Íslendingur


Íslendingur - 04.04.1978, Blaðsíða 6

Íslendingur - 04.04.1978, Blaðsíða 6
Bikarkeppni HSÍ Þór og KA slegin út á Akureyri KA og Þór léku um síðustu^ helgi leiki sína i bikarkeppni HSÍ. KA lék í átta liða úrslitunt við FH úr Hafnarfirði á föstudagskvöld. Leik urinn var mjögjafn í fyrri hálfleik. KA menn tóku Geir Hallsteins- son úr umferð og truflaði það sókn FH-inga tölvert. í hálfleik var staðan 12-10 KA í vil. FH-ingar kontu mjög ákveðnir til leiks í siðari hálfleik og sýndi Geir þá mjög góðan leik, spilaði sina menn fría og gaf góðar sendingar sem gáfu mörk. KA menn voru ekki nógu ákveðnir og harðir, og um miðjan seinni hálfleik voru FH-ingar búnir að jafna og komnir yfir. Lauk leiknum með sigri FH 26-23. Flest mörk KA skoruðu Jón H. 10 og Jóhann 4. Hjá FH var Guðmundur Arni markahæðstur með 9 mörk. Á laugardag léku svo Þór og Þróttur í 16 liða úrslitunum. Fyrirfram var búist við miklum baráttuleik og það varð líka revndin framan af. í fyrri hálfleik skiptust liðin á að skora og í hálfleik var staðan jöfn 13-13. En í síðari hálfleik sigu Þróttarar fram úr og munaði þar mest um góða markvörslu hjá Sigmundi í marki Þróttar og hvað Þórsurum gekk iila að ráða við Konráð Jónsson, en hann skoraði alls 10 mörk í hállleiknum. Þróttur sigraði með 28 mörkum gegn 21 marki Þórs. Flest mörk Þórs skoraði Sig- trvggur 5 og Jón Sig. 4, og flest mörk Þróttar gerði Konráðeða 14. Fru því bæði Akureyrarliðin úr leik i bikarkeppninni að þcssu sinni. íslendingur í heimsókn hjá lyftingamönnum í Lundarskóla Æft af „krafti“ Akureyrskir lyftingamenn hafa vakið verðskuldaða athygli á undanförnum árum. Þeir hafa sett mörg íslandsmet og einnig hafa þeir verið valdir í landslið lyftingamanna. Einskær dugnaður og áhugi hefur alitaf einkennt starfsemi lyftingamanna, sem hafa orðið að stunda æfingar og keppnir við þröngan húsa- og tækjakost. Það eru helst yngri mennirnir, sem láta að sér kveða á mótum, en margir aðrir koma i lyftingasaiinn reglulega og stunda lyftingar, sér til hressingar og heilsubótar. Einnig eru lyftingar snar þáttur í þjálfun flestra íþróttagreina. Frekar hljótt hefur verið um starfsemi lyft- ingamannanna í vetur. Til að bæta úr því, brá blaðamaður Islendins sér á æfingu til þeirra upp í Lundarskóla í sl. viku. Lyftingarmenn æfa í kjallara Lundarskóla, þar sem þeir hafa komið sér upp góðum tækja- útbúnaði og eiga von á frekari viðbót við hann. Húsnæðið er vel til æfinga fallið, en þeir sögðu að vonandi fengju þeir þó smá stækkun á því áður en langt Ólafsfirðingar heiðraðir Eins og fram kom í fréttum frá Skíðalandsmótinu í síðasta blaði, þá voru Ólafsfirðingar þeir, sem komu sáu ogsigruðu á Skíðalandsmóti fslands 1978, sem haldið var í Reykjavík. Þeir hlutu 11 íslandsmeistaratitla, eða alla mögulega í norrænum greinum, stökki og göngu. Er það tveimur titlum fieira helduren viðsögðum ísíðasta hlaði,sem stafar af því, að við glcymdum að telja með göngut víkeppnina. Ólafsfirðingar voru einnig sigursælir á Unglingameistaramótinu á Akureyri, en þar hlutu þeir 7 Islandsmeistaratitla. f tilefni af þessari velgengni skíðamann- anna, efndi íþróttafélagið til samsætis þeim til heiðurs í síðustu viku. Þar var skíðadeild félags- ins afhentar 300 þús. kr. frá bæjarstjórn Ólafsfjarðar, til eflingar norrænum greinum. Þessa mynd tók Svavar B. Magnússon af skíðamönnum Ólafsfirðinga við það tækifæri. 6 - ISLENDINGUR um liði. Frá því að byrjað var að æfa lyftingar hér á Akureyri hafa lyftingamenn verið á hrak- hólum með aðstöðu. Lengi voru þeir í íþróttarvallarhúsinu við þröngan kost. Þeir sem áttu hvað mestan þátt í að hefja íþróttina til vegs á Akureyri voru þeir Grétar Kjartansson, er lést 1974, og Vilhjálmur Ingi Árnason íþróttakennari. Var Grétar óþreytandi við æfingar og náði fyrstur Akureyringa þeim árangri að vinna íslands- meistaratitil í kraftlyftingum. Þegar hann féll frá voru komn- ir til leiks nokkrir ungir og áhugasamir strákar sem héldu áfram starfinu. Lyftingadeildir KA og Þórs voru stofnaðar 6. jan. 1975, en þær mynda síðan lyftingarráð sem sér um öll mál lyftingamanna út á við og í sambandi við Lyftinga- samband íslands. Lyftingaíþróttin skiptist í tvær megin greinar, tvíþraut og kraftlyftingar. Tvíþraut skipt- ist síðan í jafnhöttun ogsnörun. Kraftlyftingar skiptast í bekk- pressu, hnébeygju, og réttstöðu- lyftu. Keppt er í þessum grein- um í tíu mismunandi þyngdar- flokkum. Allar þessar greinar eru æfðar og stundaðar hér á Akureyri. Þá er einnig aðstaða til þess að stunda líkamsrækt með sérstökum þar til gerðum tækjum og nota þau eftir ákveðnu kerfi. Þeir sem ætla að ná langt í íþróttinni verða að æfa fjórum til fimm sinnum í viku einn til tvo tóma í senn. ÆFingasalurmn er opinn frá kl. 17.00 til 22.00 alla virka daga og frá kl. 14.00 til 16.30 um helgar. Þar er alltaf einhver sem er tilbúinn til þess að leiðbeina ný- liðum. Þá æfa margir menn á aldrinum 30 til 50 ára og hafa keppt í sérstöku ,,old boys“ móti. Einnig er Ijóst að þeir sem æfa aðrar íþróttagreinar hafa mikið gagn af því að stunda lyftingar. Eins og sagði í upphafi hafa lyftingamenn staðið sig einstak- lega vel á síðastliðnu ári. Þeir settu yfir tuttugu íslandsmet bæði í unglinga- og fullorðins flokkum. Þá voru Akureyringar í landsliðum íslendinga sem kepptu á norðurlandsmótum á síðastliðnu ári. Á þeim vet- vangi stóðu þeir sig mjög vel og voru landi sínu til sóma. Er vonandi að lyftingamenn haldi áfram að eflast af krafti og getu. ' Þór og KA mætast á föstudags- kvöldið Á föstudagskvöldið verður seinni leikur Þórs og KA í 2. deild fslandsmótsins í hand- bolta. Má búast við hörku- ieik eins og jafnan þegar þessi lið mætast. Ekki síst nú, þegar Þórsarar eru komn ir í fallhættu og verða að tryggja sér stig ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í deild- inni án aukaleikja við Æeikni. Héraðsmót HSÞ í borðtennis: 54 þátt- takendur Borðtennis nýtur vaxandi vinsælda um þessar mundir. Nýlega hélt Héraðssamband Suður-Þingeyinga sitt fyrsta héraðsmót í borðtennis, sem fór fram í nýja íþróttahúsinu að Laugum. Mótsstjóri var Sveina Sveinbjörnsdóttir og var keppt á 6 borðum í 4 aldursfiokkum. Keppendur á mótinu voru 54 frá 7 aðild- arfélögum innan HSÞ. Úrslit urðu sem hér segir: 1. flokkur, fæddir 1960 og eldri. Hermann Jónasson, Völs. Páll Guðmundsson, Völs. Tryggvi Kristvinsson, V. 2. flokkur, fæddir 1963 og 4. Jónas Hallgrímsson, Eilífur Halldór Gíslason, Geisli Gísli Stefánsson, R.Hverf. 3. flokkur, fæddir 1961 og 2. Aðalgeir Hallgrímsson, Eil. Gunnlaugur Stefánss., R.hv. Heimir Asgeirsson, Magni 4. fl., fæddir 1965 og yngri. Ragnar Þór Jónsson, Geisli Sigmundur Sæmundss., Eil. Ólafur Ingimundarson, G. Gistið íhjarta borgarinmr hagstæða vetrarverð. Iþróttafólki bjóðumvið sérstakt afsláttarverð. ái BERGSTAÐASTR/Í Tl 37 S l M I 21011

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.