Íslendingur


Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 7

Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 7
Búnaðarsambandið mótmælir álveri • x r • t* •• % vio tyjatjorð Fulltrúafundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn að Hótel KEA 1. febr. 1977, vill taka fram eftirfarandi vegna framkom- inna umræðna um álvre við Eyjajörð. Sem kunnugt er, er Eyjafjörður eitt besta landbúnaðarhérað landsins. Kemur þar til mikil veðursæld sem gefur öryggi í bú- skap og þá sérstaklega fóðuröflun. Með byggingu og rekstri álvers hér við fjörðinn yrði mjög mikil röskun á öllum búskaparháttum heilla sveita og héraðsins alls, sem hafa mun í för með sér ýmis félagsleg vandamál og er frá liði tjón af völdum mengunar. Það tjón sem mengun veldur ó náttúru Indasins verður ekki bætt. Því vill fundurinn mót- mæla hugmyndum um byggingu álvers við Eyjafjörð. Hins vegar er ljóst að vinna ber að uppbyggingu atvinnu- fyrirtækja hér við fjörðinn, séu þau þannig að eigi stafi hætta af þeirri uppbyggingu fyrir náttúru héraðsins, né valdi veru- legri byggðaröskun. Landsliðið Framhald af bls. 2. ekki. Pólska liðið lék aftur á móti mjög vel og þau voru ekki mörg mistökin sem þeir gerðu. Varnarleik ur þeirra var t.d. frábær og gerðu íslendingarnir ekki nema 5 mörk á fyrstu 20 mínútunum í síðari hálfleik og ekki nema 5 mörk allan hál'fleikinn. Hins vegar verður að geta þess, að hér var um æfinga'leik að ræða og íslenska liðið með alls- konar tilraunastarfsemi. T. d. voru 3 markmenn próf- aðir og kom Ólafur Bene- diktsson ekki inn á fyrr en eftir miðjan síðari hálfleik og varði oft vel, en fékk á sig klaufamark, er pólski markvörðurinn skaut yfir endiiangan völlinn og skoraði hjá Ólafi, sem var kominn langt út úr mark- inu. Á föstudagskvöldið lék KA við Slask. Náðu KA- menn mun betri árangri gegn póílverjunum en Landsliðið. Þeir töpuðu að vísu með 9 marka mun, skoruðu 23 mörk á móti 32 og pólverj arnir léku greini lega ekki af sama krafti og þeir gerðu daginn eftir. Engu að síður verður að telja þetta ágætan árangur hjá KA-liðnu, ef miðað er við, að mótherjarnir voru eitt sterkasta félagslið í heimi. GREINARGERÐ: Með tillkomu álvers við Eyjafjörð verða margir at- vinnuþættir fyrir miklum áhrifum bæði góðum og slæm um. Sá atvinnuvegur sem einna harðast verður úti í þessu sambandi er landbúnað ur. Kemur þar til sú mikla hætta sem héraðinu stafar af völdum mengunar frá slíku álveri. Afkomu sína hafa bændur byggt að lang mestu leyti á framleiðslu mjólkurafurða. með tilkomu álvers skapast mikil hætta fyrir tilvist þess- arar búgreinar. Nautgripir og sauðfé er mjög viðkvæmt fyr ir eitrun af völdum Fluors og bendir reynsla norðmanna til þess að ekki verði rekin bú- fjárrækt í nágrenni slíkra vera. Eiturverkanir frá slíkum verksmiðjum koma ekki fram fyrr en að liðnum nokkrum tíma frá því að starfsemi þeirra hefst og fer þar að sjálf sögðu mjög eftir því hve mikil hreinsun fer fram á Fluor úr reyk þeirra. Varðandi það álver sem ætlað er hér, eru allar áætlan ir Norsk Hydro miðaðar við að framleidd verði 400.000 tonn af áli á ári. Þó svo að í dag sé talað um álver að stærð 100.000 tonn/ál/ári verður hér eftir miðað við 400.000 tonn, svo sem áður segir. Samkvæmt tölum frá norðmönnum er sá Fluor sem fer út í andrúmsloftið frá 1 kg til 5 kg Fluor /tonn ál. Telja þeir að vart verði neðar komist en sem svarar 1 kg. Miðað við þessa stærð og þá reynslu sem norðmenn hafa, er samt sem áður mjög stórt landsvæði sem í hættu er af völdum mengunar. Sé miðað við lágmarksmengun eða 1 kg/ Fluor/tonn/ál verður það svæði sem 1 hættu yrði um 80 ferkm. eða hringur með um 10 km þvermál. Nú segir landstærðin ekki alla hluti. Veðurfarsleg skil- yrði hafa hér mikið að segja. Þetta hérað er þekkt fyrir mikla veðursæld og staðviðri. Samkvæmt heimild Veður- stofu íslands er hér logn skráð 13% af árinu eða í sem svarar 47 dögum. Þær yind- áttir sem mestu ráða eru horð an og sunnan átt, með litlum frávikum. Út frá því má ljóst vera að mengunar mun gæta á mun stærra svæði en þeim 80 fer- km., sem áður er getið og má ætla að tjóns muni gæta nokk uð langt fram í Eyjafjörð og einnig út fjörðinn beggja vegna. Þá hefur komið í Ijós að jarðargróður verður fyrir enn meiri mengun og eiturverkun um þar sem þurrviðrasamara er. Einnig hefur komið í ljós að eiturverkana hefur gætt í rótarávöxtum, og það svo mik ið að 'hætta er talin á neyslu þeirra. Hér að framan hefur aðal- áherslan verið lögð á þá mengunarhættu sem verður á landi. Hvað mengun sjávar viðvíkur má ljóst vera að sú hætta er mikil þar sem fjörð- urinn er þröngur, angur og sjávarfö'll lítil. Frá slíkum ver um fer mjög mikill úrgangur í sjó. Sú röskun á félagslegri að- stöðu sem verður við tilkomu sil'íks stóriðjuvers, er mikil. Fyrirsjáanlegt er að mjög mikil eftirspurn eftir vinnu- afli verður og mun valda því að erfitt mun verða að fá fólk ti'l starfa í landbúnaði. Þá eru mjög sterk rök sem benda til þess að mikill samdráttur yrði í búskap, a.m.k. í þeim sveitum sem næstar liggja og má ætla að verúlegur hluti jarða mundi falla úr búskap. Þá má einnig benda á að einkennilegt virðist ef hægt er að selja rafmagn á svo lágu verði til slíkra orkuneytenda, á meðan að ekki fæst raforka til nauðsynlegra hluta í bú- rekstri og verðlag á raforku er svo hát't að það stendur ýms- um iðngreinum hér fyrir þrif um. Séu þessar staðryendir hafðar í huga, sem hér hefur verið drepið á, er augljóst að st'aðsetning álvers við Eyja- fjörð er spor sem ekki má stíga. Badminton Framhald af bls. 2. mintonfélagi Akureyrar eru 9 ára gamlir, en það er sá aldur, sem æskilegt er að hefja æf- ingar á, ef verulegur árangur á að nást í keppni síðar meir, sagði Gísli. — Við höfum átt samskipti við badmintonfólk á Húsavík og á Siglufirði. Einnig eru venjulega haldin hér 2 til 3 innanfélagsmót á hverjum vetri. Akureyrarmótið i badmin- ton verður haldið 23. og 24. apríl n.k. Á Akureyrarmótinu í fyrra urðu úrslit þau, að Kristinn Jónsson sigraði í ein- liðaleik karla, Jakobína Reyn- isdóttir í einliðaleik kvenna, Kristinn Jónsson og Björn Árnason í tvíliðaleik karla, Jakobína Reynisdóttir og Guð rún Bergsdóttir í tvíliðaleik kvenna og í tvenndarkeppn- inni sigruðu Jónína Pálsdótt- ir og Björn Árnason. í stjórn Badmintonfélags Akureyrar eru auk Gísla þeir Örlygur ívarsson og Kristinn J ónsson. Frá aðalfundi Tré- smiðafélags Akureyrar Aðalfundur Trésmiðafélags Akureyrar var haldinn hinn 3. febr. sl. í skýrslu stjórnar kom fram að hag- ur félagsins hefur farið batnandi á sl. ári. Heildar tekjur félagssjóðs á árinu 1976 reyndust vera 6.5 millj. kr. og varð nokkur rekstrarhagnaður. Tekjur sjúkra- og orlofssjóða voru 1.5 milllj. og varð verulegur rekstrarafgagnur hjá báð- um sjóðunum. Sl. tvö ár hafa uppmæl- ingar á félagssvæði T.F.A. verulega dregist saman, fyrst og fremst vegna þess að nýjar gerðir steypumóta hafa komið til og ekki hef- ur enn verið gert samkomu lag milli Trésmiðafélagsins og Meistarafélags bygg- ingamanna á Norðurlandi um nýjan taxta fyrir þess- ar mótagerðir. Stjórnir félaganna hafa hinsvegar gert samkomu- lag um að stefna beri að gerð slíks taxta. Má reikna með að að því verði unnið á næstu mánuðum. Félagið hefur nú nýlega tekið að sér að sjá um út- gáfu á bilaði Sambands byggingamanna, en á síð- asta þingi þess voru gerðar skipulagsbreytingar á fræðslu- og útgáfumálum sa-mbandsins er gera ráð fyrir að einstökum félög- um byggingamanna sé fal- ið þiað verkefni. endurkjörin en hana skipa: Helgi Guðmundsson húsa- smiður formaður, Torfi Sig tryggsson húsasmiður vara formaður, Árni Ingi Garð- arsson húsgagnasmiður rit- ari, Bjarni Hjaltason húsa- smiður gjaldkeri, Jóhannes Þengilsson húsasmiður með stj órnandi. Orilofsheimilismál hafa verið til athugunar undan- farið ár hjá félaginu og virðist nú ástæða til að ætla að möguleikar séu að skapast fyrir því að féíagið eignist eigið orlofshús. Á aðalfundinum var sam þykkt að félagið gerðist aðili að Listaskála Alþýðu, en það er félag sem verka- lýðsfélögin hafa nýlega stofnað til að byggja hús yfir Listasafn Alþýðusam- bandsins í Reýkjavík. Veigamestu mál sem framundan eru hjá fé'lag- inu eru að sjálfsögðu kjara rnálin, eins og hjá öðrum verkalýðsfélögum, en kjara samningar félagsins gilda Stjórn félagsins var öll til 1. maí 1977. | Y ? y I T V y T T T t ? I t t i 4 T T X | Álafoss gólffeppi Styðjum Islenskan idnao Álafossgólfteppi á öll gólf * Alafoss-umboðið Kaupvangsstræti 4 sími 2-29-34 t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t * ? I t t ❖ t t I t x AÐALHEIÐUR KRISTjANSDÖTTIR Hlöðum, Grenivík Lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðviku- daginn 9. febrúar. Jarðsett verður frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda Kristján V. Oddgeirsson ■B Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengda- föður, afa og bróður STEINDÖRS STEINDÖRSSONAR járnsmiðs Strandgötu 51, Akureyri Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Halldóra og Björn Jónsson Sigurbjörg og Bernharð Steingrímsson Steindór Geir og Anna Pétursdóttir Sigurgeir og Rósa Gestsdóttir afabörn og systur ÍSLENDINGUR — 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.