Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1977, Blaðsíða 2

Íslendingur - 13.09.1977, Blaðsíða 2
íþrottir...umsjonarmaður: Halldor H. Rafnsson...íþrottir... Akureyringar áframí 1. deild „Allt er þá þrennt er“ Leíkmenn KA „tollera" fyrirliða sinn, Þormóð Einarsson, eftir ieikinn. - £g er eðlilega mjög ánægður með árangurinn, sagði Þormóð- ur Einarsson, fyrirliði KA- liðsins, i viðtali við blaðið, að loknum leik KA og Reynis á laugardaginn. - Nú stefnum við að þvi að vinna Þrótt i Reykja- vík á laugardaginn - og þar með deildina. Leikurinn við Þrótt verður minn siðasti leikur með mfl., þar sem ég ætla að hætta eftir þetta keppnistímabil. Ég hef nú leikið með mfl. í 18 ár samfellt, eða síðan 1960. Það er nokkuð sérstakt, að ég hef þrisvar verið fyrirliði liða, sem hafa unnið sína deild. Fyrst þeg- ar ÍBA-liðið vann sig upp í 1. deild 1972 - þá var Jóhannes Atlason þjálfari hjá ÍBA - síðan rsgar KA vann 3. deildina 1975. fyrra var ég aftur á móti ekki fyrirliði, þar sem ég ætlaði mér ekki að vera með í upphafi timabilsins. Síðan er ég fyrirliði núna, þegar við vinnum okkur upp í 1. deild. Þetta ér kannski einhver hjátrú - „allt er þegar þrennt er“ - En mér finnst standa vel á að hætta núna, sagði Þormóður. Við spurðum Þormóð næst hvort hann hefði einhveija skýringu á þeim „köflótta“ leik, sem liðið hafi sýnt í sumar. - Nei, hana hef ég ekki, svaraði Þormóður. - Við erum mikið búnir að ræða þetta, en höfum ekki fundið neina ákveðna ástæðu. Okkar besti leikur fram að þessu var við Ar- mann í Reykjavflc, en þá náðum við mjög góðum leik allan tím- ann og hefðum allt eins getað unnið með meiri mun. Sfðan töpuðum við fyrir Haukum hérna næstu helgi á eftir, en þá held ég að við höfum verið of sigurvissir fyrirfram. í framhaldi af þessu var Þor- móður spurður um áhorfendur. - KA hefur nú tryggt sér sceti í 1. deild nœsta ár, og áþó einn leik eftir Í2.deild Knattspyrnufélag Akureyrar - KA - tryggði sér rétt til að leika f 1. deild næsta keppnistfmabil, með góðum sigri - 5-0 - yflr Reyni frá Árskógsströnd á laugardaginn. Um næstu helgi leika KA og Þróttur tll úrslita um efsta sætið f deildinni á Laugardalsvellinum, en liðin eru jöfn að stigum, bæði með27$tig. zsigri KA-menn verða þeir sigurvegarar 2. deildar, en lenda í 2. sæti tapi þeir leiknum. Það breytir ekki því, að í I. deild fara þeir, þar sem tvö lið fara á milli deilda, Þór og KR eru fallin f 2. deild, en KA og Þróttur fara upp. Til ham- ingju KA-menn! Nú duga engin vettlingatök við undirbúninginn fyrir átökin f fyrstu deild, ef dvölin á að vera þar lengri en árið. Leikurinn við Reyni á laugardaginn var ekki sannfærandi. Það átti að vera meiri klassamunur í leik liðanna, þar sem Reynisliðið er fallið í 3. deild. KA-liðið náði upp ágætisleik annað siagið, en þess á milli datt leikur liðsins algeriega niður. Raunar er þetta meinsemd, sem hefur hrjáð llðið f allt sumar, þar sem liðið hefur sjaldan náð að sýna sitt besta heilan leik. Það eru fleiri veikir punktar f lið- inu, sem þarf að styrkja. Takist það fyrir nsesta sumar þarf iiðið ekki að kvíða falli f 2. deild. Leikurinn á laugardaginn var ekki tilþrifamikill. Sigur KA var aldrei í hættu og greinilegur klassa- munur á liðunum, þó ekki væri hann nægilega mikill, miðað við stöðu liðanna í deildinni. Fyrstu mínúturnar voru þófkenndar, en KA-menn áttu nokkur hættuleg færi. Eiríki tókst þó að halda Reynis-markinu hreinu allt fram á 25. mín., en þá skoraði Ármann með hörkuskoti utan frá vítateigs- horni. Fékk hann góðan tíma til að athafna sig og Eiríkur hafði engin tök á að verja. KA-menn slökuðu heldur á eftir markið og Reynis- menn náðu nokkrum upphlaupum, en komust þó ekki í dauðafæri. Á 40. mínútu skoraði Albert Gunn- laugsson ,einn besti leikmaður Reynisliðsins, stórfallegt mark - en því miður í eigið mark - eftir góða fyrirgjöf frá Gunnari Blöndal. Fallegasta mark leiksins skoraði Ármann þegar seinni hálfieikur var nýhafinn. Þá skallaði hann boltann í netið eftir góða hornspyrnu Sigbjörns. Guðjón Harðarson skor aði síðan 4. mark KA með langskoti og bunnar Blöndal bætti við 5. markinu á síðustu mínút- unni. Leikur KA-liðsins var allt of „köfióttur". Annað slagið náðu þeir sér vel á strik, en duttu algerlega niður þess á milli. Har- aldur Haraldsson hefur sennilega átt jafnbesta leik liðsmanna KA- liðsins í sumar og er hann vaxandi leikmaður . Einnig áttu Steinþór, Sigbjörn og Ármann ágætan leik og Jóhann Jakobsson gerði margt lag- legt og hefði átt að skora l-2mörk. Reynisliðið hefur greinilega sætt sig við fallið í 3. deild. Léku þeir án þjálfara síns, Magnúsar Jónatans- sonar, sem er meiddur. Veikti það leik liðsins, sem virkaði hálf stjórnlaust. Mitt ánægjulegasta sumar við þjálfun segir Jóhannes Atlason, þjálfari KA-liðsin - Jú, ég er eðlilega í 7. himni núna, sagði Jóhannes Atlason, þjálfari K A-liðsins, þegar blað- ið hafði samband við hann eftir leikinn við Reyni á laugardag- inn. - Þetta hefur verið erfitt að mörgu leyti og ég reiknaði heldur aldrei með því, að það yrði neinn dans á rósum að vinna deildina, en árangurinn er ánægjulegur. Jóhannes var spurður um hvort hann kynni einhverjar skýringar á tröppuganginum, sem verið hefur á leik liðsins. - Nei, ég kann enga einhlýta skýringu á því, enda værum við búnir að kippa þvf í liðinn, ef svo væri, svaraði Jóhannes. Svona „köflóttur" leikur er held ur ekkert einsdæmi í knattspyrn unni, og hefur háð fleiri liðum en KA. Það hefur oft heyrst á vellin- um í sumar - svona í léttum tón í hálfleik: „Nú fer Jóhannes og gefur þeim töfraformúluna í hlé inu,“ og oft virðast þessi orð hafa haft forsendu. Við spurð- um Jóhannes næst um þetta - Já, þeir hafa margir verið að ræða um að koma segulbandi f klefann hjá okkur, til að komast að þvi hvaða formúla þetta er, svaraði Jóhannes, - en hér er þó ekki um að ræða nein einhlýt töfraorð. Þeir hafa ýmist fengið hjá mér blóðugar skammir, eða uppörvunarorð, eða jafnvel hvorttveggja í bland, allt eftir að stæðum hverju sinni. Næst var Jóhannes spurður um álit hans á framtfðarmögu- leikum KA-liðsins f 1. deild. - Ég hef nú lítið hugsað út f það ennþá, svaraði Jóhannes, - en það er Ijóst, að það þurfa að verða einhverjar breytingar, ekki bara leikmannabreytingar, heldur einnig á hugsanagangin- um á bak við þetta. Aðstaðan er heldur engin til æfinga hérna langt fram eftir sumri, og tæpast umræðuhæf. Að lokum spurðum við Jó- hannes um framhaldið hjá honum næsta sumar. - Verður KA svo lánsamt að fá að njóta krafta Jóhannesar Atlasonar næsta sumar? - Ég vil ekkert tjá mig um það, svaraði Jóhannes. Ég kom hingað með því markmiði, að koma KA upp í 1. deild. Það hefur nú tekist og ég er ekki búinn að taka ákvörðun um framhaldið. Þetta sumar hefur verið eitt það ánægjulegasta sumar, sem ég hef átt við þjálfarastörf. Hópurinn hefur verið sérstaklega góður og sam- stilltur. Allir hafa viljað allt fyrir mig gera, til að mér liði sem best hérna, þannig að ég er farinn að líta á mig sem Akureyring, sagði Jóhannes að lokum. Haraldur Slgurðsson, form. KA, óskar Jóhannesi Atlasyni til hamingju. 2 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.