Íslendingur


Íslendingur - 04.04.1978, Blaðsíða 5

Íslendingur - 04.04.1978, Blaðsíða 5
Á mánudaginn, fyrir rúmri viku síðan, lauk málverkasýningu Þengils Valdimarssonar í Gallery Háhóli, en þar sýndi Þengill 45 myndir, sem hann hefur gert með all nýstárlegum hætti, allt síðan 1970. Myndirnar eru unnar á plasthúðuð valborð. Litunum er sprautað á plöturnar úr svokölluðum sprautubrúsum og myndin síðan mótuð. - Við getum kallað þetta sprautulist, sagði Þengill í viðtali við blaðið fyrir sýninguna, en vildi ekki upplýsa að öðru leyti, hvernig myndirnar yrðu til. Sýningin tókst vel, yfir 600 manns sáu hana og allar myndirnar seldust - að 2 undanskildum. En Þengli er fleira til lista lagt. Hann hefur t.d. innréttað sína eigin íbúð í raðhúsi við Grundargerði, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur fær- andi og margir hafa leikið eftir. Það sem er sérstakt við íbúðina er það, að Þengill notaði íslenskt lerki í allar innréttingar, en lerkið fékk hann úr Hallormsstaðaskógi, Vaglaskógi, Kjarnaskógi og víðar að. • Mér fannst þetta óttalega vitlaust í upphafi - Ég vann hjá skógræktinni yfír sumartímann á meðan ég var í skóla, sagði Þengill í viðtali við blaðið. - Þá var Ármann heit- inn Dalmannsson oft að hamra á því við okkur, að það væri hægt að nota íslenskan trjávið, sem smíðavið, og hér væri grundvöllur til að rækta nytja- skóga. Mér fannst þetta ótta- lega vitlaust þá og hugleiddi það ekki frekar. • Ég bara hló nú að honum, að láta sér detta í hug að fara að smíða úr ís- lenskum fjölum - Það var svo mörgum árum síðar, þegar ég hafði lært tré- smíði, að Hallgrímur Indriða- son, skógfræðingur, kom á verk stæðið til mín með lerkifjalir, sem hann hafði fengið úr Hall- ormsstaðaskógi. Vildi hann að ég smíðaði eitthvað fyrir sig úr þessu, t.d. léttan hilluvegg. - Ég bara hló nú að Hallgrími til að byrja með og bauðst til að koma þessum fjölum upp á ösku- hauga fyrir hann. En við rædd- um málin og endirinn varð sá, að ég féllst á að prófa þetta og sjá hvað hægt væri að gera úr íjölunum. • En ég varðyfirmig hrifinn, þegar ég fór að vinna fjalirnar - Ég hafði ekki dundað mér lengi við að vinna fjalirnar, þegar ég sá hvaða möguleika þær buðu upp á og varð strax yfir mig hrifinn af viðnum. Ég hafði strax samband við Hall- grím og bað hann að útvega mér allt það lerki, sem mögulegt væri að fá. Það gekk og í fyrstu sendingunni fékk ég 1 ‘/2 tonn af algerlega óunnum trjám úr Hallormsstaðarskógi. Það rétt dugði í innihurðirnar, sem eru 6. Síðar fékk ég lerki úr Vagla- skógi, Kjarnaskógi, Grundar- skógi, gömlu Gróðrarstöðinni og nú síðast frá Kristnesi. öll þessi tré hafa verið felld vegna grisjunar, en ef að ég hefði ekki fengið þau, hefði þeim annað- hvort verið hent, eða þau notuð í gijðingarstaura. Ég reikna með að megnið af þessu hafi verið svona 30-50 ára tré, þannig að við sjáum, að það tekur sinn tíma að rækta upp nytjaskóg. • íslenski viðurinn gefur þeim inn- flutta ekkert eftir - Lerkið er svipað furu að sjá, nema hvað það er heldur gulara, harðara og mun kvist- óttara og æðarnar í viðnum koma meira frarn. Ég hef átt svolítið við að vinna úr íslenskri furu, en lerkið er mun vand- meðfarnara, því hættir til að springa. Þær íslensku trjáteg- undir, sem ég hef unnið úr, gefa sömu trjátegundum innfluttum ekkert eftir. Ég vil þó taka það fram, að ég hef 'ekki smíðað innréttingarnar úr lerkinu massivu, frekar en gengur og gerist með aðra viði, heldur klæddi ég lerkið á grind, venju- legast spónaplötur, í 8 mm flög- um. • Sennilega eina íbúðin, þar sem innréttiingar eru allar úr íslenskum viði Blaðinu er ekki kunnugt um að mikið hafi verið smíðað úr ís- lenskum viði, það er helst að grisjurnar séu notaðar í girðing- arstaura, eins og fram kom hjá Þengli. Við vitum þó um eitt til- felli, þar sem lerki úr Hallorms- staðarskógi var notað í hús- gögn. Þau húsgögn smíðaði Ólafur heitinn Ágústsson á sín- um tíma, en það var fundar- borð og stólar, sem enn eru notuð í fundarherbergi Kaupfé- lags Héraðsbúa. Þá hefur tré- smiðja í Stykkishólmi notað birki í húsgögn og það gerir einnig Ármann Þorgrímsson, sem rennir hillustoðir, svokall- að „súlnasystem", úr íslensku birki. Þá hefur íslenskur trjá- viður verið notaður í gegnum tíðina í smærri smíðagripi, en blaðinu er ekki kunnugt um neinn, sem hefur verið jafnstór- tækur og Þengill. Sennilega er íbúðin hans sú eina á landinu, þar sem íslenskur viður er not- aður í allar innréttingar. • Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að gerðar verði langtíma- áœtlanir um rœkt- un nytjaskóga á íslandi Mér finnst ég vera búinn að sanna, það sem margir hafa áð- ur bent á, að.það erekkert því til fvrirstöðu. að nnta íslenskan trjávið til smíða, og hér á landi er áreiðanlega grundvöllur til að rækta upp nytjaskóga. Hug- sjónamenn, eins og Árrnann heitinn Dalmannsson, hafa undanfarin ár og áratugi verið að benda á þá möguleika, sem íslensku skógarnir bjóða upp á. Þeir hafa hingað til talað fyrir daufum eyrum, en ég vona að þess verði ekki langt að bíða, að gerðar verði langtímaáætlanir um ræktun nytjaskóga á ís- landi, sagði Þengill að lokum Hurðirnar á fataskápunum eru líka klæddar með lerki. Kvistir og æðar koma vel fram á þessari mynd, en viðurinn er Ijósgulur. sem nefndur var Sílalækjar- steinn og knáir menn loftuðu aðeins. En mestu kraftamenn einir tóku hann á bringu upp, þar á meðal Karl. Og áhugi hans á góðum skáldskap og dóm- greind sýndi sig við ótal tæki- færi. Ég man fyrst eftir Karli Krist- jánssyni á einhverri útisam- komu, líklega á Ljósavatni og sennilega um það leyti, sem hann útskrifaðist frá Akureyr- arskóla. Þar glímdi hann við mestu kappa byggðarlagsins. Og er mér enn í fersku minni hversu léttilega hann náði mjaðmarhnikknum og klof- bragðinu með snerpu og mýkt - og kröftum, sem notaðir voru þó svo laglega að ekki varð til lýta. Um 1950 beitti sýslunefnd Suður-þingeyinga sér fyrir því að rituð yrði saga sýslunnar í mörgum bindum. Sett var nefnd, svokölluð sögunefnd, til að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Karl var formaður hennar. Raunar varð minna úr framkvæmdum en ætlað var. Þó komu út 4 bindi af Ritsafni þingeyinga. En síðan var að því snúist að gefa út Ættir þingey- inga, sem Indriði Indriðason býr undir prentun. Karl var snemma valinn í stjórn Almenna bókafélagsins og kosinn síðar forseti þess mikla útgáfuféla^s sjötugur, Glímusamband Islands kaus hann formann útgáfunefndar Glímusögu íslands, sem sam- bandið er að búa til prentunar. Og þegar Karl hætti á Alþingi fékk bæjarstjórn Húsavíkur hann til að rita sögu Húsavíkur. Eigi veit ég með vissu hversu langt því verki var komið þegar vanheilsa steðjaði að þessum önnum hlaðna manni á níræðis- aldri síðastliðið haust. En sagt er mér að hann hafi þá verið langt kominn með Húsavíkur- söguna, sem mun vera mikið rit. Að síðustu en ekki síst um útgáfustarfsemina er þess að geta, að 1940 kom út kver með ljóðasýnishornum 50 þingey- inga, sem nefndist Þingeysk ljóð. Karl og séra Friðrik A. Friðriksson völdu ljóðin. En kverið var gefið út í ágóðaskyni til stuðnings sjúkrahúsbygg- ingu á Húsavík. Aldrei áður hafði þar verið sjúkrahús. Samt skar héraðslæknirinn, Björn Jósefsson, upp sjúklinga og notaði skrifstofu sína sem skurð stofu. Bæjarfélagið var pen- ingalaust og allar sveitir í hérað- inu, enda heimskreppa í landi. Framkvæmdastjóri byggingar- innar var Einar J. Reynis, en með honum í byggingarnefnd völdust Karl og Þórarinn Stef- ánsson hreppstjóri. Húsið var áætlað 110.000, en varð full- búið tækjum kr. 67.200. Kr. 5000 fengust með harðheitum frá ríkissjóði. Enn er það í minni manna norður þar hversu vel bygg- ingarnefndin reyndist, eins og þessar tölur geta raunar gefið bendingu um. Einar útvegaði efnið og sparaði engin ómök og tók Iítið eða ekkert fyrir margt handtakið. Þórarinn gætti kass- ans og ætla ég að hann hafi átt uppástunguna að útgáfunni til að drýgja tekjurnar. Ábatinn mun líka hafa orðið töluverður, enda tóku þeir ekki eyri fyrir sinn snúð, Karl ogséra Friðrik. Við ljóðaleit um allar lendur Þingeyjarsýslna fannst mikið skáld í Reykjadal, Guðfinna Jónsdóttir á Hömrum, komin fast að fertugu. Óvíst er að hún hefði annars nokkurntíma komið í leitirnar. Meðal annars flutti kverið Smalastúlku henn- ar, sem fullgilt kvæði er í hvaða ljóðaúrval sem er, þó enginn ljóðamatsmaður hafi komið á það auga. í formálsorðum Þingeyskra ljóða stendur m.a.: „Skáldgáfa íslenskrar alþýðu og hin al- menna iðkun rímgáfunnar hafa verið ósegjanlega mikils virði. Fólkið hefur ljóðað saman líf sitt og umhverfi. Fyrir þessa hæfileika hefur því orðið vorið dýrlegra, veturinn konunglegri, báturinn skriðmýkri, hesturinn hágengari, hafið tilkomumeira, öræfin æfintýralegri, byggðin blómlegri - gleðin ríkari og böl- ið bærilegra. Ekki veit ég hvort orðin eru Karls eða Friðriks, báðum er til þess trúandi að komast svona vel að orði, og munu fáir eftir leika. Á þessu, sem nefnt var, sést að Karl Kristjánsson hefur komið meira en lítið við útgáfu- störf með öllu öðru, sem hann hafði á sinni könnu. Þar að auki birtust fjölmargar ritgerðir frá hans hendi í blöðum og tíma- ritum um margvísleg mál, eink- anlega minningagreinar og margt um bækur. Hann var flestum mönnum kunnugri ljóðsgerð amtímans hér á landi og var fundvís á það, sem honum þótti bitastæðast og var aldrei í vandræðum með að gera grein fyrir skoðunum sínum. Enn er svo þess að geta að oft var til hans leitað og hann beð- inn að flytja tölu þegar sam- ferðamenn voru kvaddir og vékst hann jafnan vel við því og tókst oft afburða vel. Kryddaði hann þá oftast tölu sína falleg- um vísum og kjarnyrðum frá sér og öðrurn og seildist víða til fanga. Sem dæmi um það hversu vel honurn gat tekist upp við þessháttar tækifæri, leyfi ég mér að benda á húskveðju, sem hann flutti við jarðarför Kára á Hallbjarnarstöðum 1949, er seinna var prentuð í Árbók þingeyinga 1967. í öðru lagi á tölu við útför Guðmundar á Sandi 1944, sem prentuð er sama ár í Tímanum. Þar er meiri skilning að finna á ritverk- um Guðmundar í þeim fáu orðum, sem þar var hægt að koma að þeim, en hjá nokkrum bókmenntafræðingi, er um Guð rnund hefur skrifað enn sem komið er. Karl Kristjánsson og kona hans, Pálína Jóhannesdóttir, fiuttu frá Húsavík til höfuð- borgarinnar um svipað leyti og hann hætti á þingi. Hún er nú á níræðisaldri, kona mikilhæf og skáldmælt. Börn þeirra eru 4 á lífi: Krist- ján bókmenntafræðingur, kvæntur Elísabetu Jónsdóttur. Áki verslunarmaður í Reykja- vík, ókvæntur. Gunnsteinn deildarstjóri hjá SIS í Reykja- vík, kvæntur Erlu Eggertsdótt- ur. Svava húsfreyja á Húsavík, gift Hinrik Þórarinssyni skip- stjóra. Dóttur á fermingaraldri misstu þau Pálína og Karl, fallega stúlku, Björgu að nafni. Bjartmar Guðmundsson. ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.