Íslendingur - 13.06.1978, Side 8
Frú Maja
Baldvins
jarðsett
Hinn 28. maí sl. andaðist í
Reykjavík frú Maja Bald-
vins frá Akureyri. Útför
hennar var gerð frá Dóm-
kirkjunni 5. júní, en jarð-
sett var á Akureyri 8. júní
að lokinni minningarat-
höfn í kirkjunni í Fjörunni.
Maja Baldvins fæddist á
Akureyri 16. nóvember
1907, dóttir hjónanna
Svövu Jónsdóttur, leik-
konu, og Baldvins Jóns-
sonar, kaupmanns. Árið
1934 giftist Maja Sigurði
Líndal Pálssyni, mennta-
skólakennara. Var Sigurð-
ur aðalenskukennari við
Menntaskólann á Akur-
eyri í liðlega 30 ár. Maja var
einnig um árabil prófdóm-
ari við sama skóla.
Einkadóttir þeirra hjóna,
Sigurðar og Maju, er Maia,
sálfræðingur, búsett í Reykja
vík.
Myndir
í maí
- Ný Ijóðabók
eftir Matthías
Jóhannessen
Út er komin ný ljóðabók
eftir Matthías Johannes-
sen, 9. ljóðabók skáldsins.
Útgefandi er Almenna
bókafélagið. Bókin heitir
Morgunn í maí og er ljóða-
flokkur - sviðið er æska
skáldsins og stríðsárin hér í
Reykjavík.
,, . . . ég á ekki von á því
að ég verði svo gamall að
styrjöldin fylgi mér ekki. í
raun og veru horfðumst við
drengirnir í augu viðdauða
og harmleik á hverjum
degi . . . Á þessum árum
hrundi veröldin í kringum
okkur. Það gamla stóðst
ekki þau átök sem þarna
urðu og fæðingarhríðirnar
urðu meiri en áður þegar
nýr tími hefur fæðzt.“
Þannig farast skáldinu
orð um andrúm bókarinn-
ar í blaðaviðtali 1977. Og
það er ekki einungis efni
ljóðanna, heldur og einnig
form þeirra, sem ber svip
þessara upplausnartíma.
,,Ég gat hvorki ort hana í
hefðbundnu íslenzku Ijóð-
formi né óbundnu formi,"
segir skáldið í umræddu
viðtali.
Listamaðurinn Erró hef-
ur gert í bókina 25 litmynd-
ir í sínurm sérstæða stíl -
reykvískt yfirbragð stríðs-
ins og upplausnarinnar.
Morgunn í maí er 82 bls.
að stærð og er í sams konar
broti og búningi og síðasta
Ijóðabók Matthíasar, Dag-
ur ei meir.
Útlit og umbrot bókar-
innar hafa Myndamótann-
azt. en að öðru leyti er hún
unnin í Prentsmiðjunni
Odda og Sveinabókband-
inu.
EINANGRUNARGLER
ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332
Islendingur
Næstum eins og klippt
út úr stefnuskrá okkar
-Segir GísliJónsson, bœjarfulltrúiSjálfstœðisflokksins, um ýmis atriði í málefna-
samningi vinstri flokkanna í bœjarstjórn Akureyrar, en jafnframt telur Gísli veru-
lega komiðtilmóts við gagnrýni sjálfstæðismanna síðasta kjörtímabil
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Akureyrar var haldinn á
þriðjudaginn. Þar las Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi
Lramsóknarflokksins, upp málefnasamning, sem vinstri flokkarn-
ir, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Samtökin og Alþýðu-
bandalag, hafa gert með sér um stjórnun bæjarins á kjörtímabilinu.
Siguður Jóhannesson var kjörinn forseti bæjarstjórnar fyrsta árið
með 8 atkv., en Helgi M. Bergs var kjörinn bæjarstjóri út kjörtíma-
bilið með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Alþýðuflokkurinn fer með
embætti forseta bæjarstjórnar tvö næstu ár, samkvæmt málefna-
samningnum, en Framsóknarflokkurinn aftur síðasta ár kjörtíma-
bilsins. Þá var á fundinum kosið í nefndir og ráð bæjarins, en nánar
er greint frá þeim kosningum á bls. 3 í blaðinu í dag.
Fyrir bæjarstjórnarkosn-
ingarnar urðu Sjálfstæðismenn
fyrstir til að setja fram stefnu-
skrá sína, sagði Gísli Jónsson,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, í viðtali við blaðið eftir
fundinn. - Þarsagði m.a.: „Það
er skoðun sjálfstæðismanna, að
innan bæjarstjórnar sé eðlilegt,
að ákveðin meirihlutastefna sé
ríkjandi, en sé mótuð af sam-
hentum meirihluta, lögð fram
og gerð almenningi kunn.“ -
• Verkalýðsforingi
um verkalýðsfor-
ingja
Þorsteinn Jónatansson í stjórn
Einingar og frambjóðandi til
alþingis hefur efnislega sagt á
framboðsfundum í kjördæm-
inu: Verðbólgan er líka for-
ystu verkalýðshreyfingarinnar
að kenna. Forysta launþega í
höndum Alþýðubandalagsins
er á villigötum. í Þýskalandi
og nágrannalöndunum er
samið um 2-3% raunhæfa
kauphækkun, sem ekki fer út í
verðlag. Hér verður það að
vera 30-50% með tilheyrandi
verðskriðu. Hvernig er hægt
að halda uppi útflutningsiðn-
aði við slíkar aðstæður? Vísi-
tölukerfið er gengið sér til
húðar. Síðasta aldarfjórð-
unginn hafa verið sett 25
sinnum lög sem ógilda kjara-
samninga.
• Er ísland gjald-
þrota
Það er mikili siður að bera sig
saman við nágrannaþjóðirnar,
og ekki vantar að stjórnar-
andstæðingar geri slíkt, þegar
þeir telja samanburðinn sér í
hag. Annað er látið liggja í
þagnargildi. Ein uppáhalds-
saga stjórnarandstæðinga er
sú, að við fslendingar séum
skuldugastir allra þjóða og
römbum á barmi þjóðargjald-
þrots. Með öllu er þá látið
ósagt, hvers konar framleiðslu
tækjum og varanlegum mann-
virkjum við höfum komið upp
fyrir erlendar lántökur. En
gerum svo samanburð við þær
Þetta stefnuskráratriði okkar er
þegar komið í framkvæmd,
sagði Gísli, - því vinstri meiri-
hlutinn, hversu samhentur sem
hann er, hefur nú ekki talið sér
stætt á öðru en Ieggja fram og
birta málefnasamning sinn, en
eins og menn muna, þá var
slíkur samningur leyniplagg síð-
asta kjörtímabil, þangað til
nokkrum dögum fyrir kosning-
ar.
• Margt úr stefnuskrá
okkar tekið upp
Aðspurður sagði Gísli um
samkomulag vinstri flokkanna,
að sér virtist það við fyrstu sýn
vel samið og skynsamlegt plagg.
Sumt er að vísu nokkuð teygj-
anlegt og annað, sem vera
þyrfti, vantar eins og gengur.
Margt er þarna mjög í samræmi
við það sem við sjálfstæðismenn
höfðum haldið fram og klifað á
og helstu nýmæli samkomu-
lagsins í stíl við okkar stefnu,
svo sem ráðning skipulagsfull-
trúa, gerð landnýtingaráætlun-
ar og efling atvinnu- og fram-
kvæmdaáætlunarnefnda. Ýmis-
legt annað er næstum eins og
klippt út úr stöfnuskrá okkar,
svo sem kaflinn um íþróttamál.
• Stefna okkar verði
framkvæmd
„Við munum að sjálfsögðu,“
sagði Gísli ennfremur, „beita
okkur fyrir því að stefna okkar
verði framkvæmd eftir því sem
við höfum afl til og veita meiri
hlutanum aðhald og gagnrýni
svo sem efni standa til hverju
sinni.
Það hefur þegar komið í
ljós bæði á síðasta kjörtíma-
bili og á samkomulagi meiri
hlutans nú að gagnrýni okkar á
vinnubrögð þeirra hefur haft
sitt að segja, og stefna sú í bæj-
armálum sem við mörkuðum á
þessu vori, fyrstir flokka, hefur
þótt til fyrirmyndar hjá öðrum.
Nú er að sjá hvort meiri hlutinn
verður eins handfljótur að fram
kvæma stefnuskrána eins og
hann var að birta hana. Liðsinni
okkar sjálfstæðismanna skal
ekki skorta til framgangs þeirra
mála sem samræmast okkar
stefnu,“ sagði Gísli að lokum.
flokkanna á Akureyri gleymd-
ist að ræða um „kauprán
ríkisstjórnarinnar" og fullar
verðbætur á laun þeirra sem
vinna hjá bænum. „Láglauna-
fulltrúarnir", Soffía Guð-
mundsdóttir og Helgi Guð-
mundsson, hafa steinþagað
bæði í bæjarstjórn og bæjar-
ráði, enda hafa þau nú sjálf
jfengið sæmilegar „láglauna-
bætur“, þar sem Soffía var
endurkosin í bæjarráð ogfleiri
fínar stöður og Helgi hefur
hreiðrað um sig í tveimur
eftirsóttustu nefndum bæjar-
ins, skipulagsnefnd og bygg-
ingarnefnd.
• Skýrir kostir
Línurnar fyrir næstu kosning-
ar eru orðnar skýrar og kostir
aðeins tveir. Annars vegar ný
vinstri stjórn, þarsem Alþýðu-
bandalagið réði lögum og
lofum. Hins vegar ríkisstjórn
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefði forystu og úrslitaáhrif.
Greinilegt er, að hér á landi
stefnir í átt til tveggja flokka
kerfis. Annars vegar flokkur
frjálshyggjumanna. Hins veg-
ar sósíalistaflokkur með
komniúnistakjarna, sem reynt
er að dulbúa. Valið er nú
auðvelt. MEÐ LAND-
VÖRNUM - MÓTT ÖR-
YGGISLEYSL MEÐ VIÐ-
NÁMI GEGN VERÐ-
BÖLGIJ - MÓTI ÚPP-
LAUSN. MEÐ LAIJNA-
JÖFNIJÐI OG FÚLLRI AT-
VINNú - MÓTI ATVINNú-
LEYSI OG ÓFRIÐI. MEÐ
SJÁLFSTÆÐISFLOKKN-
ÚM - MÓTI VINSTRI
STJÖRN: Fjöldi manna áttar
Framhald á bls. 7.
nágrannaþjóðir, sem við höf-
um talið sæmilega stöndugar
og efnaðar. Skuldir eftirtal-
inna ríkja í árslok 1977 voru
þessar á hvert mannsbarn í
landinu: Belgía 1.040.000, Sví-
þjóð 975,000, Noregur
930.000, Sviss 910.000, Bret-
land 780.000 og fsland
690.000. Nú hefur aukning
erlendra skuida verið stöðvuð
og sá bullandi viðskiptahalli
við útlönd, sem var, þegar
vinstri stjórnin fór frá, verið
réttur af.
• Og samt langar
menn í vinstri
stjórn
Ekki þarf að spyrja um áhuga
AJþýðubandalagsmanna og
Samtakamanna á nýrri vinstri
stjórn. En hvað vilja Fram-
sóknarmenn? Pétur Björns-
son, fjórði maður á lista
Framsóknarmanna í Norður-
landskjördæmi eystra, hefur
talað: Framsóknarmenn eiga
t
að stefna að nýrri vinstri
stjórn, segir hann. Hann talar
á framboðsfundum sem stjórn
arandstæðingur og vill ekki
réttlæta gerðir ríkisstjórnar-
innar til launajöfnunar og
viðnáms gegn verðbólgu.
Hann er einnig yfirlýstur
„herstöðvaandstæðingur“.
Aðeins vinstra samstarf kom
til greina, sagði foringi Fram-
sóknar í síðasta Degi. Þannig
dreymir fjölda framsóknar-
manna um endurreisn vinstri
stjórnar, þar sem Alþýðu-
bandalagið yrði mun sterkara
en í hinni fyrri. Kosningasigur
Sjálfstæðisflokksins getur
einn komið í veg fyrir myndun
nýrrar vinstri stjórnar, og má
þá minna á það að verðbólgan
a.m.k. áttfaldaðist á stjórnar-
tíma Ólafs Jóhannessonar.
• „Kauprániðu
gleymdist
f samningaviðræðum vinstri
StepJsnealan.
GARDlNUBRAUTIR
TRÉSTANGIR og allir fylgihlutir
búðin, Tryggvabraut 22