Íslendingur


Íslendingur - 26.08.1981, Blaðsíða 2

Íslendingur - 26.08.1981, Blaðsíða 2
Byggjum hjúkrunar- deild við F.S.A. Svo sem kynnt hefur verið í íjölmiðlum er hafin allsherjar ijársöfnun í því skyni að koma upp hjúkrunardeild, með 18-20 sjúkrarúmum, við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Er áætlað að sú framkvæmd kosti allt að 2 millj. króna, og að hún verði fjármögnuð með frjálsum framlögum. Hjúkrunardeild er eitt brýnasta verkefnið, sem leysa þarf um þessar mundir, og von okkar er sú, að fjársöfnun gangi það vel að hægt verði að taka þessa nýju hjúkrunardeild í notkun um næstkomandi ára- mót 1981-1982. Eigi sú von að rætast þarf mjög almenna samstöðu, og að allir þeir sem til er leitað séu reiðubúnir til að rétta HJÁLP- ARHÖND. „MARGAR HENDUR VINNA LÉTT VERK“ og ef allir leggja sitt lóð á vogarskálina ætti að takast að leysa þetta knýjandi verkefni með sóma, og svo sem að er stefnt. Því leyfum við okkur að leita til þín, og þíns fyrirtækis um nokkurt fjárframlag, í þessu augnamiði, og væntum jákvæðr- ar niðurstöðu við fyrstu hentug- leika. Utanáskrift okkar er: Hjúkrunardeild F.S.A. Pósthólf 340, 602 Akureyri. Með fyrirfram þakklæti. Framkvæmdanefndin. Jón Kristinsson, forstöðumaður (sign.) Ásgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri, (sign.) Halldór Halldórsson, læknir (sign.) Hulda Baldursdóttir, heimilishjúkrun (sign.) Ólafur H. Oddsson, héraðslæknir (sign.) Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir (sign.) Sjóstanga- veiðimót Akureyrar laugar- daginn 5. sept. Sjóstangaveiðimót Akureyrar verður haldið laugardaginn 5. september n.k. Farið verður frá Akureyri kl. 6 f.h. og frá bryggju á Dalvík kl. 7 f.h. Ráð- gert er síðan að koma að kl. 3 s.d. Ekki er vitað enn hve margir bátar taka þátt í þessu en afli hefur verið mjög góður á firð- inum að undanförnu. Þátttöku ber að tilkynna fyrir 31. ágúst á Bifreiðaverkstæðið Víking, sími 21670, eða í síma 23583. I fyrra veiddust á Akur- eyrarmótinu 2300 fiskar og flesta fiskana þá fékk Jóhann Kristinsson eða eitt hundrað, en þá var Andri Páll Sveins- son aflahæstur með 128,5 kg. Aflahæsta sveitin þá varð sveit Matthíasar Einarssonar en hana skipuðu auk hans þeir Karl Jörundsson, Konráð Árnason og Þorvaldur Niku- lásson. AKUREVRI Sjálfstceðis husio FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST. Glæsilegur haustfagnaöur með hljómsveitinni GLÆSIR ÖRVAR KRISTJÁNSSON verður með plötukynningu BALDUR BRJÁNSSON með galdraprik Nýtt stórkostlegt JUDO-atriði BINGÓ Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22970 Nú auðvitað verður DISKÓIÐ á sínum stað á 3ju hæð með dundrandi diskólögum. Opið til kl. 3 em. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST. Hljómsveit FINNS EYDAL, HELENA og ALLI í síðasta skipti í bili a.m.k. DISKÓTEK uppi í fullu fjöri Opið til kl. 3 em. Sjáumst Til sölu er fasteignin Skólastígur 5, sem er steinsteypt hús, tvær hæðir og kjallari ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum. í húsinu eru alls 11 herbergi, 4 snyrtingar, gott nýtt eldhús og rúmgóður bílskúr, innbyggður, sem inn- réttaður hefur verið til dvalar. Húseignin er laus til afhendingar nú þegar. Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni Sigtryggsson á skrifstofu Rauða krossins, í síma 24803. Akureyrardeild Rauða kross íslands. NAUÐUNGARUPPBOÐ Laugardaginn 5. sept. n.k. kl. 14.00 verður selt á nauðungaruppboði við lögreglustöðina á Akureyri, ýmiskonar lausafé s.s. bifr: A-1139, A-7365, A-7113, A-2852, A-5842, A-7141, A-4801, A-7708, A-3110, A- 4198, A-3820, A-3440, A-5891, A-6716, A-5888, A-6081, A-2372. Ford dráttarvél, Camro trésmíðavél, IBM og Vang tölvur, 15 stk. Paff, Union special, Singer og Durkorp saumavélar, Finlux og Sharp litasjónvörp, August Faster og Rösler piano, OCE Ijósprentvélar, IBM ritvél, Canon reiknivél, Kienzle bókhaldsvél, álsuðu- trans, P-form steypumót 38m2, álstyttur og borð í fiskiskip, 3ja og 2ja sæta sófar, hægindastóll, borð, 4 stólar, skenkur, 2 leðurstólar, sófaborð á stálfæti með gerplötu, 5 málverk, rósir úr silki, útvörp, leikföng, könnur, bolir, skór, model, hálsmen, armbönd, hringir, nælur, eyrnalokkar o.fl. Uppboðsskilmálar liggja frammi hjá undirrituðum. f.h. Bæjarfógetans á Akureyri. Erlingur Óskarsson. ÚTBOÐ 1. áfangi Verkmenntaskólans á Akureyri Tilboð óskast í byggingu 1. áfanga Verkmennta- skólans á Akureyri. Áfanginn er 876 fm. að grunnfleti, ein hæð og leiðslugangur. Verktaki tekur við útgröfnum grunni og skal skila húsinu tilbúnu undir innréttingar, lagnir og málningu innan húss. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fulltrúa bygginganefndar Verkmenntaskólans á Akur- eyri, Kaupangi v/Mýrarveg, 2. hæð, frá 28. ágúst n.k. gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 8. september 1981 kl. 16.00. Byggingarnefnd Verkmenntaskólans á Akureyri Einingarfélagar Eyjafirði Almennur félagsfundur verður haldinn í Alþýðuhús- inu sunnudaginn 30. ágúst n.k. Dagskrá: 1. Samningamálin og uppsögn samninga. 2. Onnur mál. Stjórn Einingar. Kaupum hreinar léreftstuskur. SKJALDBORG HF. Akureyri Raðhús til leigu 5 herb. raðhús til leigu. íbúðin er ekki fullfrágengin. Upplýsingar í síma 62306. 2 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.