Íslendingur


Íslendingur - 31.03.1977, Blaðsíða 8

Íslendingur - 31.03.1977, Blaðsíða 8
Hagstæð vöruskipti í febrúar Vöruskiptajöfnuður íslendinga við útlönd varð hagstæður um tæplega 800 millj. í febrú- armánuði sl. Jöfnuðurinn varð hinsvegar óhagstæður um tæplega 1700 milljónir í janú- ar, þannig að vöruskiptajöfn- uðurinn er óhagstæður um rúmlega 914 milljónir tvo fyrstu mánuði ársins. í febrú- armánuði i fyrra varð jöfnuð- urinn óhagstæður um 800 millj. og þá var hann einnig óhagstæður eftir svo fyrstu mánuði ársins um tæplega 2.700 millj. Það verður þá að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar og febrúar í ár, er talið 11.3% hærra en það var á sama tíma í fyrra. Gjafir tíl Geðdeildar Gjafir og áheit, sem borist hafa Geðverndarfélagi Akur- eyrar. 1975 Áheit (Pálína Halldórsdóttir) 10.000. Áheit (Anna Kristjáns dóttir) 5.000. Gjöf (Hallgrím- ur Ingvarsson) 7.500. Gjöf (Jórunn Guðmundsdóttir) 1.000. 1976 Gjöf (Anna Kristjánsdóttir) 1.000. Áheit (ónafngreint) 8.000. Áheit (Anna Kristjáns- dóttir) 2.000. Gjöf (Pálmi og Hjördís) 2.000. Gjöf til Geð- fræðslu (,,S“) 5.000. Styrkur (,,S“) 10.000. Styrkur (Guð- borg Brynjólfsd.) 1.000. Áheit (Sigurlaug J., Rvík) 4.000. Félagið þakkar stuðning og vinsemd. Frumsýning LMA ,,8tríðinu4i vel tekið Sl. fimmtudag frumsýndi Leik félag MA leikritið „Ó þetta er indælt stríð“ undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Hús- fyllir var á frumsýningunni og leikendum vel tekið. Síðan hefur „Stríðið“ verið sýnt á Isafirði og á Akureeyri og allt af fyrir fullu húsi og við góð- ar undirtektir áhorfenda. Síð- asta sýning verður í Samkomu húsinu á Akureyri á laugar- dagskvöldið og hefst hún kl. 20.30. Atriði úr „Sköllóttu söngkonunni“. Jóhanna Birgisdóttir, Sóley Víglundsdóttir og Bjarni Árnason. í hlutverkum sínum. „Sköllótta söngkonan44 frumsýnd í Dynheimum Á laugardaginn fruinsýnir leiklistarklúbbur, sem starfað ❖ liefur undanfarna 2 vetur á vegum æskulýðsráðs í Dyn- heimum, Ieikritið „Sköllótta söngkonan“ eftir Ionesco. Verður frumsýningin í Dynheimum og er Þórir Stein- grímsson leikstjóri. Ionesco hefur sjálfur sagt um þetta verk: „Sköllótta söngkonan er eina Ieikritið mitt, sem hefur verið metið af gagnrýnendum, sem hreint grín, og þá sem áður virðist mér grínið vera tákn þess óvenjulega, og að mínu mati getur það aðeins risið upp úr litlausum og Ieiðinlegum hversdagsleikanum.“ <► < ► ❖ ❖ Leiklistarklúbburinn hóf starf veturinn 1975—’76 og samanstendur hann af nem endum í gagnfræða- og menntaskólanum. Starfsem in hófst með námskeiðs- Söngskemmtun í Hlíðarbæ — Áhugafólk um söng og fé- lagslíf í Glæsibæj arhreppi stofnaði söngsveit Hlíðar- bæjar haustið 1975. Síðan hefur söngsveitin æft und- ir stjórn Sigurðar Demetz Franzsonar, en undirleik- ari hefur verið Thomas Jackman. Sl. sunnudag heimsótti söngsveitin dval- arheimilið í Skjaldarvík og söng þar fyrir dvalargesti. Annað kvöld, föstudaginn 1. apríl, mun söngsveitin síðan yngja fyrir sveitunga og nærsveitafólk og verður það í félagsheimili þeirra, Hlíðarbæ, sem áður var þekíktara undir nafninu „Kuðungur“, en þá var það minna og lágreistara en nú er. Föstudaginn 15. apríl er síðan fyrirhugað að halda almenna söngsikemmtun í Hlíðarbæ og daginn eftir er ætlunin að hleypa heim draganum og syngja að Breiðumýri í Reykjadal. í X :\ - V KV"'V U haldi og voru Þórir Stein- grímsson og Saga Jónsdótt- ir leiðbeinendur. Um vorið var síðan frum sýnt leikritið „Höfum við gengið til góðs. . . eftir Þóri og Þorstein Þorsteins- son, kennara, en það leik- rit hafði þá verið sett upp í Vogaskóla í Reykjavík við mjög góðar undirtektir og met aðsókn. Akureyringar sýndu leiklistarklúbbnum og sýningunni ekki mikinn áhuga, því miður. Það varð þó ekki til að draga móð- inn úr hópnum og í haust hóf hann starfsemina á ný af fullum krafti. Þar kom, að stofna þurfti nýjan klúbb, vegna mikill- ar ásóknar í þann sem fyr- ir var. Er hann venjulega kallaður „yngri-deild“. Hef ur sá klúbbur stundað nám skeið og á Andrésar-Andar leikunum, er haldnir voru nýlega, fluttu meðlimir kil úbbsins skemmtiatriði á kvöldvöku í Skíðahótelinu. Leikklúbbarnir hafa æft einu sinni í viku í vetur, á mánudögum, yngri klúbbur inn fyrir kvöldmat en sá eldri á eftir. Æfingar hafa þó verið mun tíðari að und anförnu vegna uppfærslu „söngkonunnar”. Krakkarn ir ráðast ekfci á garðinn þar sem hann er lægstur, með því að ráðast í þetta verk- efni, en frumsýningin verð ur í Dynheimum á laugar- daginn eins og áður sagði. I Létt og lífleg efnisskrá hjá „GOÐA66 Karlakórinn Goði hyggst halda söngskemmtanir víða um Norðurland á næstunni. Þegar hefur verið ákveðið að syngja í Skjólbrékku föstudag inn 1. apríl, Freyvangi laugar daginn 2. apríl og hefjast skemmtanirnar kl. 21. Síðan mun kórinn syngja í Sjálf- stæðiShúsinu fimmtud. 14. apríl kl. 20.30. Karlakórinn Goði var stofn aður haustið 1972 og eru kór- félagar úr fjórum hreppum austan Vaðlaheiðar. Kórinn hefur aðsetur og æfingar í Stóru-Tjarnarskóla. Frá upphafi hefur téfckneski hljómsveitarstjórinn Robert Bezdek stjórnað kórnum. Vet- urinn 1975—6 dvaldi Robert í heimalandi sínu og lá starf- semi kórsins niðri þann tíma. í haust fékk kórinn Robert aft ur til starfa og hófust æfingar 1. október, en síðan hefur ver- ið æft tvisvar í viku. Söngskrá kórsins er af létt- ara taginu og bólar lítið á hin- um „klassisku" karlakórslög- urn. Á efnisskránni má finna tékknesk, pólsk, júgóslafnesk og ítölsfc þjóðlög, ásamt negra söngvum, syrpu úr „The Sound of Music“ og eitt lag er að finna eftir Oddgeir Krist jánsson, en mörg fleiri lög eru á efnissfcránni. Þá syngur kvartett með kórnum og einn- ig trio. Grímur Vilhjálmsson, Erlingur Vilihjálmsson, Hreinn Vilhjálmsson, Sigurður Árna- son og Helgi R. Einarsson leika undir á orgel, harmonikku, trommur og guitara. Varla f ullfrískur irnaður Ein'hverntíma sagði ágætur, ónefndur læknir, að eftir því sem fleiri heilsugæslustöðvar og sjúkrahús væru byggð, því fleiri yrðu veikir. Læknirinn virðist hafa haft lög að mæla, því í 1. tbl. „Smávegis“, sem er blað starfsmannaráðs FSA, má finna m. a. eftirfarandi klausu: „Lækningarannsóknir hafa tekið svo miklum fram- förum, að nú finnst varla nokk ur fullfrískur maður“! GARDlNUBRAUTIR Tréstangir og allir fylgihlutir íbúðin, Tryggvabraut 22 Norðlendingar! Sumaráætlun ÚRVALS er komin Ferðaskrifstofa Akureyrar Ráðhústorgi 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.