Íslendingur


Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 4

Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 4
íslendingur Ctgefandi: Islendingur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Sigurgeirsson. Auglýsingastjóri: Sólveig Adamsdóttir. Dreifingarstjóri: Jóna Árnadóttir Ritstjórn og afgreiðsia: Ráðhústorgi 9, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Áskriftargjald: 150 kr. á mánuði. Lausasaia: 50 kr. eintakið. Að vera vitrír eftir á Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, skrifaði ýtar- Iegar greinar í 30. og 33. tbl. Þjóðviljans um Kröfluvirkjun, en Ragnar á sem kunnugt er sæti í Kröflunefnd. I greinuin sínum fjallar Ragnar um aðdragandann að Kröfluvirkjun, virkjunarfrarkvæmdir og þær deilur, sem um þær hafa staðið. Orkumarkað virkjunarinnar og orkuverð og pólitíkina á bak við Kröfluvirkjun. Kallar Ragnar greinina í undirfyrirsögn „Svar til Hjörleifs Guttormssonar og annarra þeirra, sem geta verið vitrir eftir á.“ I grein sinni segir Ragnar m. a.: „ . . . hins vegar verða jarð- gufustöðvar ekki byggðar nema í grennd við megin eldstöðvar. Það eru sagðar hreinar línur. Stórar jarðvarmavirkjanir eru taldar verða jafnvel arðvænlegri en hagkvæmustu vatnsafls- stöðvar og háhitasvæðin eru tvímælalaust ein mesta auðlind þjóðarinnar. Þessi auðlind verður ekki nýtt nema við tökum nokkra áhættu. Allir, sem með það höfðu að gera, voru sammála um að taka þá áhættu við Kröflu. í þeim efnum getur enginn flokkur skotið sér undan ábyrgð, ekki heldur Alþýðuflokkurinn. Satt að segja hófst ekki gagnrýni Alþýðuflokksins á Kröfluvirkjun fyrr en haustið 1975, þegar stöðvarhúsið var risið.“ Síðar í greininni segir Ragnar um eldgosið og afleiðingar þess á Kröflusvæðið: „Ljóst er, að jafnvel þótt vinnsluholur hefðu verið boraðar 1972 eða 1973 og þær blásið fram á árs- byrjun 1975, þegar ákvarðanir voru teknar, hefði vandinn ekki þar með verið umflúinn. Borholurnar hefðu samt sem áður breytt sér hvað efnasamsetningu snertir í árslok 1975, þegar eldvirknin magnaðist og við hefðum því staðið í svipuðum sporum og við stöndum nú í. Gosið kom of seint til að auðvelt væri að snúa við og hlaupa frá öllu saman. Við stóðum þá þegar með þúsunda milljóna króna fjárfestingu, og fram að þessu höfum við ekki misst vonina um, að unnt verði bráðlega að láta hana skila arði.“ Um útreikninga Kjartans Jóhannssonar, varaformanns Alþýðuflokksins á orkuverði Kröflunefndar segir Ragnar: „Áróðurinn um hið háa orkuverð frá Kröflu er lygasaga, sem ákveðin pólitísk öfl hafa komið á kreik og hver étur upp eftir öðrum.“ I Iok síðari greinar sinnar segir Ragnar: „Það vill vera fylgi- fiskur stjórnmála, en flokkast þó ekki undir raunverulega pólitík, að dunda við að útbreiða hviksögur um pólitíska andstæðinga. Enda hefnir það sín fyrr eða síðar með ein- hverjum hætti. Hitt er stjórnmálastefna, að standa við gerðir sínar og segja ekki eitt í dag og annað á morgun.“ Hér hefur aðeins verið fjallað um fáein atriði, sem Ragnar kemur inn á í greinum sínum, en þær eru tæpitungulausar og fjalla um hina umdeildu Kröfluvirkjun frá flestum hliðum. Samstarfshópur sérfræðinga hefur sent iðnaðarráðherra greinargerð, þar sem lagt er til að framkvæmdum verði haldið áfram við Kröfluvirkjun, að svo mildu Ieyti sem nauðsynlegt sé til að unnt verði að taka fyrri vélasamstæðu virkjunarinnar í notkun. Vonandi verður Kröfluvirkjun farin að veita „birtu og yl“ fyrir næsta haust til að forða Norðlendingum frá enn meiri orkuskorti en orðinn er. Á meðan það er ekki fulltryggt, er óverjandi annað, en að stefna að því að ljúka lagningu byggðalínunnar fyrir Hvalfjörð fyrir 1. des. n. k., en það mun vera mögulegt samkvæmt verkáætlunum. Sú framkvæmd verður sem kunnugt er til þess, að auka flutningsgetu byggða- línunnar til Akureyrar verulega. IUinningarorð um Jakob Ó. Péturs; Fæddur 13. mars 1907 — Dáinn 7. febr. Akir þú um Eyjafjörð eftir dægurstritið, fegri himin, hreinni jörð hefurðu aldrei litið. J. Ö. P. Þegar ég frétti andlát Jakobs Ó. Péturssonar, var ekki langt um liðið, síðan ég hitti hann heilan og hressan við embættis störf, og saman unnum við í nefnd fyrir skemmstu. Hann var þar enn jafnglöggur, sam- viskusamur og góðvilj aður sem fyrr. Mér fannst Jakob verða snemma roskinlegur, en aídrei ellilegur. Því þótti mér, er lát hans spurðist, að hann væri yn'gri en hann var. Jákob Ólafur Pétursson fæddist á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 13. mars 1907. Móðir hans var Þórey Helgadóttir frá Leifs- stöðum í Öngulsstaðahreppi, systir m. a. Einars Helgasonar garðyrkjustjóra í Reykjavík, en faðir hans var Pétur Ólafs- son, bóndi, oddviti og sýslu- nefndarmaður á Hranastöð- um, sem lést háaldraður á Ak ureyri 1955 en Þórey kona hans 1967. Þau Hranastaða- hjón höfðu gott bú og þrifa- legt, þó ekki væru þau efnuð. Þar ólst Jakob upp við spar- semi og nýtni, sem þá þóttu dygðir, eins og hann sjálfur sagði. Bæði höfðu þau Þórey og Pétur traust og virðingu manna, enda gegndi Pétur um mismunandi langt skeið nær öl'lum trúnaðarstörfum, sem skipa þarf í hverju sveitarfé- lagi. Mér skilst, að Jakob hafi á margan hátt hið ytra og innra verið ærið líkur föður sínum. Meðalmaður á velli, vörpuleg- ur og þrekvaxinn, sterkur og vel búinn að íþróttum líkams og sálar. Átján ára gamall fór Jakob til Reykjavíkur í boði móður- systkina sinna og hóf nám í Kennaraskólanum. Hann lauk kennaraprófi 1928 með ár- angri, sem sæmdi góðri ástund un og ágætum hæfileikum. Sinnti hann þá fyrst far- kennslu um Eyjafjörð neðan- verðan, en einn vetur var hann skólástjóri í Grímsey. Þegar Gunnlaugur Tryggvi Jónsson lét af ritstjórn Íslend ings, blaðs Sjálfstæðimanna á Akureyri, þótti þeim vand- fyllt í það karð. Eftir nokkuð tíð mannaskipti, þeirra er leystu vandann í bili, varð niðurstaðan sú að leita til Jakobs Ó. Péturssonar. Hann hafði verið meðal stofnenda Varðar, félags ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri, 1929 og var þá þegar kunnur fyrir skáldskap sinn og færni í meðferð íslensks máls. Jakob hlýddi þessu kalli og varð í fyrstu lotu ritstjóri íslendings 1937—’45, síðan aftur 1949— ’50 og loks frá 1951 til árs- loka 1965. Svo má kalla, að Jakob væri fæddur blaðamaður. Ekki var hann nema átta ára gamall, þegar hann stóð að útgáfu heimilisblaðs á Hranastöðum, og síðan var hann viðriðinn önnur sveitarblöð og skóla- blöð. Ekki var þar til gróða að slægjast, þegar Jákob tók við íslendingi, því að fjárhagur blaðsins var löngum bágur, og stundum hékk líf þess á þræði. Hugsjónir og löngun til þess að neyta orðlistar sinnar mun hafa ráðið því, að hann var lengur ritstjóri fslendings en nokkur annar. Og í minningu okkar, sem unnum þar með honum, eru íslendingur og Jakob órjúfanlega saman tengdir. Jakob Ó. Péturssyni var ákaflega létt um mál. Hann gat skrifað fyrirhafnarlítið um sundurleitustu efni, en slíkt verður óhjákvæmilegt hlutskipti manns, sem einn verður stundum um allt að fjalia á litlu og fátæku viku- blaði. í pólitískum snerrum var Jakob í senn vígfimur og markvís í besta lagi, en aldrei rætinn eða gífuryrtur. Hann gat með réttu sagt í lok rit- stjórnarferils síns, að hann hefði verið vinur ritstjóra allra hinna bæjairblaðanna. í starfi sínu lagði Jakob sig fram um, að allt, sem í blöð- um hans birtist, væri sem vandaðast að málfari. Hvers konar málspjöll voru honum hvimleið og sár, og marga hugvekjuna og ádrepuna hafði hann birt til málverndar og málfegrunar í þætti sínum, Hent á lofti. Það er sannmæli, sem skrifað stendur annarstað ar, að blaðamennskuferill hans hafi að öllu samanlögðu verið giftudrjúgur, og þar gaf hann vissulega stórum meira en hann þá. Samflokksmenn Jakobs litu fyrst og fremst á hann sem hinn málsnajalla talsmann hugsjóna þeirra og áhuga- mála. En fyrir utan ritstjórn Íslendings vann hann mörg trúnaðarstörf á vegum Sjálf- stæðisflokksins. Hann gegndi bæði formennsku í Verði og Sjálfstæðisfélagi Akureyrar, einnig í fulltrúaráðinu á Ak- ureyri, og sæti átti hann í kjör dæmisráði flokksins í Norður- landskjördæmi eystra. Hann var kosnn í framfærslunefnd, niðurjöfnunar- og síðar fram- talsnefnd og var þar sem endranær vandvirkur, skyldu rækinn og mjög skilningsrík- ur á vanda þeirra, sem minna máttu sín og aðstoðar samfé- lagsins þurftu. í kjörstjórnum var hann margsinnis. Flokks- bræður Jakobs voru á einu máli um, að ölluim þeim störf- um, sem þeir höfðu kjörið hann til, væri sinnt, svo að sómi væri að. Hitt var annað mál, að Jakob var hlédrægur, og honum var það mjög fjarri skapi að trana sér fram til op- inberra trúnaðarstarfa, hafn- aði jafnvel boðum um það, sem þótti talsverður frami. Jakob Ó. Pétursson „lærði ungur að smíða stöku og kveða kíminn brag.“ Úrval af kveðskap sínum birti hann í ljóðabókinni HNÖKRAR 1955. Eru æskuljóð hans ákaflega rómantísk, en seinna bregður skáldskap hans smám saman til meira raunæis. Þjóðernis- sinni var hann mikill og ætt- jarðarvinur, og eðlileg sveita- mennska með dýrkun vors og sólar er gildur' þáttur ljóða hans. Miklu fremur var hann trúr fornum hefðum en upp- næmur fyrir dægurflugum og tískufyrirbrigðum. Aldrei fat- aðist honum hagmælska né rímfimi, og er fram liðu stundir, mátti heita, að hann sneri sér alfarið að hinni alda- gömlu íslensku alþýðulist, stökunni. Var hann lands- kunnur vísnasmiður og vísna- safnari og stofnaði til sam- taka á Akureyri með þeim mönnum öðrum, sem létu sér annast um þessa gömlu og sí- stæðu íþrótt. Hann lék sér að f j ö lbrey tilegus tu háttum og fór þar svo létt, að ekki kenndi átaka. Stundum var mál hans í senn bundið og óbundið. Hnittinn, beinskeytt ur og gamansamur var hann í besta lagi. í íslendingi hélt hann lengi upp vísnabálki, hvort sem hann var ritstjóri blaðsins eða ekki, og það allt til hins síðasta. Vonandi feil- ur sá bálkur ekki frá sam- tímis höfundi sínum. Eftir að Jakob lét af rit- stjórn íslendings hið fyrsta sinn, gerðist hann starfsmað- ur bókaverslunarinnar Eddu og var framkvæmdastjóri hennar 1947—’50. Skrifstofu- stjóri fasteignamatsnefndar Akureyrar var hann frá 1966 —’71, en þá varð hann starfs- maður á skrifstofum bæjar- fógetans á Akureyri og gegndi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.