Íslendingur - 13.06.1978, Page 6
)
...íþrðttir•.,umsjon: Einar Pálmi árnason...íþrðttir...
Þórsarar töpuðu stigi á Neskaupstað
Gerðu j afntefli
við Þrottarana
Verða að taka sig á ef þeir œtla að endurvinna sœti í l.deild
Annarardeildarlið Þórs í
knattspyrnu lék sinn fimmta
leik í Islandsmótinu í knatt-
spyrnu á föstudagskv öldið
er þeir léku við lið Þróttar á
Neskaupstað. Ekki voru liðn-
ar nema tvær mínútur af
leiknum er Þórsarar höfðu
tekið forystu með marki
Sigurðar Lárussonar úr víta-
spyrnu.
Þrátt fyrir þessa úskabyrjun
Þórsara voru það heimamenn
sem stöðugt sóttu í fyrri hálf-
leiknum og uppskáru laun erfiði
síns er þjálfari þeirra Helgi
Ragnarsson jafnaði metin, og er
flautað var til leikhlés máttu
Þórsarar vel við una. I síðari
hálfleiknum snérist dæmið við
og voru það nú Þórsarar sem
réðu gangi mála, en þrátt fyrir
nær stanslausa pressu vildi
boltinn ekki inn og endaði
leikurinn því með jafntefli eitt
mark gegn einu. Þórsarar hafa
nú hlotið fjögur stig úr fimm
leikjum, og þau öll á útivelli. Ef
lið Þórs ætlar sér að endur-
heimta sæti sitt í fyrstu deild
getur þetta varla talist nægielga
góð byrjun. Helsta vandamál
þeirra nú virðist vera að gera
mörk, en úr þessum fimm
leikjum hafa þeir aðeins gert
þrjú mörk, þar af tvö úr
vítaspyrnum.
Sigurður Lárusson skoraði eina
mark Þórs.
Vormóti yngri
flokkanna lokið
- Þórsarar sigursœlir - er árangur Þrastar að koma í Ijós?
Nú að undanförnu hafa staðið
yfir leikir í Vormóti knattspyrnu
félaganna og er keppni aðeins
ólokið í tveimur flokkum, öðr-
um fl. karla og í kvennaflokki. Ef
litið er á úrslit þeirra leikja, sem
búnir eru, kemur glögglega í ljós
að lið Þórs í yngri flokkunum er
mun sterkara en lið KA. Samúel
Jóhannsson er sá maður er hvað
mest veit um mál þessi, og var
hann að því spurður hvað það
raunverulega væri sem Þórsarar
gætu þakkað velgengni sinni.
Taldi Samúel að störf Þrastar
Guðjónssonar væru nú að skila
sér í ríkari mæli en nokkru sinni
fyrr, en eins og flestir vita hefur
Þröstur meira og minna þjálfað
flesta yngri flokka Þórs undan-
farin ár. Varðandi aðstöðumun
félaganna sagði Samúel að ekki
væri sá munur á aðstöðunni að
bitnað gæti á leikjum liðanna.
Það var því niðurstaða þessa
stutta viðtals að þjálfari þessara
stráka, Þröstur Guðjónsson,
ætti þarna mestan heiðuraf..
En lítum þá á úrslit þeirra
leikja sem lokið er. Allir þessir
leikir fóru fram á Þórsvell-
inum.
6. flokkur:
Þór-KA A. 5-0.
Þór-KA B. 4-0.
Þér~KA C. 5-0.
5. flokkur.
Þór-KA A. 2-1.
Þór-KA B. 2-0.
4. flokkur.
Þór-KA A. 4-1.
Þór-KA B. 0-2.
3. flokkur.
Þór-KA 2-2.
1. flokkur.
Þór-KA 3-1.
Þröstur Guðjónsson.
Verða
engar v ín-
veitingar?
Vorþing Þingstúku Eyjafjarðar
haldið sunnud. 7. maí 1978,
skorar á þá fulltrúa sem ná kosn
ingu til bæjarstjórnar Akureyr-
ar í komandi kosningum að af-
nema með öllu vínveitingar á
vegum bæjarins og stofnan
hans.
íslandsmót
yngrí flokka
- Þór keppti á Húsavík, en KA
fékk Siglfirðinga í heimsókn
Annar tlokkur Þórs lék sinn
fyrsta leik í fslandsmótinu
við lið Breiðabliks úr Kópa-
vogi. Leikið var hér heima
og máttu Þórsarar þola tap
2-0.
Þórsarar héldu svo austur
á Húsavík nú um helgina og
léku þar við heimamenn í ís-
landsmótinu (Norðurlands-
riðli). Úrslit urðu þessi:
5. flokkur:
Völsungur4*ór 3-2.
4. fkikkur:
Völsungur-þór 3-2.
4. flokkur:
Völsungur-Þór 4-4.
Á sama tíma fengu KA-
menn Siglfirðinga í heim-
sókn i sama móti og urðu
úrslit þeirra leikja þessi:
5. flokkur:
KA-KS 7-0.
4. flokkur:
KA-KS 4-0.
3. flokkur:
KA-KS 1-0
NÆSTU
LEIKIR
f kvöld, priðjudagskv öld, fer
fram hér einn leikur í bikar-
keppni K.S.Í., er það viður-
eign Þórs við lið H.S.Þ. Næsta
dag, miðvikudag, leika KA-
menn við Keflvíkinga í Kefla-
vík. Sá leikur er liður í keppni
íslandsmótsins í 1. deild. Á
föstudag leika svo Þórsarar
við Ármenninga hér heima í
íslandsmótinu. Á sunnudag
gæti svo orðið fyrsti leikur KA
hér heima, en þá (ef veður
leyfir) eiga Vestmannaeyingar
að koma í heimsókn.
Engín stórmót
- en hreyflngin
er aðalatriðið
- segir Júlíana Tryggvadóttir, formað-
ur íþróttafélags fatlaðra á Akureyri
Vetrarstarfi í þróttafélags fatlaðra
er nú lokið. Var starfsemi félagsins
með iíku sniði og verið hefur. Voru
æfingar tvisvar í viku og auk þess
sundæfingar einu sinni í viku.
Ovrmót var haldið að venju og
keppt í Boccia, borðtennis og
bogfimi. Félagið er aðili að ÍBA og
ÍSI og fær styrki þaðan.
- Eg vil geta þess, að félagið er
öllum opið, sem við einhverja
fötlun eiga að stríða um lengri eða
skemmri tíma, svo og áhugafólki
um íþróttir fatlaðra, sagði Júlíana
Tryggvadóttir, formaður félagsins í
viðtali við blaðið.
- Á þessum æfingum okkar er
ekki endilega verið að hugsa um
einhver stórmót, sagði Júlíana,
heldur er það hreyfingin, sem
skiptir máli og allir hafa gott af.
Enginn þarf heldur að gera meira
en hann vill. Þá eru tillögur um
nýjar íþróttagreinar vel þegnar.
Þá gat Júlíana þess, að félaginu
hafi vorist margar góðar gjafir á
árinu. Lionsklúbburinn Hængur
gaf félaginu 1 milljín kr. og
Lionsklúbburinn Huginn 100 þús.
Bað Júlíana fyrir þakkarkveðjur til
félaga þeirra, svo og allra þeirra,
sem lagt hafa félaginu lið með
vinnu og fjárframlögum.
Þjálfarar félagsins í vetur hafa
verið sem fyrr ÞrösturGuðjónsson,
íþróttakennari og Magnús H. Ólafs
son, sjúkraþjálfari. Starfsemi félags
ins hefst afutr í september en þeir
sem vilja fá nánari upplýsingar um
félagsskapinn og starfið næsta
vetur geta hringt í síma 21186 út
þennan mánuð.
Bingóvinningur KA
Nýlega var afhentur bingóvinningur í Blaðabingói Knatt-
spyrnudeildar KA. Vinningur í bingóinu var FERGUSON
LITASJÓNVARP frá Radíoverslun Axels og Einars í Kaup-
angi. Á myndinni sjást vinningshafi: Gunnborg Gunnars-
dóttir og Sigríður Olgeorsdóttir, en þær skiptu með sér
vinningnum. Á milli þeirra er Siguróli Sigurðsson frá knatl*
spyrnudeildinni. Verðlaunaafhendingin fór fram í Radío-
verslun Axels og Einars.
6 - ISLENDINGUR