Íslendingur


Íslendingur - 01.04.1981, Page 4

Íslendingur - 01.04.1981, Page 4
Útgelandi: Ritstjóri og ábm.: A uglýsingastjóri: Gjaldkeri: Dreifingarstjóri: Ritstjórn, simi: Auglýsingar, simi: Áskriltargjald: Lausasala: Auglýsingaverð: Prentun: Islendingur hl. Kristinn G. Jóhannsson Guólaug Siguróardóttir Ottó Pálsson Sigurlína Sigurgeirsdóttir 21501 21500 kr. 35.00 á ársfjóróungi kr. 4.00 eintakió Kr. 36.00 dálksm. Prentsmiója Björns Jónssonar Framtakið drepið í dróma Ýmsir reyna að halda því á loft að um áramótin hafi verið gert eitthvað á efnahagsmálum, sem gefi til- efni til bjartsýni. Þettaermikill misskilningur. Þjóð- hagsspá fyrir þetta ár liggur fyrir og ef hún er vand- lega lesin sést, að landinu hefur verið illa stjórnað og engin hugarfarsbreyting orðið í stjórnarráðinu sem gefur tilefni til bjartsýni. Það er fyrir löngu viðurkennt af hér um bil öllum sem fjallað hafa um möguleika okkar til bættra lífs- kjara og batnandi, að óhjákvæmilegt sé að virkja fallvötnin myndarlega og ráðast í orkufrekan iðnað samtímis. Þá gæti sá gamli draumur Einars Benediktssonar ræst að auðlindir okkar hjálpuðu mannshöndinni til þess að sjá okkur farborða. En viljann vantar í ríkisstjórninni og ,,vilji er allt sem þarf" stendur skrifað. Á þessu ári hafa stóriðjufyrirtækin verið rekin með hálfum afköstum og ekki er að heyra annað en ráðamönnum þyki það í lagi. Að minnsta kosti dregst það úr hömlu að tekin sé ákvörðun um næstu stórvirkjun og fyrir liggur að ríkisstjórnin ætlar sér ekki að halda áfram uppbyggingu orku- freks iðnaðar. Ef horft er á það hvernig ríkisstjórnin stendur að atvinnumálum blandast engum hugur um að þessi afstaða hennar þýðir í raun og veru að enn einu sinni á að gera tilraun til að bæta hag þjóðarbúsins með því að byggja fleiri fjós eða fjölga togurum. Síðan verður fóðurbætisskatturinn náttúrulega hækkaður og togararnir bundnir fleiri daga við bryggju. Við erum farin að þekkja þennan vítahring i og raunar skiljum við fiest, að með þessu er verið að skeröa lífskjör þjóðarinnar sem heildar. Hinir svartsýnustu líkja ástandinu við það að skipulega sé að því unnið af stjórnvöldum að fá fólk til þess aö flytjast úr landi. Og satt er það að brottflutningur fólks hefur aukist, þótt sem beturfer vanti enn tölu- vert upp á, að flótti sé brostinn í liðið. Ástæðurnar fyrir því hversu illa okkur vegnar eru margvíslegar. En vafalaust er að höfuðmeinið er verðbólgan og það hversu stór skörð hún hefur höggvið í atvinnuvegina. Sérstaklega er þetta áberandi á Akureyri svo að bæjaryfirvöld hafa snúið sér til þingmanna um sér- stakan fund íil að finna ráð við vandanum. Gagnstætt því sem var á ríkisstjórnarárum Geirs Hallgrímssonar treystir tæpast nokkureinstakling- ur sér til að byggja lengur. Það segir sína sögu. Og þó að skattheimta hins opinbera sé komin langt fram úr öllu hófi dragast verklegar framkvæmdir svo sem vega- og hafnargerð saman^borið saman við það sem ákveðið hafði verið. Á sama tíma vaxa skuldirnar erlendismeðævintýralegum hraðajafn- vel seilst til að taka lán sem séu afborgunarlaus næsta mannsaldur. En upþbygging atvinnuveg- anna erlátin sitja á hakanum svoaðekki þykir leng- ur eftirsóknarvert að standa fyrir sjálfstæðum rekstri. Fyrir þá sem trúa að vaxtarbroddur þjóðfélags- ins sé í pinstaklingunum og að frumkvæðið verði að koma að neðan frá fjöldanum til þess að fram- farír geti orðið hefur þróunin síðustu misserin ver- ið óheillavænleg. Ef við ætlum að auka þjóðar- tekjurnar á ný verðum við að örfa einstaklinginn til dáða og leyfa honum að njóta sín. Menn hljóta að vera tortryggnir fyrst í stað vegna vondrar reynslu síðustu missera en með nýjum mönnum í æðstu stöðum mundi vonin vakna að nýju og framtakið mundi ekki láta á sér standa. h. Bl. Meirihlutinn samþykkti 12.1% útsvar gegn atkvæðum sjálfstæðismanna Meðferö fjármuna á s.l. ári gagnrýnd íslendingur hafði samband við Sigurð J. Sigurðsson, bæjarfulltrúa, vegna fyrri um- ræðu um fjárhagsáætlun Akureyrar 1981 og hafði hann eftirfarandi að segja um áætlun- ina og afstöðu sjálfstæðismanna til hennar: Fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 24. mars. Á niður- stöður áætlunarinnar var minnst hér í blaðinu, en nánari útfærsla þeirrar upphæðar er sem hér segir: Tekjur: kr.þús. hækkun frá síðasta ári Útsvör 12.1% 49.000 52% Aðstöðugjöld 12.500 58% Skattar fa fast. 15.730 58% Jöfnunarsjóðsframl. 9.600 68% Aðrir skattar 4.265 14% Tekjur af fasteign. 2.716.5 39% Vaxtatekjur 6.100 55% Ýmsar tekjur 1.712.5 180% AIIs kr. 101.624 60.85% Gjöld: Yfirstjórn bæjarins 4.270 43% Félagsmál 15.334 42% Heilbrigðismál 3.397.5 46% Fræðslumál 11.577 80% Menningarmál 3.041 42% Fegrun og skrúðg. 3.727 77% íþrótta og æskul. 3.610 63% Eldvarnir 3.285 67% Hreinlætismál 4.480 57% Skipul. og byggingam 2.822 49% Götur og holræsi 17.599 34% Fasteignír 2.728 70% Framkvæmdasj. 200 0% Fjármagnskostn. 3.950 124% Ýmis útgj. 4.338 142% Samtals kr. 84.268.5 56.45% Eins og fram hefur komið stóð núverandi meirihluti í bæj- arstjórn a’ð þéssari áætlun, þar sem ákveðið var að fullnýta heimildir til 12.1% útsvars. Til- lagan um 12.1% útsvar var til afgreiðslu á þessum bæjarstjórn arfundi. Tillögunni greidduallir fulltrúar meirihlutans atkvæði en bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. Allmiklar umræður urðu um Qárhagsáætlunina við þessa fyrri umræðu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu and- stöðu sinni við 12.1% útsvar eins og á sl. ári, en þá lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins tilað útsvöryrðu 11%. í málflutningi þeirra kom meðal annars fram mikil gagn- rýni á meðferð fjármuna á sl. ári og að þær 226 milljónir sem út- svarshækkunin í fyrra gaf bæjar sjóði hafi ekki verið ráðstafað í samræmi við þann rökstuðn- ing sem notaður var við ákvörð- un hækkunarinnar og að þeir liðir, sem breytt var í frum- varpinu í fyrra, með tilliti til þessara viðbótartekna hafi ekki staðist áætlun. Þá kom fram að lántökur hefðu orðið mun meiri en gert var ráð fyrir og nýfram- kvæmdir hefðu vaðið fram úr áætlunum. Þá kom einnig fram gagnrýni á að fjárhagsáætlun sl. árs hefði aldrei verið endur- skoðuð, þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu og fjárhag bæjar- sjóðs. Þá töldu þeir það alvar- legt mál þega1- byggingalána- sjóður bæjarins hefði verið not- aður til þess að ná endum sam- an hjá bæjarsjóði sem hefði fengið 50 millj. g.kr. lán úr sjóðnum um sl. áramót. Nær hefði verið að þessir fjármunir hefðu farið til úthlutunar í sam- ræmi við reglugerð sjóðsins, en úthlutun úr sjóðnum hefði verið frestað annað árið í röð. í þessu frumvarpi sem liggur nú fyrir eru þær breytingar helstar frá fyrra ári að afborgan- ir lána eru verulega meiri en á sl. ári þ.e. kr. 8.100.000.00 í stað kr. 2.260.000.00 á sl. ári. Reikn- að er með að rekstrarafgangur til nýbygginga og vélakaupa verði aðeins 9% hærri en á sl. ári, ef sömu reikningsforsend- ur eru notaðar, en þess ber að geta að áætlunin er nú sett upp með nokkuð öðrum hætti en undanfarin ár. Þá hefur fjár- magn til gatnagerðar verið skor- ið niður miðað við sl. ár. Hér er því greinilega um verulegan samdrátt að ræða í verklegum framkvæmdum hjá Akureyrar- bæ ef miðað er við sl. ár. Reikna má með því að breyt- ingatillögur eigi eftir að koma fram við áætlunina og hún taki einhverjum breytingum áður en hún verður endanlega afgreidd í bæjarstjórn. Síðari umræða fer fram um áætlunina á þriðjudag- inn 7. apríl og mun þá blaðið skýra frá endanlegum niður- stöðum hennar. Sjálfstæðisflokkurinn boðar til almenns fundar um fjárhags- áætlunina á fimmtudagskvöld- ið og er fólk hvatt til þess að mæta á þann fund, sem verður í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30. Nýbyggingar: Framlag Bæjarsjóðs Framlag Ríkissjóðs Samtals Fjórðungssjúkrahúsið: - Tækjakaup 400.000 400.000 - Nýbygging 1.900.000 1.900.000 Glerárskóli 1.800.000 620.000 2.420.000 Lundarskóli 100.000 100.000 200.000 Hönnun grunnskóla 20.000 10.000 30.000 Húsnæði tónlistarskóla 60.000 30.000 90.000 Verkmenntaskóli 1.000.000 1.250.000 2.250.000 Svæðisíþróttahús 4.450.000 * Umframgreiðsla v/1980 750.000 3.700.000 1.000.000 4.700.000 Dagvistarstofnun við Byggðaveg - hönnunarframlag 50.000 10.000 60.000 Dagvistarstofnun i Síðuhverfi . .. 1.150.000 350.000 1.500.000 Leikvallarhús við Bugðusíðu 200.000 200.000 Skrifstofuhús 750.000 750.000 Leiguíbúðir Sundlaug í Glerárhverfi 1.400.000 1.400.000 - hönnunarframlag 50.000 5.000 55.000 Tækjageymsla við íþróttasvæði ... 120.000 120.000 Hús í Kjarnaskógi 50.000 50.000 12.750.000 3.375.000 16.125.000 1 NÁMSKEIÐ I' KRISTILEGU BARNASTARFI Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar gengst í samvinnu við Æsku- lýðssamband kirkjunnarí Hóla- stifti fyrir námsíceiði í kristi- legu barnastarfi laugardag eftir páska. Námskeiðið verður haldið á Akureyri og hefst á föstudags- kvöldi og lýkur laugardags- kvöld, 25. apríl. Á námskeiðinu verður fjallað um starfsaðferð- ir, söngva, helgileiki, leikbrúð- ur, föndurvinna verður, kynnt efni og hjálpargögn o.fl. Leið- beinendur verða Unnur Hall- dórsdóttir og Ragnar Snær Karlsson auk annarra. Kennsla fer mikið fram í umræðuformi til að gefa þátttakendum færi á að kenna, leiðbeina og skiptast á hugmyndum og segja frá reynslu sinni. Námskeiðið er ætlað öllum áhugamönnum um kristilegt æskulýðsstarf. Þátttöku ber að tilkynna til æskulýðsfulltrúa kirkjunnar, Hafnarstræti 107, Akureyri, sími 96-24873 kl. 13 16. Sé æskulýðsfulltrúi í ferðum svarar þar væntanlega enginn, en formaður ÆSK, sr. Pétur Þórarinsson, Hálsi í Fnjóska- dal, tekur einnig við innritunar- beiðnum og veitir upplýsingar. Sími hans er um miðstöð á Ak- ureyri: 23100. Þátttakendur ut- anbæjar, sem ekki hafa mögu- leika á gistingu á Akureyri, geta óskað eftir að þeim sé útvegað húsnæði meðan á námskeiði stendur. Æskilegt er að innritun fari fram sem fyrst. Hafbeitarræktun á laxi álitleg hérlendis Sjókvíaeldi hentar ekki íslenskum aðstœðum I nýkominni skýrslu frá Fram- kvæmdastofnun ríkisins þar sem fjallað er um aukið laxeldi og unnin er af Birni Rúnari Guðmundssyni, hagfræðinema í Gautaborg, kemur í Ijós, að mati höfundar, að möguleikar til laxeldis hérlendis eru veru- legir. „Almennt verður að telja að hafbeitaraðferðin hafi meiri möguleika hérlendis sem eldis- aðferð en annars staðar, fyrst og fremst vegna banns við laxveiði í sjó.“ Þá kemst höfundur einnig að eftirfarandi niðurstöðum: „Sjókvíaeldi virðist ekki henta við íslenskar aðstæður, hins vegar eru möguleikar á lax- eldi í kerjum á landi fyrir hendi á nokkrum stöðum á landinu. Ræktun á laxi með hafbeitar- aðferð stenst fyllilega saman- burð við sjókvíaeldi í Noregi með tilliti til ágóðamöguleika. Hægt er að lækka framleiðslu kostnað á seiðum með stórum framleiðslueiningum. Ekki er fyrir hendi nægjan- leg þekking á því hvort þróa megi laxeldi sem aukabúgrein en tilraunir standa yfir á því sviði. Tækniþekking á fiskfóðurs- framleiðslu er til í landinu svo og nokkur reynsla af slíkri fram- leiðslu. Athuga þarf hvort ekki sé eðlilegt að þróa slíka fram- leiðslu og styrkja þannig ís- lenskt laxeldi. Markaðsmál eru mjög mikil- vægur þáttur sérlega ef aukin framleiðsla á laxi er hugsuðsem útfiutningsframleiðsla. Sam- keppnin er veruleg á þeim mörkuðum sem við seljum lax á og má búast við að hún aukist. Einnig er lax munaðarvara og má því búast við verulegum eftir spurnarsveiflum á mörkuðun- um. Þá kemur í ljós í yfirliti sem gefið er um fjölda veiddra laxa á árabilinu 1946-1979, að mestur fjöldi hefur komið á land 1978 eða 80.578 en s.l. ár var veiðin 64.228 og 68% þess afia veiddur á stöng. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Leikið við hvern sinn fingur í leikhúsinu á sunnudaginn Á sunnudagskvöldið frumsýndi Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri gamanleikinn „Er á með- an er“ eftir Kaufman og Hart undir leikstjórn Guðrúnar Al- freðsdóttur. Verkið lýsir lífi fjöl- skyldu, sem hefur tekið dálítið annan pól í lífshæðina en al- mennt gerist, lætur hverjum degi nægja sínar þjáningar og hefur horfið frá daglegu stressi og venjulegu lífsgæðakapp- hlaupi en leitar lífsfyllingar með sínum óvenjulega og sérstæða hætti hver eftir áhugasviði sínu hverju sinni. Þótt hér sé á yfir- borðinu um ærslaleik að ræða má þó, svo sem einatt er um slíka leiki, finna ærna alvöru undir þessu gamansama yfir- borði og ekki verður betur séð en leikurinn eigi enn nokkurt erindi þótt nokkuð sé kominn til ára sinna. Svo sem kunnugt er sýndi Þjóðleikhúsið þetta verk fyrir margt löngu auk þess sem áhugafólk hefur sett það upp víða um land. Uppsetning verksins er á eng- an hátt auðvelt verk, þar sem æði margt er sífellt að gerast á sviðinu í einu, og hlýtur því að vera nokkur þraut að koma svo saman að snuðrulaust gangi. Ég dáist að því hvernig leikstjóran- um hefur tekist að koma öllu þessu heim og saman með þeim hætti sem sýningin ber vitni. Leikurinn gekk hratt og hnökralaust og er það þeim mun meira afrek sem leikarar eru ungir og óreyndir. Leik- gleði er hins vegar aðal skóla- leikja og hún leiftrar af þessari sýningu. Nú er í sjálfu sér ekki auðvelt né sanngjarnt að fara að gera upp á milli leikenda, þeir kom- ust allir býsna vel frá sínu en þó verður tæpast hjá því komist að nefna til Kristinn Guðjón Krist- insson í hlutverki afans. Hann lék við hvern sinn fingur enda hlutverkið þakklátt og skemmti legt. Þá verður einnig að nefna annan burðarás leiksins Krist- jönu Björnsdóttur í hlutverki Penny, hún var hreint stórgóð, og sama má segja um Essie Arn- heiðar Ingimundardóttur og stórkarlalegan leik Sigmundar Rúnarssonar. Ég tel ekki fleiri upp þótt verðugt væri en þakka LMÁ fyrir ágæta skemmtun og fullyrði að enginn verður fyrir vonbrigðum sem sækir sýningu þeirra heldur muni ganga létt- stígari út frá þessum ungu menningarlegu listamönnum. Kr. G. Jóh. Fermingarbörn í Akureyrarkirkju 5. apríl kl. 10.30 f.h. DRENGIR: Arnar Kristján Eðvarðsson, Steinahlíð 3B Áki Heiðar Garðarsson, Ægisgötu 8 Ármann Helgi Guðmundsson, Vanaéyggð I0D Ásmundur Agnarsson. Laxagötu 8 Eggert Benjamínsson, Byggðavegi 143 Elling Ásgeir Guðmundsson, Stórholti 4 Gunnar Freyr Kristjánsson. Stekkjargerði 9 Hilmar Friðjónsson, Grænumýri 12 ingi Arnvið Hansen, Norðurbyggð 5 Jón Þór Aðalsteinsson, Grænumýri 4 Jónas Ingi Árnason, Stekkjargerði I Ófeigur Orn Ófeigsson, Helga-magrastræti 32 Ólafur Gísli Hilmarsson, Munkaþverárstræti 18 Rósberg Rúnar Snædal Hólmsteinss., Beykilundi4 Sighvatur Víðir ívarsson, Steinahlíð 3C Sigmar Bragason, I.erkilundi 29 Sigurður Rúnar Sigþórsson, Akurgerði 3A Snorri Ólafsson, Dalsgerði 5H Snorri Sturluson, Hjallaluhdi I3A Torfi Valgeirsson, Sólvöllum 17 Þorsteinn Kristbjörnsson, Löngumýri 8 STÚI.KUR: Fanny Tryggvadóttir, Eyrarlandsvegi 28B Guðrún Margrét Birkisdóttir, Beykilundi 5 Guðrún Helga Stcfánsdóttir, Oddeyrargötu 32 Gunnlaug Sigriður Kjartansdóttir, Ránargötu 24 Harpa Steingrímsdóttir, Byggðavegi 154 Helga Dóra Gunnarsdóttir, Eiðsvallagötu 5 Hildur Arnardóttir, Háalundi 6 Hólmfríður Þórðardóttir, Mánahlíð 14 Hugrún fvarsdóttir, Strandgötu 43 Jóna Kristín Valsdóttir,. Lcrkilundi 2 Jórunn karlsdóttir, Suðurbyggð 13 Kristbjörg Þórey Ingólfsdóttir. Ránargötu 16 Kristín Guðbjörg Halldórsdóttir, Víðilundi I2C Lilja Sigurðardóttir, Borgarhlíð 5F Margrét Jónína Þorsteinsdóttir. Gránulélagsg. 28 Ragna fvarsdóttir, Bakkahlíð 3 Ragnheiður Osk Erlcndsdóttir. Ásvegi 16 Svandís Eyljörð Stcingrimsdóttir. Þórustöðum 111 Bænarorð eftir Soffíu Gunnlaugsdóttur, Skjaldarvík. Vegna fráfalls Kristins Einarssonar. Heilagi Guðssonur kenn þú oss krossinn að bera, kraftur þinn megnar oss afivana styrka að gera. Styrk oss og styð, stattu oss sjálfur við hlið. Elskandi ímynd og vera. Sendu nú kraft þinn í syrgjandi ástvina hjörtu, sýn þeim hinn dána í upprisuljósinu björtu. Eilífa ást, aldrei er syrgjendum brást. Hastaðu á haglélin svörtu. Kristinn Einarsson, Skjaldarvík. Fæddur 3. október 1914 - Dáinn 18. mars 1981 Kveðja frá Gídeons-félögum. Þá stundin virtist stansa við, og staðna hugur, mál við þungan dánarklukkna klið, sem kall er vorri sál. Það kall er: vertu viðbúinn og veldu Guðs þíns raust. Þér horfa ber á Herra þinn, á hann set allt þitt traust. Það kom svo óvænt kallið hans, sem kveðjum hér í dag. Hans lífi í hendi lausnarans ei lauk við sólarlag. I heiðri Kristinn hvarf oss frá með helgað trúarlíf. í hjarta geymdi himinþrá, sem hans vár skjól og hlíf. Hann gekk sinn veg í gleði og nauð með gát, og hress i lund. Þeim særðu bar hann andans auð, uns öll var náðarstund. Um veginn eina vitni bar, og viðbúinn hann fór. Sem félagi hann friðsæll var, í fórn var hugumstór. Hann tállaust hóf upp tóma hönd í trú á Jesúnr Krist. Hins framliðna var frelsuð önd, nú flutt í himinvist. > q Kútmagakvöld Hið geysivinsæla kútmaga- kvöld Lionsklúbbsins Hugins verður haldið á Hótel KEA n.k. föstudagskvöld, 3. apríl, og hefst kl. 20.00. Að vanda verða skreytingar í samræmi við matseðil kvölds- ins, en borð nrunu svigna undan krásunr matreiddum úr hinum ýmsu sjávardýrum. Dagskrá kvöldsins er hin vandaðasta og verður Ellert Schram aðalræðu- maður. Stjórnandi bögglaupp- boðs verðUr Mikael Jónsson og veislustjóri Sigtryggur Stefáns- son. Allir karlmenn, bæði Lions- félagar og aðrir, eru velkomnir á þessa einstöku skemmtun. Miðasala verður við inngang- inn. 4 - ÍSLENDINGUR ISLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.