Íslendingur


Íslendingur - 04.10.1977, Page 8

Íslendingur - 04.10.1977, Page 8
Ný hljóm- flutningstæki í Samkomuhúsið Loksins hefur bæjarráð I samþykkt að festa kaup á nýjum hljómflutningstækj- um í Samkomuhúsið. Leik- húsgestir muna eflaust eftir | falska garginu í gömlu tækjunum, sem smaug í gegnum merg og bein. Er gert ráð fyrir því að tækin kosti um 8-900 þús. kr. Rafveitustjórn vill hækkun á töxtum Stjórn Rafveitu Akureyrar hefur samþykkt að sækja um 7.5% hækkun á töxtum sinum vegna hækkunar á heildsöluverði frá Laxár- virkjun. Einnig var sam- þykkt að sækja um 12% hækkun þar að auki. með þessum ráðstöfunum telur stjórnin sig auka ráðstöf- unartekjur Rafveitunnar um 126 millj. kr. Þá var einnig ákveðið að fækka gjaldliðum í gjaldskránni. Samtök áhugamanna um áfengis- vandamálið Á laugardaginn var hald- inn í Háskólabíói stofn- fundur samtaka um áfengis I vandamálið, en samtökin | eru ekki hugsuð sem bind- indisfélag, heldur sem I styrktarfélag í svipuðu | formi og önnur styrktarfé- lög í landinu. Er hér um að I ræða landssamtök og á Ak- ureyri stendur nú yfir undir I skriftasöfnun, sem nokkrir áhugamenn standa fyrir. [ Með undirskrift sinni lýsa menn yfir stuðningi viði samtökin og knýja um leiðl á stjórnvöld til að skapaj aðstöðu til að lækna þenn- án sjúkdóm. Kynningar- fundur NLFAI Kynningar- og útbreiðslu-j dagur Náttúrulækningafé-j lags Akureyrar verður hald | inn sunnudaginn 9. okt.nk. [ í Húsmæðraskóla Akureyrj ar kl. 3.oo síðdegis. - Mar- teinn Skaftfells frá Reykja- vík flytur erindi um holl-J vörur og ef til vill verðurj fleira á boðstólum. - Veittj verður kaffi og te meðj heimabökuðum kökum ogj brauði úr heilhveiti. - Sýnd [ ur verður afstöðuuppdrátt- ur af nýrri lóð fyrir heilsu-1 hæli félagsins við Kjarna- skóg. Allir velkomnir. - Stjórn NLFA. AUGLVSINGASÍMIÍSLENDINGS 215 00 yNANGRUNARGLER ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SIMI (96)21332 íslendingur Sláturtíðin stendur yfir Meðalfallþungi 300 dilka frá félagsbúinu í Tunguseli á Langanesi var yfir 19 kíló, en 80% dilkanna voru tvílembingar Sauðfjárslátrun hófst á Norðurlandi eystra um miðjan sept- ember, eins og víðast hvar annarsstaðar á landinu. Alls verð- ur slátrað um 170 þús. fjár; 62 þús. á Akureyri, Dalvík og Grenivík, 22.500 á Svalbarðseyri, 47 þús. á Húsavík, 32 þús. á Kópaskeri og 15 þús. á Þórshöfn. A flestum stöðum hefur gengið furðu vel að fá fólk til starfa í sláturtíðinni, en uppi- staðan í þeim mannafla er fólk úr sveitunum. Á Kópaskeri eru þó 8 manns í vinnu frá Reykjavík ofl. þéttbýlisstöðum, en að sögn Jóhannesar Þórarinssonar, sláturhússtjóra þar, kem- ur fólkið til að breyta til, kynnast liýju umhverfl og fólkinu á staðnum. Á vegum Kaupfélags Eyfirð- inga verður slátrað um 62 þús. fjár; 40 þús. á Akureyri, 7 þús. á Grenivík og rúmlega 15 þús á Dalvík. Er það heldur fleira en í fyrra, að sögn Þórarins Hall- dórssonar, sláturhússtjóra. Staf ar það mest af því, að um 1500 fjár frá Ólafsfiri verður slátrað á Dalvík, en slátrun lögð niður í Ólafsfirði. Til stóð að slátra ekki í slátur- húsinu á Grenivík, sem er orðið gamalt, en undanþága fékkst fyrir starfsemi þess í ár amk. Þar er slátrað um 300 fjár á dag, en sláturafurðunum er ekið til fryst ingar á Akureyri í bíl, sem sér- staklega er innréttaður til þeirra flutninga. Það kom einnig fram í viðtalinu við Þórarinn, að að- kallandi er orðið, að byggja nýtt sláturhús á Akureyri, sem upp- fyllti þær kröfur, sem nú eru gerðar til sláturhúsa, en gamla húsið er ekki í takt við tímann. - Þrátt fyrir þetta hafa afurðir okkar líkað mjög vel og hafa staðist gæðamat í sambandi við útflutning, sagði Þórarinn. - Það vinna um 120 manns hérna núna, en ég gæti trúað að það sé um 5 sinnum fleira fólk, en hér vinnur dagsdaglega utan sláturtíðar. það hefur tekist furðanlega að fá starfsfólk og mikið er það sama fólkið, sem kemur ár eftir ár. Það er líka mikið atriði fyrir okkur að fá vant fólk, sérstaklega við slátr- unina sjálfa, sagði Þórarinn að lokum. • 22.500 íjár verður slátrað á Svalbarðseyri Að sögn Karls Gunnlaugsson ar, kaupfélagsstjóra á Sval- barðseyri, verður slátrað um 22.500 fjár á sláturhúsinu þar. Er það fé af Svalbarðsströnd, hluta Höfðahverfis, Fnjóska- dal, hluta Bárðardals og Kinn- ar. Sagðist Karl reikna með að sauðQárslátrun yrði lokið um 25. október, en þá tæki stór- gripaslátrunin við. Um 100 manns vinna hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar á meðan slátur- tíðin stendur yfir, en það er um helmingi fleira fólk, en starfar þar þess utan. • „Sláturhúsið hraðar hendur" á Húsavík 1970 var tekið í notkun nýtt sláturhús á Húsavík með svo- kölluðu færibandafyrirkomu- lagi, Er sláturhúsið mjög afkastamikið, en þar er slátrað um 2.000 íjár á dag, að sögn Benonýs Árnórssonar, verk- Clenjspeglon. stjóra þar. Er áætlað að slátra um 47 þúsund fjár í haust og á því að ljúka 15. október. Um 130 manns vinna við slátur- húsið. • Reykvíkingar aðstoða við slátrun á Kópaskeri Á Kópaskeritalaði blaðamað ur íslendings við Jóhannes Þór- arinsson, sláturhússtjóra þar. Hann sagði, að þar yrði slátrað nákvæmlega 32.468 fjár, sem yrði líklega lokið í kringum 20. oktober. Þar er slátrað fé úr Kelduhverfi, Axarfirði og aust- an af Sléttu. - Slátrunin hefur gengið nokkuð vel, sagði Jóhannes, en heldur erfiðlega gekk að fá fólk til starfa. Kópasker er lítið þorp og uppistaðan í mannskapnum er sveitafólkið. Svo eru hér um 8 manns frá Reykjavík, Sand-- gerði og fleiri stöðum, sem hafa viljað breyta um umhverfi og kynnast nýju fólki. Jóhannes sagði að meðalvigtin væri svip- uð og undanfarin ár, það sem af væri, þó væri hún ívið lægri. Framhald á bls. 6 Eirikur Guðmundsson sagar niður kjötskrokkana fyrir þá, sem kaupa þá á sláturhúsinu. Það er betra fyrir fláningsmennina að vera vel handsterka. Nú er að fylla frystikisturnar Fólki eindregið ráðlagt að draga ekki sláturkaupin fram á síðustu stundu Slátursala stendur yfir hjá siáturhúsunum, samfara slát- urtíðinni, eins og venja er. Verð á slátri með verkuðum vömbum, vélindiskepp, sviðn- um haus og mör er 1100 kr. hjá öllum sláturhúsunum áaustan verðu Norðurlandi, sem blað- ið taiaði við. ffó er það talsvert ódýrara á Þórshöfn, en þar eru hausarnir ekki sviðnir og vambirnar ekki verkaðar. Auk þess fylgja sviðnar fætur hjá kaupfélaginu á Svalbarðseyri og ef til vill víðar. Þórarinn Halldórsson hjá sláturhúsi KEA á Akureyri, sagðist eindregið vilja hvetja fólk til að bíða ekki með að taka slátrin, þar til á síðustu stundu, til að forðast örtröð síðustu sláturdagana. Sagði Þórarinn að slátursalan hefði farið hægt af stað, en það hafi verið venjan á undanförnum árum. ÞávildiÞórarinneinnig benda fólki á að allar upplýs- ingar um slátursöluna væri hægt að fá í síma 23556. Þá er kjötsalan einnig í fullum gangi, en maður þarf að borga 9 krónum minna fyrir hvert kg. út af sláturhúsi, en maður þarf að borga í búð. Kostar 1. verðflokkur 817 kr., en 2. verðflokkur 754 kr. Eru það margir, sem kaupa frekar 2. verðflokk, sérstaklega þeir sem vilja ekki mikla fitu, en þeir skrokkar eru yfirleitt minni og magrari. GARDÍNUBRAUTIR Tréstangir og allir fylgihlutir Ibúðin, Tryggvabraut 22

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.