Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1977, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.09.1977, Blaðsíða 1
34. TÖLUBLAÐ . 62. ÁRGANGUR . AKUREYRI . ÞRIÐJUDAGINN 13. SEPTEMBER 1977 & VÖRUSALAN SR- HARMARSTRÆT1104* AKUREVRl yejL 1 flP 5L VERZLAR í ' VÖRUSÖLUNNl ^ KA-menn eru komnir í 1. deild ! Lið Knattspyrnufélags Akureyrar hefur unnið sér sœti í 1. deild, en það varð endanlega séð eftir sigur yflr Reyni á laugardaginn. Myndin er tekin af KA liðinu að loknum þeim leik, ásamt forráðamönnum félagsins. Nánar á íbróttasíðu blaðsins í dag. 5.200 nemendur við grunnskólana - Tekist hefur að ráðaíflestar kennarastöður, en uml/3 kennaranna eru réttindalausir Að undanförnu hefur verið rætt nokkuð um kennaraskort, sérstak- lega við grunnskólana, en skólarnir eru nú að taka til starfa hver af öðrum. Að sögn Valgarðs Haraldssonar, námsstjóra f Norðurlands kjördæmi eystra, hefur nú tekist að ráða í flestar kennarastöður í umdæminu. Hins vegar sagði Valgarður, aðum 1/3 afkennurunum væru réttindalausir, en það væri svipað hlutfall og verið hafi undanfarin ár, heldur lægra ef eitthvað væri. Taldi Valgarður flesta réttindalausu kennarana vera stúdenta, sem kæmu inn f kennslu, oft í tiltölulega stuttan tíma. Að sögn Valgarðs, setjast nú um 5.2oo börn á skólabekk í Norðurlandskjördæmi eystra við grunnskólana. Eru það nemendur frá 6 til 15 ára, en að sögn Valgarðs eru nú starfandi 6 ára deildir við flesta skóla í þéttbýli og einnig víðar í sveitum. Söng- leikur um Loft - Fyrsta verkefni Leikfélagsins Brynja iBenediktsdóttir og Erlingur Gíslason hafa verið ráðin til Leik- félags Akureyrar, Brynja sem leik- hússtjórí, en Erlingur sem leik- stjóri og leikari - eða sem sérlegur sendiboði leikstjórans, eins og þau hjónin orðuðu það í viðtali við íslending í gær. Æfingar eru þegar hafnar á fyrsta verkefninu, sem við köllum „Söng- leik um Loft“, en þráðurinn er úr sögunni um Galdra-Loft, sagði Brynja. - Höfundur er Oddur Björnsson, en Kristján Árnason gerði söngtextana og Leifur Þórar- insson lögin. Verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir 10 árum. Þá hét það Hornakórallinn, en nú hafa höfundar gert viðamiklar breyt- ingar á verkinu, svo ekki þótti fært að nefna það sama nafni. - Það eru Árni Friðriksson, örn Magnússon, Sævar Benediktsson og Gunnar Ringsteð, sem annast undirlrikinn, en þegar að sýningum dregur höfum við hug á að fá aðstoð frá Tónlistarskólanum við kór og hljómsveit, en frumsýningin verður væntanlega 3. vikuna í október, sagði Brynja að lokum. Brynja og Erlingur eru leik- stjórar, en leikendur eru Sigurveig Jónsdóttir, Saga Jónsdóttir, Gestur Jónasson - sem leikur Loft - Aðalsteinn Bergdal, Þórir Stein- grímsson, Björg Baldvinsdóttir og Jóhann ögmundsson. Fleiri leik- arar úr áhugamannahóp félagsins bætast við þegar líður að frum- sýningu, en um 20 manns verða á sviðinu í viðamestu atriðum verks- ins. Leiguíbúð anef nd kaupir 20 íbúðir af Smáranum hf. Samkvæmt upplýsingum Þorsteins Jónatanssonar, formanns leiguíbúðanefndar Akureyrarbæjar, eru samningar nú tilbúnir við Smárann hf. um smíði á 20 íbúðum fyrir nefndina. Verða samningarnir undirritaðir nú í vikunni. 4. tilboð bárust f smíði íbúðanna, en að sögn Þorsteins voru nefndarmenn sammála um að tilboð Smárans hf. væri hagstæðast. Samningarnir gera ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar eftir 1 og 1/2 ár, en þær er í tveim 10 fbúða húsum. Heildarverð er 135 milljónir og 470 þúsund og selur Smárinn íbúðirnar á föstu verði - þ.e. kaupandi þarf ekki að bæta seljanda þær hækkanir, sem kunna að verða á byggingatímabilinu. Smárinn skilar íbúðunum algerlega frágengnum, máluðum, teppalögðum, með eldhúsinnréttingum og eldavél, lóð og bflastæði verða einnig frágengin. Sagði Þorsteinn, að sér virtist verð Smárans á íbúðunum vera svipað og verð á fokheldum sambærilegum íbúðum í Reykjavfk. sem þó ætti að vera sérlega lágt að sögn byggingaverktaka þar. - Ég held að það sé engin algild ástæða fyrir þessum kennaraskorti, sagði Valgarð- ur, en stærsti þátturinn er eflaust lág laun, sem í boði eru. Það er eftirtektarvert, að nýju heimavistarskólamir eiga auð- veldast með að fá kennara og þeim helst einnig mun betur á sinu kennaraliði. T.d. við Stóru Tjarnarskóla man ég ekki eftir nema 1-2 breytingum síðan skólinn byrjaði fyrir 4 árum. Ástæðan fyrir þessu er sú, að skólamir eru vel búnir í alla staði, bæði hvað húsnæði og kennslutæki snertir. Þá bjóða þessir skólar í mörgum tilfellum upp á leiguhúsnæði fyrir kenn- arana á hagkvæmum kjörum, sem lita má á sem nokkurskon- ar staðamppbót. Hins vegar gengur ver að fylla í kennarastöður í þéttbýlinu, t.d. á Akureyri. Talsvert er um nýstúdenta, sem koma til kennslu í 1-2 ár til að kvnnast kennarastarfmu áður en þeir fara út í nám. Oft skilar þetta fólk sér aftur til kennslu að loknu námi, en óneitanlega skapar þetta talsvert los við skólanna og kemur verst við börnin, sem þurfa ef til vill að skipta um kennara á hveiju ári. Hér er um leiguíbúðir að ræða, sem byggðar eru upp sam- kvæmt áætlun Húsnæðismála- stjórnar um uppbyggingu leigu- íbúða í landinu. Að sögn Þorsteins verða íbúðirnar not- aðar að einhverju leiti til að leysa af hólmi það leiguhús- næði Akureyrarbæjar, sem tæp- ast væri íbúðarhæft. Eins og áður sagði, hljóðaði heildartilboð Smárans hf. upp á 135 millj. 470 þús. Er hér um að ræða 2-3 og 4ra herbergja íbúðir. 2ja herbergja íbúðirn- ar verða 67 ferm. og kosta 4 millj. 940 þús. 3ja herbergja íbúðirnar verða 97 ferm. og kosta 7 millj. 220 þús. 4ra herbergja ibúðirnar verða 108 ferm. og kosta 7. millj. 980 þús. Það er ljóst að hér er um mjög hagstætt tilboð að ræða, en Framhald á bls. 6. ÍHelgi M. Bergs, bæjar-1 stjóri situr fyrir svörum, í! opnu blaðsins í dag og ■ I svarar spurningum frá I | lesendum. ■ Því miður var ekki hægt | I að birta úrslitin í vinsælda j j kjörinu í knattspyrnunni í J ■ þessu blaði. í næsta blaði I | koma hins vegar úrslitin, | | ásamt myndum af efstu | liðunum. Á baksíðu er sagt frá J fjórðungsþingi Norðlend- j I inga, málverkasýningu til I | íjáröflunar fyrir Mynd-1 | listaskólann og í opnunni I | er skeleggur leiðari eftir i j Jón G. Sólnes, alþingis- j ; mann. Glæsilegasta vöruval í kjörbúð á Norðurlandi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.