Íslendingur - 31.03.1977, Blaðsíða 1
13. TÖLUBLAÐ . 62. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 31. MARS 1977
VÖRUSALAN SR • HAFNARSTRÆTI 104 • AKUREYRI
VeÍ4t*ifit
VER2LAR I /VÖRUSÖLUNNI
IJmferða-
Ijós á tvenn
gatnamót
Ákveðið heftir verið, að
setja upp umferðarljós á
gatnamót Tryggvabrautar
og Glerárgötu og Glerár-
götu og Þórunnarstrætis í
sumar. 13 þúsund bifreiðar
fara um fyrrnefnd gatna-
mót á sólarhring en um
11—12 þúsund um þau síð-
arnefndu. Að sögn Gunn-
ars Jóhannssonar, verk-
fræðings hjá Akureyrar-
bæ, hafa Ijósin þegar verið
pöntuð. Ættu þau að geta
verið komin í gagriið í júní
mánuði í sumar, ef nægi-
legt fjármagn verður fyrir
hendi. Áætlað kostnaðar-
verð ljósanna er 12.7 millj.,
en á fjárhagsáætlun bæjar
ins er ekki gert ráð fyrir
nema 6 millj. til fram-
kvæmdanna. Þess sem upp
á vantar á að afla með lán-
tökum og hefur verið leit-
að til tryggingafélaganna
með fyrirgreiðslu, en undir
tektir þeirra hafa ekki ver-
ið góðar. Gæti það hugsan-
lega tafið uppsetningu ljós-
anna ef nægilegt fjármagn
fæst ekki á tilsettum tíma.
Raforka frá Kröflu í maí?
— stjarfsmenn Slippstöðvajrinnar hófu aftur vinnu á þriðjudag
Starfsmenn Slippstöðvarinnar, sem unnið hafa við Kröfluvirkj-
un gerðu „stræk“ sl. fimmtudag og yfirgáfu vinnusvæðið. Ekki
mun hafa verið um beint verkfall að ræða, þar sem þeir mættu
til vinnu í Slippstöðinni. Ástæðan fyrir vinnustöðvuninni var
sú, að starfsmennirnir töldu sig ekki hafa fengið að fullu greitt
fyrir vinnutap vegna jarðhræringanna á dögunum og einnig
voru þeir óánægðir með aðbúnað mötuneytisins á staðnum.
Einnig lögðu smiðir frá Húsavík niður vinnu vegna deilna við
verktaka. Mál starfsmanna Slippstöðvarinnar leystis um hádegi
á þriðjudaginn og héldu þeir þá austur til vinnu.
Að sögn Gunnars Ragnars,
forstjóra Slippstöðvarinnar, er
deilan um vinnutapið vegna
jarðhræringanna 'óleyst, en
deiluaðilar komu sér saman
um að leggja málið í félags-
dóm. — Hins vegar er það
ljóst, sagði Gunnar, að ástand
ið í mötuneytinu við Kröflu
hefur ekki verið mannsæm-
andi og munum við leggja
áherslu á það að þeir hlutir
verði lagfærðir strax.
Gunnar fór síðan austur að
Kröflu í gær, ásamt Einari
Tjörva, yfirverkfræðingi
Kröflunefndar, formanni heil
brigðisnefndar Skútustaða-
hrepps, héraðslækni og full-
trúa starfsmanna til að kanna
ástandið.
Það er Miðfell, sem sér um
rekstur mötuneytisins við
Kröflu, en Kröflunefnd er
milliliður vegna annara verk-
ta’ka. Heilbirgðisnefnd gerði á
sínum tíma atihugasemdir við
ástandið í mötuneytinu og
voru það 13 atriði, sem átti að
lagfæra og var það tilkynnt í
bréfi. Bréfið virðist hins veg-
ar ekki hafa gengið rétta boð-
leið, a.m.k. vissi Einar Tjörvi
ekki um tilurð þess fyrr en
þessi deila kom upp.
— Við munum beita okkur
fyrir því, að gerðar verði úr-
bætur við mötuneytið eins
fljótt og mögulegt er og það
hefði verið gert fyrr ef ok’kur
hefði verið sent afrit af um-
ræddu bréfi frá Heilbrigðis-
Loðnuganga í Eyjafirði
— virðist stærri en göngur undanfarinna ára
Um helgina fann Gísli Árni
RE loðnugöngu í Eyjafirði, út
af Ólafsfirði. Fékk hann 920
tonn í tveim köstum, sem
liann landaði á Siglufirði.
Fleiri skip eru komin á þetta
svæði, og um hádegi á þriðju-
daginn kom Súlan EA í Krossa
nes með 150 tonn, sem hún
hafði fengið í einu kasti. Eftir
það gerði hrælu og hélt Súlan
þá inn með aflann.
Baldvin Þorsteinsson, skip-
stjóri á Súlunni, sagði í við-
tali við íslending á þriðjudag
inn, að hann ætti von á því,
að gangan gengi áfram inn
fjörðinn. Taldi Baldvin allar
líkur til, að hér væri á ferð-
inni loðnuganga, sem gengið
hefur í fjörðinn á undanförn-
urn árum, allt inn á Akureyr-
arpoll. Þar hefur hún mikið
verlð veidd af „trillukörlum“
og notuð í beitu. Þessi ganga
hefur hins vegar verið lítil
undanfarin ár, en virðist nú
vera óvenjulega stór. Taldi
Baldvin, að batnandi lífsskil-
yrði í sjónum fyrir Norður-
landi vegna aukins sjávarhita
hefði þar sitt að segja.
— Hins vegar man ég þá tíð
frá uppvaxtarárum mínum í
Hrísey, sagði Baldvin, að
loðnugöngur gengu inn fjörð-
inn. Þá var ekki vitað um
stærð þeirra, en ég man að
þegar brimaði voru fjörur, t.d.
á Árs'kógsströnd, löðrandi í
loðnu, þannig að um talsvert nokkuð þéttum torfum.
Byggja brauðgerð
í vor mun Brauðgerð Kr. Jóns
sonar & Co. hefja framkvæmd
ir við byggingu nýs brauðgerð
arhúss á lóð, sem fyrirtækið
hefur fengið við Hrísarlund 3,
en það er næsta lóð við útibú
KEA við Hrísarlund. Verður
húsið 1500—1600 fermetrar og
hljóðar kostnaðaráætlunin upp
á 70—80 millj. kr. Aðalgeir og
Viðar hf. sjá um smíði húss-
ins, en Júlíus Björgvinsson
verður múrarameistari.
Brauðgerð Kr. Jónssonar
mun vera 3 elsta iðnfyrirtæki
á Akureyri, en það var Krist-
ján heitinn Jónsson, sem stofn
aði brauðgerðina á sínum
tíma, en 12. júní nk. verður
fyrirtækið 65 ára. Snorri Krist
jánsson tók síðan við rekstri
fyrirtækisins af föður sínum,
en nú er þriðji ættliðurinn,
Júlíus og Kristján synir
nefndinni, sagði Einar Tjörvi
Elíassoh í viðtali við blaðið.
Einar gat þess jafnframt, að
Kröflunefnd hafi reynt að
koma á móts við óskir starfs-
manna um bættan aðbúnað,
eins og hægt hefur verið á
hverjum tíma.
— Þessi vinnustöðvun kem-
ur til með að tefja framkvæmd
ir eitthvað, en nú er stefnt að
því, að hleypa gufu á túrbín-
una í byrjun maí. Síðan verð-
ur farið í aflprófanir stig af
stigi, eins langt og gufuaflið
leyfir. Þá kom fram í viðtal-
inu við Einar, að gasmagnið í
borholunum hefur farið minnk
andi að undanförnu.
— Ef prófanirnar ganga vel,
ef holurnar haga sér sæmilega
og verða ekki með neina dynti
og ef ekki verður gos, er mögu
legt að fyrsta túrbína virkjun-
arinnar geti hafið raforku-
framleiðslu í lök maí. Það
magn virðist hafa verið að
ræða.
Á þriðjudaginn var loðnu-
gangan skammt utan við
Hrólfssker og virtist vera í
verða líklega um 5 mw., en
það gæti líka allt eins orðið
meira. Það kemur betur í ljós
þegar farið verður að prófa
holurnar í notkun, sagði Einar
að lokum.
Fimleikar
helgina
Á sunnudaginn mun fimlei’ka
flokkur frá Ármanni sýna fim
leika í nýja íþróttahúsinu við
Glerárskóla. Það eru ungling-
ar á aldrinum 14—19 ára, sem
koma, en þeir tóku allir þátt í
íslandsmótinu í fimleikum,
sem nýlega var haldið í
Reykjavík. Það er ekki á hverj
um degi, sem Akureyringum
gefst kostur á að sjá fimleika,
en hér er á ferðinni einn af
bestu fimleikaflokkum lands-
ins.
Snorra, tekinn til starfa við
brauðgerðina.
Júlíus sagði í viðtali við
blaðið, að brauðgerðin, sem
nú er við Strandgötu, yrði
flutt í hið nýja húsnæði, en
það húsnæði sem brauðgerð-
in er nú í er löngu orðið of
lítið. — Hins vegar munum
við að öllum líkindum reka
brauðbúðina áfram við Strand
götu, sagði Júlíus, og brauð-
búð verður í hinu nýja hús-
næði fyrir íbúa hverfisins.
— Við vonumst til að geta
flutt í húsið vorið 1978 ef allt
gengur að óskum, sagði Júlíus,
og við erum bjartsýnir á að
það takist. Sölusvæði okkar
nær allt frá Siglufirði til Fá-
skrúðsfjarðar og erum við
löngu hættir að anna eftir-
spurninni í því húsnæði sem
við nú erum í, sagði Júlíus að
lokum.
T
?
y
I
í
*
?
Y
x
I
X
I
I
f
T
I
‘í*
4
T
4
4
l
4
%
4
Steindór Hjörleifsson í lilutverki sínu í „Morðsögu“.
Hvenær kemur
99
Hlorðsaga
66
Það er því miður allt of fátítt að frumsýnd sé íslensk
kvikmynd í fullri lengd. — Það gerðist liins vegar nú
nýlega, en þá var frumsýnd kvikmynd Reynis Odds-
sonar, „Morðsaga“, Hlaut myndin mjög góða blaðadóma,
en aðalleikendurnir eru Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór
Hjörleifsson og Þóra Sigurþórsdóttir.
Upphaflega hafði Rcynir ætlað að sýna myndina á Ak-
ureyri um páskana en það getur sennilega ekki orðið.
Reynir sagði í viðtali við blaðið, að myndin hafi fengið
frábærar viðtökur, en um þessar mundir er verið að sýna
hana í Stjörnubíói í Reykjavík og í Keflavík. Hefur mynd
in verið sýnd 8 sinnum í Keflavík fyrir fullu húsi og í
Stjörnubíói hefur verið húsfyllir á flestar sýningar, en
þar er myndin sýnd þrisvar á dag. Fer það því eftir að-
sókninni sunnanlands hvenær myndin kemur norður, en
Reynir sagðist vonast til, að það geti orðið fljótt upp úr
miðjum mánuðinum.
> ♦> ♦> ♦’♦ ♦’♦ ♦>
!
i
*
x
i
I
I