldi á Akureyri?
Ég á hund, tík, sem er að sjálf
sögðu ekki neitt merkilegt,
þar eð hundahald hér í bæ er
þó nokkuð mikið, cigendum til
ánægju, a. m. k. ætti svo að
vera, en öðrum til mikillar
armæðu.
Ég hef alltaf haft mikla
ánægju af mínum hundi, enda
eru hundar yndisleg dýr ef
rétt er með þá farið, en nú er
svo komið að ég er farin að
skilja þá sem eru á móti huíida
haldi.
Ástæðan fyrir því að fólk er
á móti hundum í bæjum er
nefnilega sú að alltof margir
hundaeigendur eru trassar.
Þeir láta hunda sína lausa út
á morgnana og hirða ekkert
um þá fyrr en hundarnir skila
sér heim á kvöldin, jafnvel
gengur það svo langt að ekki
er skeytt um það þótt hund-
arnir komi alls ekki heim fyrr
en eftir nokkra daga. Þessir
hundar valsa síðan um bæinn,
hundavinum til sárrar gremju
og hundaóvinum til mikillar
reiði.
Þeir sem eiga tíkur verða
■'J'iMilÁ
fyrir miklum ágangi þessara
flækingshunda þegar tíkurnar
eru lóða, og oft er þetta svo illt
viðureignar að kalla þarf til
hjálp. Og þá er ég nú komin að
merg málsins.
Núna undanfarna daga hef
ég haft ærinn starfa við að
hringja í lögreglu, heilbrigðis-
fulltrúa og hundaeigendur á
víxl og hrekja hunda frá húsi
Framhald á bls. 7.
VIKUSTEF
Úr jötungreip íshafs um Jónsmið og suðausturdjúp
íer United Kingdom á sviplitlum rányrkjuflótta.
Þeir þola eklci við nema umvafðir herverndarhjúp
og hyggja hvers skipstjóra er slegin af felmtri og ótta.
Það stoðar þá lítt lil að hrasa við bágborinn hag,
þó hátignin breska sé komin af Auðuni skökli,
því allt þeirra ráð er með ámóta stjórnsnilldarbrag
og okkur skilst kristnihald fyrr verið hafa ’undir Jökli.
24. 11. ’75
b. b.
’.f.X
Vatnajökuls-
bókin komin út
Kynning h.f. sem um langt
skeið hefur gefið út Iceland
Review, hefui' sent frá sér
Vatnajökulsbók Gunnars
Hannessonar og Sigurðar Þór-
arinssonar, en bókin er*gefin
út í tveimur útgáfum, á ís-
lensku og ensku.
Á íslensku heitir bókin
„Vatnajökull — tignarheimur
frosts og funa“ og titill ensku
útgáfunnar er „Glacier-Ad-
venture on Vatnajökull,
Europe’s Largest lce Cap.
Enska útgáfan er sjötta bókin
í flokki Iceland Review Books,
en Mál og Menning og Heims-
kringla hafa keypt íslensku út
gáfuna.
í texta bókarinnar gerir Sig
urður Þórarinsson grein fyrii-
tignarheimi Vatnajökuls, marg
breytileika náttúrunnar á þess
um mestu fannbreiðum lands-
ins. Hann fjallar líka um leið-
angra liðinna tíma. Gunnar
Hannesson á iiins vegar heið-
urinn af myndum þeim sem
birtast í bókinni, en Gunnar
hefur farið mörg sumur með
jöklamönnum á Vatnajökul og
tekið myndir. Skipta þær orð-
ið þúsundum. Allar myndirnar
sem eru í bókinni eru í litum,
margar hverjar mjög fallegar.
Umsjón með vah og úthti bók-
arinnar hafði Gísli B. Björns-
son í samráði við Gunnar
Hannesson og Harald J. Ham-
ar, sem hafði heildarstjórn
verksins á hendi fyrir hönd
útgáfunnar. May og Hallberg
Hallmundsson þýddu enska
textann.
IMátlúruminja-
skrá ÍMoröur-
lands vestra
Samtök um náttúruvernd á
Norðurlandi (SUNN) hafa á
undanförnum árum unxhð að
skrásetningu náttúrmninja á
Norðurlandi í samvinnu við
N áttúr uverndarráð.
Með náttúrmninjmn er átt
við hvers konar sérstakar
landslagsmyndanir, svo sem
fossa, hella, di'anga, gil, fram-
hlaupshóla o. s. frv., jarðfræði
legar minjar, svo sem fundar-
staði steingervinga, svo og
staði með ríkulegum eða sér-
stökum gróðri, dýralífi o. s.
frv., en þar má nefna t. d.
flæðiengjar.
Félagið hefur nú sent frá
sér fyrsta hluta þessarar svo-
nefndu náttúruminjaskrár.
þ. e. Náttúruminjaskrá Norð-
urlands vestra (Húnaþings og
Skagafjarðar) í fjölrituðu
formi.
í skránni eru tilgreindir
rúmlega eitt hundrað staðir og
svæði, sem félagið telur mikil-
vægt að vernda í vestursýslum
Framhald á bls. 7.