Íslendingur - 06.05.1981, Side 8
Auglýsingar
21500
Innritun hafln í
sumarbúðimar
að Vestmanns-
vatni
Innritun er nú hafin í sumar-
búðir Þjóðkirkjunnar að
Vestmannsvatni. Aðsókn að
sumarbúðunum hefur ætíð
verið mikil og því vissara að
tryggja sér pláss í tíma.
I sumar munu sex flokkar
dvelja að Vestmannsvatni,
7- 9 ára verða þar 8,-16. j úní,
8- 10 ára 18.-28. júní, 9-ll
ára 29. júní til 9.júlí og 10-13
ára 12.-21. júlí.
Þá verður öldruðum boð-
ið upp á dvöl að Vestmanns-
vatni og verður fyrri hópur-
inn 23-.-30.’ júlí og hinn síðari
3.-10. ágúst.
Þá verður æskulýðsmót
haldið dagana 12.-17. ágúst.
Innritun fer fram á skrif-
stofu Æskulýðsstarfs kirkj-
unnar á Akureyri en þar er
síminn 96-24873.
Zontakonur
þinga
Landsfundur íslenskra Zonta
klúbba var haldinn á Akur-
eyri 24.-26. apríl sl. Fundinn
sóttu 35 konur frá Akureyri,
Reykjavík og Selfossi.
Eins og er vinna Zonta-
konur um allan heim að því
að koma upp heilsugæslu-
stöðvum í fátækustu héruð-
um Colombíu í Suður-
Ameríku í samráði við
UNICEF, barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna.
Zontakonur veita líka ár-
lega námsstyrki til fram-
haldsnáms í vísindagreinum,
sem snerta geimvísindi, til
minningar um Zontafélag-
ann og hæfileikakonuna
Amelíu Earhart, sem var
fyrsta konan sem flaug ein
yfir Atlantshaf á mettíman-
um I3y2 klst. Það var árið
1932. Árið 1937 reyndi hún
fyrst allra manna að fljúga
ein umhverfis jörðina við
miðbaug, en átti ekki aftur-
kvæmt úr þeirri ferð. Þessir
námsstyrkir eru veittir kon-
um frá öllum þjóðum. Zonta
International er ráðgefandi
aðili stofnana eins og
UNESCO, UNICEFoglLO
(International Labor Oegan-
ization).
Á heimavettvangi fást ís-
lensku Zontaklúbbarnir við
sitt hver. Klúbburinn á Sel-
fossi hefurstutt málefni van-
gefinna og sjúkrahúsið á
staðnum, Zontakonur í
Reykjavík eru fyrir löngu
kunnar fyrir störf í þágu
heyrnarskertra og Zonta-
konur á Akureyri eiga
Nonnasafn á Akureyri og sjá
um rekstur þess. Eins og er
styðja Zontakonur á Akur-
eyri einnig málefni sjón-
skertra.
Landsfundurinn á Akur-
eyri fjallaði m.a. um ýmis
mál er liggja fyrir þingi
Zontakvenna á Norðurlönd-
um, sem fer fram í Ábo í
Finnlandi H.-14. júní n.k.
Ritstjórn
21501
Lögfræðiþjónusta
BENEDIKT ÚLAFSSON HDL.
Hafnarstræti 99-101. Sími 25566
RAFORKA HF.
GLERÁRGÖTU 32 Slmar: 23257 og 21867
Raflagnir - viðgerðarþjónusta
á raflögnum og
heimilistækjum.
íslendingur
r
„Hlíðarbúaru
sýna
handavinnu og
selja kaffi
Sýning verður n.k. sunnudag
10. maí á handavinnu vist-
fólks á elliheimilinu Hlíð.
Verða þar til sýnis ýmsir
munir er unnir hafa verið á
heimilinu í vetur. Þá verður
einnig kaffisala og einnig
verða þar til sölu munir sem
vistfólkið hefur unnið. Sýn-
ingin verður opin kl. 2-5 e.h.
Að sögn Jóns Kristinsson-
ar kemur kennari á heimilið
íjóra daga í viku og leiðbeinir
fólki um hannyrðir o.fl.
Þessu kennslustarfi gegnir
Elín Björg Jóhannsdóttir og
hafa vistmenn kunnað vel að
meta þessa þjónustu og sótt
vel þó einkum konurnar.
f Hlíð búa nú 110 íbúar.
V J
Námskeið fyrir trúnaðarmenn
Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni hélt trúnaðarmannanámskeið í
samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu dagana 27.-30. aprfl sl. að Hótel KEA.
Námskeiðið sóttu 17 trúnaðarmenn frá Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði. En samkvæmt kjara-
samningum frá 1977 hafa trúnaðarmenn rétt til að sækja eitt slíkt námskeið í eina viku á ári á
launum. - Helstu viðfangsefni námskeiðsins voru m.a. vinnulöggjöfin, staða trúnaðarmanna,
kjarasamningar, lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, almannatryggingar,
skipulag og starfshættir Alþýðusambands Islands og Menningar- ogfræðslusambands alþýðu.
Námskeiðsstjóri var Snorri Konráðsson, starfsmaður Menningar- og fræðslusambands al-
þýðu, en auk hans voru leiðbeinendur þau Elís Adolphsson frá Verslunarmannafélagi Reykja-
víkur, Margrét Thoroddsen deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, Reykjavík, og Björn
Þórhallsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna.
Ljósm.: H. Hansen.
Matthíasarsafn
afhent Akureyrarbæ
Á fundi Matthíasarfélagsins
þann 8. apríl s.l. afhenti félagið
Akureyrarbæ eignir Matthías-
arsafns. Eignirnar eru neðri
hæð Sigurhæða ásamt þeim
munum sem þar eru geyndir,
munum úr heimili séra Matthí-
asar og bókum úr eigu hans og
öðru því sem Matthíasarsafni
heyrir til.
Þar með er lokið gerðum
stjórnar Matthíasarsafns og
M atthíasarfélags.
Guðmundur
Irímann
í Rauða
húsinu
N.k. miðvikudagskvöld,þann 6.
maí 1981 kl. 21.00 mun Guð-
mundur Frímann skáld, lesa úr
verkum sínum í Rauða húsinu.
Guðmundur er kunnur fyrir
skáldskap sinn, í bundnu og
óbundnu máli, og hefur auk
jjess fengist við þýðingar. Á
liðnum vetri kom út bókin
„Draumur undir hauststjörn-
um“ eftir Guðmund.
Sem fyrr segir hefst upplestur
inn kl. 21.00 og er aðgaiígseyrir
kr. 10.00.
Guðjón Ketilsson sýnir
Laugardaginn 9. maí kl. 15.00
mun Guðjón Ketilsson opna
sýningu á eigin verkum í Rauða
húsinu.
Guðjón stundaði nám í Mynd
lista- og Handíðaskóla íslands
auk þess sem hann dvaldi
erlendis um hríð. Hann hefur
tekið þátt í og haldið margar
sýningar víðsvegar um landið.
Engin boðskort verða send út
en allir eru velkomnir og hvattir
til að líta inn í Rauða húsið.
Sýningin mun standa til 17.
maí og er opin frá kl. 15.00-
21.00 alla daga.
Hvar er. nú hinn horski
her?
Mönnum er enn í minni það
sem á gekk meðan Frakkinn
Gervasoni dvaldi hér á landi
um tíma. Gekk þá ýmislegt
fólk fram fyrir skjöldu til að
vernda hann gegn því að
þurfa aftur að fara til Dan-
merkur. Útifundir voru
haldnir og jafnvel hótað
stjórnarslitum og allt var
þetta gert í nafni frelsis og
réttlætis.
Nú hefur hér fyrir skömmu
dvaiist sovéski skáksnilling-
urinn Kortsnoj sem býr við
þau ósköp að fjölskyldu hans
er haldið nauðugri í Sovét-
ríkjunum ogsonur hans jafn-
vel í fangabúðum. Hér var af
því tilefni stofnað til nefndar,
sem berst fyrir því að frelsa
Ijölskyldu skákmeistarans
og tilraun var gerð til að af-
henda sovéska sendiráðinu í
Reykjavík mótmælaskjal þar
sem undir höfðu ritað um eitt
hundrað velmetnir borgarar
íslenskir, ekki þó forseti
borgarstjórnar Reykjavíkur,
en móttöku var neitað.
Það vekur hins vegar at-
hygli, að þeir sem á stundum
telja sig hiria einu sönnu
málssvara frelsis og mann-
réttipda skuli nú þegja
þunnu hljóði.
Ekki virðist fjölskylda
Korstnojs og ánauð hennar
verðugt tilefpi til útifunda af
þeirra hálfu sem háværast
börðust fyrir okkar ágæta
Frakka, né hefur flogið fyrir
að stjórnarslit væru yfirvof-
andi ef ríkisstjórn fslands
sýndi ekki fyllstu einurð í
málinu.
Hvar er nú hinn horski her
mannréttindabaráttu, lýð-
frelsis og réttlætis?
Verndun sauðfjár
Sauðfjárverndin sendir
bændum æði oft þarfar og
tímabærar tilkynningar í út-
varpinu og sinnir störfum
sínum greinilega af lofsverð-
um áhuga.
Stundum verða orðsend-
ingar þessar ef til vill dálítið
torráðnar a.m.k. fyrir þá sem
ekki eru mjög kunnugir
sauðfjárbúskap. f einni til-
kynningunni á dögunum
voru bændur t.d. til þess
hvattir af sauðfjárverndinni
að taka kaupstaðarbörn til
sumardvalar og kemur þá
annað hvort til að nefndin
telji sig þurfa að færa út verk-
svið sitt til kaupstaðanna eða
þá hitt að unglingar úr þétt-
býli séu taldir til þcss fallnir
að hafa bætandi áhrif á sauö-
ljárstofninn og er hvoru
tveggja vel.
I annari orðsendingu voru
bændur minntir á hver væri
kraftur og endurnýjunar-
máttur „náttúrunnar“ og
hefur þá vafalaust vakað
fyrir þeim, sem sömdu, að
sífellt þyrfti að endurnýja
birgðir af smölum og smala-
stúlkum og hefur átt að
hvetja bændur til þess að láta
ekki sitt eftir liggja við fram-
leiðslustörfin. Er nú þess að
vænta að þeir hall myndar-
lega tekið til starfa við þessi
vorverk, sauðfénu til bjargar
á komandi árum.
En hvað sem þessu nú líð-
ur er máistaður sauðljár-
verndar góður og drengi-
legur.
FASTEIGNASALA
Strandgötu 1
Símar: 21820, 24647
Sölumaður:
Stefán Gunnlaugsson
Heimasími: 21717
1ÓH BMRNIISOM / ÚRSMIÐUR
Nýjustu gerðir af
QUARTZ-ÚRUM
eru komnar,
Kaupvangsstratl 4 - Siml 24175 - Akurayrl