Íslendingur


Íslendingur - 27.03.1979, Blaðsíða 8

Íslendingur - 27.03.1979, Blaðsíða 8
Á síðastliðnu hausti var einum árgangi skóla- barna veittur forgangur að þjónustu hjá tann- læknum á Ákureyril Hvernig hefur þetta fyrir-j komulag reynst og hvenæij er von á víðtækari aðgerðum? Teitur Jónsson, formaöur Tannlœknafélags Norðurlands, svarar: I könnun sem við gerðum í| mars 1978 kom í ljós að| næstum helmingur skóla- barna taldi sig ekki hafal aðgang að tannlæknis-| þjónustu hér í bænum. Viðl vildum færa þetta í betral horf, en þó stíga lítið skref íl bygjun frekar en færast oíl mikið í fang, einnig létumj við það sjónarmið ráða að| fyrst bæri að sinna þeimj sem sækjast eftir tannvið-| gerðum, en láta hina bíðal þangað til betur rættist úr| tannlæknaskorti í bænum. Börnum fæddum 1970,1 en þau eru um 275 að tölu á| Akureyri og nágrenni, varl boðinn greiður aðgangur aðl tannlæknisþjónustu fyrstl með fréttaklausum í Degil og Islendingi síðsumarsl 1978, fáir svöruðu því. Þál voru öll börn fædd 19701 send heim úr skólunum ál Akureyri og nærsveituml með bréf þar sem forráða-j mönnum var boðið aðí hringja og tryggja sér að-J gang að einhverjumj ákveðnum tannlækni. Þetta [ tilboð stendur að sjálfsögðu enn og nánari upplýsingar fást í síma 24749 kl. 17-18 á þriðjudögum. Árangur- inn varð óvænt sá að afl þeim um 130 sem töldu sig ekki eiga kost á tannlæknis- þjónustu hringdu aðein-, 43 til þess að þiggja hana þegar hún loksins bauðst. Þetta þýðir með öðrurh orðum að tilboð okkar til þessa árgangs hefur | hækkað hlutfalltölu þeirra sem njóta tannlæknis- þjónustu úr 54% upp í um 70%, en um 30% hafa ekki borgað sig eftir henni. Þetta bendir til þess að meirihluti þeirra sem vilja, komast að, en einnig að þeir séu furðu margir sem telja sig ekki þurfa neins slíks með. TFN hefur nú til j athugunar hvort fleiri ár- gangar verði teknir með á sama hátt næsta haust, eða hvort aðrar leiðir verði | farnar. TFN er einnig | reiðubúið að ræða við bæjaryfirvöld um skóla-1 tannlækningar sem munu nefndar meðal markmiða bæjarstjórnarmeirihlutans j á Akureyri. Aðalfundur Akureyrardeildar Rauða krossins verður haldinn að Hótel KEA flmmtudaginn 5. apríl nk. kl. 20.00. Lögfræðiþjónusta Benedikt Ólafsson hdl. Hafnarstræti 94 - Sími 24602. ISangrunargleR ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 Um síðustu helgi var haldið á Akyeyri fyrsta íslandsmót í íþróttum fyrir fatlaða. Keppt var í 2 greinum, Boccia og borð- ténnis. Einnig var opið Akur- eyrarmót í lyftingum og bog- fimi. Þátttakendur voru milli 50 og 60 frá Akureyri, Reykjavík, Vestmannaeyjum og Siglufirði. Árangur keppenda var mjög góður og má þar nefna að nokk- ur íslandsmet fatlaðra voru sett í lyftingum (bekkpressu). Boccia - einliðaleikur. 1. Stefán Árnason ÍFA 2. Þorfinnur Gunnlaugss. ÍFR 3. Sævar Guðjónsson ÍFR 4. Sigurrós Karlsdóttir ÍFA Boccia - sveitakeppni. 1. A-sveit Reykjavíkur 2. A-sveit Akureyrar 3. B-sveit Akureyrar 4. Sveit Vestmannaeyja Borðtennis - konur. 1. Guðný Guðnadóttir ÍFR 2. Elsa Stefánsdóttir ÍFR 3. Guðbjörg K. Eiríksd. ÍFR Borðtennis - karlar. 1. Sævar Guðjónsson ÍFR 2. Björn Kr. Björnsson ÍFA 3. Tryggvi Sveinbjörnsson ÍFA Borðtennis - tvíliðaleikur. 1. Guðbjörg K. Eiríksd. ÍFR Sævar Guðjónsson ÍFR 2. Guðný Guðnadóttir ÍFR Elsa Stefánsdóttir ÍFR 3. Hafdís Gunnarsdóttir ÍFR Tryggvi Sveinbjörnsson ÍFA Bogfimi. 1. Stefán Árnason ÍFA I4l stig 2. Ragnheiður Stefánsd. ÍFA I2l stig 3. Jón Eiríksson ÍFR 109 stig Lyftingar. 52.0 kg. flokkur: l. Björn Kristinn Björnss. ÍFA 72.5 kg. - íslandsmet. 56.0 kg. flokkur: 1. Jónatan Jónatansson ÍFR 72.5 kg. 2. Gretar P. Geirsson ÍFV 65.0 kg. 67.5 kg. flokkur: 1. Viðar Jóhansson ÍFS 92.5 kg. - íslandsmet 2. Jónas Óskarsson ÍFR 85.0 kg. 75.0 kg. flokkur: I. Sigmar Ó. Maríusson ÍFR 112.5 kg. - íslandsmet 82.5 kg. flokkur: l. Gísli Bryngeirsson ÍFR 95.0 kg. Flokkur 90.0 kg. og yfir: Sigfús Brynjólfsson ÍFR 90.0 kg. - íslandsmet Guðmundur Gíslason ÍFA 90.0 kg. - íslandsmet Myndin tekin á æfingu hjá íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri. Fyrstu uppsagnirnar hjá Haga koma til framkvœmda 15 manns míssa þá atvinnu sína Eins og fram hefur komið í fréttum, þá sagði Hagi hf. upp öllu starfsfólki sínu, sem vinnur að framleiðslu, um síðustu mánaðamót. Eru það 25 manns, en uppsagnar- fresturinn er misjafnlega langur. Fyrstu starfsmenn- irnir hætta nú um næstu Athygli er vakin á því, að grunnverð auglýsinga í Ak- ureyrarblöðunum hefur ver- ið hækkað í kr. 1.500 fyrir dsm. Smáauglýsingar kosta áfram kr. 1.000 við stað- greiðslu, en annars kr. 1.500. Áskriftargjald verður 1.500 kr. fyrir fyrsta ársljórðung- inn, en í lausasölu kosta blaðið kr. 150 kr. helgi, en það eru 15 manns, sem þá missa atvinnu sína. Forsendur hafa ékki breyst nægilega mikið til þess að við getum dregið uppsagnirnar til baka og endurráðið fólkið, sagði Haukur Árnason, fram- kvæmdastjóri Haga í viðtali við blaðið. - Hins vegar verða lærlingar og eigendur fyrir- tækisins starfandi hér áfram, þannig að framleiðslan leggst ekki alveg niður. Ástæðan fyrir uppsögnum hjá Haga er samdráttur í sölu á eldúsinnréttingum á fyrri hluta ársins og fyrirtækið hefur ekki rekstrarfjármagn til að standa undir meiri lagersöfnun en þegar er orðinn. En hvað þarf að gerast til að stafrsmenn Haga haldi atvinnunni? Fyrst og fremst þarf fólk að kaupa fleiri eldhúsinnréttingar, sagði Haukur. Eftirpspurnin'og þörfin er fyrir hendi, en óvissan í þjóðlífinu, raunar hvert sem er litið, verður til þess að fólk heldur að sér höndum og fer ekki út í skuldbindingar. Vantar þá ekki meira rekstrar fjármagn eða fyrirgreiðslu til að brúa bilið þegar samdráttur verður? Auðvitað er vöntun á rekstrarfjármagni, svaraði Haukur. En það er eins og það myndist einhver óleysanlegur hnútur í þeim málum þegar fyrirtækin hafa náð ákveðinni stærð, því þá fara málin fyrst að vandast. Framleiðsluiðnaður- inn krefst mikils fjármagns í sambandi við lageruppbygg- ingu og því um líkt. Okkur vanta nokkurskonar mjólkur- samlag, sem tæki við fram- leiðslunni og byggði upp inn- réttingafjall, sambærilegt smjör fjallinu, þegar samdráttur verður í sölunni, sagði Haukur að lokum. F Islendingur Góður árangur náðist á fyrsta fslandsmóti í íþróttum fatlaðra Mótið fór fram á Akureyri um síðustu helgi Bjartur ábláu plakati Leikfélag Akureyrar og mynd- listarmenn á Akureyri hafa haft nokkuð samstarf í vetur. Hefur það verið með þeim hætti, að myndlistarmenn hafa verið með sýningar í andyri leikhússins og kaffi - sal. Nú hefur þetta samstarf verið eflt enn frekar. Kostnaður Leik- félagsins við gerð plakata er alltaf nokkur, en við gerð plakata fyrir Sjálfstætt fólk var leitað til Guðmundar Ármanns, myndlistarmanns. Hann hann- aði síðan plakatið og prentaði það með svokallaði silkiprents- aðferð, sem er mikið notuð í listiðnaði (Serigrafik) Greiðir Leikfélagið ekki annan en kost- nað við prentunina, en Guð- mundur mun síðar selja plakötin ásýningum. Verða seld 80 stk. númeruð og áprentuð af höfundinum. Slíkt samstarf leiklistarmanna og myndlistarmanna mun ekki eiga sér hliðstæður hérlendis, en er gott dæmi um hvernig listamenn gætu stutt hvorn annan með vítækara samstarfi en nú er. Aðalfundur KA-klúbbsins Aðalfundur KA - klúbbsins í Reykjavík var haldinn í félags- heimili Sjálfstæðisflokksins 19. þ.m. Aðalstjórn klúbbsins var öll endurkosin. Formaður er Sæmundur Óskarsson, stór- kaupmaður, en aðrir í stjórn eru Eggert Steinsen verkfræðingur, Axel Kvaran(’ aðalvarðstjóri, örn Eiríksson, siglingafræð- ingur og Guðrún Árnadóttir. I Clerispegl anF GARDÍNUBRAUTIR TRÉSTANGIR og allir fylgihlutir Ibúðin, Tryggvabraut 22

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.