Íslendingur


Íslendingur - 26.08.1981, Blaðsíða 7

Íslendingur - 26.08.1981, Blaðsíða 7
í vikunni. . . . I | Kirkja I Akureyrarkirkja j Messaö í Akureyrarkirkju kl. 11 ■ fh. sunnudag Ólafur Jóhanns- I son Stud.theal predikar. Sálm- I ar: 23-164-189-317-355. ^amkomur Hjálpræðisherinn. Sunnudaginn n.k. kl. 16.00. Útisamkoma á torginu (ef veð- ur leyfir). kl. 20.30. Almenn samkoma. Kafteinn Daníel Óskarsson stjórnar og talar. Allir velkomnir. Opið hús fyrir börn á fimmtudögum kl. 17.00 i Strandgötu 21. öll börn vel- komin. Ýmislegt Vinningsnúmer í Happdrætti Skautafélags Akureyrar. 2441, 1786,2177,2,2914,1108, | 3025,1957,786,1351. L__________________________ Gjafir Systraselssöfnunin. Áður birt kr. 140.875.70. Minning- argjafir R.L. og K.S. kr. 1700. Inga kr. 145. Heildv. Valgarðs Stefáns- sonarkr. 1000. KnúturOttersted kr. 2500. Haukur Ottersted kr. 2500. Blaðavagninn Pálmi Ólafsson kr. 500. Búvélaverkstæðiö Óseyri kr. 550. Fatahreinsun Vigfúsar & Árna kr. 1000. Ljósgjafinn hf. kr. 500. Mifa tónbönd kr. 300. Ofnasmiðja Norðurlands hf. kr. 1000. Pedro- myndir (áður komið 1000) kr. 1000. Radíovinnustofan Kaupangi kr. 500. Teiknistofa Hauks Haralds- sonar kr.' 500. Verslunin Skemm- an kr. 1000. Hitaveita Akureyrar kr. 30000. Noröurmynd kr. 500. S.E. kr. 340. Elín kr. 200. S.J. og G.J. kr. 1000. Frá vistfólki og starfsfólki Dval- arheimilinu Hlíð. Júlíana Guðmundsdóttir kr. 500. Sigurrós Þorleifsdóttir kr. 100. Kristfinna Hansdóttir kr. 260. Sig- ríður Jónsdóttir kr. 400. Helga Sigurðardóttir kr. 500. Sigríður Sigurðardóttir kr. 500. Sóley Tryggvadóttir kr. 200. Sigurlína Pétursdóttir kr. 300. Sigríður Pétursdóttir kr. 130. Anna Árna- dóttir kr. 500. Sigriður Kristjáns- dóttir kr. 100. Ragnhildur Davíðs- dóttir kr. 200. Stefán Hólm Krist- jánsson kr. 150. Jón Þórðarson kr. 500. Snjólaug Hjörleifsdóttir kr. 110. Helga Jónsdóttir kr. 100. Björgvin Bjarnason kr. 200. Sísí Björgvinsdóttir kr. 500. Jón Tryggvason kr. 200. Guðrún Jóns- dóttir kr. 200. Anna Magnúsdóttir kr. 100. Ingibjörg Sveinbjd. kr. 100. Sigurlaug Pétursdóttir kr. 100. Jóna Einarsdóttir kr. 500. Halldóra Andrésdóttir kr. 50. Stefán Magnús son kr. 500. S.G. kr. 500. Ása kr. 200. Lárus Björnsson kr. 990. Björn Júlíusson kr. 150. Ragnh. O. Björns son kr. 500. Jóna Gísladóttir kr. 500. Ásgeir Kristjánsson kr. 965. Sigm. Guömundsson kr. 100. Þóra Kristjánsdóttir kr. 250. Lára og Bragi kr. 500. Margrét Antonsdóttir kr. 500. Sigrún Höskuldsdóttir kr. 130. Teiknistofa Kristjáns Kristjánssonar kr. 1000. Bókval kr. 1000. Huld sf. kr. 1000. Bautinn hf. kr. 500. Öxndaela- hreppur kr. 6000. Ingibjörg kr. 300. Anna Kristjánsdóttir kr. 500. N.N. kr. 1000. N.N. (gömul mynt) 11.50. Systur Kristínar Kristjánsdóttur kr. 750. Inkomin framlög hjá Trygg- ingarstofnun rík. kr. 1085. Samtals 212.742.20. Bautamótið Bautamótið í kvennaknatt- spyrnu verður haldið á Akur- eyri um næstu helgi 29. og 30. ágúst. Alls hafa ellefu lið tilkynnt þátttöku þar á meðal lið Breiðabliks íslandsmeistarar og Bikarmeistarar 1981. Stefnt er að því að Bauta- mótið verði árlegur knatt- spyrnu viðburður í bænum. Eins og nafnið gefur til kynna hefur Bautinn h.f. gefið vegleg verðlaun til keppninnar auk þess að bjóða sigurvegur- um til veglegrar matarveislu að því loknu. Keppt verður um farand- bikar sem það lið hlýtur til eignar er vinnur mót þetta þrjú ár í röð eða fimm sinnum alls. K.R.A. erframkvæmdaaðili mótsins í samvinnu við K.S.I. og hvetjum við alla sem áhuga hafa á knattspyrnu að sjá öll bestu lið landsins í ört vaxandi kvennaknattspyrnu. Knattspyrnuráð Akureyrar Víða hefur ver- ið unnið að hreinsun í sumar Vegna bókunar Náttúruvernd- arnefndar Akureyrar frá 24. júní s.l., sem birt var í síðasta tölublaði og hafði verið lögð fyrir bæjarstjórnarfund 18. ágúst s.l. hafði Valdimar Brynjólfsson, heilbrigðisfull- trúi, samband við blaðið. Valdimar sagði að síðan skýrsla þessi kom fram í vor hefðu starfsmenn heilbrigðis- eftirlitsins unnið að hreinsun víðas vegar um bæinn og væri ástandið því mun betra nú en fram kemur í bókum náttúru verndaráðs. Járnarusl og bíl- hræ hafa verið fjarlægð auk þess sem númerslausum bíl- um hefur verið komið fyrir í lokuðu porti. Drasl kringum Grænhól hefur verið fjarlægt og einnig af klöppum ofan Krossaness auk þess sem hreinsað hefði verið til sunn- an Lónslækjar. Þótt ástandið hafi batnað taldi Valimar að enn mætti betur gera og nefndi sérstak- lega til ýmis smærri iðnfyrir- tæki, þar sem girða þyrfti af lóðir og athafnasvæði. Irmilegar þakkir flytjum við hérmeð Kvenfélagasam- bandi Suður-Þingeyinga og öllum þeim, er heiðruðu minningu móöur okkar, Huldu skáldkonu, á 100 ára afmæli hennar hinn 6. ágúst sliðastliöinn þegar minnisvarði um hana var afhjúpaður í Huldulundi að Auðnum i Laxárdal. Einnig þökkum við Kvenfélagi Laxdæia fyrir höfðinglegar veitingar i ógleymanleg- um mannfagnaði í Veiðihúsinu i Laxárdal. Forsjón- inni þökkum við dýrlegan sólskinsdag i hinum fagra Laxárdal. SiGRÍÐUR S. BJARKLIND JÓN BJARKLIND AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR FRÁ GRUNNSKÓLUNUM Kennarafundir verða í skólunum (nema G.A.) þriðju- daginn 1. sept. n.k. kl. 10 f.h. Börn í 4.-6. bekkjum mæti í skólana mánudaginn 7. sept. kl. 10 f.h. en börn í 1.-3. bekkjum kl. 1. e.h. sama dag. Forskólakennslan hefst mánudaginn 14. sept. en áður munu viðkomandi kennarar hafa samband við heimili þeirra barna, sem innrituð hafa verið. For- skólagjaldið er 150 kr. og greiðist í tvennu lagi (október og febrúar). Innritun þeirra barna, sem flust hafa í bæinn, eða milli skólasvæða og erætlað að skipta um skóla, ferfram í skólunum, miðvikud. 2. sept. kl. 10-12 f.h. Skóla- svæði eru óbreytt miðað við sl. skólaár. Reiknað er með, að unglingadeildir (7.-9. bekkir) taki til starfa 16. sept. n.k. Nánar auglýst síðar. SKÓLASTJÓRARNIR. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Strætisvagnar Akureyrar Bifreiðastjóri óskast við akstur skólabarna frá 1. september n.k. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 24929 eða á skrifstofunni að Draupnisgötu 3. Strætisvagnar Akureyrar. Þessar ungu stúlkur efndu til tombólu fyrir skömmu og létu ágóðann kr. 500 renna til „Systraselssöfnunarinnar“. Þær eru Alfa Björk Kristins- dóttir, María Egilsdóttir, Guðrún Gísiadóttir og Lilja Björk Sólnes. Þær eiga þakkir skilið fvrir dugnaðinn. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Orðsending frá Hitaveitu Akureyrar Hitaveita Akureyrar vill vekja athygli á því ákvæði gjaldskrár hennar þar sem kveðið er á um að hitaveit- an stilli hemil að ósk notanda og breyti stillingu ef notandi fer fram á það. Hæsta stilling hemils gildir eitt ár í senn miðað við 1. september-31. ágúst ár hvert, þótt orkunotkun verði minni hluta úr ári. Þeim notendum hitaveitunnar sem hyggja á breytta stillingu hemils næsta veturerbentáaðhagkvæmast er að stilling fari fram 1. seþtember n.k. Hækkun á stillingu hemils eftir þann tíma reiknast frá undan- gengnum 1. september. Umsóknir um lækkun ástillingu hemilssem ekki hafa borist hitaveitunni fyrir 1. september n.k. leiða ekki til lækkunar á orkugjaldi til viðkomandi notanda fyrr en 1. september næsta árs. Sérstakar reglur gilda fyrsta árið eftir að tenging við hitaveituna hefur farið fram. Gjald fyrir að breyta stillingu hemils er sem samsvarar gjaldi fyrir notkun 1 mínútulítra á mánuði. Hitaveita Akureyrar MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST. Fyrr má nú selja en uppselja. Það eru nú góðir mögu- leikar á að ná miða í kvöld. En það sem aldrei hefur komiö fyrir áður getur alltaf komið fyrir aftur. Opið til kl. 1 em. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST. Þeir sem eru búnir að vinna allan daginn, redda hinu og þessu, tala við menn og málleysingja og bla bla bla ættu svo sannarlega að drifa sig í H-ið í kvöld. Opið til kl. 1 em. FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST. Þeir sem þurfa að vinna á morgun, hafa alltað vinna og engu að tapa í kvöld. Nú hinir sem þurfa að vinna, lita auðvitað við og sjá til. Opið til kl. 3 em. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST. Hana NÚ sagði hænan og lagðist á bakið (en ég meina til hvers?) f kvöld eins og svo oft áður spá menn í hana eða vinkonu hennar. Opið til kl. 3 em. SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST. Nú þýðir ekkert lundareykjadaiskjaftæði. Opið til kl. 1 em. MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER. Ef þið hafið ekki tekið eftir því, þá er farið að dimma á kvöldin. Það held ég nú, já. já. Opið til kl. 1 em. Ú * 0ifr-jp 10 £ 3r 100 ÍSLENDINGUR - 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.