Íslendingur - 01.04.1976, Page 12
„Krummagull"
Á sunnudaginn var frumsýndi
Alþýðuleikhúsið á Akureyri
nýtt íslenskt leikrit „Krumma
gull“ á Neskaupstað og er
þetta jafnframt fyrsta verkið
sem félagið sviðsetur. í þess-
ari viku var leikritið síðan
sýnt á Eskifirði, Reyðarfirði,
Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og
Breiðdalsvík, en í dag átti að
sýna á Eiðum og síðan í Borg-
arfirði, Seyðisfirði og á Egils-
stöðum. Þaðan fer hópurinn
til Þórshafnar, Raufarhafnar,
Húsavíkur og loks verður sýnt
á Akureyri. Eftir páska á að
fara um Norð-Vesturland og
Vesturland.
Leikritið Krummagull er
eftir Böðvar Guðmundsson,
en Jón Hlöðver Áskelsson hef-
ur samið tónlistina. Leikstjóri
er Þórhildur Þorleifsdóttir en
leikmynd og búninga hafa fé-
lagar í Alþýðuleikhúsinu gert.
— Fjórir leikarar eru fast-
ráðnir hjá Alþýðuleikhúsinu,
en það eru þau Arnar Jóns-
son, Kristín Ólafsdóttir, María
Árnadóttir og Þráinn Karls-
son. Starfsemin er fjármögn-
uð með framlögum styrktar-
félaga. Alþýðuleikhúsið er
umferðaleikhús sem sýnir
leikverk um þjóðfélagsleg
vandamál samtímans.
Dræm þátttaka
Nýlega ákvað áhugamanna-
hópur, í samráði við Félags-
málastofnun Akureyrarbæjar,
að fara af stað með könnun
um dagvistunarmál í bænum.
Var ákveðnu úrtaki foreldra
barna á aldrinum 0—6 ára
send bréf með nokkrum spurn
ingum þar að lútandi og var
veittur 2 vikna frestur til þess
að senda svör. Frestur þessi
er nú liðinn og kom í ljós að
þátttaka foreldra er heldur
dræm. Þeir sem að könnun-
inni standa hvetja þá foreldra
sem ekki hafa enn sent inn
svör, að bregðast fljótt við og
senda svör, þannig að nægi-
legur fjöldi svara berist til
þess að hægt verði að byggja
á niðurstöðum könnunarinn-
ar. Svör sendist í umslagi
merkt: Dagvistunarmál, póst-
hólf 569. Bréf þessi má senda
ófrímerkt.
Um helmingur stauranna var settur á land á Akureyri og á myndinni hér að ofan má sjá
yfir svæðið, þar sem þeim var komið fyrir norðan við Hraðfrystihús Utgerðarfélags Ak.
Kostnaður við kaup og
flutning staura I Kröflu-
línu um 70 milljónir kr.
í sl. viku komu um 1400
staurar til landsins, sem not-
ast eiga í Kröflulínu. Staur-
arnir eru keyptir frá Ame-
ríku og er heildarkostnaður
við kaup á þeim og flutning
til Iandsins um 70 milljónir
króna. Staurarnir voru settir
í land á Húsavík og Akur-
eyri.
Samkvæmt upplýsingum
Bent Scheving Thorsteins-
sonar hjá RARIK þá eru
staurar þessir af allra
stærstu og lengstu gerð, eða
svipaðir staurunum sem
cz
Að sögn Bjarna Kristjáns-
sonar sótti vistheimilið um
fjárveitingu upp á allt að 50
milljónir króna og var þá
miðað við að hægt yrði að
gera bygginguna fokhelda og
hefja frágang innanhúss og
halda áfram því verki næsta
vetur. Þetta fékkst ekki og
er því fyrirsjáanlegt að ekki
verður unt að ljúka bygg-
ingunni á áætluðum tíma,
þ. e. 1. sept. 1977, nema auka
fjárveiting fáist síðar á
þessu ári. — Bjarni sagði að
fyrsta áfanga byggingarinn-
ar, þ. e. gerð kjallara og
plötu, yrði lokið 1. maí nk.,
en annar áfangi yrði boðinn
út í aprílmánuði. Áætlað er
að húsið verði fokhelt 1.
sept. nk.
Sjúkradeildin er ætluð
fyrir 20—24 vistmenn en
grunnflötur byggingarinnar
er 450—500 fermetrar. —
Bjarni sagði að samkvæmt
kostnaðaráætlun sem gerð
var fyrir einu og hálfu ári
siðan hefði sjúkradeildin átt
að kosta 59 milljónir króna,
en samkvæmt endurskoðaðri
kostnaðaráætlun frá 1. jan.
sl. hefði kostnaður verið tal-
inn 87 milljónir króna.
Þegar byggingu sjúkra-
deildar lýkur á eftir að
byggja kennslu- og þjálfun-
arhúsnæði, sem áætlað er
um 500 fermetrar að grunn-
keyptir voru í Byggðalínuna.
Staurarnir verða nú fluttir
út á línustæði Kröflulínu eft
ir því sem bílar komast og
verður byrjað að setja þá
upp í næsta mánuði. Áætlað
er að línan öll verði tilbúin
fyrir áramótin.
Fyrirsjáanlegar tafir á
nýbyggingu Sólborgar
nema aukafjárveiting fáist
Vistheimilinu Sólborg á Akureyri hafa nýkga verið veittar 20 milljónir króna til bygg-
ingaframkvæmda á þessu ári. Nægir það fé til þess að gera fokhelda byggingu þá sem
byrjað var á sl. haust og hugsuð er sem sjúkradeild.
fleti. Byggingin verður á
tveimur hæðum. í kjallara
er gert ráð fyrir sundlaug
og aðstöðu til líkamsþjálfun-
ar, en á efri hæð verður
kennslurými. Áætlaður kostn
aður þessa húsnæðis er um
100 milljónir miðað við nú-
gildandi verðlag.
Loks sagði Bjarni að þeg-
ar nýju byggingarnar kæm-
ust í gagnið yrði ekki um
neina verulega fjölgun vist-
manna að ræða, heldur verð-
ur rýmkað um þá sem fyrir
eru, en þrengsli há starfsemi
Sólborgar verulega eins og
húsnæðismálum vistheimil-
isins er háttað í dag.
Það sem af er þessum vetri
hefur tíð verið með eindæmum
góð norðanlands og færð á Ak
ureyri liefur verið eins og á
sumardegi vikum saman. Eins
og mönnum er í fersku minni
var sl. vctur aftur á móti sér-
staklega snjóþungur, og kostn
aður við snjómokstur á Akur-
eyri var afar mikill. Hvernig
er samanburðurinn á kostnað-
arhlið snjómoksturs það sem
af er þessu ári miðað við sama
tímabil í fyrravetur?
Stefán Stefánsson, bæj-
arverkfræðingur, svarar:
Fyrstu þrjá mánuðina á sl.
ári var kostnaður við snjó-
mokstur og sandburð samtals
10 milljónir króna, en í ár er
kostnaður við þetta aðeins 2.6
milljónir króna. Þegar þessar
tölur eru bornar saman ber að
hafa það í huga að krónan í
dag er ekki hin sama og krón-
an fyrir einu ári síðan. Þessi
vetur hefur verið Akureyrar-
bæ mjög hliðhollur og það hve
snjólétt er, hefur gert okkur
kleift að nota tæki bæjarins
við nýframkvæmdir í nýjum
íbúðarhverfum.
Samsöngur
Karla-
kórsins um
helgina
Karlakór Akureyrar heldur
samsöng í Samkomuhúsinu á
Akureyri 4., 5., 6., 7. og 8. apríl
nk. Stjórnandi kórsins er Jón
Hj. Jónsson, en undirleik ann-
ast Sólveig Jónsdóttir. Ein-
söngvarar með kórnum eru
Kristján Jóhannsson og Helga
Alfreðsdóttir. Félagar í Karla
kór Akureyrar eru alls um 45
talsins.
Meðal verkefna á söng-
skránni eru frumflutningur á
verki Áskels Jónssonar „Til
Karlakórs Akureyrar 1975“,
þá eru lög eftir Sibelíus, K. A.
Kern, Birgi Helgason, Pál
Isólfsson, Árna Thorsteinsson,
H. T. Burleigh, J. Kern,
Grieg, Lehar og fl.
HAKUREYRIILGAR -
NORÐLENDINGARI
Áætlun Færeyjaferjunnar
Smyrils er komin!
Ferðaskrifstofa Akureyrar
VITRATEX-plastmálning og
HEMPALIN-lakkmálning á kynningarverði.
íbúðin hf. Tryggvabraut 22