Íslendingur


Íslendingur - 01.04.1976, Side 7

Íslendingur - 01.04.1976, Side 7
IKIR- ILEGA 9 VIÐ varðstjóri Kjartan Sigurðsson. ii áfengisdrykkju, sem er orðin miklu meiri hjá konum nú en s fyrir nokkrum árum. Áfengis- drykkja unglinga hefur líka færst í vöxt, það er ald- t urinn farið lækkandi, og i þá um leið hafa vaxið n afskipti okkar af þeim, sagði Kjartan. — En það sem mér ð finnst kannske vera stærsta breytingin, sem gerst hefur á i þessum árum er hve almenn- r ingur hlýðir lögreglunni miklu a betur nú en áður. Þegar ég n byrjaði minn starfsferil var algengt að við þyrftum að beita valdi til þess að fá menn til að hlýða, en slíkt er óal- r gengt í dag. Menn hafa lært 4 að virða vald lögreglunnar. Ég r£ álít að reynslan á Akureyri á r þessu sviði sé hliðstæð því sem gerst hefur á öðrum stöð- e um. Það sýnir sig alls staðar að í byrjun þarf hreinlega að kenna mönnum að hlýða lög- n reglumönnum. ð Áfengi í spilinu * Að sögn Kjartans, er áfengi, o a nú sem fyrr, algengasta or- sök þess að lögreglumenn þurfa að hafa afskipti af al- menningi, og ölvun er algeng- asta orsökin fyrir innisetum fólks í fangaklefum lögreglu- stöðvarinnar. — Oft eru það sömu menn- irnir sem koma og gista hjá okkur, sagði Kjartan. — I mörgum tilfellum hafa þessir menn og konur ekki gerst neitt brotleg, en hafa drukk- ið of mikið og hafa bara ekki aðstöðu til þess að kom- ast neins staðar inn og þá skjótum við skjólshúsi yfir það. Einn getur farið ölvaður heim til sín, en annar ekki og það er því alls ekki alltaf áfengismagnið í blóði viðkom- andi sem ræður hverjir gista hjá okkur og hverjir ekki. Lögregluembættið á Akur- eyri er í dag vel sett með hús- næði í nýlegri stöð við Þórunn arstræti, en Kjartan man vel þá tíð, þegar óþægilega þröngt var bæði um lögreglumennina og þá ef til vill ekki síður um þá sem settir voru „inn“. — Á meðan lögreglan hafði aðsetur í litla húsinu við Smáragötu 1, var það býsna algengt að maður þyrfti að taka einn fanga út til þess að koma öðrum inn. í gömlu stöð inni voru aðeins 3 klefar og þá mátti ekki mikið vera um að vera til þess að þeir fyllt- ust. En í ágúst 1968 fluttum við í nýju stöðina og hafði það í för með sér gjörbyltingu í sambandi við alla starfsað- stöðu og aðbúnað fyrir fanga. Við höfum nú 16 fangaklefa sem geta hýst 18 manns í einu og kemur sjaldan fyrir að þeir séu allir uppteknir í einu, en á hinn bóginn kemur það ekki heldur oft fyrir að allir klef- arnir séu tómir samtímis. Síðan vék Kjartan að því að nýja stöðin væri ekki enn fullfrágengin, og enn væri ekki hægt að nýta hana til af- plánunar fyrir fanga, og þyrfti að senda refsifanga frá Akur- eyri til Reykjavíkur til að sitja af sér lengri dóma. Að vísu er hægt að láta fanga sitja af sér styttri tíma, en vegna skorts m. a. á fanga- garði er ekki hægt að láta refsifanga sitja lengi inni í stöðinni. Væri þetta mjög bagalegt, þar sem mikill skort ur væri á fangahúsum í land- inu. Eins og áður segir er Kjart- an varðstjóri á lögreglustöð- inni, en að hans sögn er það mjög fjölbreytt starf. Varð- stjórinn tekur skýrslur af fólki, sem kemur á stöðina, annast símavörslu, fanga- gæslu og yfirheyrslur og ótal margt fleira. Og þar sem Kjart an er búinn að starfa í 26 ár hjá lögreglunni mætti ætla að honum líkaði starfið vel. Um það atriði hafði Kjartan þetta að segja: — Að vera í lögreglunni er bæði gott og illt. En heilt yfir er það þroskandi, þar sem lög- reglumaðurinn sér sitt af hverju í starfi sínu. Sumt er slítandi, en öðru venst maður, en annars fer þetta allt eftir manngerð hvers einstaks lög- reglumanns. En undirstaðan fyrir því að lögreglumaður haldist í starfinu er að hann sé rólegur og ákveðinn. Og ég held jafnvel að ég myndi velja þetta starf á ný ef ég væri í aðstöðu til að byrja starfsæfi mína upp á nýtt. Bæði gott og illt pfærslu húsvíkinga á Pétri Gaut: eiklistarlífi norðanlands isvíkingar gert og ekki ein- ta það. Með þessum sýning- n og öðrum hefir þeim tek- ; að efla svo leiklistaráhuga I leiklistina sjálfa að varla unu slíks dæmi í svo litlu mfélagi — auk heldur verða imir stærri bæir harla smáir í slíkum samanburði. Verk Ibsens um Pétur Gaut hefir löngum verið talið til meiriháttar verka af þvílíku tagi. Þótt það sé nú komið yfir tírætt eru furðu lítil ellimörk á anda þess og efni. Pétur Gautur á enn marga frændur hér og annars staðar og þeir sverja sig í ættina. Lífshættir þessa manns hafa orðið mörg- um — ef ekki fyrirmynd — tiltæk úrræði. Einar Benediktsson þýddi Pétur Gaut og var lengi að Framhald á bls. 10. ýmsum starfsgreinum Hvað viStu verða? Björn Eiríksson kynnir Starf prentara 4. ÞÁTTUR Starf prentara er mjög fjöl- breytt, en það skiptist í tvo meginþætti, þ. e. setningu og prentun. Þróimin hefur verið mjög ör nú síðustu árin og ný prent tækni að ryðja sér til rúms, þ. e. svokallað offsett. Þessi nýja prenttækni hefur það í för með sér að blýið sem áður var notað við setningu hverf- ur en í þess stað koma filmur. Enn sem komið er sjá setj- arar um uppsetningu allra prentverkefna og því er nauð- synlegt að hafa auga fyrir fallegri uppsetningu svo og góða íslenskukunnáttu. Þegar setjararnir hafa lokið sínu verki tekur prentarinn við og prentar verkið. Getur prent- unin verið hið vandasamasta verk, sérstaklega ef um lit- prentun er að ræða. Nám í prentsmiðju tekur 4 ár og iðnskólamenntun er til- skilin, en kröfur um menntun til inntöku í iðnskóla fara vax andi. Það er hægt að ljúka prentnámi hérlendis en síð- ustu árin hefur það mjög færst í vöxt að prentarar leiti út fyrir landsteinana til frekara náms. Margir fara til Norðurlanda, Þýskalands og Bandaríkjanna. Um starfsmöguleika hér- lendis er það að segja að þeir virðast vera allgóðir, en þó virðist örla á samdrætti nú sem stendur eins og víða í öðrum þáttum þjóðlífsins. Laun prentara eru allgóð miðað við aðra iðnaðarmenn, enda hefur stéttarfélag þeirra, Hið íslenska prentarafélag, staðið í fremstu víglínu verka lýðsmálanna um áratuga- skeið. Sjálfsagt eru gallar á þessu starfi eins og öðrum, mætti þar helst nefna inniveruna, en kostina tel ég fleiri. Starfið er fjölbreytt, lifandi og fræðandi að minnsta kosti á köflum. Almenna Bókafélagið hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Guðmund Daníelsson og ber hún heitið Bróðir minn Húni. Bókin er fyrst og fremst saga tveggja bræðra, Húna og Sigurðar, og segir frá upp- runa þeirra, bernskuheimili, foreldrum og öðru heimafólki, gestum, nágrönnum, uppvexti og þroska þeirra sjálfra; bróð- erni þeirra — eða að hinu leyt inu baráttu og samkeppni, sem og lífsbaráttu þeirri sem þeir heyja hvor í sínu lagi. Að forminu til er sagan byggð þannig upp að bræðurnir segja hana til skiptis, Húni er aðalsöguþulur en innskot og nánari útlistanir eru Sigurð- ar. Þá hefur AB einnig sent frá sér bók nr. 5 í flokki fjölfræði bóka Bókafélagsins. Titill bók arinnar er Jörðin og er bókin skráð af Idrisyn Oliver Evans, en er skreytt myndum eftir John Smith. Þýðandi er Árni Böðvarsson. Við þýðingu bók- arinnar hefur verið reynt að búa efnið sem best í hendur íslenskum lesendum, svo sem að bæta við íslensku efni eftir því sem tök voru á. Bókin Jörðin er 160 blaðsíður að stærð og prentuð í mörgum litum eins og fyrri bækurnar í þessum flokki.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.