Íslendingur


Íslendingur - 15.08.1978, Blaðsíða 8

Íslendingur - 15.08.1978, Blaðsíða 8
Minningar- leikurinn í kvöld Árlegur minningarleikur um Jakob heitinn Jakobs- son fer fram á grasvellinum á Akureyri annað kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst hann kl. 8. Það eru Akurnesingar, sem koma norður og leika við KA. Akurnesingar eru með eitt sterkasta lið landsins um þessar mundir, eru í 2. sæti 1. deildar og komnir í úrslit í Bikarnum. KA varð að sætta sig við stórt tap gegn Skagamönnum í heimaleik sínum í 1. deildinni og hafa eflaust fullan hug á því að hefna þeirra ófara. Tekjur af leiknum renna í Minn- ingarsjóð Jakobs Jakobs- sonar, sem er ætlaður til að styrkja íþróttamenn. Sl. ár I var einn styrkur veittur úr sjóðnum, til Karls Frí-1 mannssonar, skíðamanns, að upphæð 50 þús. kr. Var j það eina umsóknin, sem sjóðsstjórninni barst. Nætursala í Esso-nesti Fins og áður hefur komið fram í íslendingi, þá hafa (iísli Jónsson, f.h. Ferða- skrifstofu Akureyrar, og Hótel Akureyri, sótt um nætursölu í miðbænum á Akureyri. Nú hefur Höld- ur s.f. einnig sótt um leyfi til nætursölu í einhverju Esso- nestanna, sem eru Bíla-1 þjónustan. 'Fryggvabraut 14. Veganesti við Hörgár-1 braut og Krókeyrarstöðin. Bæjarráð hefur oröið við erindinu. að uppfylltum nauðsynlegum skilyrðum. Kveðja Akureyri F.ltir sex ára samfellt starf sem deildarstjórar fyrir ísland og Færeyjar. hafa brigaderarnir Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jónsson fengið kveðjuskipun, og hafa af Hjálpræðishernum lengið skipun til Hamar í Nor- egi. þar sem þau munu hafa yfirumsjón með 19 flokkum. Af þessu tilefni koma þau tii Akureyrar fimmtudag 17. ágúst. og verður kveðjusam- koma haldin í Zíon (sjá aug- lýsingu annars staðar í blað- inu). Það eru mikil og stór verk- efni sem bíða þeirra, en revnsla þeirra frá starfinu á ís- landi, ásamt margra ára starfi í Noregi, kemur þeim að góðum notum. Flokkar, líknarstörf, stofnanir og fangelsi hafa ver- ið þeirra starfssvið, og þetta allt er þeim mikil stoð fyrir verkefni þeirra sem þau nú eiga að vinna fyrir Guðs ríki. Við væntum þess að sem flestir komi í Zíon næsta fimmtudag til að óska þeim góðrar ferðar og blessunar- ríkra ára í Noregi. Um leið nefnum við að í þeirra stað eru norsk hjón, l.illy og Gudmund Lund, komin til Reykjavíkur, og munu þau verða boðin vel- komin til Akureyrar seinna í htiust. AMR/HJ Lögfræðiþjónusta Benedikt Ólafsson hdl. Hafnarstræti 94 - Simi 24602. EtN?NGRUNARGUR ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 íslendingur BUaklúbbiir Akureyrar efndi ti! hópaksturs Vilja bæta umferðar- menninguna - En þeir telja hana á lágu stigi í baenum Bifreiðaklúbbur Akureyrar efndi nýlega til hópaksturs um götur Akureyrar og tóku um 35 bflar af ýmsum gerðum þátt í akstrinum. Var hópaksturinn farinn til að vekja athygli á klúbbnum og þörfum hans fyrir landssvæði fyrir starfsemina, eða eins og Páll Kristjánsson, formaður klúbbsins, sagði í viðtali við blaðið: Við teljum það minnka slysahættuna í bænum, ef við fáum afmarkað svæði fyrir starfsemi okkar. Þar geta félagar klúbbsins reynt tæki sín án þess að valda slysahættu. Bifreiðaklúbbur Akureyrar var stofnaður 27. maí 1974 og eru félagar orðnir 85. Það er mesti misskilningur að menn þurfi að eiga „átta gata tæki“ til að fá inngöngu í klúbbinn, því hann er opinn öllum bíleigend- um, að sögn Páls. Það hefur líka verið eitt af meginverkefnum klúbbsins, að dytta að gömlum bilum og árlega hafa klúbbfélagar haldið bílasýningu 17. júní. Þar hafa verið sýndir bílar af ýmsum gerðum og tegundum, en mesta athygli hafa gömlu bílarnir jafnan vakið. Hins vegar gat Páll þess, að afturkippur hefði orðíð á viðgerðum á gömlum bílum á vegum klúbbsins, því þeir hafi misst húsnæðið fyrir verkstæðið. Það er brýnt fyrir klúbbinn, að koma sér upp húsnæði, en það verður ekki hægt fyrr en landsvæði er fengið. Sagðist Páll vongóður Þeir voru af ýmsum gerðum og stærðum bílarnir í hópakstrinum. um að úr þessu rættist, en málið er í athugun hjá ráðamönnum bæjarins. Hafa ýmis svæði komið til greina, t.d. uppi á Glerárdal, en ekkert hefur enn verið ákveðið. En á meðan Akureyrarbær getur ekki séð af bletti undir starfsemi Bílaklúbbsins, verður hann að leita lengra til eftir aðstöðu fyrir starfsemina. 27. ágúst nk. er fyrirhuguð sand- spyrnukeppni út á Dalvík. Þar er gert ráð fyrir mörgum keppendum víðsvegar að og verður keppt í jeppaflokki, fólksbíla og mótorhjólaflokk- um. Einnig er fyrirhuguð tor- færukeppni fyrstu helgina í næsta niánuði. Okkur í Bílaklúbbi Akureyr- ar hryllir við þeirri slysaaukn- ingu, sem orðið hefur á undan- förnurn árum. Við viljum því hvetja sem flesta, sérstaklega unga fólkið, til að starfa með okkurog stuðla að bættri um- ferðarmenningu í bænum, en hún er á mjög lágu stigi, sagði Páll að lokum. Hljómsveitir Tónlistar- skólans á A kureyri halda utan: Tónleikar í Akur- eyrarkirkju Um mánaðamótin halda hljóm- sveitir Tónlistarskólans á Akur- eyri í hljómleika- og kynningar- ferð til vinabæja Akureyrar í Noregi og Danmörku, Randers og Alasunds. Til að kynna bæjarbúum starf sitt og afla um leið fjár í ferða- sjóð, halda hljómsvcitirnar tón- leika í Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 17. og mánudaginn 21. þ.m. kl. 20.30. Á fyrri tónleikunum kemur eink- um fram lúðrasveit skólans, ásamt einleikurum á trompet og blokk- flautur með strengjaundirleik. Á síðari tónleikunum leikur blönduð sveit og strengjasveit. Auk þess verður orgelleikur á báðum hljóm- leikunum. Á efnisskránni verða sígild lög. létt tónlist, íslensk og er- lend þjóðlög ofl. Með tónleikunum vilja hljóm- sveitirnar kynna starf sitt, en von- ast einnig til að geta aflað nokkurs fjár í ferðasjóð sinn, því um mán- aðamótin halda þær í hljómleika- og kynningarferð til vinabæja Ak- ureyrar, Álasunds í Noregi og Randers í Danmörku. Verða heim- sóttir tóniistarskólar bæjanna og tekið þátt í samleik nieð nemendum þeirra. Undirbúningur fyrir ferðina hef- ur staðið í tæpt ár. Hafa meðlimir hljómsveitanna, aðstandendur þeirra og kennarar skólans, lagt á sig ómælda vinnu til að allt mætti takast sem best. Hafa æfingar ver- ið a.m.k. tvisvar í viku ísumar. Það er því ljóst að meðlimir hljómsvfeit- anna hafa iagt kapp á að vera sem best fyrir ferðina búnir. Eflaust verða hljómsveitirnar verðugir full- trúar Akureyrar á erlendri grund og því ekki nema sanngjarnt, að Akur- eyringar og bæjargestir fjölmenni til tónleikanna. 1 GARDINUBRAUTIR TRÉSTAIMGIR og allir fylgihlutir Ibúðin, Tryggvabraut 22 liðið og Þorberg Atlason vin- sælasta knattspyrnumanninn. I verslun Brynjólfs Sveins- sonar hf. er mikið vöruval en þó lét Gunnar þess getið að mikið af sumarvörunum væri gengið til þurrðar. Meðal vöru tegunda má nefna útbúnað fyrir veiðimanninn, ýmiskon- ar viðlegubúnað, t.d. útigrill, hestamenn geta fengið ýmis- legt við sitt hæfi, ökutæki fyr- ir yngstu borgarana fást hjá Brynjólfi, t.d. barnavagnar og kerrur og bílstólar, svo nokk- uð sé nefnt. Einnig má geta þess að verslunin er með skíða vörur yfir vetrartímann. Þá er eftir að draga út tvo vinningshafa í vinsældarkjör- inu, sem fá 15.000 kr. úttekt í Amaro og Vöruhúsi KEA. Verða vinningshafarnir kynnt ir í tveim fyrstu blöðum eftir sumarfrí, en síðan verða úrslit- in í vinsældarkjörinu kynnt. Birtum við þá stórár myndiraf þrem efstu Iiðunum og þrem vinsælustu knattspyrnumönn- unum. Vinsælasta liðinu og vinsælasta knattspyrnumann- inum verða síðan aÖientir verð launagripir til varðveislu næsta árið. Hér dregur Gunnar Árnason úr atkvæðaseðlunum. - Já, ég held ég kannist nú við hana Hermínu, hún var einu sinni afgreiðslustúlka hérna í búðinni, sagði Gunnar Árna- son í verslun Brynjólfs Sveins- sonar hf., er hann hafði dregið út þriðja vinningshafann í vin- sældarkjöri Islendings um vín- sælasta knattspyrnuliðið og vinsælasta knattspyrnumann- inn. Hann dró út nafn Her- mínu Stefánsdóttur, Ægis- götu 14, og getur hún snúið sér til verslunarinnar og tekið út vörur að verðmæti kr. 15.000. Hermína kaus KA vinsælasta Þriðji vinningshafinn í vinsœldarkjöri íslendings Hermína kaus Þorberg og KA

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.