Íslendingur - 01.04.1976, Qupperneq 1
13. TÖLUBLAÐ . 61. ARGANGUR
:■ ■■ í:
akureyri
FIMMTUDAGINN 1. APRIL 1976
VÖRUSALAN SH • HAFNARSTRÆTI 104- AKUREYRI
Vdt 'VhMAÁ,
b VERZLAR í / VÖRUSÖLUNNI
&
IJndirbúningur
Islandsmótsins
í fullum gangi
— Jú, það verður örugglega haldið íslandsmót hér um pásk-
ana og undirbúningur er í fullum gangi. Þetta sagði Ivar Sig-
mundsson forstöðumaður skíðamiðstöðvarinnar í Hlíðarfjalli
þegar hann var inntur eftir því hvort ekki væri liætta á að
erfitt yrði um framkvæmd fyrirhugaðs íslandsmóts á skíðum
á Akureyri, þar sem páskar eru svo seint í ár.
ívar sagði að ástandið væri
gott í svigbrautunum í fjall-
inu eins og væri og sömu sögu
væri að segja um stökkbraut-
irnar, hins vegar hefði verið
verra útlit með göngubraut-
irnar, en nú virtist vera að
rætast úr því, enda hefur snjó
kingt niður hér undanfarna
daga.
Síðast var haldið íslands-
mót á skíðum í Hlíðarfjalli ár-
ið 1971. Gert er ráð fyrir um
100 keppendum á mótinu í ár
og koma þeir frá Reykjavík,
ísafirði, Ólafsfirði, Siglufirði,
Húsavík, Akureyri, Fljótum
og einnig koma væntanlega
keppendur frá Austfjörðum og
ef til vill víðar.
ívar sagði, að það væri fyr-
ir löngu fullbókað í gistingu í
Skíðahótelinu yfir páskana og
trúlega yrði allt gistirými á
Akureyri fullnýtt í páskavik-
unni. Keppnisfólkið mun í
flestum tilfellum búa í bæn-
um.
Mótið hefst þann 13. apríl,
sem er þriðjudagur, og þann
dag verður keppt í göngu, 14.
apríl verður keppt í stökki í
norrænni tvíkeppni. Einnig
verður keppt í stökki á laugar
deginum fyrir páska. Á
fimmtudeginn, 15. apríl, verð-
ur keppt í stórsvigi, á föstu-
dag verður haldið skíðaþing,
á laugardag verður keppt í
svigi og stökki, en á sunnu-
dag, þ. e. páskadag, verður
flokkasvig, 30 km ganga og 15
km ganga. Á mánudeginum
verður síðan haldið brunmót
Akureyrar ef aðstæður leyfa.
Já, það er í mörg horn að
sum hornin gleymast. Eitt af þeim sem hafa farið varhluta af hreinsun á þessu vori er
liornið nyrst á íþróttasvæðinu við Glerárgötu. Þar liefur að undanförnu safnast mikið af
af alls kyns rusli og eins og sjá má af myndinni hér að ofan er það síður en svo til prýði.
Bjarni lætur af bæjarstjórastarfi
Bjarni Einarsson, hefur sagt
starfi sínu sem bæjarstjóri
Akureyrar lausu og mun hann
flytja ásamt fjölskyldu sinni
til Reykjavíkur seinni part-
inn í sumar. Bjarni liefur ver-
ið ráðinn til þess að taka við
nýju starfi hjá Framkvæmda-
stofnun ríkisins og tengist það
starf byggðamálum og því um
líku. Bjarni Einarsson hefur
verið bæjarstjóri á Akureyri í
Hver fær Sólarferðina?
Þriðja
spurnmgin
birtist í dag
í dag birtist þriðja og
næst síðasta spurning-
in í getraunakeppni ís-
lendings. Eins og áður
hefur verið skýrt frá,
þá hafa allir áskrifend-
ur blaðsins rétt til þátt-
töku, svo og þeir sem
gerast áskrifendur fyr-
ir 1. maí nk. Dregið
verður úr réttum lausn
um, en vinningurinn er
hvorki meira né minna
en sólarferð í sumar
með Útsýn. Safnið svör
unum saman og hring-
ið þau inn, sendið í
pósti eða afhendið þau
á skrifstofu blaðsins
þegar síðasta spurning
hefur verið birt þann 8.
apríl nk.
Ef svörin eru send í
pósti, þá er utanáskrift
in: íslendingur (get-
raun) Kaupvangs-
stræti 4, Akureyri. Not-
ið þetta einstæða tæki-
færi. Gerist áskrifend-
ur íslendings og öðlist
þátttökurétt í keppn-
inni um sólarferðina
um leið. Áskriftarsím-
inn er 21500.
Og þá er það þriðja
spurningin:
Hvaða ár hlaut
Dalvík kaup-
staðarréttindi?
Spurningarnar sem
áður eru komnar eru:
1) í hvaða hreppi er
Grenivík?, 2) Hvað heit
ir bæjarstjórinn á Húsa
vík?
9 ár, eða nákvæmlega jafn
lengi og fyrirrennari hans,
Magnús E. Guðjónsson.
íslendingur hafði samband
við Bjarna og innti hann eftir
ástæðunni fyrir ákvörðun
hans um að segja bæjarstjóra
starfinu lausu. Hann svaraði
því til að starf bæjarstjóra
væri ekki í eðli sínu ævistarf
og því væri atriði að maður
skipti ekki um starf of gam-
all. Með þetta í huga hefði
hann tekið starfinu hjá Fram-
kvæmdastofnun, enda væri
þar á ferðinni starf sem hann
teldi mjög áhugavert.
Aðspurður sagði Bjarni að
sér hefði líkað dvölin á Akur-
eyri mjög vel. Bæjarstjóra-
starfið hefði verið einstaklega
lærdómsríkt og áhugavert og
kvaðst hann mundu fara sátt-
ur við Akureyri og sannfærð-
ur um að hvergi væri eins gott
að eiga heima og þar.
Loks sagði bæjarstjórinn að
þó svo að hann flyttist til
Reykjavíkur þá væri hann
ekki að kveðja Akureyri að
fullu, þar sem hann ætti eftir
að sjást hér oft vegna nýja
starfsins.
Til lesenda
fslendingur er tólf
síður í dag. Á blað-
síðu 3 og 4 er listi yfir
nöfn fermingarbarna
á Akureyri, en fermt
verður á sunnudag-
inn kemur, 4. apríl;
einnig 11. apríl, 15.
apríl og 19. apríl.
Fjórðungssjúkrahúsið:
2 verktakar buðu í
kjarnabygginguna
I sl. viku voru opnuð tilboðin, sem bárust í þann áfanga ný-
byggingar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri að gera svo-
kallaða kjarnabyggingu fokhelda og ganga frá henni að utan.
Tvö tilboð bárust í verkið og þau voru frá Norðurverki og Aðal-
geiri og Viðari.
Tilboð Aðalgeirs og Viðars
hljóðaði upp á 141.5 milljónir
og er það 3.2% yfir kostnaðar
áætlun sem gerð hafði verið,
en tilboð Norðurverks hljóð-
aði upp á 153.2 milljónir. Sam
ið verður um verkið í þessari
viku, og má búast við að fram
kvæmdir hefjist innan
skamms.
Samkvæmt upplýsingum
Stefáns Stefánssonar bæjar-
verkfræðings þá veitti ríkið 75
milljónir króna til verksins á
þessu ári og bærinn leggur
15% á móti. Þá var geymdur
hluti fjárveitingar frá sl. ári,
sem notaður verður í ár. Ráð-
gert er að kjarnahúsið verði
gert fokhelt og tilbúið að utan
á tveimur árum. Framkvæmd-
um við stigahús sjúkrahússins
á að ljúka í maí nk. og þá
verður sá áfangi tekinn í
notkun.