Íslendingur


Íslendingur - 27.03.1979, Blaðsíða 6

Íslendingur - 27.03.1979, Blaðsíða 6
.íþróttir...umsjón Einar Pálmi og Ragnar Þorvaldsson...xþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir. Þórs- stelpumar unnu F.H. Þórsstúlkurnar sýndu það og sönnuðu á laugardag hvað í þeim býr er þær lögðu stöllur sínar úr FH. að velli. Þær sigruðu í leiknum með 18 mörkum gegn 15 eftir að jafnt hafði verið í leikhléi 9- 9. Fyrir leikinn var lið Þórs í neðsta sæti deildarinnar en lið F.H. var í fyrsta sæti. Það bjuggust því flestir við F.H. sigri. Þórsstúlkurnar voru þó á öðru máli og léku nú sinn besta leik í vetur með fyrrgreindum afleiðingum. Eftir jjennan sigur verður að teljast líklegt að stelpunum takist að halda sér í deildinni. Liðið á báða leiki sína eftir gegn Breiðabliki, sem af flestum er talið slakasta lið deildarinnar. Auk leikjanna við Breiðablik eiga stelpurnar eftir að heimsækja lið Vals og F.H. Þá Ieiki skal þó enginn bóka tapaða, þar sem liðið er nú á hraðri uppleið og ætiar sér greinilega að halda sæti sínu í fyrstu deild á næsta ári. Mörk Þórs i leiknum gerðu þær Hanna Rúna 7. Anna Gréta og Magnea gerðu 3 hvor, tvö mörk gerðu þær Guðrún og Harpa og Aðalbjörg gerði 1. e.p.á. • • r 1 NUERBARA AÐ BÍÐA OG VONA - KA-menn í biðstöðu eftir sigur í síðasta leik sínum Á laugardag léku KA-menn sinn síöasta leik í annari deild Islands- mótsins í handknattleik er þeir fengu lið Stjörnunnar í heimsókn. Heimamenn sigruðu nokkuð öruggt með 25 mörkum gegn 22, sem í raun þýðir möguleika á fyrstu deildar sæti næsta ár. Eins og staðan er í dag geta leikmenn liðsins þó aðeins beðið og vonað þar sem mörgum leikjum er enn ólokið og mörg lið um efstu sætin. Það gekk lítið sem ekkert hjá KA fyrstu mínútur leiksins. Sjö fyrstu sóknarlotur liðsins runnu allar út í sandinn og var staðan orðin 2-0 Stjörnunni í vil er Þorleifurskoraði glæsilegt mark fyrir KA. Við þetta breyttist allur leikur liðsins og rak nú hvert markið annað. KA komst fljótlega í 8-4 og í leikhléi leiddu þeir með sex mörkum 13-7. Ef frá eru taldar fyrstu 10 mínúturnar lék KA-liðið mjög vel og virðist nú sem liðið hafi loks náð tökum á þeim hraða sem einkennt hefur leik liðsins í vetur. Síðari hálfleikurinn bar nokkurn keim af þeim fyrri nema hvað Stjörnumenn heldur sóttu í sig veðrið, en þrátt fyrir það var sigur KA aldrei í neinni hættu. KA-menn tóku það ráð að setja mann til höfuðs Herði Hilmars- syni leikinn út. Við það riðlaðist leikur Stjörnunnar, enda Hörður höfuðpaur í öllu spili liðsins. KA með þá Jón Árna, Alfreð og Þor- leif í broddi fylkingar náðu oft á tíð- um að sýna góðan leik. Þessir þrír menn gerðu 23 af 25 mörkum liðs- ins enda eðlilegt þegar menn eins og Gunnar Gíslason skjóta ekki á markið í heilar 60 mínútur. En eins og áður sagði er liðið nú í hálf- gerðri biðstöðu með 18 stig, en tím- inn einn getur skorið úr um hvort þessi góði endasprettur liðsins á mótinu hafi komið full seint. Mörk liðsins gerðu þeir Jón Árni 11(5), Alfreð 7, Þorleifur 5 og þeir Jóhann og Hermann gerðu sitt markið hvor. e.p.a. Oldunga- mót blaki Helgina 20 - 21. apríl verður haldið öldungamót í blaki á Akureyri. Þátttökurétt eiga þeir karlmenn sem verða 30 ára á árinu og konur sem verða 25 ára. Hins vegar eru þeir leik- menn, sem leikið hafa í deildar- keppninni á árinu ekki gjald- gengir. Þátttökugjald er kr. 20.000 á lið og sendist með tilkynningu um þátttöku til Guðmundar Péturssonar, Stór- holti 4, Akureyri, sími 21469, og og gegur hann allar nánari upplýsingar. Tryggvi skoraði sigur markið A þriðjudagskvöldið léku Þórsarar við Armann í Skemm- unni á Akureyri og var leikur- inn liður í bikarkeppni HSI. Var leikurinn jafn og úrslitin ekki ráðin fyrr en á lokasekúndun- um. Þegar um 5 sek. voru eftir af leiknum varði Tryggvi skot Péturs Armennings og sendi boltann umsvifalaust yfir endilangann völlin og í mark Ármanns um leið og flauta tímavarðar gall. Leikmenn og áhorfendur voru nokkur augnablik að átta sig á hvað hafði gerst, en þegar það var ljóst að Tryggvi hafði skorðað sigurmark Þórs, þá urðu mikil fagnaðarlæti og Tryggvi toller- aður af félögum sínum. Sigur Þórs var því staðreynd, 24 mörk gegn 23, þótt Ármenningarnir spiluðu að mörgu leyti betri handbolta. Td. var kostulegt að sjá hvernig þeir spiluðu sig inn úr vinstra horninu hjá Þór í hverri sóknarlotunni á fætur annarri í seinni hálfleik, og skoruðu eða fiskuðu víti. Með Sigtryggur ógnar í leik Þórs og Ármanns. þessum hætti náðu þeir 6 mörkum í röð án þess að Þórsarar ættu nokkuð svar. Sigurður Sigurðsson var bestur hjá Þór og Sigtryggur átti einnig ágætan leik í sókninni. Akureyrarniót á skíðum 97.91 Akureyrarmót barna á aldrin- um 7 til 12 ára fór fram í Hlíðar- ljalli laugardagana þriðja og tíunda mars, en fremur óhag- stætt veður setti svip sinn á mótið. Keppt var bæði ísvigi og stórsvigi og urðu Akureyrar- meistarar sem hér segir: 3. mars. STÓRSVIG. 7 ára stúlkur. 1. María Magnúsdóttir 71.8 2. Rakel Reynisdóttir 83.7 3. Sigríður Harðardóttir 85.1 7 ára drengir. 1. Vilhelm Már Þorsteinsson 68.t 2. Sverrir Ragnarsson 79.9 3. Magnús Teitsson 86.0 8 ára stúlkur. 1. Þorgerður Magnúsdóttir 77.0 2. Sólveig Gísladóttir 77.7 3. Bryndís Viðarsdóttir 85.7 8 ára drengir. 1. Jón Ingvi Árnason 65.9 2. Kristinn Svanbergsson 66.8 3. Jón Harðarson 69.9 6 - ÍSLENDINGUR 9 ára stúlkur. 1. Kristín Hilmarsdóttir 67.7 2. Laufey Þorsteinsdóttir 71.6 3. Kristín Jóhannsdóttir 72.3 9 ára drengir. 1. Jón M. Ragnarsson 68.2 2. Jón Halldór Harðarson 69.6 3. Jónas Einarsson 72.5 10 ára stúlkur. 1. Arna ívarsdóttir 111.5 2. Sigríður H. Sigurðard. 119.3 3. Erla Björnsdóttir 120.1 10 ára drengir. 1. Gunnar Reynisson 102.7 2. Vignir Bjartsson 103.1 3. Birgir Björnsson 106.7 11-12 ára stúlkur. 1. Guðrún M. Magnúsdóttir 98.9 2. Signa Viðarsdóttir 107.3 3. Anna María Malquist 110.0 11-12 ára drengir. 1. Guðmundur Sigurjónsson 94.5 2. Tryggvi Haraldsson 95.4 3. Ólafur Hilmarsson 96.8 10. mars. SVIG. 7 ára stúlkur. 1. María Magnúsdóttir 57.7 2. Eva Jónasdóttir 70.5 3. Sigríður Harðardóttir 73.2 7 ára drengir. 1. Vilhelm Þorsteinsson 56.1 2. Sverrir Ragnarsson 56.4 3. Sævar Guðmundsson 62.3 8 ára stúlkur. 1. Þorgerður Magnúsdóttir 61.1 2. Bryndís Viðarsdóttir 68.5 3. Sólveig Gísladóttir 70.5 8 ára drengir. 1. Jón Ingvi Árnason 52.0 2. Kristinn Svanbergsson 53.0 3. Jón Harðarson 56.9 9 ára stúlkur. 1. Kristín Hilmarsdóttir 59.5 2. Hulda Svanbergsdóttir 59.6 3. Þóra Víkingsdóttir 61.6 9 ára drengír. 1. Kári Ellertsson 56.9 2. Jón M. Ragnarsson 59.6 3. Jón H. Harðarson 62.1 10 ára stúlkur. 1. Árna ívarsdóttir 92.61 2. Erla Björnsdóttir 96.08 3. Sogríður H. Sigurðard. 10 ára drengir. 1. Vignir Bjartsson 89.58 2. Hilmir Valsson 89.88 3. Aðalsteinn Árnason 90.43 11-12 ára stúlkur. 1. Signe Viðarsdóttir 95.90 2. Guðrún Jóna Magnúsd. 100.67 3. Guðrún Kristjánsdóttir 100.92 11-12 ára drengir. 1. Guðmundur Sigurjónsson 86.73 2. Smári Kristinsson 90.74 3. Ólafur Hilmarsson 91.22 Tvö naum töp Þórs - og vonir í 2. deild- inni og Bikarnum urðu að engu Á föstudagskvöldið léku Þórs- arar gegn Þrótti í 2. deildinni í handknattleik og var leikið í Reykjavík. Eftir að Þór hafði haft frumkvæðið í leiknum, leitt í leikhléi 9-7 og náð þriggja marka forustu 16-13 er níu mínútur voru til leiksloka datt allur botn úr leik Iiðsins og Þróttarar sigruðu á síðustu mínútunum 21-20. Þar með er fyrstudeildar draumur Þórs úr sögunni að þessu sinni, en liðið hefur haft möguleika á einu af efstu sætum deildarinnar fram að þessu. Markahæstir Þórsara voru Sigurður Sigurðsson 10, og Arnar Guðlaugs með 5 mörk. Á laugardaginn léku Þórsar- ar gegn fyrstu deildar liði 1R í átta liða úrslitum Bikarkeppn- innar og töpuðu einnig naumt 23-22 eftir að Þór hafði leitt í leikhléi 13-11. Þórsarar höfðu lengst af yfirhöndina, náðu góðri byrjun, og eftir sextán mínútna leik stóð 5-2 fyrir Þór og síðan 9-5, en eftir það tók leikurinn að jafnast og sigu 1R- ingar fram úr í síðari hluta seinni hálfleiks og unnu eins og fyrr segir 23-22. Markahæstir Þórsara voru Sigurður 6, og Gunnar, Sigtryggur og Guð- mundur 3 mörk hver. e.p.á. Slæmur skellur Þórs í körfunni - Töpuðu fyrir Val með 78 stigum gegn 143 Körfuknattleikslið Þórs hélt til Reykjavíkur síðastliðið föstu- dagskvöld til leiks við Val í úr- valsdeildinni. Valsmenn sýndu algjöra yfir- burði og gjörsigruðu áhugalitla Þórsara 143-78 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 72-37 Val í vil. Eins og tölurnar gefa til kynna voru Valsmenn mörgum gæðaflokkum betri og eru þeir núefstirídeildinniásamt KRog leika gegn þeim til úrslita um íslandsmeistaratitilinn 1979. Þórsarar segja nú skilið við úrvalsdeildina að sinni eftir að hafa hafnað í neðsta sæti. Mörgum leikjum hafa þeir tap- að naumt, en herslumuninn vantaði, dýrmæt reynsla hefur eflaust fengist sem á eftir að skila sér, er þeir mæta til leiks í 1. deild að ári. Þriðji æfingaleikurin KA vann nú 2-0 Akureyrarliðin í knattspyrnu léku nú um helgina æfingaleik. Þetta er þriðji æfingaleikurinn milli félaganna og er gott til þess að vita hversu mikil og góð samvinna er að komast á milli þessara gömlu erkifjanda. Það skal þó tekið fram að leikir þess- ir eru eingöngu æfing, þar sem þjálfatar liðanna eru að prófa menn, ef svo má að orði kom- ast. Úrslit sjálfra leikjanna skipta minnstu, þó svo að innst inni þyki mönnum sigur alltaf kærkominn, ekki síst ef tillit er tekið til þess hvaða lið eiga í hlut. Úrslit þessa leiks urðu KA 2 Þór 0. e.p.á.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.