Íslendingur


Íslendingur - 26.08.1981, Blaðsíða 4

Íslendingur - 26.08.1981, Blaðsíða 4
Útgelandi: Ritstjóri og ábm.: Auglýsingastjóri: Gjaldkeri: Framkvæmdastj. og dreifing: Ritstjórn, simi: Auglýsingar, sirpi: Áskriftargjald: Lausasala: Auglýsingaverð: Prentun: íslendingur hf. Kristinn G. Jóhannsson Guölaug Sigurðardóttir Ottó Pálsson Haraldur Hansen 21501 21500 kr. 35.00 á ársfjórðungi kr. 5.00 eintakið kr. 40.00 dálksm. Prentsmíðja Björns Jónssonar ■ " \ TEXTI: GÍSLI JÓNSSON MYNDIR: H. HANSEN MYVATNSSVEIT Iðnaðar- uppbygging eða seiði í sárabætur Svo sem fram kemur í blaðinu í dag fer þeim Akureyringum hlutfallslega fækkandi sem vinna að úrvinnslu og í iðnaði. Nú hefur löngum verið talað um „iðnaðarbæinn" Akureyri og hefur það verið réttnefni svo myndarlega sem staðið var að uppbyggingu iðnaðarfyrirtækja í bænum. Það hlýtur að velkja til umhugsunar hvert stefnir ef fer fram sem horfir og hlutur iðnaðar í atvinnulífi í bænum fer minnkandi. Ef litið er á tölur frá árunum 1963 og til 1979 kemur í Ijós að hlutur iðnaðarins hefur stöðugt verið að minnka. Hér er átt viðannan iðnað en fiskiðnað og byggingariðnað. Árið 1969 vinna 38,2% mannaflans á Akureyri við iðnað en 1979 er þessi tala komin niður í 29% og hefur aldrei verið lægri á þessu árabili. Sú spurning hlýtur því að vakna á hverju Akureyringar ætia að byggja i framtíðinni og hvert þeir ætla að beina því vinnu- afli sem til starfa kemur á næstu árum. Einstakt lánleysi virðist fylgja okkur í þessum málum og fer þar saman stefna æðstu stjórnvalda landsins, stefnuleysi bæjarstjórnarmeirihlutans í bænum sem hefur verið með ósköpum þótt öðru hverju hafi verið hægt að berja saman loðnar ályktanir og síðast en ekki síst hvernig komið er orkumálum Norðlendinga. Uppbygging atvinnufyrirtækja á ekki uppi á pallborði hjá núverandi stjórnvöldum og þau skilyrði og hringlandaháttur sem íslenskum iðnaði er ætlað að búa við er með ólíkindum og því ef til vill ekki að furða þótt þróunin verði sú sem dæmin á Akureyri sanna. Þegar síðan bætist við stjórnarstefnuna grátlegt einurðarleysi bæjarstjórnarmeirihlutans til allra meiri háttar ákvarðana í atvinnumálum er ekki kyn þótt keraldið leki og sá iðnaður sem hér hefur byggst upp á undanförnum árum og áratugum staðni og dragist jafnvel saman meðan menn dútla við það að prjóna tvíbandaðar tillögur í höndunum. Hér verður að verða breyting á og stórhuga, einörð og einhuga sókn að koma í stað þess stefnuleysis sem nú ríkir. Sú kynlega hegðan sem einkennt hefur afskipti núverandi iðnaðarráðherra af staðarvali fyrir orkufrekan iðnað er síðan kapituli útaf fyrir sig og hefur staðarvalsnefnd enda fylgt dyggilega þeim fyrirmælum sem fyrir hana voru lögð. Heima- mönnum er hins vegar ekki gefinn neinn kostur á að fylgjast með störfum eða forsendum nefndar- innar en ef þeir hins vegar æmta er upp í þá stungið þeirri dúsu að ósætti sé í héraði og Blönduvirkjun því ekki tímabær. Er raunar kominn tími til að fundinn sé leið út úr þeim ógöngum og að minnihlutahópar verði ekki til þess að koma í veg fyrir að framkvæmdir við virkjun Blöndu geti hafist. Stundum virðist satt að segja eins og draumar manna um stórfellda iðnaðaruppbyggingu á Akureyri og í fjórðungnum í heild samfara virkjun- arframkvæmdum ætli að skolast suður af Vonar- skarði og er þá ef til vill ekki borin von að við fáum seiði í sárabætur eins og Bárðdælingar að setja í farveg þess vatns sem áður var. Kr. G. Jóh. Ætlum að taka á móti gestum í mars Arnþór Björnsson og Helgu Valborgu Pétursdóttur, hús- bændur í Reynihlíð, þarf ekki að kynna fyrir lesendum íslend- ings, en Arnþór gefur sér smástund að spjalla við frétta- mann, áður en hann fer til útréttinga niður á Húsavík. Helga Valborg er önnum kafin að sinna gestum, eins og þau hjón eru sjö daga vikunnar yfir sumarið. Viðbyggingin á að verða fokheld í næstu viku, ef vel er á haldið. Það er líka eins gott. Arnþór byrjaði að selja hótel- pláss út á teikninguna fyrir tveimur árum. Stundum þarf að gera samninga langt fram í tímann og vona að ekkert raski áætlun. Ef ekki skortir peninga, verð- ur Viðbyggingin tilbúin í maí næsta vor. Þetta eru I8 tveggja- m'anna herbergi, öll með baði og snyrtingu, og svo salur sem tekur um sextíu, svona ráð- stefnusalur og jafnframt setu- stofa fyrir hótelgesti, en hana vantar, eins og þú sérð, þegar hvért sæti er skipað á barnum og anddyrið fullt, þar sem sjónvarpið er. Mér finnst ekki við eiga að hafa sjónvarp á bar. Þetta er auðvitað dýrt, svona þrjár og hálf milljón, en ferða- málasjóður lánar eitthvað til þeirrar framkvæmdar, enda full nauðsyn. Ég hef í sumar oðið að neita um 30 stórum hópum vegna plássleysis. Þetta eru mest Bretar, Þjóðverjar og Sviss- lendingar. Þakkabréf frá Bandaríkj- unum. Annars kemur fólk úr öllum áttum, og fréttamaður fær að skoða þakkarbréf frá Banda- ríkjamanni sem fyrir skemmstu dvaldist í Reynihlíð, eða eins og hann sagði sjálfur, frá mannin- Arnþór og Helga um með gleraugu á sauðfénu. Fréttamaður botnar ekkert í því. En Kaninn hafði keypt tvenns konar kort, annars vegar af sauðfé, sem hann teiknaði gleraugu á, hins vegar kortið af Vigdísi og Bessastöðum. - En hann bar svo mikla virðingu fyrir konu sem var forseti lýð- veldisins, að honum datt ekki í hug að skrumskæla hana með gleraugum, hvaðjrá að krassa í „Hvíta húsið“ á Islandi. Bráðum kemur nú sundlaug í nágrenni Reynihlíðar. Hún er gerð á vegum sveitarfélagsins, og að henni verður mikil búningsbót. Það er stanslaus straumur fólks sem biður um að komast í steypurnar inni í Reynihlíð, og svo fara auðvitað margir í gjárnar og laugina á Skútustöðum. Veitir ekki af, sumir p.uttalingarnir eru ekki rétt vel þefjaðir. Við Arnþór erum truflaðir. Maður kemur og vill kaupa hrafntinnu. Jú, jú, það er hægt eins og flest annað. Og nóg er landrýmið í Reykjahlíð. Jörðin er ámóta stór og Arnessýsla, og merkin til suðurs eru „eins langt og grös gróa.“ Lengist í báða enda. Hið svokallaða túristatíma- bil lengist í báða enda a.m.k. um mánuð hvoru megin, síðan Arnþór byrjaði fyrir 25 árum. Toppurinn er í tvo mánuði, frá 20. júní eða svo, til 20. ágúst. En nú er Arnþór að semja við erlendar skrifstofur um gisti- hópa í mars. Útlendingar vilja sjá ísland að vetri til, komast í hríð og snjó. Hvað hafa Mið- jarðarhafsmenn að gera með sól? Nú þarf að hafa tilbúin skíði, snjósleða og þotur, og það er hægt af ýmsum ástæðum að selja gistingu og greiða á helmingi lægra verði á veturna en á sumrin. Bretar eru tvímælalaust kurteisastir þjóða sem koma í Reynihlíð, segir Arnþór. Þeir cru skilningsríkir og ekki heimtufrekir, það er ekkert vafamál, þeir eru kurteisasta fólkið sem við fáum. Þeir kunna að taka hlutunum eins og þeir eru. En það má ekki gleymast, að margir útlendingar koma hingað með því hugarfari, að ísland sé prímitíft land, og svo er Arnþór þotinn til Húsavíkur. En hvíld fá þau Helga. Valborg ekki nema erlendis, enda hafa þau ferðast um fjölda landa í þremur heimsálfum sér til fróð- leiks og skemmtunar líka. Nú á að bæta fjórðu heimsálfunni við, áður en langt um líður. Sumir Asíubúar eru nefnilega frábærir veitingamenn og gest- gjafar. Vi Vissul verðiö Fjórir Englendingar bíða á barnum. Þeir drekka ekki áfengi þar. bíða eftir frcttum af væntanlegri flugferð. Best að slá sér á tal við þá nreð sinni vondu ensku. Kurteisi Englendinga er viðbrugðið hér á staðnum og skal nú á hana reyna. Og hún bregst ekki. Jean Davies frá Shrews- bury. kennari hjá setuliði Breta í Vesfalen, í Þýska- landi, fæst til að reyna að skilja illa orðaðar spurningar frétta- manns. Þau eru þarna fjögur saman, öll kennarar, í fríi hjónogtvær einhlcypar konur. Ölí hin kenna heima í Englandi. Þau kenna bæði raungreinar og svoköiluð hugvísingi í þvísem hér myndi kallast framhalds- 4 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.