Íslendingur


Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 2

Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 2
^ftfi!f»i!!r5r»!S»ÍISirggýSgi!»S»»»W»S»»SliiW»mllBg98l»9W»gft<w»»»<wWSBB9B8B88B9BBW0WW0000BBWWBBaWO9909WW00aa0O»Wft0W»WWTOW9OBPWWJgjlw,»l»«»IIILv/.- ...wwwww^^vw. ......................... . . Á æfingu sl. föstudagskvöld. Fremsta röð f. v.: Árni Gíslason, Fjölnir Freyr Guðmundsson. Onn- ur röð: Kristinn Jónsson, Kári Árnason, Hólmgrímur Heiðreksson og Kári Gíslason. Aftasta röð: Gísli Bjarnason, Pétur Pálmason, Örlygur ívarsson og Sigurjón Gunnlaugsson. Vaxandi badmintonáhugi — en aðstöðuleysi heftir viðgang íþróttarinnar Badmintonfélag Akureyrar var stofnað fyrir 4 árum og eru meðlimir félagsins nú orðnir rúmlega 50. Félagið hefur æfinga- aðstöðu í íþróttaskemmunni á Akureyri, en sökum þrengsla þar hafa aðeins fengist 3 tímar í viku. Einn tími er á föstudög- um og tveir á laugradögum og notast þeir heldur illa. Að sögn Gísla Bjarnasonar, formanns Badmintonfélags Akureyrar, cr ekki við árangri að búast með svo fáa æfingatíma, þar sem flestir fá aðeins 1 æfingatíma í viku. Vonandi stendur þetta til bóta er nýtt íþróttahúsnæði verður tekið til notkunar, sagði Gísli. — Æfingatímabilið er líka of stutt — hélt Gísli áfram — því hér komumst við ekki inn í íþróttahús fyrr en í byrjun október og verðum að hætta í lok april, en æskilegt væri að fá september og maí til við bótar. Næst var Gísli spurður hvernig þjálfun og leiðsögn væri háttað hjá félaginu? — Badmintonsamband ís- lands er tilbúið að aðstoða okkur við kennslu í badmin- ton,- en til að það notist vel þurfum við fleiri tíma og þá fleiri tíma saman, svaraði Gísli. — Þá hefur hinn lands- kunni badmintonmaður Ósk- ar Guðmundsson verið okkur hjálplegur og komið hér nokkrum sinnum og leiðbeint okkur. Áhugi fyrir þessari íþrótt virðist sífellt fara vax- andi, því æ fleiri spyrjast fyr ir um æfingatíma, en aðstöðu leysi heftir viðgang og þroska félagsins eins og er. Yngstu félagarnir í Bad- Framhald á bls. 7. Gísli Bjarnason, form. Bad- mintonsfélags Akureyrar. f t t t t t t t t t t t i4 Í4 t Í4 Í4 t Í4 T v Skíðafólk! CABER skíðaskórnir komnir aftur l\lýkomnar sendingar af Monn boots — Skíðum — Skíðabindingum Skíðagleraugum — Skíðastökkum Skó- og skíðapokum o. fl. SPORT og hljóðfæraverslun Akureyrar simi 23510 f ! f f 2 — ÍSLENDINGUR ♦ ♦ •> •> ♦>♦>♦♦♦♦♦♦<« Ý Islandsmótið i körfubolta 2. deild Þórsarar með tærnar i Á laugardaginn lék Þór við Grindvíkinga í 2. deild karla í fslandsmótinu í körfubolta. Var þetta einn af úrslitaleikjum mótsins, því fyrir leikinn höfðu Þórs arar engum Ieik tapað, en Grindvíkingar komu þeim næstir að stigum, höfðu að eins tapað 2 stigum til Þórs. Þórsarar unnu leik- inn með 68 stigum gegn 63, en í hálfleik höfðu þeir 9 stig yfir. Grindvíkingar höfðu for ystuna framan af leiknum, en um miðjan fyrri hálf- leik jöfnuðu Þórsarar og komust yfir. Eftir það náðu Grindvíkingar ekki að jafna og komust Þórsarar mest í 18 stig yfir um miðj an síðari hálfleik. Þegar um 3 mín. voru eftir af leiknum höfðu Þórsarar 14 stig yfir, en eftir það skor- uðu þeir ekki nema 1 stig á móti 10 stigum Grindvík- inga og var kominn hrollur í stuðningsmenn liðsins á áhorfendapöllunum. Á þess l.deild um tíma var Stefán Hall- grímsson þjálfari kominn með mest allt varaliðið inn á og lét þá leika út leikinn og sigurinn hafðist þó tæpt stæði. Það er sjónar- mið út af fyrir sig, að leyfa varamönnunum að spreyta sig og góðra gjalda vert, en það má bara ekki kosta sigurinn. Eftir þennan sigur standa Þórsarar nær þvi en undanfarin ár, að end- urheimta sæti sitt í 1. deild. Þrír leikir eru eftir, við Snæfell og Hauka í íþrótta skemmunni og við Hauka í Reykjavík. Um næstu helgi leikur Þór í Bikarkeppni KKÍ og eru mótherjarnir 1. deildar lið Vals. Verður leikurinn í skemmunni á laugardaginn og hefst kl. 16.00. Axel var stigahæstur hjá Þór með 15 stig, Hjörtur Eiríksson skoraði 14 stig, Stefán 12, Eiríkur 10, Þröst ur 8, Ólafur 6, Guðmundor 2 ogj Helgi 1 stig. X * x .♦♦ x * ♦♦♦‘j**j**jMi**i**j**j* *»**.4**'M.**t**** *♦* •♦**•**♦* •*♦* Landsliðið olli vonbrigðum Landslið íslands í hand- knattleik og pólska liðið Slask Wrocklav léku á Ak- ureyri um sl. helgi. Lék Slask við KA á föstudags- kvöldið, en síðan léku Landsliðið og Slask á laug- ardaginn. Á undan leikn- um á laugardaginn afhenti Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, fyrirliða landsliðsins, Jóni Karlssyni, 100 þús. króna framlag frá Akureyrarbæ og Haraldur M. Sigurðsson afhenti aðra eins upphæð, seni safnað hafði verið meðal áhugamanna. Sennilega hafa aldrei verið fleiri í skemmunni en á leik Slask og Landsliðs- ins á laugafdaginn. Hátt í 700 manns sáu leikinn og urðu margir frá að hverfa. Hins vegar voru það vonsviknir áhorfend- ur, sem yfirgáfu skemm- una að leik loknum. Þeir fengu ekki að sjá það sem þeir áttu von á frá lands- liðinu, sem fékk skell hjá pólverjunum, en þeir skor uðu 25 mörk gegn 15 mörk um íslendinganna. íslendingarnir áttu aldrei möguleika í leiknum. Pól- verjarnir tóku afgerandi forystu strax í upphafi leiksins og voru mun betri aðilinn í leiknum. Mikið var um mistök og feilsend ingar hjá íslenska liðinu og oft kom það t.d. fyrir, að leikmenn misstu boltann útaf — eða til mótherjanna — vegna þess að þeir gripu Framhald á bls. 7. Heigi iVi. Bergs, bæjarstjóri, afhendir Jóni Karlssyni, fyr- irliða Landsliðsins, framlag Akureyrarbæjar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.